Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 17
JLJ~\T LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 skipulagsskrá og almennum lögum um háskólamenntun, og mitt hlut- verk og minna samstarfsmanna er aö fylgja eftir samþykktum stjómar- innar, þar á meðal að vinna að stefnumótun, skilgreina deildar- skiptingu og viðfangsefni skólans og búa til grunn að kennsluskrá." - Hvað er gert ráð fyrir mörgum listgreinum? „Samkvæmt skipulagsskránni eiga þær að vera þrjár, leiklist, tón- list og myndlist, en líka er mikill vilji fyrir því að sérstakar deildir verði fyrir hönnun og arkitektúr. Þessar greinar eiga mikið skylt við aðrar listgreinar og í mínum huga eiga þær ótvírætt erindi í þennan nýja skóla. Ekki hefur enn verið á dagskrá að kvikmyndagerð verði sérstök grein í skólanum en vissu- lega þarf fólk á sviði leiklistar, tón- listar og myndlistar að fá undir- stöðu á því sviði. Varðandi listdans er aðallega rætt um menntun fyrir kennara. Við ætlum að skapa heildstæðan skóla, nýjan skóla á eigin forsend- um - ekki að sameina þá skóla sem hingað til hafa sinnt listmenntun á háskólastigi í landinu. Þeir skólar hafa unnið mikilsvert starf og lagt grunn að framfórum í listalífmu en þeir byggja á allt annarri hugsim. Ef okkur tekst að byggja upp raun- verulega listaakademiu þá yrði það ekki aðeins gjörbylting i listalífinu heldur í þjóðlifinu almennt. Ég sé þennan skóla fyrir mér sem samfélag," segir Hjálmar, „ - torg sem allir áhugamenn um menningu og listir eiga erindi á. Þetta eiga ekki að vera kennslustofur úti í bæ með vel valda nemendur og kenn- ara heldur akademískur vettvang- ur. Kannski finnst sumum þetta vera kjánalega háleit markmið en ætlum við okkur eitthvað með þess- um skóla þá verða þau að vera með frá upphafi. Hvernig tengjumst við listalífinu í landinu? Hvemig tryggj- um við að skólinn sé suðupottur nýrra hugmynda? Hvernig tryggj- um við hreyfmgu á fólki innan skól- ans, ekki bara nemendum heldur líka kennurum? Við megum ekki grafa okkur þá gröf með einhverjum reglugerðum eða skólaformúlum að skólinn staðni eftir 10-20 ár og þá verði að gera á honum sársaukafull- an uppskurð. Síðast en ekki síst þurfum við að kalla til okkar hesta fólk á sviði lista og tæknikunnáttu og bjóða því þannig kjör að það vilji vinna þama.“ Hús í tannfé - En þegar þú segir „torg“ og tal- ar um „háskólasamfélag" sérðu þá fyrir þér sláturhúsið í Laugarnesi? Hjálmar þegir stutta stund við þennan dónaskap. Segir svo: „Allt frá því að fyrstu hugmyndir um þennan listaháskóla komu fram hefur sú forsenda legið fyrir að hann tæki til starfa í nýju húsi með innréttingum fyrir starfsemi hans. Þetta er orðað svo að húsið skuli vera tannfé skólans. Það hef- ur lengi legið fyrir að hús Slátur- félags Suðurlands á Laugarnes- vegi, sem ríkið keypti á sínum tíma í rúmlega fokheldu ástandi, fengist undir skólann, yrði útkom- an sú að það hentaði undir starf- semina. Nokkrir aðrir möguleikar hafa verið kannaðir og hefiu: menntamálaráðuneytið haft þar forystu um. Nýskipuð skólastjóm vill athuga enn og aftur hvaða möguleikar bjóðast, sérstaklega með tilliti til þess hvernig skólinn gæti tengst sem best öðrum menn- ingarstofnunum og mannlífinu í borginni. Forsendur fyrir staðar- valinu verða að vera skýrar og við þurfum að geta staðið skil á þeim fyrir kynslóðunum sem á eftir koma. Ákvörðunin má þó ekki dragast svo að hún seinki því allt of mikið að skólinn taki til starfa. Listmenntun á háskólastigi er einhver dýrasta menntun sem til er. Hún er mjög sérhæfð og þarf mikið rými og marga kennara miðað við nemendur. En árangur- inn gæti líka orðið ákaflega mikill og góður, sérstaklega ef þetta verð- ur lifandi stofnun og vel tengd við mannlíflð í landinu. Þessi mennt- un kemur atvinnulífinu til góða, ekki síst hvers konar hugbúnaðar- framleiðslu, þar hafa listamenn alltaf verið i fararbroddi, og þar eru miklir sóknarmöguleikar inn í nýtt árþúsund. Blandaðir listaskólar eins og þessi eru óvíða til erlendis en þró- unin virðist vera þeim hliðholl. Það á sér þá skýringu að þar sem listgreinamar mætast þar leysast nýir kraftar úr læðingi. Samþætt- ing í náminu gefur alveg nýja möguleika og fólk úr ólíkum list- greinum fer að vinna saman. Fyrst og fremst verðum við þó að brjóta niður þá múra sem menn hafa búið til um sín þröngu sérsvið og tengja starfandi listamenn og fræðafólk við skólastarflð. En þetta verður pínulítill skóli á al- þjóðamælikvarða þannig að við verðum að leita óhefðbundinna leiða til að byggja upp fjölbreytni 1 náminu. Við verðum að koma nemendum til að vinna sjálfstætt sem er ekki það sem blasir við í ís- lensku háskólaumhverfí, þeir þurfa að fá fulla handleiðslu en þeim verður ekki drekkt í kennsluffamboði. Til þess að þetta takist þarf öll aðstaða að vera hin besta, hóka- og upplýsingasafn, tölvm-, smíðaverkstæði, tónleika- salur, sýningarsalur og nemenda- leikhús." - Hvenær sérðu fyrir þér að skólinn þinn taki til starfa? „í samstarfssamningi hans við ríkið er gert ráð fyrir ákveðinni fjéfrveitingu til undirbúnings og stefnt að því að skólinn taki til starfa árið 2000. En óvissuþættim- ir eru margir, sérstaklega varð- andi húsnæðið, og líka finnst mér umræðan um mótun og gerð skól- ans alltof stutt komin á veg. Fólk verður að fá að velta þessum hug- myndum á milli sín nógu lengi til að tryggt sé að þær eigi sér rætur hjá þeim sem best þekkja til á þessum sviðum. En okkar stefna er að koma með uppdrátt af innrá starfi og uppbyggingu skólans á þessu ári. Áhættufíkill - Hvernig kemur þeim svo sam- an, tónskáldinu og embættismann- inum? „Ég er listamaður og verð það áfram. Fyrr skýt ég rektorinn en tónskáldið! Ég verð í raun veikur ef það líða löng tímabil svo að ég komist ekki í tónsmíðarnar. Þetta get ég vel sagt opinskátt af því að ég lít svo á að ég hafi verið ráðinn í þetta starf sem listamaður og með þeim skilningi að ég fengi tíma til að semja. Ég viðurkenni að ég henti inn umsókninni þrem- ur mínútum fyrir lokunartima og var á báðum áttum hvort ég væri að gera rétt. í mínum huga er það ekki þrep á einhverri framabraut ______ menningu að verða skólastjóri, enda er metn- aður rnirrn til persónulegra afreka fyrst og fremst bundinn tónsmíð- unum. En mér finnst þetta mjög spennandi verkefni og kannski það verðugasta sem við okkur blasir á menningarsviðinu í upp- hafi nýrrar aldar. Líklega blandast líka inn í þetta að ég er áhættufík- ill og mér finnst svo mikils virði að listamaður sé hér í forystu að ég varð að bjóða mig fram. En fyrir mig sem persónu er þetta líka sköpun. Innst inni hugsa ég um skólann eins og ég sé að semja sinfóníu. Maður gengur út frá grunnhugmynd og byrjar svo að raða utan á hana, einum tóni, öðrum tóni, stefi, mótstefi og vefurinn þykknar smátt og smátt. En hvenær sinfónían sú verður flutt - það verður bara að koma í ljós.“ -SA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.