Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 3D’V H>"V LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Margrét Frímannsdóttir Margrét er í forsvari fyrir Samfylkinguna. Nafnið er komiö úr grísku og merkir perla. Finnur Ingólfsson Merking nafnsins Finnur er ósköp ein föld: finnskur maður. Kannski Finnur stundi gufubaðið stíft, stökkvi á skíðum, aki eins og raliökumaður og hlusti á m Síbelíus. u ^ Hjálmar Árnason Hjálmar Jónsson Þeir eru báðir skeggjaðir og ^ heita báðir Hjálmar. Nafnið lgj|k merkir hermaður með nT\ hjálm. VAI Björn Bjarnason Það vita allir hvað Björn merkir. Það merkir einfaldlega björn. Siv Friðleifsdóttir Nafn Sivjar merkir brúður eða eiginkona. Agúst Einarsson Nafnið Ágúst er upphaflega úr latínu og merkir virðulegur eða göfugur. Upphaflega var það heiðurstitill og muna fiestir eftir Ágústusi keisara. Páll Pétursson í þetta sinn er erfitt að færa rök fyrir því að nafnið lýsi manninum algjörlega. Páll þýðir lítill. Árni R. Árnason Árni Johnsen Árni Mathiesen Algengasta nafnið á Alþingi ásamt nafninu Guðmundur er Árni og það merkilega er að þeir eru allir sjálfstæð- ismenn. Það er þó kannski ekki óeðlilegt þar sem merki flokksins er tignar- legur fugl. Þrátt fyrir að margir tengi Árna Johnsen við iunda þýðir nafnið Árni Jsév örn. JJvZf .mtt. * Bryndís Hlöðversdóttir Bryndís merkir brynjuð dis. Það er líklega raunin að menn þurfa að vera dálítið brynjaðir til að sitja á þingi. Það er þó ekki verra að vera dts innan við brynjuna. I húsi við Austurvöll vinna 63 menn. Þar dunda þeir sér við að setja lög og ræða um landsins gagn og nauðsynj- ar. Þeir rifast stundum en stundum eru þeir bestu vinir og félagar. Þeir halda mislangar ræður um misjöfn málefni og berja í borðið á viðeigandi stöðum. Þeir eru þingmenn, kjörnir til setu á Alþingi til að setja lög og spá í framtíð- ina. Blessaðir þingmennirnir eru sumir hverjir í fjölmiðlum á hverjum degi. Andlit þeirra eru inngreipt í augnbotna okkar og nöfnin í undirmeðvitundina. Lengi hefur verið sagt að nöfn manna segi nokkuð til um eðli þeirra. Ekki verður hér úr því skorið hvort svo er en engu að síður er fróðlegt að skoða þýðingu nafna þingmannanna. Það er athyglisvert ef nöfn þingmannanna eru skoðuð að fjölmennur nafnahópur íslenskra karlmanna verður að liggja óbættur hjá garði. Það eru allir Sigurðarnir sem eiga engan nafna á þingi. Einnig verður að teljast athyglis- vert að engin Guðrún situr á þingi. Það er vonandi að þessi yfirferð hafi veitt einhverjum ánægjublik í auga. -sm Davíð Oddsson Þaö halda örugglega margir að Davíð þýði konungur en svo er ekki. Nafn vinsælasta og um leiö óvinsælasta stjórnmálamanns íslands kemur úr hebresku og merkir elskaður eða ástvinur. Einar K. Guðfinnsson + Einar O. Kristjánsson Þeir koma báðir að vestan og eru báðir sjálfstæðismenn en þeir virðast grúppa sig saman í nafna- vali. Þorgeir Hávarsson og Gísli Súrsson voru líka að vestan og miklir hermenn og er það viöeigandi því að nafnið Einar þýðir einstæður eða frábær her- maður. Tómas I. Olrich Nafn Tómasar er komið úr hebresku og merkir tvíburi. Geir H. Haarde Nýi fjármálaráðherrann er kannski beittur; nafnið Geir merkir einfaldlega spjót. v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.