Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 30
30
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 DV
/ 7r" ...' .. '■ ' ■.. * ' ' '.y
%ðtal_________________________________________
Ríkharður Jósafatsson, doktor í
austrœnum lœkningaaðferðum, hefur
síðastliðið eitt og hálft ár barist fyrir
leyfi til að starfa á Islandi. Landlœkn-
isembœttið neitar honum um leyfi til
aó rétta þeim hjálparhönd sem á hon-
um þurfa aö halda. En embœttió hefur
ekki látió þar vió sitja heldur hefur að-
stoöarlandlœknir kœrt Ríkharó, fyrst
fyrir lögreglustjóra, sem ekki sá
ástœöu til að aðhafast neitt í málinu,
síóan til saksóknara. Ríkharöur er
ekki kœrður fyrir aó starfa í óleyfi
heldur fyrir auglýsingu sem hann
birti í góóri trú.
Ég sótti fyrst um leyfi til að stunda
nálastungur hér í febrúar 1998. Það
voru engar reglugerðir eða lög til um
þessa starfsgrein svo mér var vísað
frá og sagt að sækja um sjúkranudd-
araleyfi. Ég gerði það í þeirri von að
ég myndi fá að starfa hér undir
sjúkranuddararéttindum við nála-
stungumeðferð,“ segir Ríkharður sem
hefur starfað í Santa Fe í Bandaríkj-
unum í nokkur ár, eða frá því hann
lauk námi sem var viðurkennt af
Lánasjóði íslenskra námsmanna og
þótti styrkhæft hjá Fullbright-stofn-
uninni.
„Þegar ég kom svo hingað til lands
um vorið, ásamt konu minni, fór ég í
landlæknisembættið með fyrirspurn
um hvar gögnin min væru vegna þess
að ég hafði ekki fengið nein svör frá
embættinu. Mér var bent fram og til
baka í hinar og þessar stofnanir,
„hinn væri með þetta, þessi væri með
þetta,“ eins og sagt var. Ég endaði aft-
ur hjá landlæknisembættinu eftir
þetta hringl og neitaði að fara þaðan
út fyrr en þeir hefðu fundið gögnin.
Þá var hlaupið td og þrjár manneskj-
ur fóru að leita og fundu gögnin á
endanum inni í geymslu. Stúlkan sem
fann þau kom fram með þau og sagði:
„Ó, þetta er frá því í febrúar." Starfs-
maðurinn sem átti að taka málið til
meðferðar, Vilborg Ingólfsdóttir yfir-
hjúkrunarfræðingur, var í fríi.
Svo leið og beið fram í ágúst. Þá
fékk ég bréf þar sem umsókn minni
um sjúkranuddararéttindi var hafnað
þar sem landlæknisembættið taldi
nám mitt við Boulder School of
Massage Therapy ekki fullnægjandi.
Ég var beðinn um námskrá fyrir nám
mitt í „austurlenskum lækningum"
sem ég stundaði við Intemational
Institute of Chinese Medicine í Santa
Fe frá 1990-1993. Mér var heitið svari
fyrir 15. september. Enn leið og beið -
langt fram yfir þá dagsetningu - og
þar kom að mig brast þolinmæði til
að bíða lengur. Ég byrjaði að hringja
í embættið aftur og aftur en fékk þau
svör að því miður væri ekki búið að
taka málið fyrir, því hefði verið
frestað, fólk hefði verið í sumarfríum
o.s.frv.
Landlæknir skrifar reglur
Þegar Ríkharður sótti um starfsleyfi
í febrúar vom engar reglur eða lög til
um nálastungumeðferð en á meðan
hann beið eftir svari samdi landlækn-
ir reglur þar að lútandi sem hann
sendi heilbrigðisráðherra 18. júní 1998.
í greinargerð með reglunum segir:
„Nálastungumeðferð hefur á undan-
fomum árum öðlast nokkra viður-
kenningu sem gild læknisfræði en ljóst
er að örvun með nálastungumeðferð
getur breytt verkjaskynjun og linað
sársauka..."
„Þegar ég frétti af þessum nýju regl-
um landlæknis var kominn vetur,“ seg-
ir Ríkharður. „Ég sótti aftur um nála-
shmguréttindi vegna þess að ég hafði
fengið þau gögn endursend þegar ég
sótti um leyfi til að starfa sem sjúkra-
nuddari, með leyfi til nálastungumeð-
ferðar. Jafnframt sendi ég inn auglýs-
ingu í Morgunblaðið um að ég væri að
koma til landsins og mín sérgrein væri
austurlensk læknisfræði, eins og öll mín
gögn hljóða upp á.
Enn var ég ekki kominn með neitt
svar frá landlæknisembættinu þótt
komið væri fram í janúar ‘99 og næst-
um ár frá því ég lagði inn fyrstu um-
sókn. Síðan kom ég til landsins í lok
janúar og byrjaði á því að fara í land-
læknisembættið til að athuga hvað
Rfkharður Jósafatsson lauk náml í
austrænum lækningum
árið 1993 og hefur starfað í
Bandaríkjunum síðan.
væri að gerast í mínum málum. Þeg-
ar ég bað um að fá að tala við yfir-
hjúkrunarfræðing embættisins, sem
mér hafði verið sagt að sæi um um-
sókn mína, strunsaði hún fram og
sagðist ekki hafa tíma til að tala við
mig, ég gæti leitað svara hjá lögfræð-
ingnum á 4. hæð, Sólveigu Guð-
mundsdóttur.
Hún var í fríi svo ég gat ekki feng-
ið að tala við hana. Ég fékk ekki held-
ur að skilja eftir skilaboð.
í framhaldi af þessu fór ég að tala
við landlækni, þann nýja. Hann sagð-
ist skyldu skoða málið, athuga hvaða
starfsheiti ég gæti fengið og lofaði að
vera sanngjarn."
Vandræðagangur með starfs-
heiti
Hvað áttu við með starfsheiti?
„Jú, í reglum landlæknis segir að
einungis viðurkenndar heilbrigðis-
stéttir hafi heimild tU að stunda nála-
stungumeðferð. Þess vegna var mér
bent á að sækja um leyfi sem sjúkra-
nuddari. Einnig hafa læknar sem lok-
ið hafa viðurkenndu námi i nála-
stungumeðferð heimUd til að stunda
hana og í þriðja lagi segir í reglum
landlæknis um nálastungumeðferð:
Landlæknir metur hvaða aðrar heU-
brigðisstéttir hafa leyfi til að stunda
nálastungumeðferð, enda hafi við-
komandi lokið viðurkenndu námi í
nálastungumeöferð.
Þar sem ég er með níu ára nám að
baki reiknaði ég með því að umsókn
mín yrði að minnsta kosti skoðuð og
eftir þennan fund minn með land-
lækni, hinum nýja, var ég býsna von-
góður. Það komu ýmis starfsheiti til
greina, eins og nálastungulæknir,
grasalæknir, acupunktúristi og sér-
fræðingur í nálastungum. Hins vegar
snúast austurlenskar lækningaað-
ferðir um svo margt annað en nála-
stungur.“
Þrátt fyrir kurteisar móttökur
landlæknis þurfti Ríkharður að ná
sambandi við lögfræðing embættisins
vegna umsóknar um leyfi tii að starfa
sem sjúkranuddari. „Ég var næstu
mánuði að reyna að ná í þennan lög-
fræðing á milli þess sem ég ferðaðist
á milli íslands og Bandaríkjanna og
reyndi að koma mér upp aðstöðu.
Ég náði loksins í Sólveigu í apríl
síðastliðnum. Hún hafði aldrei heyrt
um málið en lofaði að athuga það og
hringja svo í mig. Hún er enn ekki
farin að hringja.“
Kærður af aðstoðarlandlækni
Þótt lögfræðingur landlæknisemb-
ættisins .hefði aldrei heyrt á mál Rík-
harðs minnst í apríl hafði hann þó
vakið næga athygli þar innanborðs til
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir:
Viðurkennum aðeins vestrænar lækningar
Þegar DV hafði samband við að-
stoðarlandlækni, Matthías Hall-
dórsson, vegna athugasemda Rík-
harðs um vinnubrögð embættisins
svaraði hann því til að Ríkharður
væri ekki doktor í neinu sem land-
læknisembættið viðurkenndi.
Varðandi menntun Ríkharðs sagði
Halldór að hún hefði enga þýðingu
fyrir embættið. „Við erum með lög
i landinu og þú getur bara skoðað
þau til að sjá hvaða heilbrigðis-
stéttir hafa leyfi til að starfa hér.
Við viðurkennum aðeins vestræn-
ar lækningar og hér fá aðeins vest-
rænir læknar að starfa.“
Nú er Ríkharður ekki að
krefiast þess að fá starfs-
heitið læknir.
„Nei, nei, en hann er að
sækja um að vinna við
austrænar lækningar sem
eru bannaðar hér.“
En hann fær ekki einu
sinni leyfi til að starfa við
nálastungur:
„Nei.“
Hvers vegna geta íslend-
ingar ekki fengið að njóta krafta
hans?
„Spyrðu Alþingi að því. Menn
þurfa að uppfylla viss skilyrði til
Matthías
Halldórsson.
að fá að stunda nála-
stungumeðferð hér.“
Samt er fúllt af fólki að
stunda nálastungumeð-
ferð, án þess aö tilheyra
löglegum heilbrigðisstétt-
um.
„Það veit ég ekkert um,
við getum ekkert verið að
hnýsast í alla kima hjá
fólki.“
Má hann Ríkharður þá
ef hann sækir ekkert um
starfa
leyfi?
„Hann á ekkert að vera að aug-
lýsa sig.“
Þú færð aldrei leyfi
til að starfa hár