Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 14
- % á mér draum LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 Þannig eignumst við sæluríki á jörð... Þat var lítit hús út vit lygmn strojm þar sem laglegt fljót átti Ijúfan drojm. „Þannig söng Nóra Brocksted hér um árið og verður seint gert betur á sviði alþjóðlegs samstarfs í dægur- tónlist," segir Koibrún Halldórsdótt- ir þingmaður sem féllst á að segja Helgarblaðinu allt um dagdrauma sina. „En „drojmur" minn snýst ekki um alþjóðlegt samstarf á sviði dæg- urtónlistar þó að það geti veriö göf- ugt verkefni út af fyrir sig, en mig dreymir aðeins á öðrum nótum. Mig dreymir um frið á jörð! Frelsi, jafn- rétti og bræðralag. En ég var ekki beðin um að segja frá þeim draum- um heldur hinum, þessum litlu, meira í ætt við þá sem Nóra söng um hér um árið. Og það er fínt. Ég hef nefnilega þá trú að efniviðurinn í stóru draumana sé spunninn úr þeim smærri. Ef mig langar í alvöru til að stærstu draumamir mínir rætist þá geri ég ekkert betra en að sinna litlu draumunum af alúð og natni, næra þá og rifja upp með reglulegu millibili. Forsenda þess að draumur rætist hlýtur að vera sú að einhver láti sig dreyma. Að pabbi komist til fullrar heilsu Og hverjir skyldu þeir nú vera, þessir litlu draumar? Þeir era af ýmsum toga, spanna allt litrófið og þeim fylgir tónlist! Mig dreymir um tíma til að sinna fjölskyldu minni og vinum mínum, fara í sund með dóttur minni, í hjólatúra og göngu- túra. Við eigum nokkra tinda sem okkur langar að klífa og nokkra sandkastala sem okkur langar að reisa. Mig dreymir um að sonur minn og tengdadóttir verði glöð með sumarfríið sitt og að þau fái að vaxa á þeirri braut sem þau eru á. Mig dreymir um að pabbi minn komist til fullrar heilsu og mig dreymir um að þjáningar tengdapabba verði linaðar. Mig dreymir um að draumar foreldra minna og tengdaforeldra rætist. Pabbi má til með að fara að komast í veiði. Mig dreymir um að fara út í garð með manninum mínum, teyga sjávarloftið, reyta arfann í blóma- Kolbrun Halldorsdottir, leikstjori og nýkjörinn þingmaður, á sér einn stóran draum og marga litla. „Litlu draumarnir mínir eru vefurinn sem ber uppi þann stóra,“ segir hún. beðunum og stinga upp kálgarðinn. Mig dreymir um að sitja við glugg- ann minn og horfa á sólsetrið, bóna gólfin mín og laga svalirnar og bæta aðstöðuna til að flokka sorpið mitt. Mig dreymir um að skrifa hina full- komnu blaðagrein. Mig dreymir um að lesa allar bækurnar sem bíða ólesnar I bókaskápnum mínum, sjá allar leiksýningamar sem ég hef ekki séð. Fara á tónleika og mynd- listarsýningar. Mig dreymir um að rækta kryddjurtir í eldhúsgluggan- um. Mig dreymir um andleg verð- mæti. Núna, einmitt núna, dreymir mig um að efla andann. Friður í hjörtum mannanna Mig dreymir um að takast á við nýja starfið mitt og standa mig vel. Mig dreymir um að listir og menn- ing þjóðarinnar fái verðuga viður- kenningu stjórnvalda, sem og með- borgaranna. Mig dreymir um að Listaháskólinn verði öflug og lif- andi stofnun. Mig dreymir um óbyggðirnar, náttúruperlurnar, fjöllin, fuglana og mýsnar. Mig dreymir um Dimmugljúfur, Jök- ulsárgljúfur, Drangajökul, Snæfell, Herðubreið og Melrakkasléttu. Mig dreymir um að skoða hálendið norðan Vatnajökuls. Mig dreymir um að ganga berfætt á Eyjabökk- um, lesa þar ljóð og hlusta svo á þögnina. Mig dreymir um að virkj- anaáform ríkisstjómarinnar verði að engu. Mig dreymir um hagsæld án stóriðju. Mig dreymir um að náttúran fái að njóta vafans. Mig dreymir frið á Balkanskaga og i hjörtum mannanna. Mig dreymir um að hernaöarbandalög og víga- ferli hvers konar heyri sögunni til. Mig dreymir um að mannkyninu takist að snúa frá villu síns vegar og mig dreymir umað okkur takist í sameiningu að gera jörðina heila. Þannig eignumst við sæluríki á jörð. Svona eru nú litlu draumarnir mínir. Þeir eru vefurinn sem ber uppi stóru draumana. Þeir eru eins og ferðin langa sem hefst á einu skrefi, eða eins og björkin há og sterk sem vex upp af einu fræi. Og ég segi við sjálfa mig: Haltu áfram að láta þig dreyma, það er aldrei að vita nema draumarnir rætist. Kannski rætast þeir bara að litlu leyti, kannski til hálfs og kannski að fullu og öllu. Hver veit? En hvað sem verður vona ég að þeir verði mér og mínum til góðs. Alveg eins og hjá Nóru hér um árið sem undi afskaplega glöð við sitt; ...hjá gilli gilli jossin fer fra katsinellin kofa út við sjó!“ . \ \ fímm breytingar '•* * ' I \ : - .. . ? = ' ' \H i : Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum viö nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Tasco 7x50 sjónauki frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.900. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkiö umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 518 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 518 Nei, þú getur ekki fengið lánaðan bílinn en ég skal glaður lána þér garðsláttuvélina. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 514 eru: 1. verðlaun: Anna A. Halldórsdóttir, Skjólbraut 9. 200 Kópavogi. 2. verðlaun: Hrafnhildur Ásgeirsdóttir, Glaðheimum 26. 104 Reykjavík. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Maeve Binchy: Tara Road. 2. Terry Pratchett: The Last Continent. 3. Ruth Hamilton: The Corner House. 4. Catherine Alliott: Rosie Meadows Regrets. 5. Nick Hornby: About a Boy. 6. Freya North: Polly. 7. Jeffrey Archer: The Eleventh Commandment. 8. lan McEwan: Amsterdam. 9. Kathy Lette: Altar Ego. 10. Fiona Walker: Snap Happy. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. John 0'Farrell: Things Can Only Get Better. 2. Star Wars Episode 1: The Making Of The Phantom Menace. 3. Antony Beevor: Stalingrad. 4. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 5. Ted Hughes: Birthday Letters. 6. Frank Mccourt: Angela’s Ashes. 7. Johen Grey: How to Get What You Want and Want What You Have. 8. Sean O'Callaghan: The Informer. 9. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 10. Andrea Ashworth: Once in a House on Fire. * INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Jilly Cooper: 1 Score! 2. Terry Brooks: Star Wars Episode 1: The Phantom Menace. 3. Wilbur Smith: Monsoon. 4. James Herbert: Others. 5. Stephen King: The Girl Who Lo7ed Tom Gordon. 6. Danielle Steel: Bittersweet. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. David West Reynolds: Star Wars Episode 1: Incredible Cross - Sections. 2. David McNab & James Younger: The Planets. 3. Star Wars Episode 1: The Making of the Phantom Menace. 4. Roy Shaw: Pretty Boy. 5. Lenny McLean: The Guv'nor. 6. The Dalai Lama: Ancient Wisdom, Moderr World. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot’s Wife. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Bemhard Schlink: The Reader. 4. Alice McDermott: Charming Billy. 5. Wally Lamb: I Know This Much Is True. 6. Rebecca Wells: Divine Secret of the Ya-Yt Sisterhood. 7. Billie Letts: Where the Heart Is. 8. John Irving: A Widow for One Year. 9. Toni Morrison: Paradise. 10. Jan Karon: At Home in Mitford. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. William Pollack: Real Boys. 2. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 3. James P. Comer & Alvin E. Poussaint: Dr Atkins New Diet Revolution. 4. Jack Canfield: Chicken Soup for the Mother's Soul. 5. Ruth Reichl: Tender at the Bone. 6. Adeline Yen Mah: Falling Leaves. 7. lynla Vanzant: One Day My Soul Just Opened up. 8. Richard Carlson: Don’t Sweat the Small Stuff... 9. The Onion: Our Dumb Century. 10. Tony Horwitz: Confederates in the Attic. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Mary Higgins Clark: We'll Meet Again. 2..David Guterson: East of the Mountains. 3. E. Lynn Harris: Abide With Me. 4. Jan Karon: A New Song. 5. Stephen Klng: The Girl Who Loved Tom Gordon. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. George Stephanopoulos: All too Human: A Political Education. 2. lyanla Vanzant: Yesterday, I Cried. 3. Tom Brokaw: The Greatest Generation. 4. Phillip C. McGraw: Life Strategies. 5. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. (Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.