Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 JLlV fréttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Jóna Gróa Sigurðardóttir. Alfreð Þorsteinsson. Guðmundur Þóroddsson. Inga Jóna Þórðardóttir. Borgarstjóri og fylgdarlið halda til Japans á morgun: Lúxus hjá Mitsubishi - borgin borgar, segir Ingibjörg Sólrún. Hrein boðsferö, segir Inga Jóna Þórðardóttir Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur segjast hafa fengið rangar upplýsingar um tilgang ferð- ar borgarstjóra og fylgdarliðs til Japans sem hefst á morgun, sunnu- dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vísar þessu á bug og segir það ósatt. Hún segir að borgar- fulltrúar sjálfstæðismanna hafi fengið í hendurnar bréf frá Mitsu- bishi, dagsett þann 14. desember, en á grundvelli þess bréfs hefði verið ákveðið að fara í ferðina. „Fulltrúar þeirra í stjórn veitustofnana hafa fylgst með þessu máli frá upphafi og vitað nákvæmlega allan tímann hvernig í þessu máli liggur,“ segir borgarstjóri í samtali við DV. Aðspurð hvort borgin sé að brjóta útboðsreglur EES með því að kaupa þriðju vélasamstæðuna án útboðs segir borgarstjóri að það sé ekki mat lögmanna borgarinnar. Enginn pólitískur ágreiningur hafi verið um að fara þessa leið. Tilboðið um kaup á vélasamstæðum eitt og tvö í Nesjavallavirkjun af Mitsubishi hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í stjóm Inn- kaupastofnunar borgarinnar og borgarráði á sinum tíma. Viljayfir- lýsingin um kaup þriðju vélasam- stæðunnar af Mitsubishi, sem und- irrituð var 9. nóvember, hafi farið fyrir stjórn Innkaupastofnunar og einnig verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Ástæðan er sú að það em komnar tvær véla- samstæður frá þessu fyrirtæki og allt viðhald og rekstur á vélbúnað- inum á Nesjavöllum er talinn um- talsvert ódýrari ef vélasamstæðurn- ar eru allar sömu gerðar og allur tæknibúnaður eins. Tilskipanir frá Evrópusambandinu gera ráð fyrir því að það séu undantekningar frá reglum um útboð ef um slíkt er að ræða,“ sagði borgarstjóri. Borgar borgin? Aðspurð hver borgi ferðina segir Ingibjörg Sólrún að Reykjavíkur- borg greiði fyrir hana. Kostnaður- inn skiptist þannig að Ráðhús Reykjavíkur greiði fyrir borgar- stjóra en Orkuveita Reykjavíkur fyrir sína fulltrúa. „Það á við um fargjöld, dagpen- inga og hótelkostnað," sagði borgar- stjóri. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, sagðist í samtali við DV í gær ekki hafa séð nein gögn um það að Tokyoborg taki á móti borgarstjóra og borgarfulltrú- um frá íslandi. „Ég met þessa ferð þannig að um sé að ræða hreina boðsferð á vegum eins stórfyrirtæk- is, fyrirtækis sem borgin hefur ver- ið í miklum viðskiptum við. Um- gjörð málsins er með þeim hætti að mér finnst ekki við hæfi að við tök- um þátt í því,“ sagði Inga Jóna Þórðardóttir. Ekki sæmandi Jóna Gróa Sigurðardóttir, fulltrúi sjálfstæðismanna í stjórn veitustofn- unar borgarinnar, sagði í gær í sam- tali við DV að borgarstjóri hefði ósk- að eftir því að fá með sér I þessa ferð tvo fulltrúa úr stjórn veitustofnunar. Talað hefði verið um að farið yrði í heimsókn til borgarstjómar Tokyo og litið inn hjá Mitsubishi í leiðinni. Hún segir að málið hafi verið lagt fyrir eins og Alfreð Þorsteinsson raunar greinir frá í samtali við DV á fimmtudag. Þar segir hann að ferðin sé ekki farin vegna þriðja rafalsins sem keyptur verði frá Mitsubishi samkvæmt fyrrnefndri viljayfirlýs- ingu sem borgarstjóri nefnir hér að framan, heldur til að heimsækja Tokyo sem menningarborg og fræð- ast um hana og ekki síður að kynn- ast nýrri tækni Japana sem leiða ljósleiðara um holræsi borganna í stað þess að grafa upp götur. Höfuð- stöðvar Mitsubishi verði síðan skoð- aðar í leiðinni. „í dagskránni kemur annað fram. Þar sést að heimsóknin er fyrst og fremst til Mitsubishi og þeirra menn sjá um gestina frá Reykjavík allan tímann í Japan. Okkur fannst því ekki sæmandi að taka þátt í þessu,“ sagði Jóna Gróa Sigurðardóttir. Hún vísar því algerlega á bug að sjáif- stæðismenn hafl vitað um það frá upphafi að ferðin væri algjörlega á vegum Mitsubishi eins og fram kem- ur í dagskrá ferðarinnar og vísar í því sambandi til orða bæði borgar- stjóra og Alfreðs Þorsteinssonar í DV og fleiri fjölmiðlum. -SÁ Litið inn hjá Mitsubishi Miðvlkudagur 3. mars J^ 10.30 Dr. Eyþór Eyjólfsson, rasöismaöur Islands, og hr. Nakano frá þungaiönaöardeild Mitsubishi koma til fundar viö borgarstjóra og fylgdarlið hennar á Imperial Hótel. 11.00 Kurteisisheimsókn til hr. Fujii, stjórnarformanns Japan Foundation. 11.30 Ekiö frá Tokyo til Saitama-héraös. 13.30 Byggingarsvæði í Saitama-héraði heimsótt. Þar er veriö aö reisa nýjan kaupstað 15.00 Heimsókn til héraðsstjóra Saitama-héraðs. 15.30 Ekiö til baka til Imperial Hótels. JL, J-9.00 Kvöldverður hjá Mitsubishi. Hr. Oda frá Mitsubishi-samsteypunni sækir hópinn á Imperial Hótel. A Fimmtudagur 4. mars Jv 08.05 Brottför meö flugi NH661 frá Hanedaflugvelli t Tokyo til Nagasaki. Hr. Uchida, framkvæmdastjóri og forstjóri, yfirmaður aöalstööva fyrir aflkerfi og hr. Nakano frá þungaiðnaöardeild Mitsubishi fylgja hópnum til Nagasaki 10.45 Ekiö frá Nagasakiflugvelli til Prince Hótels. J^ 12.00 Til þungaiðnaöarverksmiöju Mitsubishi í Nagasaki. . Hádegisveröur í sérstakri viöhafnarstofu. Síödegi Skoðunarferö um bækistöövar Mitsubishi-þungaiönaöardeildar. Kvöld Sjávarafuröir snæddar á japönsku veitingahúsi. Saitama Kyoto / Osaka Tokyo Nagasaki Föstudagur 5. mars 08.05 Brottför meö flugi NH 162 frá Nagasaki til Osaka. A 09.10 Lending á Itamiflugvelli. Hr. Kikuchi frá Mitsubishi-samsteypunni slæst í hópinn á flugvellinum. Ekiö frá flugvellinum til Osaka/Kyoto aö Kanamean Nishitomiya-hótelsi. A 11.30 Heimsókn til Mitsubishi-bílaverksmiðjunnar í Kyoto. “ Stödegi Skoöunarferö. Mánudagur 1. mars 10.30 Lending á Naritaflugvelli viö Tokyo - tollskoöun. JV 11.30 Hr. Nakano frá þungaiönaðardeild Mitsubishi tekur á móti hópnum og bókar hann á Imperial Hótel í Tokyo. 14.00 Fundur meö fulltrúum Nippon Hume fyrirtækisins og borgarstjórn Tokyo um Ijósleiöara til fjarskipta. J^ 16.30 Dr. Eyþór Eyjólfsson, ræöismaöur íslands, og hr. ’ Nakano frá Mitsubishi hitta borgarstjóra og íslensku sendinefndina á Imperial Hótel. 17.00 Kurteisisheimsókn til hr. Funada, þingmanns t fulltrúadeild þingsins. ' 19.00 Móttaka t Imperial Hótel á vegum þungaiðnaöar- deildar Mitsubishi. Þriðjudagur 2. mars Morgunn Skoöunarferö og fundur meö fulltrúum Tokyoborgar. Morgunn Meölimir úr sendinefndinni eiga fund meö fulltrúum Sumitomo fyrirtækisins varðandi Ijósleiöara til fjarskipta t , skolp- og vatnslögnum. arVSÍödcgi Fundur hjá þungaiðnaöardeild Mitsubishi t Tokyo. ♦ 18.30 Kvöldverður meö yfirstjórn þungaiönaöardeildar *’• Mitsubishi og Mitsubishi samsteypunnar í Mitsubishi-húsinu. FerOaáætlun samkvæmt plaggi frá Heklu hf. Kynnisför Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur borgarstjóra og hennar fólks til Japans að skoða holræsi hefur vakið mikla athygli. Sjálfstæðismenn hafa afbókað sig enda telja þeir að dagskrá heimsóknarinnar beri þess merki að risafyrirtækið Mitsubishi sé að klóra áhrifafólki í Reykjavík. Þá þyk- ir sú staðreynd að | ferðaáætlunin er skráð á bréfsefni j Heklu h£, umboðsaðila Mitsubishi, undirstrika að verið sé að tryggja velvild borgaryfrrvalda með dúsu. Það hefur raunar vakið athygli að Hekla hf. og Ingibjörg Sólrún hafa átt góða samleið undanfarið. Bent er á að fyrirtækið hafi hýst Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar hann var í formannsslag. Þá hafi Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra einnig átt þar skjól. Nú er R- jlistinn sagður hafa stungið undan ; Sjálfstæðisflokknum. Eldibrandar Það voru engir aukvisar sem létu vita af brunanum í Gallerí Borg um síðustu helgi. Fréttamenn Stöðvai- 2, sem voru að koma af samráðsfundi um | nótt, létu tökumann * sinn og síðan slökkviliðiö vita að kviknað væri í. Þar voru á ferð fréttahaukarnir | þefvísu, Þór Jónsson, Hauk- ur Hólm, Ró- bert Marshall og hin eldklára Telma Tómasson. Hið skondna við málið er að í vik- unni voru eldibrandarnir kallaðir til yflrheyrslu vegna brunans og þurfti að kalla út aukalið á Stöð 2 svo halda mætti úti fréttum. Sand- jkom hefúr ekki upplýsingar um j það hvort ijórmenningaklíkan hafi j verið grunuð um að koma sér upp j fréttaefni á eigin spýtur. Spurningakeppnisæði Engin spurningakeppni hefur komist í hálíkvisti við hina vinsælu Gettu öetar-keppni framhaldsskóla. Margir hafa reynt, þ. á m. útvarps- þátturinn King Kong undir stjóm Davíðs Þórs Jónssonar en spumingakeppni þáttarins, spurn- ingakeppnin Ari, þótti mistakast einkum vegna mjög vafasamra spurninga. Á sunnudaginn verð- ur haldin spurningakeppni átthaga- félaga en sú keppni er nú haldið annað árið í röð og fjöldi keppn- isliða hefur margfaldast frá fyrra ári. Þar vekur athygli að flóttamað- ur úr spumingaliði MH, Oddur Þórarinsson, tekur þátt í keppn- inni fyrir hönd Skaftfellinga en einn skæðasti keppandinn er talinn vera Víðir Sigurðsson, íþrótta- blaðamaður DV, en hann keppir fyrir hönd Fáskrúðsfjarðar... Æviráðin en fjarri Mogginn birti um seinustu helgi flennifrétt um að Ásta K. Ragn- arsdóttir, námsráðgjafi við Háskól- ann.væri hætt störfum. Um fátt er meira rætt í Háskól- anum en skyndilegt brotthvarf hennar sem þó ekki er mjög skyndilegt því hún hefur undanfarið ár verið í fríi. Nú heyrist á göng- um Háskólans að Ásta, sem var æviráðin, hafi fengið feitan starfslokasamning sem innihélt nokkrar milljónir króna auk einhvers tölvubúnaðar... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.