Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 J3"V Ný skoðanakönnun Markhússins fyrir Vísi.is: Samfylkingin á niðurleið - Sjálfstæðisflokkurinn nærri hreinum meirihluta - Vísir. is birtir kjördæmakönnun í dag SamfyUcingin sígur enn niður á við í fylgi samkvæmt skoðanakönnun sem Markhúsið gerði fyrir Vísi.is. og birt er á kosningavef netmiðilsins sem opnaður var í dag. Samkvæmt könnuninni nýto Samfylkingin stuðnings 25,3% þeirra sem afstöðu tóku og fengi samkvæmt því 16 þing- menn. Til samanburðar mældist fylgi við Samfylkinguna 31,6% í skoðana- könmm DV um miðjan síðasta mán- uð. Sjálfstæðisflokkurinn eykur enn fylgi sitt og næði samkvæmt þessari könnun hreinum meirihluta, 50,1%, sé miðað við þá sem afstöðu tóku, og fengi 33 þingmenn. Óvenju margir, eða um 30,6% þátttakenda, voru óá- kveðnir. Frjálslyndi flokkm-inn, flokkur Sverris Hermanssonar, nýtur stuðn- ings 2,7% þeirra sem afstöðu tóku. Það fylgi dugar honum hins vegar ekki til að koma manni á þing. Vinstri hreyfmgin - grænt framboð nýtur stuðnings 6,7% og fær fjóra menn kjöma. Framsóknarflokkurinn fær í könnuninni atkvæði 15,2% þeirra sem afstöðu tóku og 10 menn kjöma. Könnunin var gerð í öllum kjör- dæmum landsins dagana 29. og 30 mars og var úrtakið 1200 manns. Hlut- fall þeirra sem svömðu var innan við 78%. Á kosningavef Vísis.is, sem unn- inn er í samvinnu við Tölvumyndir, má sjá hvemig fylgi flokkanna dreif- ist á kjördæmin og í tölvuspálíkani Fylgi stjórnmálaflokka Enginn þingmaöur Skoðanakönnun DV 9.2. 1999 Skoðanakönnun DV 19.3. 1999 Skoðanakönnun Vísir.is 30.3. 1999 50,1% 39,9°/ 18,6% 16,6% ,15,2% © má skoða hvemig breytingar á stuðn- ingi við flokkana í hverju kjördæmi hreyfir við því hverjir komast á þing. Sjá nánar á www.visir.is -ÁF/SÁ íslenska útvarpsfélagið hf. - Stöð 2 og Bylgjan: Rúmlega 113 milljóna króna tap Rekstrartap íslenska útvarpsfé- lagsins hf„ sem meðal annars á og rekur Stöð 2 og Bylgjuna, nam 113,3 milljónum króna á síðasta ári. Þetta era veruleg um skipti til hins verra frá fyrra ári þegar fyrirtækið skilaði rúmum 60 milljónum í hagnað. Heildartekjur ís- lenska útvarpsfélags- ins jukust nokkuð á liðnu ári, 8,3%, og námu alls 2.133 millj- ónum króna. Rekstr- arhagnaður fyrir fjár- magn nam 79 milljón um króna en nettófjár- magnskostnaður var 221 milljón þannig af tap af reglulegri starfsemi var nær 142 milljónir. Veltufé frá rekstri nam 337 millj- ónum króna á liðnu ári. í lok síðasta árs var eigið fé 365 milljónir króna en íslenska út- varpsfélagið er einnig með víkjandi lán frá Chase Investment Bank upp á 326 milljónir króna. Heildar- skuldir félagsins, án víkjandi láns, námu 3.621 milljón. Heildar- eignir voru bókfærðar á 4.313 millj- ónir, þar af voru viðskiptavild og áskriftarsamningar á nær fjórtán hundruð milljónir. -hb 35,6% 31,9% 3,2% 2,6% 2,7% S l 25,3% 6,4% 6,1% 6,7% 1 ^ Starfsmenn áhaldahússins í Hafnarfirði fundu dauða skjaldböku í Læknum. Einhver virðist hafa sleppt dýrinu í kalt vatnið með þessum afleiðingum. Á myndinni er Pétur Freyr Ragnarsson með skjaldbökuna. DV-mynd Teitur Héraðsdómur Reykjavíkur telur flknó ekki hafa staðið rétt að tálbeituaðferð: Fíkniefnastaður lögreglu „vekur furðu" - tveir ákærðir upphafsmenn, sem voru orðnir vel heitir, fengu „slaufusýknu“ Héraðsdómur Reykjavíkur sagði í dómi sínum yfir þremur ákærðum ungum mönnum í 4ra kílóa hassmáli í gær að vinnubrögð fikniefhalögregl- unnar sættu nokkurri fúrðu. Þar var átt við vendipunkt varðandi sörnurn- arfærslu ákæravaldsins í umfangs- miklu sakamáli. Því fór svo að tveir af mönmmum, sem sterklega voru gran- aðir tun að vera upphafsmenn í mál- inu, vora sýknaðir og ríkissjóður dæmdur til að greiða samtals 300 þús- und króna kostnað vegna málsvamar- launa verjenda þeirra. Þriðji maður- inn, Magnús Ómarsson, sem kom með efhin til íslands, var hins vegar dæmd- ur í 8 mánaða fangelsi. Hann kvaðst hafa átt að fá hálfa milljón króna fyrir að vera „burðardýr“ fyrir hina. Þann 26. janúar 1998 kom Magnús með efnin frá Danmörku og var hand- tekinn. Hann féllst síðan á að vinna með lögreglunni - vera tálbeita til að sanna sök á hina tvo. Svo fór að hann var látinn stefna þeim á stað þar sem lögreglan kæmi fyrir gervipakka sem átti að líta út eins og sá sem Magnús kom með til landsins. Síðan var ósýni- legt litarefhi sett á pakkann. í fyrstu átti að koma pakkanum fyr- ir í Laugardal en síðan fékk Magnús „félaga sína“ til að koma að Skalla- sjoppunni við Laugalæk. Þar á bak við var pakkanum komið fyrir - en úr augsýn þeirra 9 lögreglumanna sem vora í nágrenninu. Þannig treysti lög- reglan á að tvimenningamir myndu handleika pakkann og fá litarefni á sig - þannig sannaðist sök á þá. Svo fór að mennimir handléku aldrei pakkann. Þeir sögðust síðan hafa verið að ná í gramm af hassi en ekki „stóran pakka“. Lögreglan hand- tók þá án þess að hafa séð hvort þeir tóku pakkann upp. Héraðsdómur taldi þvi ósannað að mennimir hefðu verið upphafsmenn að fikniefhasend- ingunni - hvorki ljósmyndir né upp- tökur hefðu sýnt fram á mannaferðir við pakkann. „Þetta var ekki gert og sætir það nokkurri furðu. Þetta hefur það í fór með sér að vinna lögreglunn- ar á vettvangi er ekki til þess fallin að renna stoðum undir ákæraefnið ...,“ segir í dómi Guðjóns Marteinssonar héraðsdómara. -Ótt stuttar fréttir ákærður Skemmtikröft- unum Tvíhöfða, Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjart- anssyni hefur verið stefiit fyrir dóm og ákæra gefin út á hendur þeim fyrir að trufla störf Alþingis. Atvikið varð á þingpöllum 18. desember sl. og eru tvímenningamir sakaðir um að hafa skipulagt frammíköll á þingfundi og truflað fundarfrið Alþingis. Sakað um svindl Verslanakeðjan Nóatún er sökuð um að hafa svindlað í verðkönnun- um sem Neytendasamtökin og verkalýðsfélögin á höfuðborgar- svæðinu gerðu 3. mars síðastliðinn. í kjölfarið var gerð önnur verðkönn- un 24. mars og sú þriðja þann 26. mars. í ljós kom að vörur höfðu hækkað að meðaltali um 11,3%- 12,6% miðað við fyrstu könnunina. Landssíminn lækkar Landssíminn hefur ákveðið að lækka verð á farsímaþjónustu og nemur lækkunin á mínútuverði á dagtaxta í helstu áskriftarflokkum 10 til 18%. Fréttavefur Viðskipta- blaðsins á Visi.is sagði frá. Tvíhöfði Minni hagnaður Rekstur Stálsmiðjunnar hf. gekk þokkalega á árinu 1998 og var hagn- aður félagsins 31 milljón króna, samanborið við 67 milljóna króna hagnað árið áður. Afkoman er lak- ari en vænst var. Viðskiptablaðið á Vísi.is sagði frá. Opnar heimasíðu Kristín Hall- dórsdóttir alþing- iskona, sem skip- ar efsta sæti á lista Vinstri- hreyfmgarinnar - græns fram- boðs í Reykjanes- kjördæmi, hefur opnað heimasíðu á Netinu. Þar má finna þingmál og greinar þingkon- unnar nokkur ár aftur í tímann, minnisbók um atburði líðandi stund- ar auk æviágrips Kristínar. Aðstoð í Kosovo Rauði kross íslands hefur sent þijár milljónir króna til neyðarað- stoðar við flóttafólk frá Kosovo sem hefur streymt þaðan til nágranna- landa og -héraða undanfama daga. Hafnarfjarðardeild RKÍ ætlar að leggja fram 500.000 krónur og sendur verður fatnaður og ábreiður frá fata- pökkunarstöð Rauða krossins. Hagnaður erlendis Dótturfyrirtæki Samheija hf. í út- gerð í Bretlandi og Þýskaiandi skil- uðu hagnaði af reglulegri starfsemi í fyrra. Samanlagður hagnaður Deutsche Fischfang Union (DFFU) og Onward Fishing Company (OFC) nam um 120 milljónum króna af reglulegri starfsemi. Viðskiptablað- ið á Vísi.is sagði frá. Kók tii nýrra eigenda Pétur Bjömsson og fjölskylda hafa nú lokið gerð samnings um kaup Coca-Cola Nordic Beverages A/S á hlut fjölskyldunnar í Vifilfelli ehf. Pétur Bjömsson mun áfram eiga sæti í stjóm félagsins og fram- kvæmdastjórinn, Þorsteinn M. Jóns- son, verður áfram í sama starfi. Við- skiptablaðið á Vísi.is sagði frá. nciimim auna snuiuirildi Skuldir heim- ilanna jukust um 14% í fyrra. Kaupmáttur jókst um 11% og einkaneysla um hið sama en fjár- festingar í íbúð- arhúsnæði um 5%. Þetta kom fram í ræðu Birgis ís- leifs Gunnarssonar seðlabanka- stjóra á ársfundi bankans í gær. Meiri skatttekjur Skatttekjur bæjarsjóðs Akureyrar á árinu 1998 námu 2.272 milljónum króna sem er um 100 milljónum króna hærri upphæð en gert var ráð fyrir. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.