Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 57
X>V LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 íslenska landsliðið við æfingar. Krafa um sigur í dag, laugardag, verður stór- leikur í knattspymu. Þá mætast landslið íslendinga og Armena í forkeppni Evrópukeppninnar í fótbolta, bæði U-21 árs landslið og A-landslið karla og eru gerðar kröfur til þess að íslendingar vinni leikinn. Þó eru fáir sem treysta sér til að segja nákvæm- lega til um styrk andstæðinganna Iþróttir en íslendingar eru ofar en Armen- ar í riðlinum, náðu mcirkalausu jafntefli á heimavelli þeirra og ættu þess vegna að vera líklegri til sigurs. A-landslið íslands hefur nú verið taplaust í níu leikjum og ef til vill er hættan sú að þetta stígi leikmönnum til höfuðs. Hér er örugglega um skemmtilega leiki að ræða sem áhugafólk um fótbolta ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Hvernig skiljum við myndlist? Sýningin Ættarmimstrið verð- ur opnuð í dag, laugardag, i Lista- safni Árnesinga. Sýningarárið 1999 er helgað listamönnum af Suðurlandi. Reynt verður að bregða ljósi á það hvemig við skiljum myndlist og hvemig út- lendingar sjá landið. Sýningin stendur til 27. júní og aðgangur er ókeypis. Þrívíð verk og fíngerð- ir listmunir í dag verða opnaðar tvær sýn- ingar í Safnasafninu á Svalbarðs- strönd. Útisýning verður á högg- myndum eftir Háifdán Bjömsson, bónda frá Aðaldal, og innisýning á verkum Ragnheiðar Ragnars- dóttur. í homstofu safnsins sýnir Ragnheiður þrívíð verk og em þau hluti innsetningar sem sýnd var í Nýlistasafninu árið 1994. Átta aðrar sýningar em í gangi í Safnasafninu auk þessara tveggja en safnið er opið frá 10-18 dag- lega. Málverk og steypu- skálar Lýður Sigurðsson sýnir nú mál- verk, húsgögn og skálar unnar í steinsteypu í sýningarrými Gall- erís Foldar og Kringlunnar. Sýn- Sýningar ingin er á annarri hæð í Kringl- unni, gegnt Hagkaupum, en hún stendur til 22. júní. Sjóminjasýning í Sjóminjasafni íslands, Vestur- götu 8, era til sýnis munir og myndir sem tengjast fiskveiðum og siglingum fyrr á tímum. Á sjó- mannadaginn, á morgun, verður opnuð lítil sýning á hafrænum málverkum eftir íslenska lista- menn. Myndimar em úr safhi Hafnarborgar en sjóminjasafhið verður opið frá 10-17 á sjómanna- dag og verður ókeypis aðgangur í tilefni dagsins. Breytileg átt og léttskýjað Skammt norðvestur af írlandi er 988 mb lægð sem hreyfist suðaustur á bóginn en 1020 mb hæð er fyrir norðan land. Veðurhorfur á landinu til kl.18 í Veðríð í dag dag era þær að von er á austlægri átt, 5-8 metra á sekúndu og skýjað verður að mestu austanlands, en víða léttskýjað annars staðar. Frem- ur hæg suðvestlæg eða breytileg átt verður rikjandi í dag og yfirleitt léttskýjað. Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig. Horfur á höfuðborgarsvæð- inu: Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart veður. Hitinn verður 6 til 12 stig. Sólarupprás á morgun: 3:12 Sólarlag í Reykjavík: 23:40 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22:44 Árdegisflóð í Reykjavik: 10:20 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö 5 Bergsstaðir skýjað 3 Bolungarvík alskýjað 4 Egilsstaðir 4 Kirkjubœjarkl. léttskýjað 5 Keflavíkurflv. skýjað 6 Raufarhöfn skúr 4 Reykjavík léttskýjaó 7 Stórhöfði léttskýjað 6 Bergen alskýjað 10 Helsinki rigning 18 Kaupmhöfn skýjaó 14 Ósló alskýjaó 12 Stokkhólmur 15 Þórshöfn alskýjaö 6 Þrándheimur rigning og súld 10 Algarve heióskírt 17 Amsterdam skúr á síð.kls. 14 Barcelona léttskýjaó 20 Berlín rigning á sið.kls. 15 Chicago skýjað 12 Dublin skýjað 6 Halifax þoka 12 Frankfurt skýjað 15 Hamborg skýjaó 15 Jan Mayen alskýjað -1 London skýjaó 12 Lúxemborg skýjað 12 Mallorca léttskýjaö 21 Montreal heiðskírt 15 Narssarssuaq léttskýjað 4 New York heióskírt 19 Orlando skýjaó 22 París hálfskýjaó 14 Róm þokmóöa 22 Vín skýjað 19 S- Sunnudaginn 6. júní næstkóm- andi hefst kirkjulistahátíð í Hall- grímskirkju en hún er næst- stærsta listahátíð sem reglulega er haldin á íslandi og stendur til ágústloka. Á dagskrá verða margs konar tónleikar í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöldum, með víö- frægum listamönnum, og á fimmtudögum og laugardögum verða hádegistónleikar þar sem leikið verður á 5275 pípna orgelið í Hallgrímskirkju, stærsta orgel á íslandi. Setningarathöfnin á sunnudags- kvöld hefst klukkan 20 með Skemmtanir fram á ýmsum stöðum í kirkjunni en hver þáttur verksins er hug- leiðing um texta guöspjallanna og má líkja þeim við stólræður presta. Því má segja að margþætt listform njóti sín í Hallgríms- kirkju um helgina og áfram á kirkjulistahátíðinni í sumar. klukknaspili og lúðraþyt. Herra Karl Sigurbjömsson setur kirkju- listahátíðina formlega og opnuð verður myndlistarsýning með verkum Georgs Guðna Hauksson- ar myndlistarmanns. Þá hefst flutningur á verkinu Dýrð Krists eftir Jónas Tómasson en þetta er stærsta orgelverk sem samið hefúr verið af íslensku tónskáldi. Dýrð Krists er í sjö þáttum og er formáli að hverjum þætti úr guðspjöllum Matteusar og Jóhannesar. Nýtt sönghlutverk hefur verið samið fyrir verkið en það er sérstaklega samið fyrir Sverri Guðjónsson kontratenór. Þá hefur Lára Stef- ánsdóttir listdansari samið dans við verkið sem hún dansar sjálf. Hörður Áskelsson leikur á kirkju- orgelið. Lára og Sverrir koma Kirkjulistahátíð hefst Ein stærsta listahátíð á íslandi dagsönn Píanótónleikar í Kópavogi Ungverski píanóleikarinn György Sebök heldur tónleika í SALNÚM í Tónlistarhúsi Kópa- vogs sunnudaginn 6. júní kl. 17.00. Hann mun einnig halda námskeið í sal Félags íslenskra hljómlistar- manna að Rauðagerði 27 dagana 7. til 11. júní næstkomandi. Sebök fæddist í Ungverjalandi 1922 og hóf tónlistarnám fimm ára gamall. Hann nam við tónlistar- háskóla Franz Liszt í Búdapest og varð prófessor í píanóleik við Bela Bartók tónlistarháskólann í Búdapest 1949 og var sæmdur al- þjóðlegum verðlaunum sem kennd era við Berlín og ung- versku Liszt verðlaunin. Hann settist að í Frakklandi árið 1957 og þá hófst ferill hans fyrir al- vöra. Hann hefur haldið einleiks- tónleika víða, leikið með mörgum Tónleikar fremstu hljómsveitum heims og inn á Qölda hljómplatna. Sebök fluttist til Bandaríkjanna árið 1962 og hefur síðan verið prófess- or við tónlistardeild Indiana-há- skóla Sebök kemur nú til íslands í þriðja sinn en hann kom fyrst til íslands árið 1991 og hélt tónleika og námskeið á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík. Fyrir tveim- ur áram hélt hann píanótónleika í íslensku óperunni og námskeið í píanótónlist og kammertónlist á vegum Félags íslenskra hljómlist- armanna. Miðasala á tónleikana núna fer fram í anddyri Scdarins frá kl. 14.00 tónleikadaginn. Boðið upp ídans Komið og dansið heita samtök áhugafólks um almenna dansþátt- töku en félagsskapurinn stendur fyrir dansleik á Ingólfstorgi á sunnudag, milli kl. 14 og 16. Yfir- skrift dansleiksins er „Boðið upp í dans“ og verður leikin tónlist af Samkomur geisladiskum við allra hæfi. Til- gangur dansleiksins er að vekja athygli á dansi sem heilbrigðum gleðigjafa. Samtökin Komið og dansið hvetja alla sem geta til að koma og horfa, hlusta og taka þátt í dansinum. tr *: Gengið 74,700 75,080 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 74,700 75,080 74,600 Pund 120,100 120,710 119,680 Kan. dollar 50,610 50,930 50,560 Dönsk kr. 10,3530 10,4100 10,5400 Norsk kr 9,3300 9,3810 9,5030 Sænsk kr. 8,6240 8,6720 8,7080 Fi. mark 12,9378 13,0155 13,1796 Fra. franki 11,7271 11,7976 11,9463 Belg. franki 1,9069 1,9184 1,9425 Sviss. franki 48,4600 48,7200 49,1600 Holl. gyllini 34,9069 35,1166 35,5593 Pýskt mark 39,3309 39,5673 40,0661 ít. lira 0,039730 0,039970 0,040480 Aust. sch. 5,5903 5,6239 5,6948 Port. escudo 0,3837 0,3860 0,3909 Spá. peseti 0,4623 0,4651 0,4710 Jap. yen 0,613900 0,617600 0,617300 Irskt pund 97,674 98,261 99,499 SDR 99,830000100,430000 100,380000 ECU 76,9200 77,3900 78,3600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.