Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 31
wiiBr tthiíi LAUGARDAGUR 5. JUNI 1999 31 9ðtal þess að aðstoðarlandlæknir, Matthías Halldórsson, sendi á hann kæru. „Þann 10. mars síðastliðinn fékk ég bréf frá lögreglustjóranum í Reykja- vík vegna þess að kæra hafði borist honum, mér á hendur, fyrir ætlað brot á læknalögum. Það var út af aug- lýsingunni sem ég setti í Morgunblað- ið. Ég fór í viðtal hjá lögreglustjóra. Eftir að hann hafði talað við mig vís- aði hann málinu frá - sá ekki efni til frekari aðgerða af hálfu embættisins. Matthías Halldórsson var ekki sátt- ur við það og sendi kæru til Saksókn- araembættisins. Ég var kærður fyrir að segja í auglýsingunni: „Ríkharður Jósafatsson, sérgrein austurlensk læknisfræði." Ég vissi ekkert hvað ég átti að kalla mig á íslensku og landlæknir hafði sagt í sínum reglum að nála- strmgumeðferð hefði á undanfórnum árum „öðlast nokkra viðurkenningu sem gild læknisfræði". Ég hélt að það væri búið að viðurkenna þetta og þar sem ég hafði starfað sem fullgildur meðferðaraðili í Bandaríkjunum frá því 1991 datt mér ekki í hug að eitt- hvað væri athugavert við auglýsing- una. Það er mjög einkennileg tilfmning að vera það sem kallað er „primary care physician" í því stóra landi árum saman og koma svo hingað og fá ekki að starfa, vera bara kærður." Er það endanleg niðurstaða að þú fáir ekki að starfa hér? „Ég er ekki búinn að fá skriflegt svarbréf frá landlæknisembættinu en Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir tjáði mér munnlega þann 21. aprU síðastliðinn að ég myndi ekki fá leyfi." Kærði landlæknisembættið til samkeppnisráðs „Þann 26. aprU tók ég ákvörðun um að senda samkeppnisráði kæru þess efnis að landlæknisembættið væri að hindra mig i að setja upp starfsemi í minni eigin grein, þar sem ég er út- lærður, með mastersgráðu og er dokt- or í „austurlenskum lækningum", eins og stendur í bréfi frá VUborgu Ingólfsdóttur yfirhjúkrunarfræðingi frá 4. ágúst 1998. Kæra mín byggist á því að á meðan mér er meinað að starfa hér verð ég að horfa upp á landlækni veita leyfi tU lækna sem hafa farið á nokkur helgarnámskeið í nálastungum." Hefurðu fengið skýringu á neitun- inni? „Nei. Mér var bara sagt að þetta væri samkvæmt reglum landlæknis- embættisins. Það er fuht af einstak- lingum að stinga fólk: nuddarar, sjúkraþjálfarar, læknar, bara eftir einhver helgarnámskeið - en á meðan þetta fólk sækir ekki um leyfi virðist vera aht í lagi fyrir það að starfa. Ég vUdi hins vegar fara rétt að öllu og fá starfsleyfi eins og í Bandaríkj- unum. Ég er búinn að vera að reyna að fá þetta leyfi í eitt og hálft ár en fæ bara á mig kærur. Ég vildi að þeir væru eins fljótir að svara umsóknum og að senda kærur. Annað er að aðstoðarlandlæknir sagði að embættinu bæri skylda til að svara mér innan þriggja mánaða. Ég spurði hvort ég þyrfti að kæra þá tU þess að fá svör frá þeim. Þá benti hann mér enn einu sinni á Vilborgu. Hún var búin að neita að tala við mig um málið svo ég sá mér ekki annað fært en að kæra embættið tU sam- keppnisráðs.“ Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir þvi að þú færð ekki starfsleyfi? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er að reyna að ergja ekki þetta fólk, fara eftir settum reglum og bíða. Svo bíð ég og bíð en fæ aldrei nein svör.“ ar aðstöðu sína „Mér hefur helst dottið í hug að bjóða læknum, sjúkraþjáifurum og - nuddurum upp á námskeið í nála- stungum svo þessar viðurkenndu stétt- ir geti fengið leyfi frá landlæknisemb- ættinu til að stunda nálastungumeð- ferð. Þar sem ég er „doctor of oriental medicine" og er búinn að uppfyUa kröfur „National Association of Teachers of Acupunture and Oriental Medicine," þ.e. Samtaka kennara í nálastungumeðferð og austrænum lækningum í Bandarikjunum, hef ég ekki aðra starfsmöguleika en að kenna heUbrigðisstéttunum hér nálastungu- meðferð á helgamámskeiðum. Ég hef verið að kenna þessi fræði í nokkur ár í Bandaríkjunum. Ég hef verið að mennta mig í níu ár þvi þetta er fag sem enginn lærir í eitt skipti fyrir öU. Þótt prófum sé lokið er haldið áfram að læra svo lengi sem maður starfar. Ég var á námslánum í fjögur ár og skulda fjórar miUjónir í námslán. Lánasjóður íslenskra námsmanna við- urkennir þetta sem lánshæft nám en siðan fæ ég ekki að starfa hér tU að geta greitt lánin. Mér fmnst þetta mót- sagnakennt. Hvað reglur landlæknis um nála- stungumeðferð varðar þá eru þær hvorki reglugerð né lög frá Alþingi. Mér frnnst landlæknisembættið vera að misnota aðstöðu sína í þjóðfélaginu vegna sérhagsmuna. Með þessum reglum er landlæknir að útUoka samkeppni við vestrænar lækningaaðferðir. Með því skapast hætta á að fræðikenningar austrænna lækningaaðferða verði eyðUagðar." Hvemig þá? „Með því að vera með lítið menntað fólk að vasast í nálastungum kemur embættið í veg fyrir að raunverulegur árangur náist. Nálastungur hafa aldrei tUheyrt vestrænni læknisfræði og eiga ekkert heima þar. Með reglugerðinni finnst mér landlæknir vera að segja að nálastungur séu gUdar, hins vegar geti bara vestræna læknisfræðin fengið að stunda þær. Það er hættuleg þróun." Hvert verður þitt næsta skref? „Ég ætla að fá mér lögfræðing." Syndir feðranna? Rikharður er sonur Jósafats Am- grímssonar sem stundaði verslun í Kefiavík fyrr á árum og varð síðar Jo Grimsson, eftir að hann fluttist brott frá íslandi. Þegar Rikharður er spurð- ur hvort hann haldi að hann sé að gjalda fóður sins svarar hann: „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég veit að valdastéttimar hér em mjög sterkar og geta miðstýrt þessu þjóðfélagi þegar þeim hentar. Það er líka tU máltæki hér sem segir: „Oft mega böm bera brigsl foreldra sinna.“Ég hef heyrt að þetta sé ekki bara máltæki heldur nán- ast regla. Ef ég er að bera brigsl foður míns þá vUdi ég gjaman ræða við þá einstaklinga sem eiga um sárt að binda og vUja refsa mér fyrir hans gjörðir. Ég myndi líka vUja skora á það fólk sem hefur fengið leyfi landlæknis tU að stunda nálastungumeðferð í sam- keppni í kunnáttu i þessum fræðrnn. Ég var einn þeirra sem stofnuðu Acupunctmfélag Islands á dögunum og er þar formaður, ásamt Ambjörgu Lindu Jóhannsdóttur sem hefur diplóma í nálastungum og rekur skóla Hér á landi virðist ekki ríkja jafnrétti til að starfa við það sem fólk hefur menntað sig til. Ríkharður er okkar helsti sérfræðingur í nálastungum en hlýtur ekki náð fyrir augum heilbrigðisyfirvalda. þar sem hún býður upp á ársnám í nálastungum. Við sendum heilbrigðis- ráðherra bréf og lýstum yfir áhyggjum vegna reglna landlæknis. Við gerðum athugasemd við að ekki hefði verið leitað álits fagmanna í austrænum læknisfræðum og nálastungum. Það virðist aðeins hafa verið leitað álits hjá þeim sem em menntaðir í vest- rænum lækningum og reglumar draga dám af þvi. Við sendum þetta bréf til heilbrigðisráðherra 19. apríl síðastliðinn en höfum ekki fengið neitt svar. Ég hef líka reynt að fá viðtal við heilbrigðisráðherra varðandi mín mál. Það hefur ekki heldur gengið. Þú segir að nálastungur hafi aldrei verið hluti af vestrænni læknisfræði. Hvað ert þú að biðja um? „Austræn og vestræn læknisfræði em gerólík fóg. Mér finnst óeðlilegt að mín menntun sé skoðuð í samanburði við menntun vestrænna lækna. Ég er ekkert að miða mig við þá eða biðja um að vera titlaður læknir. Þar sem ég starfa í Bandaríkjunum era austrænar og vestrænar lækningar lagðar að jöfhu og fólk ræður hvora leiðina það velur. Mér dettur helst í hug að landlækn- isembættið ætti að bjóða læknum upp á helgamámskeið i húsbyggingum. Síðan gæti embættið veitt læknum leyfi til að starfa við þær. Svona er langur vegur mili austrænna og vest- rænna lækninga." -sús rÉLAG OARDPLÖNTU- FRAMLEIÐENDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.