Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Page 55
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 #næ// 7> Til hamingju með afmælið 2. apríl 90 ára Gunnar Ólafur Hálfdánarson, Lerkihlíö 7, Reykjavík. Erna Eggerz, Hi’ingbraut 50, Reykjavík. 85 ára Anne Marie Bjarnason, Sólvangi, Hafnarfiröi. 80 ára Guðlaugur Ágústsson, Bauganesi 7, Reykjavík. Eiginkona hans er Svanhild Ágústsson. Þau taka á móti gestum í Komhlöðunni, Lækjarbrekku, laugardaginn 3.4. milli kl. 14.00 og 18.00 75 ára Kristbjörg Jónsdóttir, Háaleitisbraut 79, Reykjavík. 70 ára Kristinn Jónsson, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Gúnnar Hafsteinn Sigurðsson, Hjallalandi 7, Reykjavik. Gerður Þorkatla Jónasdóttir, Auðkúlu, Djúpárhreppi. Guðgeir Sumarliðason, Bitru, Hraungerðishreppi. 60 ára Davíð Pétursson, bóndi og oddviti að Gmnd í Skorradal. Eiginkona hans er Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja. Davíð er í útlöndum. Pálmi Dagur Jónsson, Hlíðarhjalla 74, Kópavogi. 50 ára Guðjón Þórarinsson, Norðurgarði 22, Hvolsvelli. Hallfríður Höskuldsdóttir, Knarrarbergi 2, Þorlákshöfn. 40 ára Halldór Þ. Matthíasson, Framnesvegi 21, Reykjavík. Margrét Gunnlaugsdóttir, Hvassaleiti 24, Reykjavík. Fanney Gunnarsdóttir, Básenda 14, Reykjavík. Lárus Hjaltested, Fumgerði 11, Reykjavík. Elísabet Jónsdóttir, Dalhúsum 62, Reykjavík. Mardís Malla Andersen, Reynigrund 15, Kópavogi. Kristín Hulda Halldórsdóttir, Fagradal 6, Vogum. Guðrún H. Óskarsdóttir, Neðri-Breiðadal, Önundarf. Þórir Dan Friðriksson, Hafnargötu 14, Seyðisflrði. Sigurjón Kristjánsson, Fögruhlíð 13, Eskifirði. Jón B. Pálsson Jón B. Pálsson trésmíðameistari, Vesturbraut 5, Keflavík, verður ní- ræður á páskadag. Starfsferill Jón fæddist á Króki í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst upp að Syðri-Steinsmýri í Meðallandinu. Hann lærði fyrst smíðar 1925, þá sextán ára, og stundaði síðan smíð- ar hjá ýmsum í Skaftafellssýslu en starfaði yfir vetrarmánuðina í Vest- mannaeyjum hjá Gunnari Ólafssyni á Tanganum í alls tólf vertíðir. Jón fékk smíðaréttindi 1937 og meistararéttindi 1972. Hann vann við húsasmíðar í Skaftafellssýslu til 1932 og síðan í Ölfusinu til 1939. Þá var Jón við skipasmíðar í Dráttar- braut Keflavíkur 1940-45 og eftir það við almenna húsasmíði í Kefla- vík þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jón hefur búið í Kefla- vík frá 1941. Jafnframt smíðunum starfaði Jón í Slökkviliði Keflavíkur og síðan við brunavarnir Suðurnesja á árunum 1944-77. Jón er heiðursfélagi Félags slökkviliðsmanna í Kefla- vík, einn af stofnendum Iðnsveinafélags Suður- nesja og heiðursfélagi þess. Fjölskylda Jón kvæntist 4.11. 1939 Helgu Egilsdóttur, f. 25.10. 1916, húsmóður. Hún er dóttur Egils Jónssonar, sjómanns í Hafnarfirði, og k.h., Þjóðbjargar Þórðardóttur húsmóður. Böm Jóns og Helgu eru Egill, f. 4.3. 1940, bæjartæknifræðingur í Garðabæ, kvæntur Ölmu V. Sverris- dóttur og eiga þau fjögur börn; Em- il Páfl, f. 10.3. 1949, ritstjóri RT í Keflavík, kvæntur Svanhildi G. Benónýsdóttur og eiga þau tvö böm og eina fósturdóttur. Hálfsystkini Jóns, samfeðra, eru Halldór, f. 12.10.1911, fyrrv. verslun- armaður í Reykjavík; Jónína, f. 20.7. 1913, húsmóðir í Reykjavík; Ás- mundur, f. 20.2.1915, nú látinn, bíla- réttingamaður í Reykjavík; Ingi- björg, f. 3.5.1919, fyrrv. húsfreyja að Jón B. Pálsson. Björk í Grímsnesi, nú búsett á Selfossi; Magnús, f. 12.8.1921, fyrrv. bóndi að Syðri-Steinsmýri í Meðal- landi en dvelur nú á dvalarheimili aldraðra á Kirkjubæjarklaustri; Sig- rún, f. 15.4. 1930, húsmóðir í Reykjavík; Jóhanna, f. 24.10. 1932, húsmóðir í Reykjavík; Þorsteinn, f. 18.12. 1926, verslunarmað- ur í Reykjavík; Haraldur, f. 26.5. 1934, bifvélavirki í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Páll Jónsson, f. 1877, d. 1963, bóndi á Syðri-Steins- mýri í Meðallandi, og k.h., Jónína Guðbjörg Ásmundsdóttir, f. 1866, d. 1911, húsfreyja. Ætt Bróðir Páls var Samúel, faðir Guðjóns, húsameistara ríkisins. Páll var sonur Jóns, b. á Hunku- bökkum á Síðu, Pálssonar, b. á Hunkubökkum, Þorsteinssonar, b. á Hunkubökkum, Salómonssonar, bróður Sigríðar, langömmu Jóhann- esar Kjarvals. Móðir Páls á Syðri- Steinsmýri var Emerentíana Ólafs- dóttir, b. á Kársstöðum í Landbroti, Ólafssonar og k.h., Guðrúnar Jóns- dóttur, b. á Söndum, Jónssonar, lrm. í Varmahlíð undir Eyjafjöllum, Vigfússonar, langafa Guðrúnar, ömmu Þórðar Tómassonar, safn- varðar í Skógum, og langömmu Stef- áns Harðar Grímssonar skálds. Móðir Jóns Jónssonar var Sigur- laug, systir Árna, foður Valgerðar, ættmóður Briemsættarinnar. Sigur- laug var dóttir Sigurðar, prófasts í Holti undir Eyjafjöllum, bróður Steingríms, foður Jóns eldprests. Sigurður var sonur Jóns, lrm. á Bjarnastöðum í Skagafirði, Stein- grimssonar, ættföður Stein- grímsættar yngri, Guðmundssonar. Jónína Guðbjörg var dóttir Ás- mundar, ráðsmanns á Syðri-Steins- mýri, Hjörleifssonar og Halldóru Magnúsdóttur, systur Einars, langafa Sigurbjöms Einarssonar biskups, fóður Karls biskups, og langafa Aðalheiöar Bjarnfreðsdótt- ur alþm. Jón verður aö heiman á afmælisdaginn. Stefán Ágústsson fyrrv. verka- maður, Silfurgötu 27, Stykkishólmi, verður sextugur á páskadag. Starfsferill Stefán fæddist í Flatey á Breiða- flrði og ólst þar upp til 1952 er fjöl- skylda hans fluttist í Stykkishólm. Þar hefur hann átt heima siðan, að undanskildum tíu árum, 1965-75, er hann starfaði hjá Málningu hf. í Kópavogi. Stefán stundaði síðan verka- mannavinnu hjá ýmsum fyrirtækj- um í Stykkishólmi, m.a. hjá Sigurði Ágústssyni hf., Rækjunesi hf„ og síðast hjá Sæborgu hf„ 1984-91. Stefán hefur verið áhugamaður um breiðfirskar ættir. Fjölskylda Stefán er elstur sjö systkina. Systkini hans: Óskírður drengur, f. 23.10. 1940, d. 24.10. 1940; Eyþór, f. 9.11. 1943, vélstjóri í Stykkishólmi, var kvæntur Kristrúnu Óskarsdótt- ur er fórst með Haferninum við Bjameyjar 31.10.1983 en þau eignuð- ust tvö böm og er Eyþór nú kvænt- ur Dagbjörtu Sigríði Höskuldsdótt- ur, f. 10.2. 1948, nú kaupmanni í Stykkishólmi, fyrram útibústjóra Samvinnubankans í Grandarfirði, en stjúpsynir hcms era tveir; Pétur Hallsteinn Pétursson, f. 25.3. 1946, skipstjóri, útgerðarmaður, fyrrv. bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjóm- ar í Stykkishólmi, kvæntur Svan- borgu Siggeirsdóttur, kennara og útgerðarstjóra í Stykkishólmi, og eiga þau fiögur börn; Snorri Örn Ágústsson, f. 28.7. 1947, fyrrv. vél- stjóri og útgerðarmaður í Stykkis- hólmi, nú sendibílstjóri í Kópavogi, kvæntur Helgu Steingrímsdóttur, fyrrv. skrifstofumanni í Stykkis- hólmi, nú sjúkraliða í Kópavogi, en þau eiga þrjú böm; Valdimar Brynj- ar Ágústsson, f. 13.12. 1950, fiskiðn- aðarmaður í Hnífsdal; Guðlaug Jón- ína Ágústsdóttir, f. 3.10. 1959, hús- móðir og lyfjatæknir í Apóteki Stykkishólms, gift Guð- mundi Kolbeini Björns- syni, vélvirkja og verk- taka í Stykkishólmi, en þau eiga þrjú börn. Foreldrar Stefáns voru Ágúst Pétursson, f. 2.8. 1906 1 Bjameyjum, d. 10.8. 1979, skipstjóri í Flatey og í Stykkishólmi, síöast hafharvörður þar, og k.h„ Ingveldur Stefánsdóttir, f. 3.1. 1917 i Bjameyjum, d. 27.11.1985, húsmóðir og verkakona í Flatey og í Stykkishólmi. Ætt Ágúst var sonur Stefáns Péturs Kúld, nafnkunns sjómanns í Bjarn- eyjum og i Flatey, þjóðsagnaper- sónu í lifanda lífi, Péturssonar, sjó- manns í Svefneyjum og í Flatey, Hafliðasonar, b. og dbrm. í Svefneyj- um, Eyjólfssonar, eyjajarls og alþm. í Svefneyjum, Einarssonar, í Svefn- eyjum, Sveinbjörnssonar, sem Svefneyjaætt er rakin frá. Stefáns er því kominn í beinan karllegg frá Birni ríka hirðstjóra Þorleifs- syni, að Auðbrekku, Áma- sonar. Móðir Ágústs var Hall- fríður, dóttir Ara, þess er talinn er hafa átt tuttugu og níu börn, bróður Jóns, föður Björns ráðherra, foður Sveins forseta. Ari var sonur Jóns, b. í Djúpadcfl, Arasonar, b. á Eyri í Kollafirði Magnússonar, ættfóður Eyrarættar, sem sumir vilja kalla Djúpadalsætt, Pálssonar. Ingveldur var dóttir Stefáns, b. og sjómanns í Gerðum í Bjarneyjum, Stefánssonar, úr Breiðavík á Snæ- fellsnesi, Sveinssonar. Móðir Ingveldar var Guðlaug Gunnlaugsdóttir, b. í Svefneyjum og í Gerðum, Brynjólfssonar, eldra, Gunnlaugssonar. Stefán Ágústsson. Kári Waage birtinga- stjóri, Njálsgötu 8B, Reykjavík, verður fertug- ur á páskadag. Starfsferill Kári fæddist í Hafnar- firði en ólst upp í Garða- bæ til átta ára aldurs er fiölskyldan flutti búferl- um í Borgames með árs viðkomu í Árbæjarhverfi. Hann átti heima í Borg- amesi til 1982. Þá flutti hann til Suður-Afríku í eitt ár og sinnti þar eftirlitsstörfum við byggingafram- kvæmdir. Haustið 1983 hóf hann störf hjá Skífunni við verslunar- störf en starfaði síðar hjá Fálkanum og Takti. Kári gegndi stjómunar- stöðu á veitingahúsinu Tveir vinir og annar í fríi 1989-93. Hann réðst þá til Aflvakans sem rak út- varpsstöðvarnar Aðalstöð- ina, X-ið og Klassík fm en þessar stöðvar vora sam- einaðar á FM 957 1997 und- ir merkjum Fíns miðils. Kári var birtingastjóri hjá Fínum miðli tfl haustsins 1998. Hann hefur síðan unnið á aug- lýsingastofunni Fíton en er nú taka við stöðu auglýsingastjóra hjá sjón- varpsstöðinni Skjá 1. Kári hefur verið viðloðandi tón- list frá unglingsaldri, í hljómsveit- um og við textagerð. Hann söng m.a. með hljómsveitinni Chaplin, Tíbrá, íslandsvinum og Centaur, auk þess sem hann tók þátt í sýn- ingum á Hótel íslandi. Hann er með- limur í Félagi tónskálda og textahöf- unda en hátt á þriðja tug texta hans hefur verið gefninn út á hljómplöt- um og diskum. Fjölskylda Alsystkini Kára eru Jensína Waage, f. 15.7. 1955, kennari í Reykjavík; Hrafnhildur Waage, f. 7.8. 1956, sjúkraliði á Ólafsfiröi; Ólafur Waage, f. 9.1.1958, trésmiður og múrari í Borgamesi; Brynja Kári Waage. Waage, f. 19.6. 1965, kennari í Reykjavík. Hálfbróðir Kára, sammæðra, er Rúnar Viktorsson, f. 24.9. 1952, tré- smiður Borgarnesi. Hálfbræður Kára, samfeðra, eru Guðmundur Ingi Waage, f. 2.9. 1942, starfar hjá Vegagerðinni í Borgar- nesi; Ingólfur Waage, f. 16.7. 1946, lögregluvarðstjóri á Hvolsvelli. Foreldrar Kára era Jóhann Waage, f. 16.7. 1922, trésmíðameist- ari í Borgamesi, og k.h„ Guðrún Björg Björnsdóttir, f. 23.3. 1929, hús- móðir. Kári er að heiman á afmælisdag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.