Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Side 11
FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1999 11 Eldflaugar gegn eldspýtum Hátæknivopn geta gert skipu- lagöan her óvíg- an á vígvellin- um, eins og gerð- ist í írak, en þau eru gagnslaus gegn litlum hóp- um vopnaðra öfgamanna sem fara um þorp og sveitir brenn- andi og myrð- andi. Hópar af þessu tagi þurfa ekki önnur vopn en riffla og eld- spýtur. Háþróað- ar stýriflaugar mega sín lítils, þær voru ætlað- ar Sovétmönnum á sínum tíma. Júgóslaviuher sem slíkur stendur ekki fyrir óhæfuverkunum í Kosovo. Það eru annars vegar lítt agaðar lögreglusveitir innanríkis- ráðuneytisins og hins vegar sjálf- boðaliðar, óagaðir með öllu, sem hafa stríðsæsinginn að skálka- skjóli til að myrða og flæma á brott nágranna sína. Með öðrum orðum: vopnaður skríll. Ef svo fer fram sem horfír, mun það takmark öfgasinna nást, áður en langt líður, að hreinsa stóra hluta Kosovo af Kosovo-Albönum. Loft- árásimar hafa gefið serbneskum öfgamönnum réttlætingu til að herða á útrýmingarherferð gegn múslímskum Albönum, ekki aðeins með morðum, heldur fyrst og fremst með því að reka fólk á vergang og flæma úr landi. Þetta var ekki yfirlýst stefna fyrir loftárásimar, en er núna stefnan í raun. Hvað hefur þá áunnist? KLA og Krajina Ekki er verið að verja sjálfstæði Kosovo, (eins og Bosníu á sínum tíma) því að NATO er andvígt sjálfstæðu ríki Kosovo-Albana og viðurkennir Kosovo sem hluta Serbíu. Hins vegar hefur almenn- ingsálitið innan NATO verið frið- aö í bili. Verið er að berja á Serbum, sem kennt er um allt illt á Balkanskaga. Enginn mótmælti í NATO né sendi eldflaugar þegar 250 þúsund Serbar voru hraktir allslausir frá Krajina í Króatíu 1995, í mestu þjóðernishreinsun- um ófriðarins til þessa. Sumir þeirra em til vitnis á íslandi nú. Það lýsir afstöðunni til þessarra mála að sumir glöddust þá yfir hörmungum Serba. Ekki er að undra að þeir telji sig ranglæti beitta og fylki sér um Milosevic í upphafinni þjóðrembu. Sú and- staða sem fyrirfannst gegn Milos- evic er horfin núna. KLA, frelsis- her Kosovo, em hryðjuverkasam- tök sem lagt hafa Serba í Kosovo í einelti. Þeir em af sama tagi og hinir. NATO styður heldur ekki KLA. Yfirlýstur tilgangur árásanna er sá að fá Milosevic með góðu (!) til að samþykkja sjálfstjórn hóf- samra Albana í Kosovo innan Serbiu. Hafi það einhvern tíma verið mögulegt, er sá möguleiki úr augsýn núna. Flóttamenn Annar yfirlýsti tilgangur árásanna, að gera her Júgóslavíu óvígan, er út í hött - af þeirri einfóldu ástæðu að það er ekki herinn heldur lögregla innan- ríkisráðuneytisins sem stundar þjóðernishreinsanir í Kosovo. En lengi getur vont versnað. Ef svo fer að yfir hálf milljón Albana hrekst frá Kosovo, eins og nú er útlit fyr- ir, eftir að þeir eru gerðir samá- byrgir með NATO fyrir árásunum, veldur það ekki aðeins mannlegum harmleik heldur hættulegri póli- tískri spennu. Það gæti orðið vís- vitandi hemaðarstefna að búa til flóttamannastraum, til að gera stríðið víðtækara. Flóttamanna- straumurinn gæti sett allt á annan endann, sérstaklega í Makedóníu. Þar era þegar fyrir um 700 þúsund Albanir, þriðjungur íbúa, sem makedóníski meirihlutinn lítur hornauga. Landflótti frá Kosovo gæti komið af stað stríði þar líka og Makedónía er mesta áhyggju- efni NATO. Albanía sjálf þolir heldur ekki flóttamannastraum. Ekki er að sjá að þessi hemaðarað- gerð hafi verið hugsuð til enda. Þegar og ef friöur kemst á, verður það of seint fyrir Kosovo-Albana. Eins og nú horfir er verr af stað farið en heima setið. Gunnar Eyþórsson Frá Kosovo. - „Eins og nú horfir er verr af stað farið en heima setið,“ segir Gunnar m.a. í greininni. Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður „Annar yfirlýsti tilgangur árásanna, að gera her Júgóslavíu óvígan, er út í hött - af þeirri ein- földu ástæðu að það er ekki her- inn, heldur lögregla innanríkis- ráðuneytisins, sem stundar þjöð- ernishreinsanir í Kosovo. “ Tæpt á tvennum lögum Tryggingamái eru viðamikill og um leið viðkvæmur málaflokkur sem snertir kviku mannlífsins á svo margan veg, blákaldar krónu- tölur hans varða hag og heill þús- undanna. En til margra átta þarf þar að líta þótt kjaminn sé fólginn í þeim kjararamma sem hverju sinni er þar við lýði. Rétt í blálok þessa síðasta þings á kjörtímabilinu voru afgreidd sem lög frá Alþingi mikilsverð at- riði sem ástæða er til að nefna hér þótt náin umfjöllun verði það ekki i.stuttri blaðagrein. Annað þessara mála varðar for- sendur örorkumats þar sem meg- inbreyting ætti að verða sú að vinnutekjur hvers konar hafi ekki áhrif á örorkumatið og prósentu þess eins og verið hefur. Breyting- in byggist á því .að menn skuli metnir til fullrar örorku til lang- frama vegna afleiðinga læknis- fræðilega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar, þ.e. hinar læknis- fræðilegu forsendur skulu ráða og vinnutekjur geta því hvorki breytt örorkumati né réttinum til ör- orkuskírteinis. Á miklu mun velta Þetta mál hefur t.d. lengi verið eitt brýnna baráttumála Sjálfs- bjargar, og um leið Öryrkjabanda- lags Islands, og því er breytingunni fagnað hér á bæ um leið og því skal treyst að far- sæl framkvæmd fylgi í kjölfarið. Til framkvæmd- arinnar á örorku- mati verður not- aður ákveðinn staðall sem læknadeild semur á grundvelli lag- anna og trygg- ingaráð skal staðfesta og síðan birt- ast í reglugerð ráðuneytis. Á miklu mun því velta hversu staðall þessi verður gerður svo og hvernig hon- um verður beitt en hið besta skal vonað og jafnframt treyst á að við verðum látin fylgjast vel með. Endurhæfingarþátturinn fær aukið vægi og ekkert nema gott um það að segja en skilyrðið er þá það að endurhæfingartilboð séu til staðar, ekki hvað síst er tekur til menntunarlegrar og starfslegrar endur- hæfingar, og eins verður ákveðin eftir- fylgd að vera vel tryggð svo árangur megi sem allra best- ur verða. Þessi lög taka gildi 1. sept. nk. og nú er bara að bíða og sjá hversu til tekst um framkvæmd sem allra farsælasta fyrir þá sem verða hér á að treysta. Hin lögin tóku til ýmissa atriða sem flest þykja til bóta og það sem þar stendur upp úr varð- ar stofnun sjálfstæðr- ar og óháðrar nefnd- ar, úrskurðarnefndar almanna- trygginga sem nú skal fjalla um kvörtunar- og kærumál þau sem koma upp á hverjum tima og snerta grundvöll, skilyrði eða upp- hæð bóta“, s.s. segir í lögunum sem gUdi taka 1. júlí nk. Samtök psoriasis- og exemsjúklinga Tryggingaráð hefur úrskurðað í slíkum málum að undanförnu og það þekkir sá er hér heldur á penna að þar hefur af samvisku- semi verið unnið og úrskurðað en enn meira réttaröryggi ætti að vera fólgið í slíkri óháðri nefnd. Hún verður skipuð þrem nefndarmönnum. Hæstiréttur tilnefnir tvo, formann sem skal vera með réttindi hér- aðsdómara, og vara- formann, sem skal vera læknir, hinn þriðja skipar ráðherra án tUnefningar. Vel ætti því að vera fyrir öUu séð. Þessari skipan mála er því fagnað og von okkar sú að hún tryggi enn skUvirkari og rétt- látari framkvæmd en reynslan ein mun ráða. Samtök psorias is- og exemsjúklinga voru hins veg- ar afar ósátt við 14. grein nýsam- þykktra laga sem varðar loftslags- meðferð fyrir þá sjúklinga sem gagnast hún greinUega best. Ör- yrkjabandalag Islands tók undir gagnrýni samtakanna því ekki fer milli mála að í mörgum tUvikum er slik loftslagsmeöferð árangursrík- ust og getur þ.a.l. verið ódýrari í raun en önnur úrræði, fyrir utan það að stuðla að veUíðan og heiU einstaklinganna. - Vonandi leysast þau mál farsællega en áfram verð- ur að þeim unnið. Helgi Seljan „Endurhæfingarþátturinn fær auk- ið vægi og ekkert nema gott um það að segja en skilyrðið er þá það að endurhæfingartilboð séu til staðar, ekki hvað síst er tekur til menntunarlegrar og starfslegr- ar endurhæfingar... “ Kjallarinn Helgi Seljan framkvæmdastj. ÖBÍ Með og á móti íslandspóstur hættir að nota frímerki Hagræðing „Þetta snýst fyrst og fremst um hagræðingu í okkar innra starfi í ljósi þess að meginhlutverk okkar er að reka hagkvæma og örugga póstþjónustu. Við erum að spara okkur vinnu og kostnað við að frí- merkja því frímerkið er einungis burðargjald fyr- ir okkur. Við erum ekki í því að reka útgáfu á frímerkjum sem meginverkefni heldur er frí- merkið verk- færi. Tilgangur þess er fyrst og fremst að skapa auðvelt aðgengi fólks tU að koma frá sér bréfum. Það er sem sagt i ftdlu gildi. Ég skU sjónarmið frí- merkjasafnara en það má aldrei gleyma því hvers vegna það er gaman að safna frímerkjum. Þetta er eitthvað sem notað er í raun- vemleikanum. Ef við héldum áfram að frímerkja, frimerkjasöfn- unarinnar vegna væram við komn- ir inn á rangar brautir og famir að búa tU óeðlilega notkun á frímerk- inu. Hins vegar verður útgáfu- stefna frímerkja óbi'eytt. Þróunin á síðari árum hefúr verið sú að bögglar hafa t.d. ekki verið frí- merktir. Enginn í nágrannalöndum okkar frímerkir böggla þannig að við erum einungis að fylgja þeirri þróun sem er að eiga sér stað i kringum okkur.“ Einar Þorsteins- son, forstjóri ís- landspósts. Mikilvæg landkynning „Mér finnst þessi ákvörðun ís- landspósts í meira lagi undarleg. Ekki síst ef horft er til þess að fyr- ir aðeins hálfum mánuði opnaði ís- landspóstur frímerkjasölu við Vest- urgötu þar sem safnarar geta keypt ýmsa fylgihluti ásamt frímerkj- um. íslandspóst- ur selur fri- merkjasölum, bæði hérlendis og erlendis, fri- merki fyrir tugi milljóna á ári hverju og það er ekki nema rétt rúm vika síðan yfirmaður íslandspósts kom fram í útvarpi og sagði að 12 þúsund safn- arar ættu von á bréfi vegna nýrrar frímerkjaútgáfu. Það er nánast óskiljanlegt að á sama tíma hyggst fyrirtækið hætta að frímerkja sinn póst og nota stimpla í staðinn. Á sama tíma tel- ur íslandspóstur að það sé bæði þroskandi og skemmtilegt að safna frímerkjum, sem það og er. Ég vU nota tækifærið og hvetja fólk tU að biðja um frímerki á þann póst sem það fer með á pósthús, í stað þessa ljóta gúmmístimpils. Frímerki eru mikilvæg í landkynn- ingarskyni. Til að mynda era ís- lensku hvalirnir nú á frímerkjum og áður hafa verið notaðar faUegar landslagsmyndir. íslensk frímerki hafa tvívegis fengið heiðursverð- laun í Frakklandi fyrir að vera með fegurstu frímerkjum heims. Það er því ekki annað hægt en að harma þessa ákvörðun íslands- pósts sem mun gera almenningi mun erfiðara um vik að stunda það skemmtUega áhugamál sem frí- merkjasöfnunin er.“ -aþ/JSS Magnl R. Magnús- son frímcihjasali. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.