Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1999, Page 36
48 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 JL>V %rðir Náttúrufegurðin í Þórsmörk er engu minni að vetri en sumri. Útivistarmenn vonast þó til að aðeins verði farið að vora þegar páskaferðirnar hefjast. Skíða- og páskaferðir með Útivist: > Laugavegur á gönguskíðum Útivist efnir til léttrar skíðagönguferðar um Lakagígasvæðið um páskana. Útivistarfólk ætlar að leggja land undir fót um páskana eins og fyrri ár. Boðið verður upp á skemmti- ferðir fyrir alla fjölskylduna og skíðaferðir. „Við reynum að hafa fjölbreytni í þessu þannig að bæði er um langar og stuttar ferðir að ræða. Við förum að sjálfsögðu í Bása en auk þess verðum við meö þrjár gönguskíðaferðir og jeppaferð- ir,“ segir Guðfinnur Pálsson hjá Úti- vist. Guðfinnur segir Bása á Goða- landi alltaf heillandi á þessum árs- tíma, enda stutt í vorið. Páskaferðin í Bása hefst 3. apríl og stendur fram Kaupmannahöfn Viiialegl Iveggja stjörnu hötel. Vel staðsett á Vesturbrú. Gisting frá 250 dkr. nóttin á inann. Vikan frá 1.250 dkr. á mann. Morgunverður innifaliim. Green Key Hotel Sonderboulevard 53 1720 KBHV S. 0045 3325 2519 Fax 0045 3325 2583 Eimiig upplJbókun www.greenkey.dk V__________________________4 á annan í páskum. Gist verður í svefnpokaplássum í vel upphituðum húsum. Fararstjórar verða með í för og í boði verða fjölbreyttar göngu- ferðir alla dagana. Skíðaferðir Um páskana efnir Útivist til skíðagönguferðar um „Laugaveg- inn“, á ihUli Landmannalauga og Bása. Gengið verður með alian út- búnað á bakinu en gist er í skálum á leiðinni. „Þessi ferð er kjörin fyr- ir alla vana skíðamenn og eins fyr- ir þá sem hafa farið Laugaveginn að sumri til,“ segir Guðfinnur. Ferðin hefst að morgni 1. apríl en komið verður í Bása á páskadag. Önnur skíðagönguferð er fyrir- huguð dagana 1. til 5. apríl. Þá verð- ur fariö frá Sigöldu um Fjallabak í Skaftárdal og í Landmannalaugar. Þaðan verður haldið í Jökuldali um Grænafjallgarð í Skælingum en þar verður gist í gangnamannakofa sem Útivist hefur endurbyggt í sam- vinnu við heimamenn. Frá Skæling- um verður síðan haldið í Skaftárdal og lýkur göngunni á Búlandi. Þriðja skíðagönguferðin verður farin um Lakagígasvæðið. Að sögn Guðfinns er þessi ferð nokkru létt- ari en hinar tvær enda þurfa göngu- mem ekki að bera farangur á milli gististaða. Ferðin hefst að kvöldi 31. mars, þegar haldið verður frá Reykjavík í Skaftárdal. Daginn eftir verður gengið í Hrossatungur þar sem gist verður í fiórar nætur. Það- an verða síðan famar dagsferðir um Lakagígasvæðið. Magnús Tumi og jarðhræringarnar Fyrir lengri skíðaferðir verða haldnir undirbúnings- og kynning- arfundir hjá Útivist þar sem farið verður yfir útbúnað og kröfur til þátttakenda. 8. mars stendur Útivist fyrir myndakvöldi. Gestur kvölds- ins verður Magnús Tumi Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur og mun hann fialla um jarðhræring- amar í Grímsvötnum á Vatnajökli. Þá verða jeppaferðir um páskana og skíðaganga fyrir vel þjálfaða skíða- menn yfir Vatnajökvd kynntar á fundinum. -aþ '*T Ragnar Bjömsson eM. Dalshraun 6, Hafnarfirði Sími 555 0397 • fax 565 1740 Islenska útvarpsfálagið og Samvinnuferðir: London á góðum kjörum íslenska útvarpsfélagið og Sam- vinnuferðir/Landsýn hafa gert meö sér samning um ferðir til London á sérkjömm fyrir M-12 áskrifendur. Flogið verður með Boeing-risaþotu í eigu Atlanta og verður það í fyrsta skipti sem júmbóþota er notuð i vikulegt flug ffá Keflavík til er- lendrar stórborgar. Þetta er þriðja árið í röð sem ís- lenska útvarpsfélagið og Samvinnu- ferðir/Landsýn hafa samstarf um að bjóða áskrifendum ÍÚ ódýrar ferðir til London. Ferðirnar hafa mælst vel fyrir en flugmiði M-12 áskrifenda til London verður boð- inn á 13.000 krónur auk flugvallar- skatta. Samningurinn gildir frá maílok- um til og með október 1999 og verð- ur flogið vikulega, alla fimmtudags- morgna og aftur heim á mánudags- morgni. Farþegar geta valið á milli þess að dvelja eina helgi í London eða fljúga heim innan fiögurra vikna. Þá hefur IÚ gert samning við Heimsferðir um ferðir annars vegar til Barcelona og hins vegar til Par- ísar fyrir M-12 áskrifendur. Þau til- boð verða kynnt í mars. Umferðarþungi í Oxfordstreet. Þótt enn sé eitt og hálft ár þang- að til næstu Ólympíuleikar verða settir í borginni Sydney í Ástral- í íu er miðasalan að hefiast. Það er | fyrirtækið Sportsworld Group sem hefur yfirumsjón með söl- unni og að sögn fyrirtækisins «hsifa viðbrögðin verið góð og mun betri en þegar miðasala hófst á síðustu Ólympíuleika í Atlanta í IBandaríkjunum. Miðaverð er afar mismunandi: allt ffá 800 krónum og upp í 20 þúsund á úrslita- keppni í hinum ýmsu keppnis- greinum. Aðgöngumiði á opnun- arhátíðina kostar svo á bilinu 20 til 60 þúsund krónur. ÍSportsworld-fyrirtækið hvetur fólk til að kaupa aðeins af lögleg- um miðasölum sem hafa ólympíu- hringina fimm í merki sínu. Vilja flugvöll í Betlehem Palestínumenn opnuðu sinn | fyrsta flugvöll í Gaza fyrir tveimur mánuðum og nú hyggjast þeir byggja annan í Betlehem. Nýi flug- |völlurinn mun liður í undirbún- I ingi vegna nýs árþúsunds en búist er við miklum fiölda pílagríma til ísraels strax á næsta ári. Búist er við miklum mannfiöida til Betlehem og þar standa fram- i kvæmdir sem hæst þessa dagana. | Ferðamenn sem nú leggja leið sína þangað sjá lítið annað en risa- Ivaxna byggingakrana sem tróna | yfir borginni. Meðal annars er ver- i ið að byggja mikla kirkju á staðn- | um þar sem frelsarinn fæddist. Miðasalan hafin Tvöföld meistarasýning Einstök sýning á verkum mál- aranna Matisse og Picassos var opnuð nýlega í listasafiiinu í Fort Worth í Bandaríkjunum. Matisse og Picasso, sem voru samtíðar- menn, voru jafnan i mikill sam- keppni innbyrðis. Á sýningunni má sjá verk meistaranna í tíma- ? röð þannig að stundum má glöggt sjá hvemig þeir höfðu áhrif hvor á annan. Með tímanum tókst þó með þeim vinskapur og sýndu þeir nokkmm sinnum saman. Myndir frá því tímabili verða einnig á sýningunni sem stendur til 5. maí næstkomandi. Rannsaka sætisólar Öryggisnefnd á vegum banda- ríska samgönguráðuneytisins hef- ur óskað eftir að hönnun sætisóla í flugvélar í Bandaríkjunum verði endurskoðuð. Áhyggjur manna beinast einkum að festingunni sem bindur beltið saman. Upp hafa komið tilvik þar sem belti hafa losnað vegna ókyrrðar í flugi og einnig hafa beltin losnað frá sætunum. Alvarlegasta tilvikið átti sér stað árið 1998 á O’Hareflugvelli í Chicago en þar fengu 23 minni háttar áverka í kjölfar erfiðrar lendingar. 1 öllum tilfellum var beltunum kennt um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.