Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Fréttir Skoðanakönnun DV um flutning Reykjavikurflugvallar: Meirihluti vill flytja flugvöllinn - SkerjaQörður oftar nefndur en Keflavíkurflugvöllur Á að flytja flugvöllinn? Meirihluti kjósenda vill flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýr- inni. Meðal þeirra sem vilja flutn- ing er Skerjafjörður oftar nefndur en Keflavíkurflugvöllur þegar kem- ur að því að velja Reykjavíkurflug- velli nýjan stað. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV sem gerð var á mánudagskvöld. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborg- ar og landsbyggðar sem og kynja. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur flutningi Reykjavíkurflugvall- ar? Þeir sem voru fylgjandi voru síðan spurðir hvort þeir vildu að flugvöllurinn yrði fluttur 1 Skerja- fjörð eða á Keflavíkurflugvöll. Af öllu úrtakinu voru 49,2% fylgj- andi flutningi Reykjavíkurflugvall- ar en 30,3% andvíg. 15,8% voru óá- kveðin meðan 4,7% svöruðu ekki spurningunni. Ef einungis er litið á þá sem af- stöðu tóku voru 61,8% fylgjandi flutningi en 38,2% andvíg. Þegar afstaða kynjanna er skoðuð kemur í ljós að 63% kvennanna voru fylgjandi flutningi en 60,7% karlanna. Ekki var marktækur munur á afstöðu milli íbúa höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar. Fleiri vilja Skerjafjörð 50,2% þeirra sem voru fylgjandi flutningi Reykjavíkurflugvallar nefndu Skerjafjörð meðan 42,7% nefndu Keflavíkurflugvöll þegar spurt var um hvert fólk vildi að flugvöllurinn yrði fluttur. í þessum hópi voru 5,1% óákveðin og 2% svöruðu ekki. Af þeim sem tóku afstöðu til framhaldsspurningarinnar nefndu 54% Skerjafjörð en 46% Keflavíkur- flugvöll. Lítill munur er á afstöðu kynj- anna varðandi nýja staðsetningu. 52,4% karla nefndu Skerjafjörð en 55,7% kvenna. Munurinn er meiri þegar afstaða er geind eftir búsetu. 56,9% íbúa á landsbyggðinni nefndu Skerjafjörð meðan 51,1% íbúa höfuðborgar- svæðisins nefndu þann kost. Ummæli Fram kom í ummælum fólks í könnuninni að ekki væri gott að vera með flugvöll i miðri borg. Karl á Norðurlandi sagði: „Ef það kemur að stóra slysinu munum við kenna sjálfum okkur um. Það getur enginn sagt mér að flugvélar sem fljúga þvers og kruss yfir borginni geti ekki hrapað eins og aðrar flugvél- ar.“ Kona i Vestmannaeyjum sagði: „Ég vil ekki þurfa að keyra frá Keflavík í 40 mínútur eftir 15-20 mínútna flugferð." Maður á Austur- landi sagði: „Það er ekki gott ef ferðalagið hjá manni er lengt meira en nú er, því vil ég frekar sjá flug- völlinn í Skerjafirði." -hlh Nýtt hættumat skilgreinir helming Bolungarvíkur á hættusvæði: Þetta er hneyksli - engar sagnir um snjóflóð, segir Valdimar Lúðvík Gíslason „Mér flnnst bara eitt orð til yfir þetta: Fáránlegt," sagði Valdimar Lúðvík Gíslason, íbúi í Bolungarvík, um nýtt hættumat og tillögur að snjó- flóðavömum sem nú er búið að setja fram i áfangaskýrslu fyrir byggðina í Bolungarvík. Þar kemur fram að allt að 500 Bolvíkingar búi á hættusvæði vegna snjóflóða. „Það em engar sagnir til um það í Bolungarvík að þama hafi fallið snjó- flóð. Það hafa aldrei komið snjóflóð ofan úr fjalli. Þetta kemur niður úr miðri hlíðinni þegar lausamjöll sest á harðan snjó. Þá geta dottið þama nið- ur þrepahlaup, sem við köllum. Það man ekki nokkur maður eftir flóðum fyrir ofan Ufsir,“ segir Valdimar. í skýrslunni er gert er ráð fyrir að grafa þurfi risaskurð fyrir allt að milljarð króna ofan viö byggðina til að tryggja öryggi íbúanna. „Hver á að halda honum opnum? Þetta fyllist strax af snjó á haustin. Það hefur ekki tekist að halda rásun- um fyrir ofan veginn í Óshlíðinni hreinum og ég hef enga trú á að það verði hægt þama. Ég held að þetta sé það mesta ólán sem maður hefur séð frá opinberri stofnun. Hver stendur í stórhrið og mokar þennan skurð þeg- ar hættan er mest? Maður er bara orðlaus," segir hann. „Fyrir ofan Bolungarvík í Traðar- hymunni yfir byggðinni er flallsegg sem hægt er að sitja klofvega á. Þar myndast aldrei hengjur og það hefúr enginn maður séð. Um leið og hreyfir vind hreinsar hann alla hlíðina. Við erum búnir að vera þama með skíða- land nú sennilega í tuttugu ár og það eru alltaf vandræði vegna snjóleysis. Ég ræddi við menn sem búið hafa þarna í áratugi og þeir hafa aldrei heyrt talað um þetta. Það er engin snjó- Valdimar Lúðvík Gíslason er síður en svo ánægður með matið. DV-mynd Hörður flóðahætta í Bolungarvík utanvert við Tröð. Þá getur sigið úr hhðinni snjór undan eigin þunga en það em engin snjóflóð í mínum skilningi," sagði Valdimar Lúðvík Gíslason. -HKr. Sala Olíufélagsins og VÍS á Búlandstindi: Gegn anda samkomulags - segir Jóhann Þór Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri „Með sölu meirihluta Búlandstinds til Grindavíkur er verið að ganga gegn anda þess samkomulags sem menn gerðu þegar Búlandstindur keypti hraðfrystihúsið á Breiðdalsvík og kvóta 1995. í því samkomulagi fólst að vinnslu skyldi haldið áfram á staðnum og útgerð frekar efld en hitt þegar fram liðu stundir." Þetta segir Jóhann Þór Halldórsson sem var framkvæmdastjóri Bú- landstinds þegar fyrirtækið keypti kvóta og frystihús Breiðdælinga. í sama streng hafa margir viðmælenda DV á Breiðdalsvík tekið. Eins og fram kom í um- fjöllun DV i gær róa Breið- dælingar nú lífróður til að koma atvinnu á staðnum varanlega af stað á nýjan leik. Hún stöðvaðist þegar nýir meirihlutaeigendur Bú- landstinds ákváðu að hætta að landa afla á Breiðdalsvík. Það voru Vátryggingafélag íslands og Olíufélagið sem seldu Vísi í Grindavík hlut í Búlandstindi þannig að Vís- ir á nú meirihluta fyrirtæk- isins. Jóhann Þór Halldórsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Bú- landstinds. Tilgangurinn með sölu Hraðfrystihúss Breiðdals- víkur til Búlandstinds á sín- um tíma var að veija svæð- ið, að sögn Jóhanns. Fyrir hefði legið að selja kvóta og skip í burtu. Því hefði verið um neyðarráðstöfun aö ræða. „Tilgangur heimamanna með þessari ráðstöfun var að treysta byggð í sínu hér- aði. Ég vann alla tíð í anda þeirra samtala sem fóru á milli manna á þessum tíma, sem var að halda áfram rekstri á Breiðdalsvík. Jafnframt myndu menn efla útgerðina þegar tækifæri gæfist til. Stjóm Búlandstinds stað- festi þessa stefriu i sumar þegar ný stefnumótum var samþykkt fyrir fyr- irtækið. Sú stefrmmótim fól m.a. í sér að bolfiskvinnsla á Breiðdalsvík yrði efld og skip og kvóti keypt til þeirra verka. Jafnframt átti að sérhæfa frystihúsið á Djúpavogi í uppsjávar- fiski og saltfiski. Hvers vegna menn gripu til þess óyndisúrræðis að selja meirihlutann í Búlandstindi suður er gjörsamlega óskiljanlegt." -JSS Stuttar fréttir i>v Flateyrarskýrsla á Vísi Skýrsla Guð- jóns Petersens, fyrrum forstjóra Almannavama, Hið þögla stríð með óbærilegum biturleika biðar- innar, er birt í heild sinni á Net- miðlinum Visir is. Skýrslan fjallar mn eftirköst snjófljóðanna á Flateyri fyrir fómarlömb hörmunganna. Sagt var frá innihaldi hennar í DV fyrir nokkru. Slóðin er www.visir.is. Garðar Thor á West End Hinn ungi íslenski söngvari, Garð- ar Thor Cortes, hefur fengið hlutverk í söngleik sem fluttur er í West End í Lundúnum. Garðar Thor söng meðal annars í óperunni Carmen Negra í ís- lensku Óperunni í sumar og i söng- leiknum West Side Story í Þjóðleik- húsinu fyrir fáum árum. Kafbátur Rannsóknaráö veitti í gær Hafmynd 6 miiljóna króna styrk til að þróa áfram lítinn fjarstýrðan rannsóknakaf- bát. Hann er ætlaður til að rannsaka ástand sjávar og lífrikis hans. Minkur og hænsnahús Davið Oddsson forsætisráöherra sagði í gær á fundi á vegum Versl- unarráðs ekki óhætt að fela land- stjómina öflum sem lofa öllum öllu. Það væri eins og að gefa mink lykla að hænsnahúsi. Góðærið yrði að varðveita umfram allt. Páll víttur Páll Pétursson félagsmáiaráð- herra sætti mik- illi gagnrýni á Alþingi í gær vegna ummæla hans um kenn- ara á þingi á dög- unum inn að framganga þeirra í kjaramálum hefði komið sveitarfélögum í gár- hagsvanda. Vilja skoða ESB 49% íslendinga vilja að hafiiar verði viðræður við Evrópusamband- ið um aðild íslands að þvi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Verslunarráð íslands lét gera og birt var á ráðstefhu þess í gær. Einungis 20% vom ósammála eða mjög ósam- mála þvi að hefja viðræður. Yngra fólk ög háskólamenntað vill fremur en aðrir að aðfld að ESB verði könn- uð. Bylgjan sagði frá. Bjarni Thor til Wiesbaden Bassasöngvarinn Bjami Thor Kristinsson hefur veriö ráðinn til að syngja hlutverk Ochs baróns í Rósa- riddaranum eftir Strauss í óperunni í Wiesbaden í Þýskalandi á næsta leikári. Morgunblaðið sagði frá. Dulbúinn Rússafiskur Ríkislögreglusfjóri hefur höfðað mál á hendur þremur fyrrverandi stiómendum Fiskiðju Sauðárkróks fyrir að hafa skráð Rússafisk sem is- lenskan fisk í útflutningsskýrslur og losnað þannig við að greiða um 10 mflljónir króna í aðflutningsgjöld inn á EES-markað. Morgunblaðið sagði frá. Sjónvarpsver Bjöm Emilsson, dagskrárgerðar- maður hjá Sjónvarpinu, o.fl. hyggj- ast reisa 5000 fermetra sjónvarpsver á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Áætlaður kostnaður er 5-600 millj- ónir króna. Innlendir og erlendir að- ilar leggja fé í verkefnið. Sjónvarpið sagði frá. Fá að Ákveðið hefur verið að leyfa Leiklistarkóla ís- lands að vera áfram í Lindar- bæ til 15. maí, en til stóð að Hag- stofan flytti þangað inn. Eftir það er ætlunin að koma honum fyr- ir í kjallara Landssmiðjunnar við Sölvhólsgötu. Skólinn getur því lok- ið starfsári sínu og sett upp lokasýn- ingu sina í húsinu. Þetta kom fram í máli Bjöms Bjamasonar mennta- málaráðherra á Alþingi í gær. -SÁ vera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.