Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 gsonn 65 Nóbelsdraumar gerist í atvinnuleik- húsi í Reykjavík. Nóbelsdraumar Leikfélagiö Hugleikur í Reykja- vík sýnir um þessar mundir leikrit- ið Nóbelsdraumar eftir Árna Hjart- arson í Möguleikhúsinu við Hlemm og er næsta sýning í kvöld. Nóbels- draumar gerist í atvinnuleikhúsi í Reykjavík sem á við fjárhagslegan og listrænan vanda að stríða. Nýr leikhússtjóri, Rósant Rósinkranz- son, hefur verið ráðinn að húsinu til að koma rekstrinum í lag. Hann veit sem er að það eina sem getur bjargað er dúndrandi kassastykki og það strax. Hann ræður því til sin frægar stjömur Fjólu Fífilsdótt- ur, sem hefur verið að gera það gott sem leikstjóri í London og París, og skáldið Hallfreð Högnason, ástmög þjóðarinnar sem búinn er að fá bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. í leikhúsinu starfa lands- “7 , þekktir leikarar, LeikhUS prímadonnumar -------------Geir og Gyða, hinn trausti leikari Hrafn Svans- son, sem alltaf verður að sætta sig við aukahlutverk, ungstjömumar Bjartur og Lóa, snillingar í spuna, matfreyjan Salka Völkudóttir og margir fleiri. Auk þeirra koma við sögu sjónvarpsfréttamenn, blaða- menn og sjálfur forseti íslands. Söngur og tónlist setja svip sinn á sýninguna eins og jafnan þegar Hugleikur á i hlut. Hljómsveitin Dínamít sér um tónflutninginn. Helstu leikarar em Jóhann Hauks- son, Þórunn Guðmundsdóttir, söng- kona, Jóhann Davíð Snorrason, Sesselja Traustadóttirr, Amar Hrólfsson, Sigríður Lára Sigmjóns- dóttir, Einar Þór Einarsson, Ylfa Mist Helgadóttir, Unnar Þór Unn- arsson, Hrefna Friðriksdóttir og Berglind Steinsdóttir. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Ferðaveisla Landnámu í tilefni af útgáfu nýs aldamótaferða- bæklings, Landnámu, efnir ferðaskrif- stofan til ferðakynningar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugamestanga á morgun kl. 16. Boðið verður upp á kaffi frá Papúa-Nýju Gineu og meðlæti og leiðsögumenn í ferðunum verða til staðar til að veita upplýsingar. Skinna- og tískusýning á Hótel Sögu Samband íslenskra loðdýrabænda og Eggert feldskeri, standa að sýningu á skinnum og loðfeldum á Hótel Sögu í dag. Sýningin hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.30. Verðlaunaafhending hefst kl. 14.15. Tískusýning á vegum Eggerts feldskera hefst kl. 15.15 í Súlnasal en þar verða auk hefðbundinna loðfelda kynntar athyglisverðar nýjungar. í Á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju í fyrramálið kl. 10 mun Guðmundur Hali- grimsson lyfsali segja frá heimsókn tO íslenskra fósturbama á Indlandi. Aðalfundur verður í dag kl. 14 í stofu 101 í Odda. Hundrað ára afmæli Búuaðarþings Búnaðarþing verður sett í Súlnasal Hótel Sögu á morgun. Þingsetning og hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára af- mæli Búnaðarþings hefst klukkan —----------------- 14.00. Ari Teits- Samkomur son, formaður ------------------Bændasamtaka Islands, setur þingið og Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra og Jón Helgason, fyrrverandi formaður Búnað- arfélags íslands, flytja ávörp. Matthías Johannessen skáld flytur hátíðarræðu og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps syngur. Lífsýn öryrkja á nýrri öld Á morgun gengst Sjálfsbjörg fyrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Yfirskrift fúndarins er Lífsýn öryrkja á nýrri öld. Að loknum erindum og skemmtiatriðum verða pallborðsum- ræður með þátttöku fulltrúa frá Stjóm- málaflokkum. Léttir til vestanlands Milli Jan Mayen og Grænlands er minnkandi 950 mb lægð en 953 mb lægð skammt vestur af Reykjanesi þokast austsuðaustur. Veðríð í dag Austlæg átt fram eftir degi og styttir upp vestanlands, austan- og norðaustankaldi eða stinningskaldi síðdegis með éljum einkum norðan- lands og austan. Hiti nálægt frost- marki yfir daginn, en víðast 0 til 5 stiga frost í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður austanátt, kaldi og léttir til. Sólarlag í Reykjavík: 18.39 Sólarupprás á morgun: 8.40 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.58 Árdegisflóð á morgun: 05.17 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjaö 1 Bergsstaðir léttskýjað -1 Bolungarvík léttskýjað -1 Egilsstaðir 1 Kirkjubœjarkl. snjóél á síð.kls. -1 Keflavíkurflv. haglél á síð.kls. 0 Raufarhöfn heiðskírt -1 Reykjavík snjóél -1 Stórhöfði snjóél -1 Bergen hálfskýjaó 5 Helsinki skýjað -2 Kaupmhöfn rigning á síð.kls. 5 Ósló þokumóöa 3 Stokkhólmur -1 Þórshöfn haglél 3 Þrándheimur slydda 1 Algarve alskýjað 14 Amsterdam rigning 8 Barcelona mistur 14 Berlín þokumóða 5 Chicago þokumóða -3 Dublin skýjað 9 Halifax skúr 4 Frankfurt skýjað 7 Glasgow skýjað 8 Hamborg súld 7 Jan Mayen skýjaó -1 London súld á síð.kls. 10 Lúxemborg léttskýjað 7 Mallorca léttskýjað 17 Montreal heióskírt -7 Narssarssuaq léttskýjað -17 New York skýjað 0 Orlando þokumóða 6 París þokumóða 4 Róm skýjað 13 Vín ringing 5 Ráðhús Reykjavíkur: Stórsveitin og Kristjana Allir unnendur Big Band tón- fyrirrúmi hjá sveitinni í dag auk listar ættu að skella sér í Ráðhús þess sem hin ágæta djassöngkona Reykjavíkur í dag en kl. 17 mun Kristjana Stefánsdóttir, sem er ný- Stórsveit Reykja--—------------;------komin frá söng- víkur hefja leik SkdflllltðllÍr námi i Hollandi, undir stjóm Sæ------------------------ætlar að taka bjöms Jónsssonar. Mun hljóm- nokkur af lögum Nat King Cole sveitin leika þekkt lög og verða lög sem dóttir hans Natalie Cole söng Nels Heftis og útsetningar hans í á plötunni Unforgettable. Ókeypis Sigurður Flosason, forsprakki Krókódflsins, leikur í Múlanum annað kvöld. er inn á tónleikana sem era í boði Reykjavíkurborgar. Krókódfllinn á Múlanum Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum á efri hæð Sólons íslandusar á sunnudagskvöld kl. 21.30. í þetta sinn kemur fram fomfunkhljómsveitin Krókódíll- inn og flytur skriðdýrabúgalú að hætti Lou Donaldsons, Eddies Harris og Hanks Crawfords. Krókódílinn skipa að þessu sinni Sigurður Flosason á saxófón, Þór- ir Baldursson á hammond B3 org- eli, Eðvarð Lárasson á gítar og Halldór G. Hauksson á trommum. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmsmimmfmmm Velborinn maður Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Voces Thules kemur fram á tónleikun- um i Krists- kirkju á morgun. Styrktartónleikar í Kristskirkju Fyrirhuguð er stórviðgerð á org- eli Kristskirkju og til að styrkja þetta átak verður efnt til tónleika í Kristskirkju á morgun kl. 16. Flytj- endur tónlistarinnar verða Dou- glas Brotchie, orgel, Einar Jóns- son, klarínetta, Helga Þórarinsdótt- ir, víóla, Margrét Kristjánsdóttir, fiðla, Marta G. Halldórsdóttir, sópr- an, Richard Talkowsky, selló, Sig- urður Ingvi Snorrason, klarínetta og Sönghópurinn Voces Thules. Meðal efnis sem flutt verður á tónleikunum er klarínettukvartett no. 2 í c moll op. 4 eftir Bemard Henrik Crasell, Geistliche Lieder eftir C.Ph.E. Bach og þættir úr Þor- lákstíðum. Síðdegisstund í g-moll í Garðabæ Á tónleikum í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ i dag kl. 17 munu þau Guðný Guðmunds- dóttir, Helga Þórarinsdóttir og Gunnar Kvaran flytja píanókvar- tetta eftir Mozart og Brahms ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil. Tónleikarnir á laugardaginn hefj- ast á píanókvartett í g-moll KV 478 eftir W.A. Mozart. Síðara verkið á efnisskránni er píanókvartett í g- moll opus 25 eftir Johannes Brahms. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Á morgun kl. 17 heldur Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna tónleika i Neskirkju. Stjórnandi á tónleikun- um er Ingvar Jónasson og einleik- arar á flautu og hörpu era Áshild- ur Haraldsdóttir og Elísabet Waage. Á efnisskránni er konsert fyrir flautu, hörpu og hljómsveit eftir Wolfgang Amadeus Mozart og sinfónía nr. 9 eftir Antonin Dvorák, Frá nýja heiminum. Tónleikar Umhverfis jöríina með Skólakór Kársness Umhverfis jörðina er yfirskrift tónleika Skólakórs Kársness sem verða í Salnum annað kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir era i tónleika- röðinn Tíbrá sem Kópavogsbær stendur fyrir. Efnisskrá tónleik- anna er afar fjölbreytt og verða flutt um 30 lög frá 25 löndum. Guð- rún S. Birgisdóttir leikur á flautu og strengjasveit skipuð ungum kór- söngvuram leikur með í einu verki. Stjórnandi er Þórunn Bjömsdóttir og Marteinn H. Frið- riksson leikur undir á píanó. Tónskóli Sigursveins Tónleikar strengjasveitar Tón- skóla Sigurvins og Da camera strengjasveitarinnar verða í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs kl. 16 i dag. Flutt verða verk eftir Benja- min Britten, Joseph Haydn og Jo- hann Svendsen. Stjómandi er Sig- ursveinn Magnússon, einleikari Ólöf Sigursveinsdóttir. Gengið Almennt gengi LÍ 26. 02. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollflenqi Dollar 72,110 72,470 69,930 Pund 115,400 115,990 115,370 Kan. dollar 47,670 47,970 46,010 Dönsk kr. 10,6770 10,7360 10,7660 Norsk kr 9,1210 9,1720 9,3690 Sænsk kr. 8,8160 8,8650 9,0120 Fi. mark 13,3510 13,4310 13,4680 Fra. franki 12,1020 12,1740 12,2080 Belg. franki 1,9678 1,9797 1,9850 Sviss. franki 49,9900 50,2700 49,6400 Holl. gyllini 36,0200 36,2400 36,3400 Þýskt mark 40,5900 40,8300 40,9500 It. líra 0,041000 0,04124 0,041360 Aust. sch. 5,7690 5,8040 5,8190 Port. escudo 0,3960 0,3983 0,3994 Spá. peseti 0,4771 0,4800 0,4813 Jap. yen 0,598200 0,60180 0,605200 Irskt pund 100,790 101,400 101,670 SDR 98,270000 98,86000 97,480000 ECU 79,3800 79,8600 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.