Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 18
18 Dýrt að fá lánaða eina milljón króna ef verðbólga fer af stað: Verðbólgan fljót að segja til sín Flestir sem nýlega eru komnir „til vits og ára“ þekkja ekki verð- bólgu og hafa aldrei þurft að laga sig sérstaklega að henni sem áhrifa- þætti í daglegu lífi. Fólk sér eftir- stöðvar lána sinna minnka með hverri afborgun og verðlag hefur verið nokkuð stöðugt. Sem betur fer segja margir af eldri kynslóðinni sem þekkja vel verðbólguna og þau margháttuðu vandræða sem af henni hljótast. Á árunum 1980-1990 var verðbólga mikil, yfirleitt tveggja stafa tala og fór hæst í 76,6% á árs- grundvellil983. Lentu ófáir í hremmingum vegna hennar þar sem lán hækkuðu gríðarlega en launin sátu eftir. En frá 1992 hefur verðbólgan verið á svipuðu róli og hún er í dag, í kringum 2%. Það hef- ur ríkt stöðugleiki. Nýlegar verð- bólguspár gera ráð fyrir 2,2%-2,5% verðbólgu á þessu ári. Reyndar hafa heyrst raddir um að verðbólgan geti farið að sýna á sér klærnar. Hér verður ekki lagt mat á það heldur reynt að sýna fram á hvað verðbólga getur þýtt fyrir einstakling sem tekur eina milljón króna að láni i bankanum sínum við mismunandi verðbólgu- stig. Lánið er tekið til 7 ára sem þýðir 84 mánaðarlegar afborganir. Miðað er við lánaútreikning á vef- síðu sparisjóðanna, www.spar.is Kostnaður Eigi viðkomandi í viðskiptum við sparisjóðina þarf hann öllum tilfell- um að greiða 36.200 krónur í lán- tökukostnað, þ.e. 2% lántökugjald, 1,5% stimpilgjald og 1200 króna fastakostnað. Fær hann því ekki út- greiddar nema 963.800 krónur. Kostnaður er tekinn áður en lánið er komiö í vasann. Bankinn tekur geiðslugjald fyrir hverja afborgun, 375 krónur ef send- ur er gíróseðlinn en 150 krónur ef skuldfært er af reikningi. Á þessum sjö árum kosta gíróseðlamir 31.500 en skuldfærslan kostar 12.600. Mun- urinn er 18.900 krónur. í dæminu hér miðum við við heimsenda gíró- seðla. Verðbólgan af stað Gamanið kárnar Ef verðbólgan er 2,5% nema vísi- töluhækkanir á lánstímanum 92.747 krónum. Afborganir, vextir og greiðslugjald era 1.434.451 króna. Samtals gerir þetta 1.527.198 krónur. Með lántökukostnaði hefur milljón- in kostað 563.398 krónur. Gamanið fer að káma ef verðbólg- an er 5,0%. Þá nema vísitöluhækk- anir á lánstímanum 194.411 krón- um. Afborganir, vextir og greiðslu- gjald eru 1.555.311 krónur. Samtals gerir þetta 1.749.722 krónur. Með lántökukostnaði hefur milljónin kostað 785.922 krónur. Þeir sem þekkja 30-60% verð- bólgu fara kannski að kannast við sig ef verðbólgan er í 10% í þessu reikningsdæmi en víst er að hroll- ur fer um þá sem ekki þekkja ann- að en stöðugleika. Við 10% verð- bólgu nema vísitöluhækkanir á lánstímanum 427.653 krónum. Af- borganir, vextir og greiðslugjald eru 1.830.797 krónur. Samtals gerir þetta 2.258.450 krónur. Með lán- tökukostnaði hefur milljónin kost- að 2.294.650 krónur, hefur meira en 5,0% verðbólga tvöfaldast. Vilji fólk spá í hvað verði um raunveruleg lán sín í verðbólgu má notast við reiknivélar banka og fjármálafyrirtækja á Netinu. -hlh 10,0% verðbólga (427.653 kr. 2,5% verðbólga (92.747 kr. (194.411 kr.] Vísitöluhækkun Afborefun + vextir + eíreiðsluefia Id (Rauða línan sýnir 1.000.000 kr.j (1.434.451 kr. [1.555.311 kr. (1.830.797 kr. r Að skulda milljón í verðbólgu 1.000.000 kr. til 7 ára á 8,25% vöxtum - Kvíði vegna skuldastöðu getur seinkað skilum: FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Alag og frestur Heimilt er að beita álagi á skattstofha ef framtali er ekki skilað á réttum tíma og eins ef framteljandi gefur rangar upplýs- ingar í skattframtali eða fylgi- skjölum. Skilafrestur fyrir þá sem skila skattskýrslunni í papp- írsformi rann út í gær en hafi verið sótt um frest er skilafrest- urinn 3. mars. Þeir sem skila um Netið hafa frest til 28. febrúar og framlengdan frest til einhvers daganna á tímabilinu 10.-15. mars. Rekstraraðilar hafa frest til 15. mars og framlengdan frest til 15. apríl. Kærur Kærur verða að vera skrifleg- ar. Kærufrestur til skattstjóra er 30 dagar frá þeim degi þegar hann auglýsir að álagningu opin- berra gjalda sé lokið. Undanþegnar Eftirtaldar eignir era aö fullu undanþegnar eignarskatti: Ríkis- verðbréf og hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem eingöngu era myndaðir af rikisverðbréf- um. Eftirtaldar eignir eru undan- þegnar eignarskatti að því marki sem þær eru umfram skuldir: Bankainnstæður, stofnsjóösinn- stæður og hlutabréf. Stofnsjóðir og hlutabréf þó að hámarki 1.260.108 kr. hjá einstaklingum og 2.520.216 kr. hjá hjónum og sam- býlisfólki. Fært niður Bifreiðar einstaklinga sem ekki era notaðar í atvinnurekstri er heimilt að færa árlega niður í mati um 10%, þó ekki á kaupári. Hámark Þeir sem þurfa að gera rekstr- arreikning vegna verktakavinnu ættu aö athuga að gjaldfærsla rekstrarfjármuna 1998 er að há- marki 122.496 kr. Tap dregið frá Frá skattskyldum hagnaði er heimilt að draga framreiknað rekstrartap síðustu 8 ára. Tap sem myndast hefur í rekstri 1988 og síðar er þó heimilt að draga frá hagnaði áranna 1998-2000. Rekstraraðilar geta átt á hættu að missa rétt til frádráttarkostn- aöar ef ekki er skilað launamið- um á verktaka. -hlh Framtalsgerð á síðustu stundu kallar á mistök - fyrsti skilafrestur rann út í gær „Nú er tími uppgjörs þar sem fjárhagsstaða heimilanna er tekin út, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Það vekur oft ugg hjá fólki að fara yfír skuldastöðuna, ekki síst ef vanskil eru mikil. Þessi ótti við töl- ur og erfiðleikar í umgengni við þær koma stundum fram þegar fólk þarf að fylla út umsóknareyðublöð hjá okkur þar sem beðið er um töl- ur um tekjur, skuldir og vanskil," segir Elín S. Jónsdóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Framtalsgerð virðist ekki ofar- lega á lista yfir eftirlætisverkefni hjá fólki ef marka má fjölda þeirra sem sækir um frest til að skila framtalinu. Margir fresta framtals- gerðinni fram á síðustu stundu ár eftir ár og fá jafnvel frest sem nýtt- ur er til hins ýtrasta. Framtalsgerð þýðir einfaldlega hlaup og svita. Þeir hinir sömu skilja síðan ekki, þegar upp er staðið, hvers vegna þeir voru ekki búnir að þessu fyrir löngu. Það verður hins vegar ekki horft fram hjá því að framtalsgerðin þýðir að fjárhagsstaða heimilisins er gerð upp. Það getur stundum leitt óþægilegar staðreyndir í ljós og orð- ið tilefni til miður skemmtilegra eldhúsfúnda. En þó fjárhagsstaðan sé í lagi er fólk engu að síður að fresta fram- talsskilum fram á síðustu stundu. Af hverju? Svörin sem DV fékk hjá nokkrum endurskoðendum og Ráð- gjafarstofunni voru þau að fólki þætti þetta einfaldlega leiðinlegt og að mörgum væri kvöl að fást við töl- ur. Við bættist ótti við að gera mis- tök sem gætu kostað peninga. En það getur einmitt kostað mis- tök og um leið peninga að vera að fást við framtalið á síðustu stundu. Og þá getur verið of seint að leita ráða. Því voru viðmælendur DV sammála um að það borgaði sig, hvernig sem á málið væri litið, að drífa framtalsgerðina af sem fyrst. Ekki framtalsaðstoð Elín vildi undirstrika að hjá Ráð- gjafarstofunni væri ekki veitt nein aðstoð við framtalsgerð. Hins vegar tíma. Fjöldi fólks leitaði til Ráðgjaf- væri mikið að gera á þessum árs- arstofunnar vegna fjármálavand- ræða. „Við fóram yfir heildarstöðuna í fjármálum fólks og ráðleggjum þvi um aðgerðir. Það er allt of algengt að fólk horfir eingöngu á afmarkaða þætti vandamála sinna, er sifellt að berjast við eina skuld eða afborgun. Við leiðum fólki í ljós að það sé heildarsýn yfir fjármálin sem skipt- ir máli. Öðruvísi er ekki hægt að taka á vandanum. En fólki líður yf- irleitt mun betur á eftir.“ Undantekningar Reyndar segja endurskoöendur að margir sem áður voru seinir séu nú óðir og uppvægir að klára fram- talið sem fyrst. Áður hafi eftirá- greiddir skattar gert að verkum að menn kviðu tíma uppgjörsins en nú sé algengt að fólk vilji sem fyrst fá á hreint hvað það fær til baka frá skattinum í ágúst. Framkvæmdir eða ferðalög bíði ákvörðunar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.