Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 18
18 tijþygarðshornið LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 T>V Guðmundur Andri Thorsson minnstu hræringar í geöi hans fá alltof dramátískar viötökur. Þetta var augljóst í kosningabaráttimni. Þar var hann utan og ofan við allt - komst upp með að neita að rök- ræða við aðra stjómmálaforingja á jafnréttisgrundvelli fram eftir henni allri, en hélt sig í vernduðu umhverfi halelújafunda. Og þegar andstæðingarnir komust loks í tæri við hann féllu þeir allir sem eimj í þá gryíju að rökræða ekki málefnalega við hann heldur var sífellt verið að kvarta undan hon- um, tala um hann, kveinka sér yfir skapferli hans, stríðni hans og öðr- um skapgerðareiginleikum. Þetta var eins og aö horfa á einhvern reyna að rökræða við náttúruafl: segja rigningunni að fara. Fyrir vikið fékk þjóðin þá tilfinningu að þarna færi ekki maður eins og hin- ir heldur fremur goðmagn - eða fjall. Ég spyr eins og barnið í ævin- týrinu: hvers vegna eru allir svona hræddir við Davíð Oddsson? Þetta er nú einu sinni bara forsætisráð- herra. IHann var bara reiður. Slíkt gerist. Og engin sérstök ástæða til að reyna að skilja þá reiði, það er ekki áhuga- vert. Eins og fyrr var sagt: reiðin ætti undir öllum eðli- legum kringumstæðum að vera hans eigið prívatböl. Nema nú er atvinna Arnar Bárðar Jónssonar og tilvera öll í uppnámi út af því sem hann skrif- aði í smásögu. Allt þetta mál sýnir að hér ríkja ekki eðlilegar kring- umstæður. Það skelfilega við þetta mál allt saman er ekki endilega reiði Dav- íðs heldur viðbrögðin við henni. Dyntir Davíðs Oddssonar fá of mikið vægi í okkar þjóðfélagi, Hvers vegna eru allir svona hræddir? Eftir frámunalegar raunir innan íslensku þjóðkirkjunn- ar fékk þjóðin grandvaran biskup sem virtist geta sam- einað í einni persónu það sem ósamrýmanlegt hafði þótt um langan aldur: að vera fulltrúi Guðs og kunna að brosa; að tala innblásinn af Guðs orði og ná jafnframt eyrum fólks; að keppa eftir réttlæti og mannúð en láta ógert að dilla öllum. Þjóðin fagnaði nýjum bisk- upi. En á undraskjótum tíma hefur forsætisráðherra lands- ins tekist með barnalegum ofsa að spilla fyrir starfi hans á Guðs vegum. Það má vera Davíð Oddssyni umhugsunar- efni að eftir allt sem á undan var gengið í þjóðkirkjunni hef- ur honum tekist - viljandi eða óviljandi - að koma málum svo fyrir að nýr biskup þarf að eyða allri orku sinni í óvenju bjánalegt mál - að svara fyrir það hvemig Davíð líki eitt eða annað, sem undir öllum eðli- legum kringumstæður hlýtur að vera prívatböl hins við- kvæma ráðherra. Vandséð er hvað forsætis- ráðherra gengur til að þvælast með þessum hætti fyrir bisk- upi landsins. Einhver kynni ef til vill að benda á sálma hans í Morgunblaðinu á aðfangadag jóla, sem birtir eru eins og þar sé um að ræða mann af þeirri tegund sem fyrr á öldinni voru kallaðir þjóðskáld - og þá væri hægt að velta vöngum yfir því að í ráðherr- anum blundi sú þrá að vera ekki einungis ótíndur veraldlegur leið- togi þjóðarinnar heldur vilji hann jafnframt og um leið gerast andleg- ur leiðtogi hennar, og sjái ofsjón- um yfir valdi biskups þess vegna, en svo langsóttar skýringar eru naumast við hæfi. Þetta er bara forsætisráðherra. ****** Hann var bara reiður. Starfs- manni kirkjunnar varð það sem sé á að skrifa smásögu um það hvern- ig fjárglæframaður og loddari hef- ur ráðamenn landsins, ráðherra jafnt sem borgarstjóra, að ginning- arfiflum, og birtist mynd með þar sem greina mátti Davíð Oddsson. Eftirmálin eru kunn. Meira að segja Morgunblaðið sem svo vant er að virðingu sinni alla jafnan að ekki má anda á það án þess að inn- 4 anbúðarmenn þar hefji upp kveinstafi um kalda stríðið bað forsætisráöherrann afi- sökunar á myndinni gersam- lega að ósekju - og hefur þó um árabil birt af stakri gleöi og ánægju myndir eftir mann frá Vestmannaeyjum sem sýna stjórnmálamenn sem fyllibyttur, drullusokka eða fábjána, en allar konur sem rata inn á þessar mynd- ir sökum starfa sinna eru án undantekninga sýndar sem hórur. Þetta mun vera hug- mynd blaðsins um hvaö sé fyndið, en þegar Davíð Odds- son er sýndur á jakkafötun- um - og meira að segja greiddur - hnígur blaðið í duftið yfirkomið af auðmýkt og djúpri iðrun. Og teiknarinn: hlýtur hann ekki að vera fluttur til Ástr- alíu? dagur í lífi Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður: Gat ekki leynt vonbrigðunum Gísli Marteinn Baldursson, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, vakti athygli fyrir vasklega fram- göngu í Jerúsalem þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin þar um síð- ustu helgi. Hann segir frá þessum eftirminnilega degi í lífi allra íslendinga. Laugardagur 29. maí 1999 Dagurinn rann upp bjartur og fagur, eins og flestir dagar eru i Jer- úsalem, þar sem ég var staddur til að flytja fréttir af, og kynna, Evró- vison-söngkeppnina um kvöldið. Eftir sturtu og aðrar skylduæfingar í herbergi mínu á Crowne Plaza hótelinu gekk ég að lyftunum til þess að koma mér niður í morgun- verðarsalinn. Ég taldi mig stálhepp- inn þegar lyfta opnaðist fyrir fram- an mig, áður en ég kallaði á hana. Eitthvað virtist mér þó lyftan hafa misreiknað sig á næstu hæð fyrir neðan, því þar opnaði hún sig upp á gátt með mig um borð, án þess að neinn væri að bíða. Þegar þetta end- urtók sig á næstu hæðum fóru að renna á mig tvær grímur, ekki síst í ljósi þess að fólk sem beið á gang- inum lét sem það sæi ekki mína lyftu, nema þá helst til að brosa að mér. Þegar ég loks náði niður í mat- sal, eftir að hafa stöðvast á átján hæðum, fékk ég að vita að á laugar- degi, Sabbath, mættu gyðingar ekki ýta á takka. Ein lyfta er því gerð að sérstakri Sabbath-lyftu, sem stöðvast á öllum hæðum. Tölvan var ekki sprengja Eftir að hafa gætt mér á ótrúleg- um kræsingum hótelsins fór ég í tónleikahöllina þar sem keppnin yrði haldin um kvöldið. Það var enginn hægðarleikur að komast í gegnum öryggisgæsluna við inn- ganginn. Iðulega þurfti ég að sýna að tölvan mín virkaði sem tölva, en ekki sprengja. í aðstöðu frétta- manna hóf ég að leggja lokahönd á textann sem ég ætlaði að flytja um kvöldið. Fjöldi blaðamanna var þarna og mikið slúðrað og gasprað um einstaka keppendur, og menn skiptust á sögum. Um klukkan þrjú hófst svo lokaæfingin. Hún tókst vel, og íslenska atriðinu, með Selmu í fylkingarbrjósti, var mjög fagnað. Eftir æfmguna settist ég inn á hótelherbergið mitt og hamraði inn á tölvuna upplýsingar sem ég hafði viðað að mér um keppendur alla vikuna á( blaða- mannafundum og i persónulegum samtölum. Ég hringdi líka í vin minn, sr. Guðna Ólafsson, prófast í Miðfirði, sem hjálpaði mér að segja frá stuttu biblíusögunum sem ísraelarnir sýndu á milli lag- anna. Rúnar Freyr, fornvinur minn, leit til mín, og við vorum sammála um að Selma væri afslöppuð og vel stemmd. Þar sem við sátum inni á hótelherbergi heyrðum við glymja frammi á gangi söng malt- versku stúlknanna þriggja, sem stóðu þar og æfðu atriðið sitt, enda ekki seinna vænna. Þeim hafði ekki gengið vel á æfingum, og nú átti sem sagt að bjarga því sem bjargað varð. Það er hins vegar ekki hægt að segja að þær hafi ver- ið rismiklar þarna frammi á gangi með raksápu, hárbursta og kók- flösku í stað hljóðnema, og með frosið bros af taugaspennu. Við Rúnar og Karl Pétur herbergisfélagi minn sannfærðum þær hins vegar um að þær væru hreint stórkostleg- ar og óskuðum þeim góðs gengis. Heillaóskir ríkisstjórn- arinnar Þegar ég var loksins sestur með heymartólin og hljóðnemann fyrir framan mig uppi i rjáfri tónleika- salarins við hlið starfsbræðra minna alls staðar að úr Evrópu, gat ég vart beðið eftir að keppnin hæf- ist. Ég var viss um að með þetta at- riði yrði árangur íslands góður. Og það varð raunin, ísland var á toppn- um lengst af, og í baráttu um topp- sætið þar til Bosnía-Herzegóvína gaf Svíum 12 stig og okkur ekkert. Ég gat ekki leynt vonbrigðum mín- um, en eftir að hafa jafnað mig á þeim, blasti við glæsilegur árangur Selmu og hinna allra. Við gengum þvi stolt saman inn á hótelið þar sem við lyftum glösum fyrir ár- angrinum. Blaðamenn og aðrir keppendur héldu áfram að taka myndir af Selmu og hún tók þeim öllum vel, eins og hún hafði gert alla vikuna. Ríkisstjórn íslands, út- varpsráð og ótal fleiri sendu heilla- óskir sínar út og eftir ánægjulegt kvöld með hinum frábæra íslenska hópi fórum við að sofa, en sá svefn varð ekki langur, því það síðasta sem við gerðum var að biðja hótel- starfsmenn um að vekja okkur eftir klukkustund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.