Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Keppnis- brot Gettu betur í 15 ár Spurningakeppni framhalds- skóla, Gettu betur, hefst í sjón- varpi á morgun þegar lið Menntaskólans í Reykjavík og Verslunarskóla íslands mætast í átta liða úrslitum keppninnar. í ár hófst keppnin eins og áður með þvi að lið skólanna hófu keppnina á rás 2. Þar var keppt í tveimur umferðum og eru nú átta lið eftir sem mætast í út- sendingu á ríkissjónvarpinu. Auk áðumefndra liða mætir lið Menntaskólans við Hamrahlíð liði Menntaskólans í Kópavogi, Menntaskólinn á Egilsstöðum sækir heim Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi og Mennta- skólinn á Akureyri býður Menntaskólanum við Sund í heimsókn í síðasta leik umferð- arinnar. Að þessari umferð lok- inni verða fjögur lið eftir sem mætast í undanúrslitum. Nýtt starfslið Nokkrar breytingar hafa orð- ið á starfsliði keppninnar frá síðasta ári. Gunnsteinn Ólafsson lét af störfum sem dómari keppninnar og við starfi hans tók Illugi Jökulsson rithöfund- ur. Spyrill keppninnar í ár er sjónvarpsfréttamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson en Davið Þór Jónsson var spyrill keppninnar í fyrra. Stigavörður er útvarps- konan Þóra Amórsdóttir sem tók við starfi Katrínar Jakobs- dóttur. Þá er ónefndur Andrés Indriðason, sem hefur borið hit- ann og þungan af skipulagi keppninnar undanfarin ár. Gettu betur 1999 12. febr. Menntaskólinn í Reykjavík Verslunarskóli íslands 19. febr. Menntaskólinn í Kópavogi Menntaskólinn viö Hamrahlíö 26. febr. Fjölbrautaskóli Suöurlands (Seifossi) Menntaskólinn á Egilsstöðum 5. mars Menntaskólinn á Akureyri Menntaskólinn viö Sund gga Menntaskólinn í Reykjavík: Hefðin skapar sigurinn kLið Menntaskólans i' Reykjaví ásamt liðsstjórum. DV-mynd Hilmar Þór Menntaskólann í Reykjavík ber oftar en ekki á góma þegar minnst er á spumingakeppni framhaldsskóla. Þeir eru ótvíræðir sigurvegarar keppninnar undanfarin sex ár og hefur engu öðra liði tekist að jafna þann árangur. Þeir slaka þó ekkert á undirbúningnum fyrir keppnina í ár og hafa æft stíft að undanfórnu enda ekkert öruggt í keppninni. „Við höf- um verið að lesa undanfarið ár og við teljum að okkar undirbúningur sé mjög góður,“ segja þeir Sverrir Guðmundsson, Amar Þór Stefánsson og Hjalti Snær Ægisson sem skipa keppnislið MR í ár. „Þetta er sterkt lið. Tvímælalaust jafnsterkt og í fyrra, ef ekki sterkara." En hvernig fer undirbúningurinn fram fyrir keppnina? „Við höfum verið að lesa undanfarið ár. Förum á bókasöfn eða lesum heima og svo núna síðustu dagana þá æfum við hraðaspuming- amar og lesum. Þetta hefur sinn vanagang," segja þeir. En á keppnis- daginn sjálfan taka þeir sér frí frá skólanum, fara í sund og svo í bak- aríið áður en þeir halda á keppni- stað. Hjalti Snær er nýliðinn í hópn- um en Sverrir tekiu nú þátt í keppn- inni í þriðja sinn og Arnar Þór er þátttakandi öðra sinni. Þeir segja mikið skipulag í kringum liðið og fiöldi fólks undirbúi liðið fyrir keppni. Liðsstjórar era þeir Sverrir Teitsson og Svanur Pétursson en þeir stefna báðir á að verða í liðinu að ári liðnu þegar Arnar Þór Stefáns- son og Sverrir Guðmundsson hætta. Auk þeirra eru þjálfarar liðsins nokkrir en þeir eru íýrram liðsmenn spurningaliðs MR og þekkja því ekk- ert annað en sigur í keppninni. En hvemig leggst keppnin í liðið i ár miðað við árið í fýrra? „Keppnin er að breytast til hins betra. Það hefur t.d. núna verið ákveðið að úrslita- keppnin fari fram í stóra íþróttahúsi sem er mjög gott þvi oftar en ekki hafa færri komist að en vilja til að horfa á keppnina. Svo hefur verið stofnaður sérstakur stýrihópur, skip- aður fulltrúum framhaldsskólanna, sem skipuleggjendur keppninnar leita til þegar þeir taka stærri ákvaröanir," segir spurningaliðið. En hvemig stendur á þessari ótrú- legu velgengni liðsins? „Það er fyrst og fremst hefðin sem er rik. Hér eru svo haldnar spumingakeppnir milli bekkja. Og síðast en ekki síst era það nemendur skólans sem mæta og styðja liðið enda er alltaf rúmlega hálfur salur þegar MR keppir,“ segja MR-ingar. -hb Verzlunarskóli íslands: Syngjum fyrir keppni Spumingaliði Verzlunarskóla ís- lands hefur fram að þessu ekki tek- ist að sigra í Gettu betur. Verzlunar- skólanemar hafa þó fióram sinnum keppt til úrslita í keppninni. Þeir era þó bjartsýnir fyrir komandi keppnisár og láta engan bilbug á sér finna. „Við höfum engar áhyggjur af þessu. Við höfum gaman af þessu og tökum þessu alvarlega um leið,“ segja þeir Ágúst Flygenring, Óli Njáll Ingólfsson og Hallur Öm Jóns- son. Þetta er í þriðja sinn sem Óli Njáll tekur þátt í keppninni, Hallur Öm tekur þátt i annað sinn en Ágúst þreytir frumraun sína á morgun. En hvemig leggst það í þá að mæta liði MR sem hefur verið nær ósigrandi í keppninni fram að þessu? „Það er ekki sagan sem skiptir máli. Við eram mjög ánægð- ir með að mæta MR strax i átta liða úrslitum. Þá kemur bara strax í ljós hvort við eram nægilega vel undir- búnir fyrir keppnina eða ekki. Við höfum verið að keppa æfingaleiki gegn þeim og liðin gjörþekkja þvi hvort annað. Einnig mættum við þeim í átta liða úrslitum í fyrra og töpuðum þá sem kemur ekki til greina núna,“ segja Verzlingar. Þeir hafa undirbúið sig vel að undan- fomu en formlegur undirbúningur hófst síðasta vor. „Já, við höfum verið að lesa okkur til meira og minna frá því að síðustu keppni lauk. Núna síðustu dagana höfum verið að ferðast á milli bókasafna og lesa. En á sjálfan keppn- isdaginn hitt- umst við á Öl- veri og syngj- um karaoke,“ segja þeir. „Það er mikil stemning fyrir keppnina héma í skól- anum. Það hefur verið nær fullt á all- ar keppnir okkar í út- varpinu og við ætlum okkur að fylla salinn gegn MR.“ Þeir segja að allir nýnemar í skólan- um hafi þreytt próf þegar þeir hófu nám í haust og þeir bestu hafi svo verið valdir úr og prófaðir betur. Svo eru þrjú sem bíða eftir því að komast í liðið og era liðsstjórar í ár. Þau heita Óli Gunnar Hakansson, Þórir Gunnarsson og Sigríður Reyn- isdóttir sem yrði þá jafnframt fyrsta stúlkan til að keppa fyrir hönd Verzlunarskólans. En hvað verður það sem færir Verzló sigm’ á morg- un? „Við höfum mjög góðan þjálfara sem var jafnframt í liðinu í fyrra. Við höfum sömuleiðis meiri reynslu en í fyrra og svo höfum við fengið öflugan nýliða,“ segja þeir að lok- um. -hb Spurningarnar Eins og fyrri ár hefst hver keppni með hraðaspuming- um sem bæði lið spreyta sig á í tvær mínútur. Annað liðið víkur úr salnum meðan hitt tekst á við spuming- amar. Eitt stig er gefið fyrir hveija spumingu sem liðið svarar rétt. Því næst taka við vísbendingaspumingar. Sú fyrsta er með mynd og era þrjár vísbendingar gefn- ar. Svari lið rétt eftir að ein vísbending hefur verið gef- in fær liðiö þrjú stig o.s.frv. Næsta vísbending er svo í oröum og gildir sama stigagjöf fyrir hana. Bjölluspum- ingamar era 15 talsins þar sem þaö liö sem hringir á undan fær svarréttinn og er eitt stig gefið fyrir hvert rétt svar. Því næst er ein vísbendingarspurning í orðum en að lokum hin svokallaða þríþraut. Þá birtast þrjár myndir sem eru á einhvem hátt tengdar og reyna liðin að komast að þvi á hvaða hátt þær era tengdar. -hb F-1500M • Faxtæki, sími, símsvari, Windows prentari, skanni, tölvufax.og Ijósriti í einu tæki • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 300 blaða pappírsbakki FO-1460 • Innbyggðursími • Sjálfvirkur deilir fax/simi • Símsvara tengimöguleiki • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 200 blaða pappírsbakki faxfjölskyldan Betri faxtæki eru vandfundin! BRÆÐURNIR cmissíM L á g m ú I a 8 • S í m i 5 3 3 2 8 00 Umbobsmenn u m I a n d aI I t FO-2600 • Innbyggður sími • Prentar á A4 pappír • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Laserprentun •512 kb minni • 20 blaða frumritamatari • 100 blaða pappirsbakki FO-4500 • Prentar á A4 pappír • Laserprentun • 1 mb i minni (ca 50 síður) • 50 blaða frumritamatari • 650 blaða pappírsgeymsla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.