Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 5. JUNI 1999 %riðsljós Nýja James Bond-myndin: Besti Bondinn fatafellan Pierce Brosnan, húsmæðradálæt- ið, viðurkenndi fúslega að Sean Connery væri hans æðsta fyrir- mynd þegar kemur að þvi að leika séntilmennið James Bond. Brosnan, sem leikur nú i sinni þriðju Bond- mynd, The World Is not Enough, og hefur tekist að vinna hug og hjörtu bæði Bond-aðdáenda og gagnrýn- anda, er fyrsti maðurinn til þess að viðurkenna að hinn silkimjúki Connery sé skilgreiningin á Bond. „Sean gnæfir enn þá yfir alla Bonda, hans staða er það sem ég miða mig við, það sem ég stefni að og þarf að halda í við. Ég verð hungraður í árangur af því.“ Desmond Llewelyn, sem leikur tækjaóða uppfinningamanninn Q (og mætti fara að hvíla sig á því), gefur Brosnan hæstu einkunn: „Ég er að taka áhættu þegar ég segi að það eigi eftir að vera litið á hann sem hinn eina sanna Bond.“ Bond á fullri ferðaðbjarga heiminum. Tveir milljarðir manna úti um allan heim hafa séð að minnsta kosti eina Bond- mynd á ferlinum þannig að það er til mikils að vinna að vera álitinn besti Bondinn. Brosnan segist ætla að taka hlut- verkið inn í hið nýja árþúsund með því hugarfari að fullkomna það. „Það er nauðsynlegt að ná þessu rétt, betur en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. Nýjasta myndin, The World Is not Enough er uppfull af æsingi, fáklæddum fegurðardísum og flögðum og skeinuhættum skúrk- um. Aðalskúrkurinn Renard, ill- menni með kúlu í hausnum sem gerir hann ónæman fyrir sársauka, er leikinn af fatafellunni Robert Carlyle, sem lék í The Full Monty. Það er aldrei að vita nema þeir fé- lagar, Brosnan og Carlyle, æsist á meðan á tökum stendur og hendi inn fatafelluatriði með James og Renard. 27 Helgar dlboð 80 tíma Ijdsahort 4.000. 10 tíma ijdsafíoit 2.500.- Aðeins þesso helgi 5. og 6. júní. SSf Kmvfiish hRllsiilind Sf Ármúlo 17o • Sími 553 8282 drtmillihirDin$ Oo, Smáauglýsingar 550 5000 ■ , 1 ; Kynbomban Salma Hayek brosir blítt. Salma Hayek: Klúr kaþólikki með smokka í veskinu .. . ■' ■: . Það er ekki hægt að búast við ; því að hin kaþólska Salma Hayek I verði náðuð af páfanum á næst- | unni. „Fer ég í kirkju á hverjum | sunnudegi?" spyr hún. „Nei. Þar | að auki lifi ég i synd með manni | og mér finnst smokkar ffábærir. ■; Kannski er það synd að stunda y kynlíf, en fyrst þú ert að syndga I á annað borð, gerðu það þá al- Imennilega og notaðu srnokk." Ekki nóg með þetta, kaþólikkan- um Sölmu finnst líka allt í lagi að leika i nektarsenum. „Þú lest hvergi í biblíunni að það sé ekki rétt að leika í kvikmynd þar sem þú þarft að fara úr fótunum og kyssa einhvem gaur. Og vonandi fyrirgefurðu mér, Guð, en ég var ekki að hugsa um þig þegar ég var nakin með Antonio Banderas í Desperado." Ef hún hefði sagt þetta i skriftastólnum hefði þetta eflaust kostað hana tveggja mán- aða skammt af Maríubænum. En það er ekki hægt að kenna henni um áhrifin sem hún hefur á menn, ja eða litlar stelpur. Leik- stjóri nýjustu myndar Sölmu, Wild Wild West, Barry Sonnen- feld, sagði nýlega í viðtali að fimm ára gömul dóttir hans, Chloe, hefði verið heltekin af lík- ama Sölmu þegar hún heimsótti pabba á tökustað. „Hún elti hana út um allt og vildi ekki gera ann- að en að strjúka á henni brjóstin og handleika botninn," sagöi hann. Ætli Salma hafi ekki lent í sömu vandræðum með Antonio Banderas á sínum tima? Vanilla lce: Berserksgangur með hafnaboltakylfu . um allt. Stjórnendur þáttarins voru dauðskelkaðir og vissu ekki hvemig ætti að stöðva gúmmítöffarann. Þeg- ar hann loks hætti og svaraði til saka var það eina sem hann sagði: „Mér gæti ekki verið meira sama“, sem er einmitt það nákvæmlega sama og okkur hinum finnst um hruninn tónlistarferil hans. Hver man ekki eftir lúðanum Vanilla Ice sem átti poppsmellinn Ice Ice Baby fyrir tæpum tíu árum síðan. í mörg ár blekkti hann sviðsljóss- heiminn með þeirri lygasögu að hann væri harður malbikshrotti beint úr fátækrahverfi stórborgar. Svo komst upp að hann var bara mömmustrákur úr ekta amer- ísku úthverfi sem borðaði pönnukökur í morgunmat. Þar með fauk ferill hans, sama hvað hann reyndi að gera til að sanna sitt villta eðli. Enn hefur hann ekki gefist upp. Nýlega kom hann fram í sjónvarpsþætti á MTV-sjónvarpsstöðinni þar sem valin voru 25 verstu tón- listarmyndbönd sögunnar. Mikið var um stjömur i þættinum, má þar nefna Den is Leary og Janine Garofalo sem lék t.d. í Cable Guy og Permanent Midnight. Stjömumar voru fengn- ar til þess að bramla spólur með myndböndunum með hömrum, hrær- urum og fleiri tólum. Ice Ice var kosið níunda versta myndbandið og tók Vanilla sjálfur það að sér að hamra spóluna með hafna- boltakylfu. Hann lét ekki þar við sitja heldur hélt hann áfram að brjóta leikmyndina inni í myndver- Vanilla lce ískaldur þegar hann var á inu og glerbrot og brotajám flugu toppnum. hrær- Baby jandið "SiM Jerry Springer: Með morðóðum klæðskiptingum Ef þú vilt missa alla von og álit á mannkyninu er ekkert betra en horfa á æsispjallþátt lögfræðingsins Jerry Springer. Sem betur fer er hægt að hugga sig við það að þetta fólk sem fram kemur í þættinum og gerir sig að algjöru fífli er að leika og fá vel borgað fyrir það. En nú er sú huggun horfin. Nýlega kom fram í þættinum hjá Jerry klæðskipting- ur að nafni Willie Johnson þar sem hann var að rífast heiftarlega við systur sína, Veronicu. Ekki .löngu eftir að upptöku þáttarins lauk tók Willie þessi sig til og stakk mág sinn, mann Veronicu, til dauða. Þegar rannsóknarlögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Willie hringdu þeir í lögregluna í heimabæ hans og báðu um aðstoð. Það vildi svo skemmtilega til að einmitt þá voru Jón lögregluforingi og menn hans að horfa á Willie í þætti Jerrys þannig að þeir ákváðu að láta reyna á þær litlu líkur að hann væri Jerry Springer er gífurlega vinsæll hjá hamborgaraþjóðinni. heima við. Það var ekki flóknara en það að þegar lögreglan þankaði upp á hjá honum sat hann í sófanum með sælusvip að njóta sinna 15 min- útna í sviðsljósinu. „Við trúðum varla eigin augum, þetta var ótrú- legt,“ sagði einn lögregluþjónanna. Jafnvel Jerry sjálfur, þó svo hann reyndi stíft, hefði ekki getað skáldað þessa sögu. Sænsku bjálkahúsin frá Stevert AB í o - 20 - 27 og 40 m2 Sýningarhús á horni Hátúns og Sóltúns. Sumarhús 581 4088 og 699 6303 Sumar- * ■ :"!5 ■ ■ I v Salerni með setn og handlaug á fæti á aðeins 14.800 kr HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.