Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Síða 62
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 IjV 78 tkvikmyndir ALVÖRU BÍÓ! mpolby STflFRÆNT . STÆKSTfl tJfiUHe MIH SPACEK DAVEFOLEY Sýnd kl. 5 og 7. Sími 551 9000 SIMI 551 6500 http:/ty vw.yrj .yp/,t e* /stj otnubio/ imi REGNIBOGINN eru opin yfir alla páskana Laugarásbíó - Living Out Loud - Nýtt líf Richard LaGravenese er sjálfsagt einn besti handritshöf- undurinn sem starfar í Hollywood, um það vitna innihaldsrík handrit á borð við The Horse Whisperer, Bridges of Madison County og The Fisher King. Handrit hans að Living Out Loud, sem hann byggir lauslega á tveimur smásögum eftir Anton Chehkov og færir í nútímann, er mjög gott, dramatískt og kó- mískt og það er ekki við handritshöfundinn LaGravenese að sakast að Living Out Loud nær aldrei almennilegu flugi, held- ur leikstjórann LaGravenese sem ekki nær að blása nógu miklu lffi í gott handrit sitt. LaGravenese hefur sem sagt gert sömu mistök og margir aðrir góðir handrits- höfundar hafa gert, að leikstýra eigin handriti án þess að hafa burði til þess. Það er ekki bara að handritið sé gott heldur sýnir Holly Hunter stórleik i hlutverki hinnar forsmáðu læknisfrú- ar Jutith Nelson, sem allt i einu stendur frammi fyr- ir því að eiginmað- urinn, forríkur hjartaskurðlæknir, hefur fengið sér yngra módel. Judith hafði helgaö líf sitt eiginmanninnum sem ekki vildi fjölga mannkyninu og stendur þvi uppi al- ein, á enga yini eða kunningja. í sjálfs- morðshugleiðingum fer hún á djassklúbb og lendir óvænt i smá ástarævintýri sem gerir það að verkum að hún sér að til er líf eftir hjónbandið og i kjölfarið breytir hún um lífsstíl. Meðal þess sem hún gerir er að stofna til kunningsskapar við lyftuvörðinn Pat (Danny DeVito) í fina fjölbýlishúsinu sem hún býr i. Pat hefur jafnhliða því að vera sjálfum sér verstur nýlega misst einkadóttur sina og á því um sárt að binda. Eins óiík og þau eru tekst með þess- um tveimur einstæöingum góður kunningsskapur sem á eftir að duga þeim báðum í erfiðri lífsbaráttu. Living Out Loud er fyrst og fremst ágæt skemmtun, hún ger- ir grín að aðalpersónunum um leið og þær eru gerðar áhuga- verðar. Sterkur undirtónn myndarinnar um litinn mátt ein- stæðingsins í samfélaginu kemur upp g yfirborðið, en veröur aldrei afgerandi. Þaö er eins og leikstjórinn hafi ekki getað ákveðið sig hvaða leið á að fara með efniö og því vantar tilfinn- anlega kraft í myndina, hún liður áfram án átaka þó tilefnin séu fyrir hendi. Leikstjóri og handritshöfundur: Richard LaGravenese. Kvikmyndataka: John Bailey. Tónlist: George Fenton. . Aðalleikarar: Holly Hunter, Danny DeVito, Queen Latifah, Martin Donovan og Elias Koteas. Hilmar Karlsson KVIKMYIjDA ^rrfffitír Laugarásbíó: Leiftur ur fortíð Brendan Fraser Blast From the Past, sem Laugarásbíó hefur hafið sýningar á, er splunkuný kvikmynd sem frumsýnd var í Bandaríkjunum fyrir fáum vik- um. I myndinni segir frá Adam sem hefur alist upp í kjamorkuskýli for- eldra sinna öll þau 35 ár sem hann hefur lifað. Ástæðan er að faðir hans, vísindamaður, hélt að kjamorkusprengja hefði sprungið þegar flugvél nauðlenti i nágrenninu. Þetta var á þeim dögum sem Kúbudeilan stóð sem hæst. Hann lokaði því sjálfan sig og eiginkonu sina í kjamorkuskýl- inu sem hann hafði búið til og þar hafði fjölskyldan lifað síðan. Adam hefur fengið gott uppeldi, hefur lært allt sem þarf að læra um vísindi, íþróttir og kommúnista, en ástæðan fyrir dvöl ijölskyldunnar í byrginu er fyrst og fremst vegna hræðslu fóðurins við kommúnista. Adam er þó eins og álfúr út úr hól þegar hann loks kemur upp á yfir- borðið i Los Angeles. Þar hittir hann fyrir nútimastúlkuna Evu, sem alist hefur upp í Los Angeles og er samnefnari fyrir þeim breytingum sem orð- ið hafa á lífi ungs fólks. Eva er samt ósköp mikill lánleysingi þegar að er gáö, hefur hvorki haldist á vinum né kærustum og er því ung stúlka með brostnar vonir. Eva fær áhuga á þessum unga manni sem ávarpar hana afltaf ungfrú og hefur aldrei séö litasjónvarp. Þessar tvær ólíku mann- eskjur virðast ekki eiga mikla möguleika í hörðum heimi markaðshyggj- unnar nema þau mætist á miðri leið og hjálpi hvort öðru. í aðalhlutverk- um eru tvær af vinsælustu kvikmyndastjörnum ungu kynslóðarinnar, Brendan Fraser og Alicia Silverstone. Brendan Fraser sló í gegn i Geor- ge of the Jungle, þar sem hann lék ekki ósvipaðan sakleysingja og í Blast From the Past, sá hafði aö vísu alist upp i frumskóginum en var jafn blásaklaus þegar í stórborginna kom. Fraser hefur verið á mikilli uppleið Christopher Walken og Sissy Spacek leika foreldra Adams. sem leikari og var ný- lega kosinn besti leik- arinn á kvikmyndahá- tíðinni i Seatfle fyrir leik sinn í Still Breat- hing og hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í Gods and Mon- sters. Næsta kvik- myndin sem sýnd verður með honum er stórmynd- in The Mum- my og þar starfa þeir aftur sam- an Fraser og Hugh Wilson, leikstjóri Blast From the Past. Alicia Silver- stone varð uppá- hald allra eftir að hún hafði leikið í Cluless, áður Brendan Fraser og Alicia Silverstone ásamt leikstjóranum Hugh Wilson. haföi hún aðallega vakið athygli fyrir leik í tónlistarmyndböndum rokksveitarinnar Areosmith og var eitt þeirra, Cryin’, valiö besta mynd- band allra tima á MTV tónlistarstöðinni. Silverstone hefur ekki alveg staðið við væntingar eftir Clueless, en er þessa dagana að leika í Love’s Labour Lost, nýjustu Shakespeare-kvikmynd Kenneth Brannagh. Hugh Wilson hafði víða komið við i kvikmynda- og sjónvarpsbransan- um þegar hann sló í gegn með The First Wives Club, hafði leikstýrt tveimur kvikmyndum, Rusfler’s Rhapsody og Guarding Tess, sem litla at- hygli höföu vakið og leikstýrt og skrifað handrit fyrir fiölda sjónvarps- þátta ,-HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.