Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Page 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 Höfn í Hornafirði: Engar fermlng- ar um páskana „Það hefur ekki verið nein eftir- spum eftir fermingum á páskum iiér á Höfn svo lengi sem ég man T>annig að ég fermi ekki þá,“ segir Sigurður Kr. Sigurðsson, sóknar- prestur á Höfn í Homafirði. Sigurð- ur býr nú 30 unga Homfirðinga undir fermingu og gengur það vel. „Ég fermi á pálmasunnudag og skirdag; stundum fyrsta sunnudag í sumri og svo á hvítasunnudag," seg- ir presturinn. Almenn ánægja er með þetta fyr- irkomulag meðal Homfirðinga sem geta fyrir bragðið notað páskana tii útiveru og ferðalaga ótruflaðir af fermingarveislum. -EIR Bannað að hósta ^ hjá Sinfóníunni Bannað var að hósta eða ræskja sig á vel heppnuðum tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Háskóla- bíói í fyrrakvöld. Var það vegna hljóðupptöku á leik hljómsveitar- innar inn á geisladisk. Tónieika- gestir tóku þessum tilmælum vel og héldu niðri í sér andanum. Á milli laga notaði fólk hins vegar tækifær- ið og hóstaði salurinn þá sem einn maður væri. Tók undir í hverfinu, ^að sögn viðstaddra. Fluttir með þyrlu Alvarlegt umferðarslys varð við bæinn Kjartansstaði á Suðurlands- vegi um kl. 18 í gær. Ekki var ljóst um tildrög slyssins en vitað var að nokkrir bílar lentu í árekstrinum. Slökkvilið var kallað á staðinn og klippti tvo siasaða ökumenn úr bíl- um sínum. Þeir vora fluttir á Sel- foss þar sem þyrla Landhelgisgæsl- unnar beið þess að geta flutt þá á Sjúkrahús Reykjavíkur. Slæm akst- urskilyrði vora á veginum og gekk á með éljum. -hb Gamli maðurinn við hafið vill leyfa hvalveiðar og hefur unnið erfiðisvinnu allt sitt líf. Hann heitir Gísli Gíslason, er áttræður og býr á Patreksfirði. Sjá nánar á bls. 16. DV-mynd ÞÖK Snjóflóða- hætta á Siglufirði Veðurstofa Islands ákvað i gær, í samráði við almannavamanefnd og sýslumann á Siglufirði, að rýma þrjú svæði bæjarins undir Hafhar- fjafli, vegna hættu á snjóflóðum. Alls er um 20 hús með 47 íbúum að ræða. Að sögn Guðmundar Guð- laugssonar, sýslumanns á Siglu- firði, fylgjast snjóeftirlitsmenn og Veðurstofan stöðugt með veðri og snjóalögum í bænum. „Það hefur ekki verið lokið alveg við gerð snjó- flóðagarðs á staðnum og við erum að rýma að hluta til svæði þar sem hann er ekki fuflkláraður. Veðrið er enn slæmt og við viljum gæta ýtr- ustu varúðar," sagði Guðmundur. Hann sagðist seinni part gærdags ekki búast við því að íbúar húsanna gætu flutt að nýju inn um kvöldið en aðstæður yrðu metnar á fundi al- mannavarnanefndar um kvöldið. íbúamir sem fluttir vora úr húsum sínum gista nú á hóteli, gistiheimili eða hjá ættingjum. -hb Andvökunótt í byl - neyöarskýli bjargaði Qölskyldu á bílferö DV, Sauðárkróki „Það skóf inn á okkur í bílnum og okkur var hroflkalt að hírast í hon- um í sjö tíma um nóttina,“ segir Ingibörg Júlíusdóttir, en hún og maður hennar, Ingimundur Sveinn Pétursson, og ijögurra ára sonur þeirra urðu innlyksa á Siglufjarðar- vegi í fyrrinótt, rétt við Mánárskrið- ur á Almenningum. Þar stöðvaðist jeppabill þeirra í ófærð en vonsku- veður var á heiðinni. „Við lögðum af stað úr Reykjavík mn klukkan fiögur síðdegis á fimmtudag og áttum ekki von á öðra en sleppa við veðrið enda var því ekki spáð fyrr en um miðnætti á Vestfiörðum. Við vorum á lánsjeppa og keyrðum hægt enda var mikil hálka. Eftir að við komum út fyrir Hofsós brast hann á með blindbyl svo við sáum varla á milli stika og gátum þvi lítið keyrt. Ingimundur hafði samhand við foður sinn á Siglufirði, sem hélt að það væri ágætlega fært, þannig að við héldum áfram þótt hægt færi,“ segir Ingibjörg. Og veðrið versnaði með hverri mínútunni. „Þegar við áttiun ófama 10 km til Siglufiarðar festist billinn. Ingimundi tókst að moka hann upp, en við komumst ekki nema nokkra metra og þá var allt stopp aftur. Okkur leist ekki á blikuna. Við náðum engu GSM-sam- bandi og ákváðum að láta fyrirber- ast, enda var sýnt að við kæmumst ekki lengra. Það var smárifa á glugga sem sneri upp í veðrið og við þurftum að fóma einni sænginni af þremur til að breiða fyrir það með- an hvein í vindinum," segir hún. Ingibjörgu og manni hennar kom ekki dúr á auga um nóttina en son- urinn svaf sem fastast. Hún segir kuldann hafa verið óhugnalegan. Ingibjörg Júlíusdóttir ásamt fjög- urra ára syni sínum Júlíusi sem steinsvaf f köidum bílnum alla nótt- ina. Ingimundur var sofnaður eftir erfiðleika næturinnar. DV-mynd ÞÁ Gerðu viðvart með talstöð Um morguninn þegar birti gekk Ingimundur út og kom strax til baka og sagðist hafa fúndið björg- unarskýlið. Þeim tókst að gera við- vart í gærmorgun til Siglufiarðar- radíós i gegnrnn talstöð úr neyðar- skýlinu. Vegagerðarmenn frá Sauðárkróki náðu í þau út að skýl- inu og björgunarsveitin á Sauðár- króki flutti þau til Sauðárkróks frá Ketilási í Fljótum. Á Krókinn komu þau rétt fyrir miðjan dag i gær. „Ég ætla ekki að lýsa því hvað við vorum fegin þegar vegagerðar- mennirnir komu og björgunar- sveitarmennirnir. Okkar fólk var lfka dauðfegið enda farið að óttast um okkur. Það var nú til að hæta gráu ofan á svart þegar við heyrð- um svo í fréttunum í útvarpinu í gær að fallið hefðu snjóflóð á veg- inn. Þá varð maður nú virkilega skelkaður," sagði Ingibjörg Júlíus- dóttir. Engum varð meint af þessu ævintýri. -ÞÁ * -3° v v V ý Zí %+ * 'i V -r- V -9C -5° °(/ -6°^ * r r-7 V IV v ^ Upplýsingar frá Vedurstofu íslands vF si “qT- / Sunnudagur Mánudagur Veðrið á morgun: Dregur úr Veðrið á mánudag: Léttir víða til A morgun, sunnudag, verður hvöss norðanátt á Norðausturlandi en A mánudag má búast við minnkandi norðanátt og víða mun létta til, annars staðar norðan stinningskaldi. Snjókoma eða él verða um landið en áfram verður strekkingur og él norðaustanlands og frost á bflinu 5 til norðanvert en úrkomulítið og jafiivel bjartviðri syðra. Dregur talsvert úr 10 stig. frosti. Veðrið í dag er á bls. 57. 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.