Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Side 15
LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1999 15 Við vilium rök að því að þessi þróun sé jafnvel hættulegri en áhrif sér- hagsmunahópa, enda ráðgjafarnir andlitslausir. Barry Goldwater, fyrrum for- setaframbjóðandi repúblikana, taldi að flest hefði farið á verri veg i störfum bandaríska þingsins Hagsmunahópar eru yfirleitt myndaðir til að afla forréttinda eða tryggja fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum og eru ein ástæða þess að ríkið hefur þanist út. Á síðustu áratugum höfum við séð völd og áhrif sérhagsmuna bæði minnka og aukast. Eftir því sem frjálsræði hefur aukist i efnahags- lífinu, og þá sérstaklega á fjár- málamarkaðinum, hefur dregið nokkuð úr möguleikum stjórn- málamanna til að greiða götu ein- stakra hagsmunahópa á kostnað almennings, að minnsta kosti með sama hætti og áður. Þá hefur opn- ari og harðari fjölmiðlun haft já- kvæð áhrif í þessa átt. En um leið hafa áhrif ýmissa hagsmunahópa aukist þar sem margir hafa yfir meiri fjármunum að ráða en áður og lögbundin sér- staða þeirra verið tryggð. Ríkis- starfsmenn eru til dæmis öflugri og áhrifameiri eftir að þeim var veittur verkfallsréttur árið 1976. Einstakir hópar hafa lögvarða sér- stöðu og náð kverkataki á al- menningi. Þannig hefur fámenn- um stéttum tekist að taka heilu fyrirtækin og jafnvel þjóðfélagið allt í gíslingu í kjarabaráttu. Þá hafa ýmsir sérhagsmunahópar tekið upp nýjar aðferðir í baráttu sinni, líkt og Landssamband ís- lenskra útvegsmanna, sem réð ímyndarfræðing og sérstakan sér- fræðing sem skipulagði áróðurs- herðferð til að réttlæta lögvarða hagsmuni. Meðalmennska Hagsmunahópar geta og hafa mikil áhrif á störf og stefnu stjórn- málamanna og -flokka, og því er mikilvægt að gera sér grein hvers vegna. Auðveldara er að mynda lítinn og afmarkaðan sérhagsmunahóp en fjöldahreyfmgu. Þannig er einfald- ara og þægilegra fyrir bændur að taka höndum saman, til að tryggja hagsmuni sína, en fyrir neytendur landbúnaðarvara að standa vörð um hagsmuni sína. Bændur mynda hagsmunahóp og þrýsta á þing- menn að banna eða takmarka inn- flutning á landbúnaðarvörum. Hver bóndi hefur meira að vinna, en hver neytandi tapar, við að innflutningur er takmarkaður, enda sársaukinn mildaður með niðurgreiðslum. Hins vegar er ávinningur bændastéttar- innar 1 heild minni en sameiginlegt tap neytenda. Verkalýðsfélög hafa barist fyrir einkarétti og jafnvel lokað aðgangi að starfsstéttum og fyrirtækjum fyr- ir þeim sem ekki eru félagsbundnir. Reynt er að koma í veg fyrir að þeir sem standa utan við verkalýðsfélög njóti þess sem þau berjast fyrir og ná fram fyrir hönd félagsmanna. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir það sem kalla má laumufar- þega. Margvísleg vandamál fylgja hins vegar þessum einkarétti verkalýðs- félaga, fyrir utan augljóst brot á hugmyndum um frelsi einstaklings- ins og félagafrelsi. Verkalýðsfélögin hafa freistast til að nýta sér þennan rétt og beitt honum til að hafa áhrif á stjórnmál og almenna þróun þjóð- félagsins. Þá er líklegt að völd hreyfingarinnar tryggi meðal- mennsku, þ.e. laun verða ekki í hlutfalli við verðmætasköpun við- komandi starfsmanns heldur ein- hvers konar meðaltal, þar sem allir sitja við sama borð, dugnaðarfork- urinn og letinginn. Og þar með er dregið úr hvatanum til að gera vel í starfi. Fyrir atvinnurekandann er þetta ástand um margt ákjósanlegt, enda kostnaður lægri en ella. meira! málamenn að afla sér upplýsinga um ákveðin mál. Hér koma sér- hagsmuna- hópar aftur til sögunnar, en þeir hafa launaða starfs- menn á sínum snærum sem fyrst og fremst afla upplýsinga, túlka þær og mat- reiða fyrir stjórn- málamenn, fjölmiðla og almenning. Nokkur hundruð manns hafa at- vinnu af þessu hér á landi. Mútur Eðli sér- hagsmuna- hópa er að leita leiða til að múta stjórnmála- mönnum og öðrum sem áhrif hafa, beint eða óbeint. Liklega taka íslenskir stjórnmálamenn ekki við beinum mútum, (þó liggur fyrir að mörg fyrir- tæki styrkja alla stjórnmálaflokka fjárhagslega), en það er ekki vegna þess að þeir séu heiðarlegri en starfsbræður þeirra í öðrum vestrænum ríkj- um. Ástæða er fyrst og fremst sú að kostnaðurinn, ef upp kæmist, er meiri en ávinningurinn. Óbeinar mútur eru hins vegar algengar. Hagsmunahópar geta styrkt stjómmálamann beint með peningum eða óbeint með því að auglýsa og koma á framfæri sjón- armiðum hans eða berjast fyrir sömu málefnum og stjórnmála- maðurinn hefur sett á oddinn, (og stundum velur stjómmálamaður- inn málefnin eftir því hvað við- komandi hagsmunahópur telur að sé af hinu góða). Stjórnmálamenn sjá sér hag í því að gerast tals- menn þröngra hópa, hvort heldur einstakra byggðarlaga, eða hópa eins og öryrkja, opinberra starfs- manna, kvenna, bænda, sjómanna og jafnvel fyrirtækja. Eftir því sem það verður dýrara fyrir stjómmálaflokka að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, því meiri líkur eru á því að hags- munahópum takist að múta stjórnmálamanninum óbeint með þessum hætti. í þessu sambandi er einnig vert að leiða hugann að þvi hve berskjaldaðir stjómmála- menn eru, þurfi þeir fyrst að tryggja sæti sitt i prófkjöri. Við þetta bætist að oft er erfitt og kostnaðarsamt fyrir stjórn- Fulltrúar hagsmuna Hagsmunahópar koma fulltrú- um sínum á þing og stjóm- málaflokkar leita oft eftir frambjóðendum úr röðum hagsmunasamtaka til að tryggja stuðning þeirra. Þannig hafa sjálfstæðis- menn alltaf talið nauð- synlegt að foringi úr verkalýðsstétt sé í borgarstjórn fyrir flokkinn og því hlutverki gegndi Magnús L. Sveinsson, lengi. Að sama skapi er Guð- m u n d u r Hallvarðs- son þing- m a ð u r Sjálf- stæð- i s - flokksins sem leið- togi sjómanna. Sömu sögu er að segja af öðmm stjórn- málaflokkum, hafi þeir einhver tök á. Guðmundur J. Guðmundsson var t.d. fulltrúi verkalýðsarms Alþýðubandalags- ins, sem þingmaður Reykvíkinga. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, er í svipuðu hiutverki. Með þessum hætti hafa sérhags- munir ekki aðeins óbein heldur bein áhrif á löggjöf og fjárveiting- arvaldið. Gegn almannaheill Það er eðli sérhagsmunahópa að vinna gegn almannaheill - ekki vegna þess að það sé sérstakt markmið held- ur er tilgangur- inn einfaldlega að tryggja hags- muni. Þó fæstir líti á Tann- læknafélag ís- lands sem stétt- arfélag, heldur sem fagfélag, sem það er vissulega, er það einnig stéttarfélag i hefðbundinni merkingu þess orðs. Það sem- ur fyrir hönd umbjóðenda sinna við ríkis- valdið um kaup og kjör (Trygg- ingastofnun), en mestum ár- angri hefur það náð i að takmarka aðgang að stéttinni og tekist þannig að halda launum sínum uppi og þar með hefur verð við- skiptavina veriö hærra en ella. Frami, félag leigubifreiöastjóra, er dæmi um verkalýðsfélag sem tekist hefur að fá löggjafann í lið með sér og takmarkað aðgang að stéttinni og þar með tryggt hærri laun en ella. Einstök fyrirtæki hafa náð góð- um árangri í að fá vernd frá eðli- legri samkeppni. Mjólkurstöðvar eru þar gott dæmi og íslenskir að- alverktakar hafa makað krókinn fyrir nokkra einstaklinga í skjóli lögvarinnar einokunar. Sjálfstæði löggjafans Áhrif og völd sérhagsmuna er hins vegar ekki eina áhyggjuefn- ið. Vert er að hafa nokkrar áhyggjur af sjálfstæði löggjafans, ekki bara vegna þess hve fram- kvæmdavaldið hefur þanist út og tekið að sér að marka stefnuna í lagasetningu, heldur ekki síður hve þingmenn þurfa að treysta á þekkingu og ráð annarra. Færa má síðustu áratugi. í bráðskemmti- legri ævisögu sinni segir hann frá því, að þegar hann tók fyrst sæti í öldunga- deildinni árið 1953 hafi hann fengið til afnota þrjú lítil her- bergi og fjóra starfsmenn. Þegar hann lét af þingmennsku 1986 voru starfs- mennirnir 16 talsins í tíu stór- um skrifstofu- herbergum. Hann bendir á, að innan við eitt þúsund manns hafi verið í þjón- ustu öldunga- deildarþing- manna 1953 en um 7.500 þegar hann hætti. Árið 1953 unnu alls um fimm þúsund manns á vegum Bandaríkjaþings, en 1986 hafði þeim fjölgað í 37.000. Og í stað nokkurra tuga nefnda þingsins séu nefndimar orðnar 250. Þróunin hér á landi hefur ekki verið jafnöfgakennd og í Banda- ríkjunum, en hún hefur ekki ver- ið til heiila. Nú vinna liðlega 150 manns á Alþingi að meðtöldum þingmönnum. Beinn kostnaður við þinghaldið er yfir 900 milljón- ir króna á ári. Ég bý ekki yfir upplýsingum um hversu margar nefndir eru starfandi á vegum þingsins, en í svari forsætisráð- herra á liðnu ári, við fyrirspum um nefndir og ráð, kom fram að þá höfðu alls verið 665 nefndir starfandi á vegum ráðuneytanna. Þar með er ekki öfl sagan sögð, því ekki em taldar með stjórnir heilsugæslustöðva eða stjórnir hlutafélaga sem ríkið á aðild að. Alls áttu 3.512 sæti í þessum nefndum. Og hvað gera nefndir? Þær semja m.a. lagafrumvörp og em ríkisstjórn og Alþingi til ráðgjaf- ar. Og hverjir sitja í nefndum? Þeir sem eiga hagsmuna að gæta. Laugardagspistill Óli Bjöm Kárason ritstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.