Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 22
22
%tkamá!
LAUGARDAGUR 5. JUNI 1999
Kóngulóarmorðin
Michael og Jackie héldust í
hendur þar sem þau gengu á nær
mannlausum götunum í nætur-
myrkrinu. Þau ræddu kvikmynd-
ina sem þau höfðu séð á síðustu
sýningu kvöldsins. Hvorugt þeirra
tók eftir því að þeim var veitt eftir-
för. Þeir sem það gerðu vöktu ekki
eftirtekt þeirra og komust svo
nærri þeim að ekki voru nema
nokkur skref á milli.
Ungi maðurinn og unga konan
náðu ekki að snúa sér við áður en
skotin riðu af og augnabliki síðar
lágu þau bæði lífvana á götunni.
Hver var ástæðan?
Þegar lögreglan kom að horni
Hall-strætis og Campbell-breiðgötu
í Fayetteville í N-Karólínu héldust
hin látnu enn í hendur. Þau höföu
dáið svo snögglega og skotunum
sem bundu enda á líf þeirra hafði
verið hleypt af með svo stuttu
millibili að hvorugt hafði sleppt
hendi hins. Bæði höfðu þau verið
skotin í hnakkann og á gangstétt-
inni voru tveir litlir blóðpollar.
Veski Michaels lá ósnert í vasa
hans svo ekki gat verið um rán-
morð að ræða. Ástæðan til
drápanna hlaut því að vera önnur.
Michael James var þrjátíu og
sex ára og Jackie Burden tuttugu
og sjö ára. Þau voru myrt skömmu
fyrir miðnætti 2. desember 1995.
Richard Bryant lögreglufulltrúi,
sem fékk málið til rannsóknar, gat
enga ástæðu fundið. En Michael og
Jackie voru svertingjar, eins og
átta af hverjum tíu íbúum
Fayetteville. Þau höfðu bæði séð
fyrir sér sjálf, áttu enga óvini svo
vitað væri og voru engum skuldug.
í fljótu bragði var því vandséð
hvers vegna nokkur hefði viljað
ráða þau af dögum.
Ofbeldi meðal
hermanna
Aðeins eitt vitni gaf sig fram.
Það var maður sem bjó við götuna
þar sem morðin höfðu verið fram-
in. Hann kvaðst hafa heyrt tvo
skothvelli, litið út um gluggann og
séð tvo menn á hlaupum. Hann
taldi að þeir væru hvítir en var þó
ekki viss.
Bæði fómarlömbin höfðu verið
skotin í hnakkann. Kraftmikil
skammbyssa hafði verið notuð.
Skotið hafði verið af svo stuttu
færi að hár hinna látnu hafði sv-
iðnað. Aðferðin minnti á aftöku.
Richard Bryant vissi hvar hann
myndi hefja rannsóknina. Á krám
sem fallhlífarhermennirnir í
Bragg-virki
sóttu. Áram
saman hafði
meirihluti allra
glæpa í
Fayetteville verið framinn af her-
mönnum. íbúar bæjarins eru að-
eins um áttatíu þúsund en í Bragg-
virki voru fjöratiu og þrjú þúsund
hermenn, svo mikið bar á þeim í
bæjarlífmu, ekki síst vegna þess að
þeim hermönnum hafði farið fjölg-
andi sem fylltu hóp ofbeldismanna.
Minntist þriggja
hermanna
Á fyrstu kránum sem Bryant
heimsótti var engar upplýsingar
að fá. En þegar hann kom í krána
„Cue and Ale“ við Bragg-breiðgötu
sagðist barþjónninn minnast
þriggja hvítra hermanna
sem hefðu verið óvenju-
árásargjarnir morðkvöld-
ið. Þeir hefðu leikið bilj-
arð og drukkið bjór uns
þeir hefðu komið sér sam-
an um „að gera eitthvað
skemmtilegt". Barþjónn-
inn þekkti mennina ekki,
gat aðeins sagt að eftir-
nafn eins þeirra væri
Meadows.
Randy Lee Meadows hét
tuttugu og eins árs gamall
fallhlífarhermaður í 82.
sveit. Hann bjó í bragga-
hverfi skammt utan við
sjálfa herstöðina. Mea-
dows varð náhvítur er
Bryant og félaga hans bar
að garði og þeir voru ekki
komnir með hann niður á
lögreglustöð þegar hann
hafði játað að vita hverjir
það væru sem hefðu myrt
þau Michael og Jackie.
Frásögn Meadows
Ungi hermaðurinn
skýrði svo frá að morð-
kvöldið hefði hann verið
með tveimur öðrum fall-
hlífarhermönnum, James
Norman Burmeister, sem var
tvítugur, og Malcolm Wright, sem
var einu ári eldri. Allh voru þeir
krúnurakaðir og gengu í frístund-
um í leðurjökkum. Þremenning-
amir aðhylltust nýnasisma en
einkum þó þeir Burmeister og
Wright. Vinsælt umræðuefni
þehra var „hin endanlega barátta
gaf Burmeister Meadows
merki um að nema staðar.
Hann hafði þá komið auga á
tvo svertingja, mann og
konu, þau Michael og
Jackie.
„Sjáið negrana tvo,“ sagði
Burmeister, að sögn Mea-
dows. „Við kálum þeim.“ Að
svo mæltu stukku þeir
Burmeister og Wright út úr
bílnum og hófu eftirförina.
Meadows segist hins vegar
hafa farið heim að sofa. Hin-
ir tveir læddust aftan að
fórnarlömbunum og skutu
þau til bana. Á eftir hlupu
þeir burt. Báðir höfðu
þannig unnið til kóngulóar-
merkisins efthsótta.
Bryant lögreglufulltrúi
var viss um að Meadows
segði satt en gerði sér grein
fyrir því að framburður
hans myndi ekki nægja til
að fá tvímenningana sak-
fellda. Þvi yrði að afla sann-
ana sem teknar yrðu til
greina fyrir rétti.
þeirra Burmeisters og Wright i
Bragg-virki kom æ betur í ljós hve
kynþáttafordómar voru miklir
meðal hermannanna. Margir yfir-
menn virtust sem minnst vilja vita
um árásir hvítra hermanna á
svarta hermenn og þegar „návígi"
var æft voru svertingjar oftast
látnir leika þá sem féllu. Rann-
sóknarlögreglumennirnir komust
á þá skoðun að ýmsir hermann-
anna væru gegnsýrðir af kynþátta-
hatri.
Fimm vikum eftir morðin gerð-
ist atburður í Bragg-virki sem átti
eftir að valda hneykslun. Svartur
liðþjálfi gekk berserksgang og
skaut á þrettán hundruð manna
hóp hermanna, felldi einn majór
og særði átján aðra lífshættulega.
Sálfræðingar sem fengu svarta lið-
þjálfann til rannsóknar sögðu að
hann hefði bugast og síðan gengið
af göflunum vegna hinna miklu
kynþáttafordóma í herstöðinni.
Fleira dreqið fram í
dagsljósi
f
Þessi mynd var framan á stutt-
ermabol sem fannst í húsvagni
Burmeisters.
gegn svertingjum og gyðingum.“
Helsta ósk þeirra var að vinna til
æðstu viðurkenningar „hinna
krúnurökúðu“, það er að fá kóngu-
lóarmerki flúrað á brjóstið. Það
fengu menn þó aðeins fyrir að
myrða einhvern úr hinum ofan-
nefndu hópum. s
Samkvæmt framburði Meadows
hafði Burmeister sagt á kránni
„Cue and Ale“ þetta kvöld, rétt
áður en þremenningarnir fóru það-
an: „Vinnum til húðflúrsins í
kvöld. Förum út á götu og kálum
tveimur svertingjum." Burmeister
hafði síðan sýnt félögum sínum að
hann hafði á sér Ruger-skamm-
byssu sem hann hafði fengið í
hernum. Malcolm Wright leist
strax vel á hugmyndina en Mea-
dows sagðist hafa viljað forðast að
taka beinan þátt í að myrða
nokkurn. Hann hefði þó fallist
á að aka félögum sínum með-
an þeir leituðu sér fómar-
lamba. Að svo búnu hefði hann
ætlað sér að halda í sinn skála.
„Sjáið negrana tvo"
Þremenningarnir óku um mið-
borgina um hríð en fáir vom á
ferli. Þeir ákváðu hins vegar að
gefast ekki upp og bíða þess að þeir
sæju einhverja sem hentuðu. Er
þeir óku um Campbell-breiogötu
Handtakan
Bryant fékk heimild til að
leita í húsvagni sem Burmeister
bjó í fyrir utan herstöðina og leitin
þar bar árangur. í kassa undir
rúminu lá Ruger-skammbyssan og
rannsókn á tæknideild lögreglunn-
ar sýndi að um var að ræða skot-
vopnið sem beitt hafði verið á
Michael og Jackie. Áð auki fannst
hakakrossfáni, og ýmis skjöl. Þar
kom fram a$ Burmeister og Wright
höfðu verið í „Neðanjarðarsér-
deildinni" (Special Forces Und-
erworld), nýnasistahreyfingu. Að
auki var Burmeister félagi í
„Arísku andspyrnuhreyfingunni"
(White Aryan Resistance, WAR),
sem hefur deildir í ýmsum lönd-
um, þar á meðal Danmörku.
James Norman Burmeister og
Malcolm Wright voru handteknir
og yfirheyrðir. Báðir neituðu allri
sekt en þegar þeim varð ljóst að
fyrir hendi voru sannanir sem
myndu nægja til að fá þá dæmda
játuðu þeir. Þeir voru siðan settir í
varðhald og nokkru síðár var gefin
út á hendur þeim ákæra vegna
morðanna tveggja.
En fleira athyglisvert átti eftir
að koma í ljós um ástandið í Bragg-
virki.
Geqnsvrðir
begnsyi
af kynp
áttahatri
Eftir því sem rannsókninni mið-
aði lengra og Bryant og félagar
hans ræddu við fleiri af félögum
Rannsóknin leiddi enn fremur í
ljós að tveimur mánuðum fyrir
morðin á Michael James og Jackie
Burden hafði Burmeister ráðist á
svartan hermann. Liðsforingi sem
varð vitni að atburðinum sá að
Burmeister var með heiðursmerki
nasista um hálsinn og við leit hjá
honum fannst hakakrossfáni í
skáp. Liðsforinginn tilkynnti yfir-
mönnum um þetta en ekkert var
gert.
Þeir James Norman Burmeister
og Malcolm Wright voru sekir
fundnir um morðin tvö og fengu
lífstíðardóma.
Það sem í ljós kom við rannsókn
málsins var staðfesting á því sem
marga hafði grunað: að allmargh
hermannanna hefðu aðhyllsi
nýnasisma. Margir, ekki síst her
menn sem tóku þátt í síðari heims
styrjöldinni og börðust þar gegr
her nasista, eiga erfitt með af
skilja að bandarískir hermenn nú
á tímum skuli geta haldið á lofti
merki nasista en það er engu að
síður staðreynd. Talsmaður Bragg-
virkis, Rivers Johnson majór, hélt
því fram eftir að niðurstöður rann-
sóknarinnar lágu fyrir að mál
þeirra Burmeisters og Wrights
væru undatekningartilvik, því lítið
væri um það að hermenn aðhyllt-
ust nýnasisma. En frekari rann-
sókn í herstöðinni leiddi í Ijós að
tuttugu og tveir í hersveit þeirra
Burmeisters og Wrights voru
nýnasistar. Og í allri herstöðinni
vorú þeir svo margir að þeir héldu
úti dagblaði,
„The Register".