Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 4
réttir LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 Tveir Islendingar ákærðir í Bremen - þriðji íslendingurinn bíður dóms annars staðar og einn afplánar 7 ára dóm I Saksóknari í Bremen í Þýska- landi hefur gefið út ákæru á hendur tveimur íslendingum, 25 og 27 ára, af höfuðborgarsvæðinu þar sem þeim er gefin að sök aðild að am- fetamínmáli sem upp kom m.a. í Bremerhaven í desember. Mennirn- ir hafa verið í haldi lögreglu í Lúx- emborg og Þýskalandi frá því fyrir jól. Samkvæmt upplýsingum DV vonast verjendur mannanna til þess að íslendingarnir verði jafnvel látn- ir lausir þegar dómari í Bremen tek- ur mál þeirra fyrir. íslendingamir voru grunaðir um aðild að því að eiga 4-5 kíló af am- fetamíni sem lögreglan fann á felu- stað í Bremerhaven en lögreglan er ekki talin hafa fært sönnur á að mennirnir hafi átt efnin. Þeir voru taldir tengjast máli rúmlega tvítugr- ar konu sem nýlega var látin laus úr haldi í Hamborg eftir að hafa verið tekin með rúmt kíló af am- fetamíni og rúm 100 grömm af kóka- íni í flugstöðinni í Hamborg á leið til islands rétt fyrir jólin. Með 2 kíló af kókaíni Þriðji íslendingurinn, þrítugur karlmaður, sem er alls ótengdur framangreindu fólki, bíður dóms annars staðar í Þýskalandi. Hann var handtekinn í lest í borginni Kleve í desember við landamæri Frábær sérútbúin fellihýsi fyrir íslenskar aðstæður. Gott rými, yfir- burða tjalddúkur og sterkt þak og gólf eru atriði sem þú vilt vita af í góðu horfi þegar ferðast er um ísland. Þægindi og öryggi eru staðalbúnaður Starcraft Arcticline. Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og fortjald, auk frábærrar endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaldvagni. Ef allir vagnar eru skoðaðir sést að betri kostur er varla á boðstólum. QÍSU JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644. Umboðsmenn á Suðurnesjum, Toyota-salurinn í Njarðvfk, sími 421 4888. Hollands eftir að 2 kiló af kókaíni fúndust i fórum hans. Hann sat í gæsluvarðhaldi fyrstu mánuðina, þangað til hann var „borgaður út“ gegn tryggingu. Ekki liggur fyrir hvenær dóms er að vænta í máli hans. Einn afplánar 7 ár Fjórði íslendingurinn í sakamáli í Þýskalandi, aðeins 23ja ára, afplán- ar nú 7 ára fangelsisdóm fyrir flkni- efnamál. Hann var tekinn á síðasta ári með 10 kíló af amfetamíni og 1000 e-töflur á leið sinni í lest frá Ut- recht í Hollandi til Duisburg í Þýskalandi. Þegar lestin kom inn í Þýskaland var íslendingurinn hand- tekinn með efnin og var mál hans, tekið fyrir í borginni Kleve. Þessi7 maður er 23 ára og var búsettur y Lundi í Svíþjóð. Hann hefur íslensk- an ríkisborgararétt. Ekki þótti upp- lýst í málinu hvert flkniefnin áttu að fara. -Ótt Börnin voru á æfingu í gær þegar DV kom við. Var mikill spenningur hjá krökkunum en mjög vel hefur gengið að æfa. Tröllabörn til Frakklands Níu íslensk böm era á leið til Frakklands á leiklistarhátíð. Leik- hópurinn, sem heitir Tröflaböm, samanstendur af krökkum á aldrin- um 10-13 ára. Þessir krakkar hafa tekið þátt í leiklistamámskeiðum í Kramhúsinu í lengri eða skemmri tíma. Þann 8.-11. júní ætlar hópurinn að fara til Frakklands og taka þátt í alþjóðlegri leiklistarhátið bama. Böm frá u.þ.b. 15 löndum taka þátt í hátíðinni og hlakka aðstandendur Tröllabama mikið til þess að sjá hvemig íslensk böm standa í leiklist- inni samanborið við erlend böm. Á leiklistarhátíðinni stígur íslenski hópurinn fyrst á svið en hinar þjóð- imar fylgja í kjölfarið. Á hverjum degi sækja bömin námskeið í leiklist og gefst þannig tækifæri til þess að kynnast mismunandi stefnum í leik- húsi og hvert öðra. Níu böm fara utan og hafa þau verið við stífar æf-\ ingar undanfarið. Kraftar, en það heitir leikritið, flallar um náttúruöfl, kraftana í náttúrunni og í okkur sjálfum. Unnið er úr textum fortíðar- innai', leitað í þulumar og jafnvel í Völuspá í Eddukvæðum þar sem seg- ir frá sköpun heimsins. Sýningin tengir þannig bömin við sögu lands og þjóðar. Leikritið byggist upp á hreyf- ingu og líkamlegri tjáningu í bland við texta. Leikritið er um 40 mínútur og samkvæmt reglum hátíðarinnar má enginn stíga á svið sem er eldri en 13 ára. Kraftar verða einnig sýndir á menningamótt í ágúst. Tívolí á leiðinni: 20 metra rússíbani við Reykjavíkurhöfn „Loksins tókst mér að útvega rússíbana með tívolíinu. Þetta hef- ur afltaf vantað og nú tókst okkur að leigja einn feikiflnan í Skotlandi. Ég byrja að setja hann upp 3. júlí og svo verður allt opnað á miðbakkanum við Reykjavíkur- höfn 8. júlí með pomp og pragt,“ sagði Jörundur Guðmundsson, tívolí- og sirkushaldari, en þetta er í áttunda sinn sem hann flytúr tívolí til landsins yfir sumartím- ann. „Rússíbaninn er um 20 metra hár og 60 metra langur og á eflaust eftir að gleðja marga. Meðal ann- arra nýjunga er froskahringekja sem er splunkunýtt tæki, hannað í Barcelóna, og það eina sinnar teg- undar sem tekið hefur verið í notk- un. Þá verð ég með nýtt hrekkja- hús, sem er nútímaútgáfa af gamla, góða draugahúsinu, og svo ýmis- legt nýtt fyrir minnsta fólkiö," sagði Jörundur sem vonast til að það rigni ekki allt of mikið i sum- ar á meðan tívolíið verður á mið- \ bakkanum. í haust stefnir Jörúmjúr að því að fara með tívolíinu í Karíbahafið og ferðast með það á milli eyja. Það verður 6 mánaða ferðalag sem hgfst i október. Tívolíið á miðbakkanum í Reykjavík verður opið fram í ágúst. -EIR Óbrennandi Háðuleg útreið hinna fomu meist- ara Skagamanna í Landsímadeild- inni hefur vakið mikla athygli. Landslýð er ljóst að neistinn er horf- inn úr liðinu og það vermir botn Landsímadeildarinnar á meðan fyrrum höfuðand- stæðingar, KR-ingar, hreykja sér á toppn- um sem hanar á haugi. Logi Ólafs- son þjálfari situr uppi með vandann og að sögn heim- ildarmanna er mikill kurr með störf hans á Skag- anum. Vandinn er bara sá að hann er með óuppsegjanlegan samning við félagið sem að auki er að jafna sig eftir að hafa haft þtjá þjálfara á launum sl. sumar. Bæði Guðjón Ólafsson landsliðsþjálfari og Ivan Golac hættu með látum og fengu góða starfslokasamninga. Vandinn er nú að þrátt fyrir að eldar logi um Loga með tilheyrandi hita þá er hann óbrennandi... Sálmar í Leifsstöð Það vakti athygli þegar flörugur sönguf Drottni til dýrðar heyrðist hljóma frá Saga Lounge Flugleiða í Leifsstöð á dögunum. Þegar að var gáð reyndist þama á ferð- inni um 50 manna KFUM-hópur. Ekki ber öllum saman um erindi hópsins. Sett- ur forstjóri stöðvar- innar, Ómar Kiistjánsson, sem sjálfur er trúmaður ágætur, segir hópinn hafa verið í skoðunarferð. Aðrir sem urðu vitni að atburðinum segja að hann hafi verið á eins konar samkomu í Saga- rýminu, sem raunar er á transit- svæði. Hafi þetta verið allt að tveggja tíma töm. Hvað sem því líður var sungið og trallað á trúarlegum nót- um í Leifsstöð þann 8. apríl sl... Huggunarorð Guðna Á Suðurlandi gengur sú saga að skömmu eftir að Guðni Ágústsson varð landbúnaðar- ráðherra hafi hann hitt félaga sinn, ísólf Gylfa Pálma- son, á Selfossi. Isólfur Gylfi óskaði honum til hamingju en lét þau orð falla, hnugginn í bragði, að líklega þyrfti hann sjálfur að bíða til eilífðar með að hljóta slíka upphefð. „Grát þú j eigi, bróðir,“ er mælt að Guðni hafl þá svarað. „Við lifum nú eftir því lögmáli, framsóknarmenn, að ráð- herrum vorum flölgar i réttu hlut- falli við minnkandi fylgi og ef Drott- inn er með oss töpum við meiru I næst og fáum þá fleiri ráðherra. Þá verður þú sjálfkrafa ráðherra af því það verður enginn annar eftir!“... Ekkert slor í slagsmálum stjómarliða um for- sæti í þingnefndum þykja embættin misfeit. Þannig þykir flárlaga- nefnd feitasti bit- j inn en fast á eftir fylgir samgöngunefnd Alþini*' iissem ÁmiJohnsen bernúvíurn- ar í gegn Einari K. Guðfinnssyni j sem gegnt hefur formennskunni. Nú er því velt upp að Ámi fai sam- göngunefndina en Einar K. færi sig í í sjávarútvegsnefnd sem þykir ekk- ert slor. Það er þó talið óliklegt að j Einar verði formaður vegna „óheppilegra" skoðana hans á sjáv- arútvegsmálum. Kristján Pálsson, alþingismaður Reyknesinga, er sagður sækjast mjög stíft eftir for- mennsku og hann hefur það með sér að vera hliðhollur kvótanum... Umsjón ReynirTraustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.