Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Side 6
6
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
Viðskipti
i>v
Þetta helst: .. „Rólegt á Verðbréfaþingi, 354 m.kr. ,,, Hlutabréfaviðskipti 103 m.kr. ... Sæplast hækkar um
12,3% ,., Ávöxtunarkrafa húsbréfa heldur áfram að lækka ... Kíló af ýsu á 49,09 kr. .. .Kaffiverð á uppleið ...
Hagnaður J.P. Morgan eykst um 64% .,. Dollar lækkar fimmta daginn í röð gagnvart jeni ...
Gengi krónunnar of hátt
- samkvæmt hamborgarahagfræðinni
Land Bandaríkin ÍSLAND Hamborgarahagfræði _ m Verð á Big Mac 1 VerðáBigMac Vantmat(%) gjaldmiðlum Verð á Big Mac eftir kaupmáttar- Gengi gagnvart Raungengi miðað hvers lands í dollurum leiðréttingu dollar við dollar 2,43 2,43 - - 399 5.46 16420 73.03 125%
Argentína 2,5 2,50 1,03 1,00 3%
Ástralía 2,65 1,66 1,09 1,60 -32%
Brasilía 2,95 1,71 121 1,73 -30%
Bretland 1,9 3,07 0,78 0,62 26%
Chile 125 2,60 0,51 0,48 7%
Danmörít 24,75 3,00 1049 825 23%
Evnisvæði 2,52 2,71 1,04 0,93 12%
Frakkland 8,55 2,87 3,52 2,98 18%
Holland 15,45 2,66 6,36 5,81 9%
HongKong 102 1,32 420 7,73 -46%
Indónesía 14.500 1,66 5967 8735 -32%
fsrael 13,9 3,44 5,72 4,04 42%
ftalía 4500 2,50 1852 1800 3%
Japan 294 2,44 121 120 0%
Kanada 2,99 1,98 123 151 -19%
Kína 9,9 120 4,07 825 -51%
Malasía 4,52 149 1,86 3,80 -51%
Mexíkó 19,9 2,09 849 9,52 -14%
Nýja Sjáland 3,4 1,82 1,40 187 -25%
Pólland 5,5 1,38 2,26 3,99 -43%
Rússland 33,5 1,35 13,79 24,81 44%
Singapúr 32 1,85 122 173 -24%
Spánn 375 2,43 154,3 154,3 0%
Suður-flmeríka 8,6 1,38 3,54 6,23 43%
Suður-Kórea 3000 2,46 1235 1220 1%
Sviss 5,9 3,97 2,43 149 63%
Svíþjóð 24 2,88 9,88 8,33 19%
Tævan 70 241 28,81 332 -13%
Tæland 52 1,38 21,40 37,7 43%
Ungvetjaland 299 1,26 123,0 2372 48%
Þýskaland 4,95 2,72 2,04 182 12% |iTT»3
Samkvæmt útreiknum DV á Big
Mac vísitölunni er gengi íslensku
krónunnar ofmetið um 125% gagn-
vart Bandaríkjadollar og 81% of
hátt þegar tekið er tillit til virðis-
aukaskatts hér á landi. Fyrir ári
voru sambærilegar tölur 112% og
70% og ljóst að krónan hefur verið
að styrkjast gagnvart útlöndum.
Saga Big Mac vístölunnar hófst hjá
breska timaritinu The Economist
sem birtir árlega spár um gengi
gjaldmiðla þar sem verð á Big Mac
er notað til grundvallar. Þessi fram-
setning er vissulega
til gamans gerð, en
vísitölunni hefur
gengið betur að spá
um þróun gjaldmiðla
en mörgum sérfræð-
ingum. Til dæmis var
því almennt spáð að
þegar evrunni yrði
hleypt af stokkunum
nú um áramótin, þá
myndi hún styrkjast
gagnvart dollar. En
annað sagði Big Mac
vísitalan. Það gerðist
nákvæmlega það sem
hamborgarahagfræð-
ingar höfðu spáð: Evr-
an féll og mun sam-
kvæmt þessari nýju
spá halda áfram að
falla. Hugmyndin að
baki þessum útreikn-
ingum er sú kenning
sem segir að verð á
einsleitum vörum eigi
að vera það sama í öll-
um löndum þegar tek-
ið hefur verið tillit til
flutningskostnaðar.
Ef verðið er ólíkt þá
kaupir fólk vöruna í
útlöndum. Hins vegar
eru fáar vörur sem
uppfylla þessi skil-
yrði. Big Mac hins
vegar gerir það ágæt-
lega því hann á að
vera eins í öllum
löndum og enginn flutningskostnað-
ur er á milli landa, þar sem hann er
framleiddur í hverju landi fyrir sig.
Enginn endanlegur
sannleikur
Skoðum nú hvað hér stendur. í
fyrsta dálknum er verð á Big Mac í
hverju landi. Því næst er verðið um-
reiknað yfir í dollara. í þriðja dálkn-
um er sýnt hvert gengi þyrfti að
vera til að Big Mac kostaði það
sama og í Bandaríkjunum. Sam-
kvæmt þessu þyrfti hver dollari að
kosta 164 krónur til að kaupmáttar-
jafnvægi næðist á milli íslands og
Bandaríkjanna. Við sjáum enn
fremur að hvergi I heiminum er Big
Mac eins dýr og á íslandi en
ódýrastur er hann í Malasíu og
Taílandi.
En þessir útreikningar eru ekki
gallalausir. Hér er ekki gert ráð fyr-
ir þeim viðskiptahindrunum sem
raunverulega eru til staðar. Hlut-
fallslegur launakostnaður hamborg-
arasölumanna hér á landi er hærri
en t.d. í Bandaríkjunum. Nautakjöt
hér er dýrt og styrkir til nautgripa-
ræktar eru minni hér en víða ann-
ars staðar. Hveiti í hamborgara-
brauð er dýrara hér og ekki gætir
sömu stærðarhagkvæmni hér í mat-
reiðslu Big Mac vegna smæðar
markaðarins. Mismikil samkeppni
getur líka verið ástæða þess verð-
munar sem hér kemur fram. Við-
horf til Big Mac hafa líka áhrif. Til
dæmis er Big Mac lúxusvara í Rúss-
landi og Brasilíu en hér á landi er
Big Mac skyndibiti. Þrátt fyrir
þessa annmarka hefur Big Mac vís-
tölunni gengið vel að spá fyrir um
gengisþróun. En hins vegar er fátt
sem bendir til að gengi krómmnar
hækki gagnvart dollar eða öðrum
gjaldmiðlum. -BMG
Á íslandi er dýrasti Big Mac í heimi. Hátt verð hans
gefur til kynna að króna sé of hátt skráð.
Samband íslenskra auglýsingastofa:
íslenska auglýsinga-
stofan stærst
Velta auglýsingastofa í SIA
- tölur í milljónum króna
499
245 251
* *****
Mikil aukning hefur orð-
ið hjá auglýsingastofum
innan Sambands íslenskra
auglýsingastofa á undan-
fömum árum. Vaxandi
fjöldi stórra og meðalstórra
fyrirtækja hefur nýtt sér
þjónustu auglýsingastofa og
skilar það sér eðlilega í
betri afkomu stofanna.
Heildarvelta innan SÍA var
3080 milljónir, jókst mikið
frá því árið áður. Jafnframt
hefur starfsfólki fjölgar og
velta á starfsmann hefur líka aukist
nokkuð. Athygli vekur að viðskipti
við fjölmiðla eru mikil. Á síðasta
ári námu þau viðskipti tæpum 1600
milljónum. Á myndinni má sjá
hvaða stofur eru innan SÍA og hver
velta þeirra var á síðasta ári.
Þessi þróun er ánægjuleg því
vandaðar og metnaðarfullar íslensk-
ar auglýsingar eru íslensku við-
skiptalífi til sóma.
Olíuverð hækkar enn
Olíuverð heldur enn áfram að
hækkar og var komið í 15,17 doll-
ara tunnan i gær. Verðið hefur því
hækkað um rúmlega 5 dollara
tunnan frá því það var lægst í febr-
úar. Aukin spenna ríkir nú á olíu-
mörkuðum vegna átakanna á
Balkanskaga. Fréttir um að Serbar
hefðu farið yfir landamæri til Al-
baníu og að lítið hefði gengið hjá
Bandarikjamönnum og Rússum að
reyna ná samkomulagi um alþjóð-
legar friðargæslusveiðir juku enn
fremur á spennuna. Þessar hækk-
anir eru samt sem áður ekki rakt-
ar beint til stríðsátakanna heldur
skapa eingöngu spennu hvað, svo
sem síðar verður.
Sæplast hf. á Davík
Kaupir tvær
erlendar verksmiðjur
Sæplast hf. á Dalvík og
Dynoplast hafa gengið frá
viljayfirlýsingu um yfir-
töku Sæplasts hf. á tveimur
verksmiðjum Dynoplast.
Um er að ræða verksmiðjur
í Salangen í Norður-Noregi
og Saint John í Kanada,
sem báðar framleiða hverfi-
steyptar vörur. Verksmiðj-
an í Kanada er af svipaðri
stærð og Sæplast en Noregsverk-
smiðjan er minni. Að þvi er segir í
frétt frá Sæplasti er markmiðið með
kaupunum að Sæplast hf. verði leið-
andi aðili á alþjóðamarkaði I fram-
leiðslu og sölu hverfisteyptra af-
urða fyrir sjávarútveg og matvæla-
vinnslu. Báöar þessar verksmiðjur
verði þannig hluti af Sæplasti sem
verði þá með starfandi verksmiðjur
á íslandi, í Noregi, í Kanada og á
Indlandi. Þetta muni styrkja mjög
stöðu fyrirtækisins í samkeppni á
alþjóðamörkuðum vegna hagræð-
ingar í markaðs- og sölumálum,
ásamt hagræðingu í innkaupum
hráefna og í framleiðslu. Þetta
muni einnig skapa tækifæri til frek-
ari þróunar nýrra afurða með meiri
nálægð við markaði. Næstu vikur
verði unnið frekar að þessum mál-
um og stefnt að því að ljúka samn-
ingum í júní. Þetta kemur fram á
viðskiptavef Vísis.is.
Mesta álverðshækkun í langan tíma
Álverð hækkaði í fyrradag um 37
dollara, eða 3%, þegar fréttir bárust
af lægri birgðastöðu álbræðslna.
Þetta er mesta hækkun álverðs í
meira en tvö og hálft ár. Þrátt fyrir
þessa hækkun eru likur á að álverð
verði enn lágt þar sem framleiðsla
er meiri en eftirspurn. Búist er við
að framleidd verði um 22,6 milljón
tonn en eftirspurn verði aðeins 20
milljón tonn.
Gróði hjá Rsk-
markaði Suður-
nesja
Rekstur Fiskmarkaðs Suðumesja
hf. gekk ágætlega á síðasta ári og
nam hagnaður félagsins 9,6 milljón-
um króna, samanborið við 13,3
miiljónir í fyrra. Hagnaður sam-
stæðu, fyrir áhrif dóttur- og hlut-
deildarfélaga og fjármagnsgjöld,
nam 19,7 milljónum króna. Dótturfé-
lög FMS eru Fiskmarkaðurinn ehf. í
Hafnarfirði og Reiknistofa fisk-
markaða. Hlutdeildarfélögin eru
Umbúðamiðlun hf., Fiskmarkaður
Homafjarðar hf. og íslandsmarkað-
ur hf. Stjóm félagsins gerir tiilögu
um að greiddur verði 10% arður af
hlutafé.
Ekki frekari
vaxtalækkanir
Aðstoðar-
bankastjóri
Seðlabanka
Evrópu,
Christian
Noyer, sagði
í gær að
ekki væri
von á frek-
ari vaxtalækkunum í þeirri hag-
sveiflu sem Evrópa væri nú í. Marg-
ir sérfræðingar í Evrópu áhta að
vaxtalækkunin í síðustu viku muni
ekki duga til að örva hagvöxt og
fjárfestingar og telja stefnu Seðla-
banka Evrópu ranga.
Botninum náð
í Japan
Talsmenn innan OECD sögðu í
gær að botninum i japönsku efna-
hagslífi væri sennöega náð. Að
minnsta kosti væri nækvæður hag-
vöxtur úr sögunni, en ekki væri út-
ht fyrir neinn hagvöxt á þessu ári.
Japanska jenið hefur styrkst
nokkuð undanfarið, enda hafa
hlutabréf farið hækkandi upp á
síðkastið. En sérffæðingar segja
hækkun jensins ekki æskilega fyrr
en efhahagur Japans gefi tilefni til.
Tæknival með
sýningu
Tæknival hf. efnir til sýningar á
nýjum heildarlausnum fýrir versl-
anir og heildsölur í Akoges-salnum í
Reykjavík, 16. apríl næstkomandi. Á
sýningunni mun Dierk Grunzig frá
Metrologic halda fyrirlestur um nýj-
ungar og tækni skanna og
handskanna. Margar nýjungar
verða kynntar á sýningunni, m.a. i
vörumerkjakerfúm og rafrænum
hihumerkingum. Þar að auki verð-
ur kynnt ný heildarlausn fyrir
heildsölur, sem Tæknival hefúr sett
saman úr Microsoft-lausnum og
Axapta, til þess að halda utan um
viðskiptamannakerfi.
Útflutnmgshand-
bókin komin út
Útflutningshandbókin, Iceland
Export Directory, er nú komin út i
fimmta sinn. í bókina eru skráð um
500 íslensk útflutningsfyrirtæki og
um 400 vöruflokkar. Bókin er því
ómetanlegt uppflettirit um íslenska
útflytjendur um leið og hún þjónar
sem kynning á íslenskum vörum er-
lendis. Bókin er nú með nokkuð
breyttu sniði frá því sem verið hef-
ur og búið er að einfalda aha notk-
un og uppflettingu í henni.
Það er Útflutningsráð sem gefur
út bókina í samvinnu við Miðlun
ehf., sem sér jafnffamt um dreifingu
á henni.