Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Qtlönd Alvarlegt umferðarslys í Svíþjóð: Sjö skólabörn fór- ust í logandi rútu stuttar fréttir Kókaín í rútu Lögreglan í Kólumbíu fann eitt tonn af kókaíni falið í langferöa- bíl í suðurhluta landsins. Dráttur á Pinochet Að minnsta kosti þrjár vikur eru þangað til lagalávarðamir, aeðsti dómstóll Bretlands, sker úr um hvort Augusto Pin- ochet, fyrrum einræðisherra í Chile, verður framseldur til Spánar eða fær að fara aftur heim. Að sögn breska blaðsins Times er töfin til komin vegna mikils málafjölda hjá dómurunum. Á móti heróíntilraun Sænsk samtök hafa mótmælt fram komnum hugmyndum í Danmörku um að læknar fái að skrifa heróínlyfseðla handa eit- urlyfjasjúklingum. Svíarnir hafa skrifað bréf til þinga bæði Dan- merkur og Svíþjóðar vegna máls- ins. Rokkarar í glæpum Rokkaragengin Vítisenglar og Bandítar í Danmörku hafa nýtt friðinn sem ríkir milli þeirra til að auka umfang sitt í glæpastarf- semi alls konar, svo sem eitur- lyfjasölu, smygli og fjárkúgun. Verkó á niðurleið Stuðningur við Verkamanna- flokk Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, hefur minnkað og hefur ekki verið lægri frá kosningunum 1997. í könnun Times í gær fékk flokkurinn stuðning 51 prósents. Fleiri frídagar Tvö hundruð þúsund opinberir starfsmenn í Danmörku fá þrjá aukafrídaga á næstu þremur ár- um gegn því að vinnutími þeirra verði sveigjanlegri, samkvæmt samkomulagi verkalýðsfélags þeirra og ljármálaráðherra i gær. Prímakov áfram Jevgení Prímakov, forsætis- ráðherra Rússlands, fær að sitja óáreittur í emb- ætti fram að forsetakosning- unum í júní á næsta ári. Það var sjálfur Bor- ís Jeltsín Rúss- landsforseti sem greindi frá þessu. Yfirlýsing Jeltsíns kemur á sama tima og Prímakov virðist | vera á fullu að undirbúa framboð l til forseta á næsta ári. i Afsláttur í endurskoðun Chirac Frakklandsforseti sagði | í gær óhjákvæmilegt aö afsláttur i Breta á gjöldum til ESB, sem i nemur hundruð milljarða króna | á ári, yrði endurskoðaður. Flugumferðarstjór- inn fótbrotnaði Tvær farþegaflugvélar með 133 manns innanborðs gátu ekki lent heldur neyddust til að hringsóla í myrkrinu yfir Boumemouth-flug- velli sl. sunnudagskvöld vegna þess að eini flugumferðarstjórinn á vakt var fótbrotinn. Flugumferðarstjórinn, Greg Fan- os, hafði ætlað að hita sér kaffi í flug- tuminum en skrikaði fótur og féll niður stiga og braut hægri ökklann. Á meðan neyddust flugmenn flugvél- anna tveggja til að hringsóla yfir vellinum þar til flugumferöarstjór- anum tókst loks að skreiðast upp stigann og hringja í slökkvilið flug- vallarins. Fréttafulltrúi flugvallarins sagði við fréttamann Reuters að flug- vélarnar hefðu aldrei verið i neinni hættu meðan flugumferðarstjórinn átti í þessum erfiðleikum. Hefði flug- umferðarstjóranum ekki tekist að kalla á hjálp hefði flugumferðar- stjóm í London, sem fylgdist með vélunum, beint þeim til lendingar annars staðar. Reuters-London Sjö skólaböm og tveir fullorðnir létust þegar lítil skólarúta, sem þau vora í, lenti í árekstri við flutninga- bíl í vesturhluta Sviþjóðar í gær- morgun. Rútan dróst nokkum spöl með flutningabílnum og svo kvikn- aði í henni. Þá er talið að tveir af farþegum rútunnar hafi kastast út úr henni við áreksturinn. „Enginn komst lífs af,“ sagði Gör- an Gunnarsson, talsmaður lögregl- unnar í Örebro, í samtali við sænska blaðið Aftonbladet í gær. Spennan í Kosovo-héraði magnað- ist enn í gær þegar Serbar héldu áfram liðsflutningum sínum og hóp- ur alþjóðlegra eftirlitsmanna fékk ekki leyfi til að koma yfir landa- mærin frá Makedóníu. Átta starfsmenn Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) neyddust til að dvelja í bifreiðum sínum i fyrrinótt þar sem þeim var meinað að koma yfir landamærin, að sögn Béatrice Lacoste, talsmanns eftirlitsnefndar ÖSE í Kosovo. Bömin vora tíu til tólf ára. Þau voru á skólaferðalagi. Bílstjóri flutningabílsins varð fyr- ir miklu áfalli við áreksturinn en honum tókst engu að síður að til- kynna um slysið. Hann slasaðist ekki mikið og var á batavegi á sjúkrahúsi síðdegis í gær. Tuttugu lögregluþjónar og sjö sjúkrabílar komu á slysstaðinn skammt frá bænum Karlskoga. Þá voru til kallaðir nokkrir slökkvi- liðsbílar til að berjast viö eldinn sem kviknaði í bílunum. Um miðjan dag í gær höfðu svo þrettán eftirlitsmenn ÖSE til viðbót- ar bæst í hópinn við landamærin. „Viðræður fara fram um að sleppa þeim. Spennan er mikil,“ sagði Lacoste. Hún sagði að NATO hefði verið greint frá ástandinu, svo og yfir- manni ÖSE. Serbar héldu áfram að safna liði, bæði mönnum og tólum, í nágrenni Suva Reka þar sem eftirlitsmönnum ÖSE tókst að koma í veg fyrir átök „Ég var í þriðja bíl á eftir. Ég sá bara stórt eldhaf," sagði Kenneth Jo- hansson, blaðamaður við Karlskoga- Kuriren, sem varð vitni að slysinu. Síðdegis í gær var ekki enn ljóst hvers vegna bílarnir rákust saman. Talið er þó að slæmt veður á svæð- inu hafi átt þar hlut að máli. Mikil snjókoma var þegar slysið gerðist og vegir voru mjög hálir. „Við getum ekki útilokað að hálkunni sé um að kenna,“ sagði Thomas Carlson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Karlskoga. milli skæruliða albanska meirihlut- ans og serbneskrar lögreglusveitar fyrr í vikunni. Knut Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs og formaður ÖSE, ætl- ar að hitta leiðtoga Serba og al- banska meirihlutans í næstu viku og hvetja þá til að skrifa undir frið- arsamning. Vollebæk mun ræða við Milsevic Serbíuforseta og Jov- anovic, utanrikisráðherra Júgó- slavíu, í Belgrad. Albanina hittir hann í Pristina. Uppreisn í $i- umutflokki Motzfelds Svo gæti farið að nýja heima- stjórnin á Grænlandi fengi ekki meirihluta at- | kvæða þegar stjórnarsátt- málinn verð- ur borinn undir þing- heim þann 9. mars næst- | komandi. | Þrír þing- menn í Siumutflokki Jonathans 1' Motzfeldts, fbrmanns heima- s stjórnarinnar, hafa þegar lýst því yfir að þeir muni greiða at- kvæði gegn samstarfi Siumut við hinn vinstrisinnaöa flokk Inuit Ataqatigiit (IA). Siumut og : IA fengu 18 þingmenn af 31 í kosningunum um daginn. ! Uppreisnarmennimir era óánægðir með að í stjórnarsátt- málanum er kveðið á um að heimastjómin geri umbætur á skattalögunum sem hafa í för með sér hækkandi skatta. IStjómmálaskýrendur telja að vinstriarmur Siumut hafi knúið Motzfeldt til að ganga til sam- starfs við LA. Engin alnæmis- Ítilfelli í 4 ár Engin ný alnæmistilfelli hafa verið skráð í Færeyjum síðast- liðin fiögur ár, að sögn land- læknisembættisins þar. Sjö Færeyingar hafa greinst með al- næmi og eru sex þeirra látnir. HlV-smitaðh' era hins vegar níu samtals. Hogni Debes Joensen land- læknir segir ástæðuna fyrir því að Færeyingar hafa ekki orðið jafnillilega fyrir barðinu á al- ■ næmi og margar aðrar þjóðir 1 vera þá að þeir taka ekki jafn- I mikla sénsa í kynlífinu. Þá er 1 greinilegt að upplýsingaherferð- í ir allt frá árinu 1985 hafa skilað I sér í færri tilfellum HlV-smit- | aðra, að því er fram kemur í 1 frétt frá dönsku fréttastofunni | Ritzau. Sveinbarn fæddist í björg- unarþyrlunni Sveinbarn fæddist um borð í þyrlu skömmu eftir flugtak í gær þegar verið var að flyfia móður : þess burt úr austurrískum dal þar sem hætta var á snjóflóðum. Björgunarsveitamenn fundu | fiögur lík til viöbótar í tveimur ; austurrískum skíðabæjum í gær. I Því er Ijóst að 37 að minnsta j kosti hafa farist í þessari viku. | Eins manns er enn saknað. ILitháen á góöri siglingu inn í NATO og ESB Valdas Adamkus, forseti Lit- háens, er ekki frá því að á næstu fióram til j fimm árum muni takast að uppfylla helstu | markmiðin í | utanríkis- ; stefnu lands- ; ins, inngöngu í ; bæði Atlants- I hafsbandalagið 1 bandið. í viðtali við Reuters-fréttastof- una í gær, í tilefni þess að eitt ár er síðan hann tók við embætt- inu, sagði Adamkus að þótt mik- ið verk væri enn óunnið heföi ýmislegt þokast áleiðis. Hann sagðist telja aö aðildarviðræður við ESB gætu hafist undir lok ársins og hann er líka bjartsýnn á inngönguna í NATO. „Eitt er víst að Litháen er meðal þeirra ríkja fyrst verða í tekin inn,“ sagði Adamkus. og vöruverð erlendis Tokvo 14367,54 120''5S S 0 N D Bertsin 95 okt jH Bensin SS okt ■ Hong' Kong' OÍVWl 9858,49 zUUUU 1CAAA íouuu 10000 CA/Y) i JwU c Hang Seng ; b n d Hráoffa 11,00 Slökkviliösmaður berst við eld í flutningabíl sem lenti í árekstri við litla rútu í vesturhluta Svíþjóðar í gærmorgun. Niu manns fórust í slysinu, þar af sjö skólabörn. Mikil snjókoma og hálka var á vegum þegar slysið varð. Sívaxandi spenna í Kosovo: „ Eftirlitsmenn frá ÖSE stöövaðir við landamærin og Evrópusam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.