Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 íþróttir_________________ r*v Haukar eða Fram? Þetta er bikarinn glæsilegi sem Haukar og Fram munu bítast um á laugardaginn. Fram hefur hampað bikarnum oftast allra eða 11 sinnum í 13 tilraunum en Haukar hafa unnið bikarinn einu sinni og það í einni tilraun. DV-myndir Hilmar Þór Harpa Melsted er lykilleikmaður í Haukaliðinu og það veltur mikið á frammistöðu hennar hvort Haukar ná að vinna bikarinn á laugardaginn. Jóna Björk Pálmadóttir, Húsvíkingurinn ungi í liði Fram, hefur verið drjúg í markaskorun fyrir Fram í vetur og hún á örugglega eftir að hrella varnarmenn Hauka á laugardaginn. Guðríður Guðjónsdóttir, 37 ára skytta Framara: Bikardrottning - bætir Guðríður tólfta bikarmeistaratitlinum við á laugardag? Guðríður Guðjónsdóttir lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik fyrir 23 árum. ' Þá var hún aðeins 14 ára gömul. Síðan hefur hún leikið 13 úrslitaleiki og fagnað 11 bikarmeistaratitlum. Guðríður Guðjónsdóttir tók fram skóna á ný í sigri Fram í undanúr- slitaleiknum úti í Eyjum og gerði þá tvö mörk og nú er spennandi að sjá hvort hún, sem er markahæsti leik- maður bikarúrslitaleiks kvenna frá upphafi, bætir fleiri mörkum við met sitt á laugardag. Guðríður hefur alls leikið 11 bik- arúrslitaleiki og skorað í þeim 66 mörk en auk þess hefur hún stjórn- að Framliðinu tvisvar til sigurs án þess að getað leikið vegna meiðsla. Guðríðm’ hefur því samtals tekið þátt i 13 bikarúrslitaleikjum af 23 og unnið ellefu bikarmeistaratitla, oft- ast alira, einum fleiri en Kolbrún Jóhannsdóttir, fyrrum félagi hennar í Framliðinu. 23 ára bikarferill Það er gaman að segja frá því að ferill Guðríðar spannar öll árin 23 sem bikarkeppni kvenna hefur farið fram og þannig lék hún fyrsta bikar- úrslitaleikinn 1976 þá aðeins 14 ára gömul. Þá varð hún að sætta sig við silfurverðlaun er Fram beið lægri hlut fyrir Ármanni í vítakeppni. Guðríður skoraði eitt mark í þess- um leik en hún átti eftir að vinna með Fram ellefu næstu bikarúrslita- leiki sem hún kom nálægt eða allt þar til að Fram tapaði fyrir Stjörn- unni 1996, eftir framlengingu. Þannig hefur þurft framlengingu í bæði skiptin og í annað skiptið líka vítakeppni til að létta á taki Fram- liðsins á bikamum í þessi tvö skipti af þrettán sem félagið hefur tapað bikarúrslitaleik. 11 mörk í einum metleik Enginn hefur gert fleiri mörk en Guðríður í einum bikarúrslitaleik kvenna. Hún tók sig til og gerði 11 mörk, þar af 3 úr vítum, gegn Stjömunni 16. apríl 1986 þegar Fram tryggði sér fimm marka sigur. Alls á Guðríður fjögur sæti af efstu átta á listanum yfir flest mörk í ein- um bikarúrslitaleik og ennfremur þau tvö hæstu en hún gerði 10 mörk gegn ÍR 1984. 30 mörk á þremur árum Það má líka draga enn eitt afrek Guðríðar í bikarúrslitaleik fram í dagsljósið því árin 1984 til 1986 skor- aði hún 30 mörk i þremur bikarúr- slitaleikjum. Það afrek á örugglega eftir að vera seint jafnað, það að leika með liði sem kemst þrjú ár í bikarúrslit, vinna í öll skiptin og svo ofan á allt að gera 10 mörk að meðaltali í þessum þremur leikjum. Einstakt afrek. Tvisvar fyrirliði, tvisvar þjálfari Þó svo að Guðriður hafi unnið ell- efu bikara hefur hún aðeins tvisvar gengið fram og tekið við bikamum sem fyrirliði Framliðsins. Það voru árin 1986 og 1991 en Oddný Sig- steinsdóttir hefur tekið við 6 af þess- um 11 bikurum, Ama K. Steinsen við tveimur og Selka Tosic einum, þeim síðasta árið 1995. Eins hefur Guðríður stjórnað Fram til sigurs í tveimur af þremur bikarúrslitaleikj- um sem þjálfari liðsins, þar af sem leikmaður og þjálfari 1987. 30 titlar í meistaraflokki Ekki er bikarsaga Guðríðar ein- göngu tengd handboltanum því Bikarpunktar 9 1999 ^ Haukar og Fram leika til úrslita í bikarkeppni kvenna. Leikurinn hefst klukkan 13.30 og fer fram í Laugar- dalshöll. Þetta er 24. bikarúrslitaleikur kvenna í handbolta en sá fyrsti fór fram 13. april 1976 er Ármann vann Fram í vitakeppni. Framstúlkur hafa leikið ílesta bik- arúrslitaleiki (13), unnið flesta (11) og eru með bestan árangur í úrslitaleik af þeim liðum sem leikið hafa þrjá leiki (85%). Fram vann meðal annars flögur ár í röð, 1984-87, og lék ellefu bikarúrslitaleiki frá 1978 til 1995 í röð án þess að tapa. Fram verður þvi að teljast mikið bik- arlið i kvennaflokki. Liðið hefur spil- að 13 af 23 leikjum og ennfremur komist 20 sinnum af 24 skiptum i undanúrslit keppninnar. Fram á stcersta sigurinn, 10 marka sigur, 19-9, á ÍR 1982 en Stjömustúlk- ur eiga markametið en þær gerðu 28 mörk gegn Vikingum í fyrra. Haukastúlkur leika sinn annan bik- arúrslitaleik en þær unnu bikarinn 1997. Haukar urðu þá 11. liðiö til að leika í bikarúrslitum kvenna og jafn- framt aðeins eitt þriggja liða sem vinnur sinn fyrsta úrslitaleik. Hin era Ármann (1976) og KR (1977). Bikarúrslitaleikur kvenna hefur verið afar jafn og spennandi á undan- fórnum árum. Af síðustu 6 leikjum, hafa þrir verið framlengdir og hinir þrir allir endað með 3 marka mun eða minna. Þetta er sjöundi bikarleikur milli Hauka og Fram í kvennaflokki. Framarar hafa unnið flóra en Haukar tvo en siðast mættust liðin 8 liða úr- slitum 1997. Þá unnu Haukar og urðu síðan bikarmeistarar en þær geta endurtekið leikinn nú. Gústaf Björnsson, þjálfari Fram, hefur tækifæri til að bæta fimmta bikarmeistaratitlinum sem þjálfari en hann þjálfaði sigrulið Fram 1984 til 1986 og sigurlið Víkinga 1992. Vinni Fram og Gústaf á hann einn metið en Guðjón Jónsson stýröi einnig Framstúlkum fjórum sinnum til sigurs í bikarkeppninni 1978 til 1980 og 1982. -ÓÓJ/GH gaman er að minnast á það að hún var bikarmeistari 3 fyrstu ár bikar- keppni kvenna 1981 til 1983 og á því að baki 14 bikarmeistaratitla í handbolta og fótbolta. Auk þess hef- ur hún orðið íslandsmeistari 12 sinnum í handbolta og 4 sinnum í fótbolta og hefur því alls unnið til þrjátíu stórra titla í boltaíþróttum á íslandi. Geri aðrir betur. í fylgd með föður sínum I fyrstu fjögur skiptin sem Guð- ríður var bikarmeistari fagnaði hún bikamum við hlið föður síns, Guð- jóns Jónssonar. Guðjón á metið yfir flesta bikarmeistaratitla eins þjálf- ara ásamt Gústafi Bjömssyni, nú- verandi þjálfara Framstúlkna. Guð- ríður gæti þannig hjálpað Gústafi um helgina að bæta met föður hennar með því að stjórna sínu liði til fimmta bikarmeistaratitilsins. Hvað gerist verður gaman að sjá en eitt er víst að bikarhefðin ætti að vera Framliðinu styrkur á laugar- dag. -ÓÓJ Bikarúrslitaleikir Guðríðar I. 1976 Fram tapaði fyrir Ármanni í vítakeppni 15-17......skoraði 1 mark 2. 1978 Fram vann FH 13-11.................................skoraði 4 mörk 3. 1979 Fram vann KR 11-9..................................skoraði 5 mörk 4.1980 Fram vann Þór, Akureyri, 20-11.....................skoraði 9 mörk 5. 1982 Fram vann ÍR 19-9.................................skoraði 5 mörk 6.1984 Fram vann ÍR 25-20 ...............................skoraði 10 mörk 7.1985 Fram vann Val 21-14................................skoraði 9 mörk 8.1986 Fram vann Stjörnuna 23-18..........................skoraði 11 mörk 9. 1987 Fram vann FH 14-13................................ skoraði 4 mörk 10. 1990 Fram vann Stjörnuna...............................skoraði 2 mörk II. 1991 Fram vann Stjörnuna...............................skoraöi 6 mörk 12.1995 Fram vann Stjörnuna 22-21 í framlengingu..........meidd + þjálfari 13.1996 Fram tapaði fyrir Stjömunni 13-15 í framlengingu .. meidd + þjálfari og sá fjórtándi i röóinni 14. 1999 Fram spilar gegn Haukum í Höllinni á laugardag klukkan 13.30 Herdís Sigurbergsdóttir fyrirliði Stjörnunnar: Markvarslan á eftir að vega þungt Herdís Sigurbergsdóttir úr Stjömunni á von á jöfnum og spennandi úrslitaleik á milli Fram og Hauka í Laugardalshöll- inni á laugardag. Herdís segir að það verði svolítið öðruvisi að verða áhorf- andi því helst af öllu heföi hún viljað vera þátttakandi i þessum stóra leik með stöllum sínum í Stjömunni. „Það bendir allt til þess að þessi leik- ur gæti orðið spennandi og það er mjög erfitt að spá nokkuð fyrir um úrslit hans. Ég held að markvarslan eigi eftir að vega þungt en bæði liðin tefla fram sterkum markvörðum sem geta á góð- um degi hæglega unnið leik fyrir sitt fé- lag. Kvennahandboltans vegna vona ég að við fáum að sjá góðan leik. Mér finnst að Framliðið hafi verið að gefa eftir í síðustu leikjum og leikurinn við FH er kannski merki um það. Haukam- ir voru kannski að sama skapi ekki sannfærandi í leik sínum í undanúrslit- um bikarsins," sagði Herdís Sigurbergs- dóttir. Spennandi og jafn leikur í vændum „Styrkur Framara liggur í markvörsl- unni en Hugrún hefur verið að veija vel í vetur. Rússarnir styrkja liðið mikið og svo má ekki heldur gleyma Guðriði Guð- jónsdóttur og Örnu Steinsen. Þó að þær séu ekki aö leika mikið hefur nærvera þeirra góð áhrif á liðið í heild. Styrkur Haukaliðsins er einnig i markvörslunni. Harpa og Thelma eru mikilvægir hlekk- ir í liöinu. Það verður síðan spuming hvort Judith Ezstergal nær sér strik en meiðsli hafa sett strik í reikningin hjá henni. Annars er ástæða til hlakka til þessa leik sem gæti boðið upp á mikla spennu," sagði Herdís. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.