Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Qupperneq 6
lönd FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1999 1999 Slátrarafrúin í Belgrad meö bleikmáluðu varirnar: Fyrirskipar morð ur hjónarúminu Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti kann að vera harðstjóri en hann lifir í skugga ráðríkrar og metnaðargjarnar eiginkonu sem stjómar bæði í einkalífi hans og pólítísku lífi. Hún kúgar hann heima fyrir og niðurlægir hann op- inberlega. Mira Markovic, sem er með stelpu- lega rödd og bleik- málaðar varir, er svo valdamikil að hún hefur verið kölluð frú Mac- beth Serbíu. Það var hún sem tók ákvörðun um að ráðist skyldi inn í Kosovo. Og hún hefur hótað því að steypa Milosevic af stóli og gerast sjálf forseti beri hann ekki sigur úr býtum í stríðinu, að því er breska blaðið Mirror fullyrð- ir. Mira, sem er flmmtug, á sjálf að hafa haft umsjón með þjóðarhreins- unum í Kosovo og hvatt hersveitir sínar til að beita ofbeldi og pynting- um. Erient fréttalj — Skipanir af rúmstokknum „Hún hefur drepið þúsundir í þessu stríði með beinum skipunum af rúmstokknum í hjónarúminu," segir stjórnarandstöðuleiðtoginn Danica Draskovic. Þegar serbneskir herforingjar og stjómmála- menn hvöttu jp §j , nýlega til að farið yrði gæti- lega í Kosovo rak Mira Markovic þá. Hún skipaði virktavini sína í stöður þeirra en ekki já- menn eigin- mannsins. Rade Mark- ovic, lögreglu- foringi og skjólstæðingur Mim, var skipaður yfirmaður öryggismála í stað Jovica Stanisic. Ljubisa Velickovic, yfirmaður flughersins, var gerður að varaleiðtoga Sósí- alistaflokks Milosevics í stað Mil- orads Vucelics. En það var brott- rekstur herforingjans Momcilos Perisics í janúar síðastliðnum sem Símaskráirt er flutt í Síöumúla 15 Mira Markovic kúgar eiginmann sinn, Slobodan Milosevic, heima fyrir og niðurlægir hann opinberlega. Hún segir honum einnig hvað hann á að hugsa. Símamynd Reuter kynti undir deilum Serbíu og Atl- antshafsbandalagsins, NATO. Per- isic var ósáttur við ódæðisverkin í Kosovo. Hann varaði Milosevic við. Mira rak hann þar sem hún óttaðist að hann kynni að reyna að láta her- inn ræna völdum. Flokkur Miru, JUL-flokkurinn, Scunanstendur að mestu af kaup- sýslumönnum sem hafa makað krókinn á velvilja forsetafrúarinn- ar. Nú er Mira að reyna að ná yfir- ráðum í Róttæka flokknum sem er lykilflokkur í samsteypustjóm eig- inmanns hennar. Áhrif Miru á eiginmanninn eru svo mikil að heimamenn kalla hana frú Ceausescu Serbíu og eiga þá við eiginkonu fyrrverandi ein- ræðisherra Rúmeníu. Mira er einnig kölluð jámfrú Júgóslavíu. síðasta Júgóslavíukonungs þar sem öllum nauðsynleg- um öryggisbúnaði hefur verið komið fyrir. Milos- evic notar einnig neðan- jarðarbyrgi Títós sáluga fyrir utan Belgrad og gamla veiðimannakofann hans sem skreyttur hefúr verið nýjum ítölskum marmara- húsgögnum fyrir andvirði 90 milljóna islenskra króna. * Mira sá einnig til þess að Slobodan keypti sér hús í Grikklandi þar sem hann gæti átt athvarf neyddist hann til að fara í útlegð. Foreldrarnir sviptu sig lífi Mira og Slobodan ólust upp við ólíkar aðstæður. Faðir hennar, Moma Markovic, barðist við hlið Breta í seinni heimsstyrj- öldinni. Faðir Slobodans framdi sjálfsmorð þegar hann var 21 árs og móðir hans svipti sig lífi tíu ámn. síðar. Árið 1973, þegar Slobod- an var 32 ára, var hann yfirmaður ríkisfyrirtækisins Technogas. Fimm ámm síðar var hann orðinn bankastjóri Júgóslavíubanka. Mira hvatti Slobodan stöðugt til að ná meiri áhrifum. Árið 1984 sá vinur Slobodans, Ivan Stambolic, til þess að hann yrði í forsvari fyrir stjóm- arflokkinn í Belgrad. Mira linnti ekki látum fyrr en eiginmaður hennar hafði traðkað á Stambolic til þess að ná völdum. Árið 1989 var Slobodan, sem fengið hefur viðurnefnið slátrarinn í Belgrad, búinn að ná yfirráðum í allri Serbíu. Byggt á Mirror Skrifstofa Símaskrárinnar hefur flutt aðsetur sitt að Síðumúla 15. Þar er tekið við skráningum og breytingum í Símaskrána ásamt skráningu á net- og vefföngum. (Ath. Skráningu í Símaskrána 1999 er lokið.) SIMINN SÍMASKRÁIN • SÍÐUMÚLA 15 • SÍMI 550 7050 • FAX 55O 7059 Eiginkonan spáir falli Slobodans Mira Markovic gerir lítið úr eiginmanni sínum opinber- lega. Hún sakar hann um að eyðileggja fjölskyldulífiö. Og hún hefur meira að segja spáð því að hann muni hrökklast frá völdum. í dálki sínum í tímaritinu Duga, sem gefið er út í Belgrad, skrifar Mira að Slobodan sé ekki lengur hóg- vær. Hann hugsi meira um bílana sem hann ekur og snið- ið á fötunum sínum heldur en fjölskylduna. „Hann mun ekki verða lengi við völd og það verður að lokum hann sem tapar.“ Tim Judah, sem er sérfræð- ingur í málefnum Serbíu, seg- ir að það sé aðeins ein mann- eskja sem viti hvað Milosevic hugsar. „Það er vegna þess að hún segir honum hvað hann á að hugsa. Hún ráðskast með hann og hana þyrstir í völd. Hún er lærimeistari hans í stjómmálum og driff]öður.“ Mira seilist ekki bara til áhrifa á stjómmálasviðinu. Undir hennar stjórn hefur Milosevic sankað að sér mikl- um eignum. Þau verja mestum tíma sín- um í Beli Dvor, glæsilegri höll Námsmenn í Belgrad efndu til mótmæla í desember 1996 vegna meints kosninga- svindls. Þeir halda hér á brúðu i Ifki Miru í pönkarafötum. Sfmamynd Reuter
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.