Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 JL>V %rðir Náttúrufegurðin í Þórsmörk er engu minni að vetri en sumri. Útivistarmenn vonast þó til að aðeins verði farið að vora þegar páskaferðirnar hefjast. Skíða- og páskaferðir með Útivist: > Laugavegur á gönguskíðum Útivist efnir til léttrar skíðagönguferðar um Lakagígasvæðið um páskana. Útivistarfólk ætlar að leggja land undir fót um páskana eins og fyrri ár. Boðið verður upp á skemmti- ferðir fyrir alla fjölskylduna og skíðaferðir. „Við reynum að hafa fjölbreytni í þessu þannig að bæði er um langar og stuttar ferðir að ræða. Við förum að sjálfsögðu í Bása en auk þess verðum við meö þrjár gönguskíðaferðir og jeppaferð- ir,“ segir Guðfinnur Pálsson hjá Úti- vist. Guðfinnur segir Bása á Goða- landi alltaf heillandi á þessum árs- tíma, enda stutt í vorið. Páskaferðin í Bása hefst 3. apríl og stendur fram Kaupmannahöfn Viiialegl Iveggja stjörnu hötel. Vel staðsett á Vesturbrú. Gisting frá 250 dkr. nóttin á inann. Vikan frá 1.250 dkr. á mann. Morgunverður innifaliim. Green Key Hotel Sonderboulevard 53 1720 KBHV S. 0045 3325 2519 Fax 0045 3325 2583 Eimiig upplJbókun www.greenkey.dk V__________________________4 á annan í páskum. Gist verður í svefnpokaplássum í vel upphituðum húsum. Fararstjórar verða með í för og í boði verða fjölbreyttar göngu- ferðir alla dagana. Skíðaferðir Um páskana efnir Útivist til skíðagönguferðar um „Laugaveg- inn“, á ihUli Landmannalauga og Bása. Gengið verður með alian út- búnað á bakinu en gist er í skálum á leiðinni. „Þessi ferð er kjörin fyr- ir alla vana skíðamenn og eins fyr- ir þá sem hafa farið Laugaveginn að sumri til,“ segir Guðfinnur. Ferðin hefst að morgni 1. apríl en komið verður í Bása á páskadag. Önnur skíðagönguferð er fyrir- huguð dagana 1. til 5. apríl. Þá verð- ur fariö frá Sigöldu um Fjallabak í Skaftárdal og í Landmannalaugar. Þaðan verður haldið í Jökuldali um Grænafjallgarð í Skælingum en þar verður gist í gangnamannakofa sem Útivist hefur endurbyggt í sam- vinnu við heimamenn. Frá Skæling- um verður síðan haldið í Skaftárdal og lýkur göngunni á Búlandi. Þriðja skíðagönguferðin verður farin um Lakagígasvæðið. Að sögn Guðfinns er þessi ferð nokkru létt- ari en hinar tvær enda þurfa göngu- mem ekki að bera farangur á milli gististaða. Ferðin hefst að kvöldi 31. mars, þegar haldið verður frá Reykjavík í Skaftárdal. Daginn eftir verður gengið í Hrossatungur þar sem gist verður í fiórar nætur. Það- an verða síðan famar dagsferðir um Lakagígasvæðið. Magnús Tumi og jarðhræringarnar Fyrir lengri skíðaferðir verða haldnir undirbúnings- og kynning- arfundir hjá Útivist þar sem farið verður yfir útbúnað og kröfur til þátttakenda. 8. mars stendur Útivist fyrir myndakvöldi. Gestur kvölds- ins verður Magnús Tumi Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur og mun hann fialla um jarðhræring- amar í Grímsvötnum á Vatnajökli. Þá verða jeppaferðir um páskana og skíðaganga fyrir vel þjálfaða skíða- menn yfir Vatnajökvd kynntar á fundinum. -aþ '*T Ragnar Bjömsson eM. Dalshraun 6, Hafnarfirði Sími 555 0397 • fax 565 1740 Islenska útvarpsfálagið og Samvinnuferðir: London á góðum kjörum íslenska útvarpsfélagið og Sam- vinnuferðir/Landsýn hafa gert meö sér samning um ferðir til London á sérkjömm fyrir M-12 áskrifendur. Flogið verður með Boeing-risaþotu í eigu Atlanta og verður það í fyrsta skipti sem júmbóþota er notuð i vikulegt flug ffá Keflavík til er- lendrar stórborgar. Þetta er þriðja árið í röð sem ís- lenska útvarpsfélagið og Samvinnu- ferðir/Landsýn hafa samstarf um að bjóða áskrifendum ÍÚ ódýrar ferðir til London. Ferðirnar hafa mælst vel fyrir en flugmiði M-12 áskrifenda til London verður boð- inn á 13.000 krónur auk flugvallar- skatta. Samningurinn gildir frá maílok- um til og með október 1999 og verð- ur flogið vikulega, alla fimmtudags- morgna og aftur heim á mánudags- morgni. Farþegar geta valið á milli þess að dvelja eina helgi í London eða fljúga heim innan fiögurra vikna. Þá hefur IÚ gert samning við Heimsferðir um ferðir annars vegar til Barcelona og hins vegar til Par- ísar fyrir M-12 áskrifendur. Þau til- boð verða kynnt í mars. Umferðarþungi í Oxfordstreet. Þótt enn sé eitt og hálft ár þang- að til næstu Ólympíuleikar verða settir í borginni Sydney í Ástral- í íu er miðasalan að hefiast. Það er | fyrirtækið Sportsworld Group sem hefur yfirumsjón með söl- unni og að sögn fyrirtækisins «hsifa viðbrögðin verið góð og mun betri en þegar miðasala hófst á síðustu Ólympíuleika í Atlanta í IBandaríkjunum. Miðaverð er afar mismunandi: allt ffá 800 krónum og upp í 20 þúsund á úrslita- keppni í hinum ýmsu keppnis- greinum. Aðgöngumiði á opnun- arhátíðina kostar svo á bilinu 20 til 60 þúsund krónur. ÍSportsworld-fyrirtækið hvetur fólk til að kaupa aðeins af lögleg- um miðasölum sem hafa ólympíu- hringina fimm í merki sínu. Vilja flugvöll í Betlehem Palestínumenn opnuðu sinn | fyrsta flugvöll í Gaza fyrir tveimur mánuðum og nú hyggjast þeir byggja annan í Betlehem. Nýi flug- |völlurinn mun liður í undirbún- I ingi vegna nýs árþúsunds en búist er við miklum fiölda pílagríma til ísraels strax á næsta ári. Búist er við miklum mannfiöida til Betlehem og þar standa fram- i kvæmdir sem hæst þessa dagana. | Ferðamenn sem nú leggja leið sína þangað sjá lítið annað en risa- Ivaxna byggingakrana sem tróna | yfir borginni. Meðal annars er ver- i ið að byggja mikla kirkju á staðn- | um þar sem frelsarinn fæddist. Miðasalan hafin Tvöföld meistarasýning Einstök sýning á verkum mál- aranna Matisse og Picassos var opnuð nýlega í listasafiiinu í Fort Worth í Bandaríkjunum. Matisse og Picasso, sem voru samtíðar- menn, voru jafnan i mikill sam- keppni innbyrðis. Á sýningunni má sjá verk meistaranna í tíma- ? röð þannig að stundum má glöggt sjá hvemig þeir höfðu áhrif hvor á annan. Með tímanum tókst þó með þeim vinskapur og sýndu þeir nokkmm sinnum saman. Myndir frá því tímabili verða einnig á sýningunni sem stendur til 5. maí næstkomandi. Rannsaka sætisólar Öryggisnefnd á vegum banda- ríska samgönguráðuneytisins hef- ur óskað eftir að hönnun sætisóla í flugvélar í Bandaríkjunum verði endurskoðuð. Áhyggjur manna beinast einkum að festingunni sem bindur beltið saman. Upp hafa komið tilvik þar sem belti hafa losnað vegna ókyrrðar í flugi og einnig hafa beltin losnað frá sætunum. Alvarlegasta tilvikið átti sér stað árið 1998 á O’Hareflugvelli í Chicago en þar fengu 23 minni háttar áverka í kjölfar erfiðrar lendingar. 1 öllum tilfellum var beltunum kennt um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.