Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 Qðtal (íslendingar í Kyrrahafi: Var læknir á risa- skemmtiferðaskipi Staiiislas Boliic garðhömiuður veitir góð ráð í verslun Skútuvogi, laugardaginii 5. Júní frá kl. 10-14. HÚSASMIÐJAN Súni 525 3000 Eins og sjá má á sólþilfarinu eru þessi skip engin smásmíði. Sundlaug er í hverju skipi og stundum tvær. Þeir eru ekki margir, íslendingam- ir, sem hafa unnið sem læknar um borð í skemmtiferðaskipi á Karíbahafi. Ólafur Mixa er einn þeirra fáu sem þetta hafa reynt en hann var skips- læknir á skemmtiferðaskipi í 3 mánuði síðastliðið haust. Ólafur segir okkur frá því hvemig þetta kom til og hvern- ig dvölin var. Ólafur Mixa læknir, sem er sérfræð- ingur í heimilislækningum, var lækn- ir um borð í 75.000 tonna skemmti- ferðaskipi sem siglir um Karíbahaf. Skipið sem Ólafur var á er i eigu norsks skipafélags og er hefð fyrir því að læknarnir um borð séu frá Norður- löndum. En hvemig kom til að Ólafur fór að vinna á skemmtiferðaskipi? „Við vomm nú fjórir héðan frá ís- landi sem fómm að vinna hjá skipafyr- irtækinu. Við vorum tveir á skipinu sem ég var á en hinir tveir fóm á ann- að skip. Við heyrðum um þetta frá ís- lendingi sem var að vinna í Noregi. Það er ekki óalgengt að menn sæki um þetta þar en erfiðara er að fá vinnuna. Skipafélagið sækist eftir læknum með góða menntun og góða reynslu. Af okk- ur fjórum sem fórum héðan em þrír sérfræðingar í heimilislækningum. Skipafélagið sækist eftir því að menn séu annaðhvort með þekkingu í heim- ilislækningum eða lyflækningum," segir Ólafur. „Það sem kom mér einna helst á óvart er stærðin á skipinu. Þrátt fyrir að skipið sé 75.000 tonn varð ég mjög hissa þegar ég kom um borð. Skipið er eins og stóm blokkimar uppi í Breið- holti. Sem dæmi get ég nefnt að sund- laugin var á 12. hæð. Þarna eru versl- anir, sundlaug, veitingastaðir, kvik- myndahús og spilavíti. Þarna er hægt að vera að gera eitthvað allan sólar- hringinn ef fólk hefur áhuga. Þjónustan er mjög góð og geta far- þegamir fengið nokkurn veginn allt sem þeir vilja. Fólk getur ekki ímyndað sér stærðina á þess- um skipum. Þama era 2500 farþegar og um 850 í áhöfn - ámóta margir og búa í Borgamesi. Skipið siglir um Karíbahafíð og er stoppað á mörg- um eyjum á svæðinu. Fólk fer í land og það helsta er skoðaö á hveijum stað. Skipið er ekki ailan tímann á siglingu því stór hluti af þessu sporti er að heimsækja eyj- amar á hafmu,“ segir Ólafur. „Það er misjafn- lega mikið að gera en þar sem ég var á styttri leiðum var minna um að vera. Fólk harkar meira af sér og lætur líta á sig þegar það kemur í land. Alltaf var þó eitthvað um að vera því ýmislegt getur gerst þegar svona margir eru saman- komnir. Á styttri leiðunum em farþeg- amir almennt yngri heldur en á lengri leiðunum og virðast siglingar vera að aukast hjá yngra fólki. Yngra fólkið er almennt heilsuhraustara en þeir sem eldri em. Ég tók eftir því að þetta er vaxandi iðngrein. Skipin em einnig að verða stærri og stærri." Ólafur Mixa á læknastofu sinni. Kominn aftur á gamla staðinn eftir ævintýri í Karíbahafinu. Hér er Ólafur Mixa í fullum skrúða. Einkennisbún- ingurinn er öðruvísi en við eigum að venjast á lækn- um hér á landi. „Aðstaðan um borð var mjög góð og hægt að segja að þarna hafi í raun verið lítill spítali. Hægt er að sinna nokkurn veginn öllu sem getur komið upp í svona ferð. Við geram samt ekki aðgerðir nema í algjörum neyðartilvik- um. Skipafélagið vill það ekki. Við stoppum oft og er þá fólki sinnt á sjúkrahúsum viðkomu- staðanna eða að þyrla er pöntuð sem flytur sjúk- linga á sjúkrahús. Við vorum tveir, læknamir, og ráðið er í stöðumar 3 mánuði í senn. Einnig eru þrjár hjúkrunarkon- ur, tvær frá Norðurlönd- um og ein frá Bandaríkj- unum. Alltaf koma samt upp ýmisleg neyðartil- vik sem bregðast verður fljótt við. Á þeim tima sem ég var þama varð m.a. eitt dauðs- falf vegna dmkknunar og gátum við ekkert gert í því. Þetta er ekki frí fyrir okkur heldur getur þetta þvert á móti verið hörkuvinna. Sumir dagar gátu samt verið mjög rólegir meðan aðra daga var endalaust eitthvað um að vera. Þetta kom í skorpum." Aðspurður hvort hann ætli að gera þetta aftur segir Ólafur það geta vel komið til greina. „Þessi skip era heil veröld út af fyrir sig. Þama er fólk af sextíu þjóðernum og sumir mjög efnað- ir og vilja láta dekra við sig. Flestir far- þegamar era samt ósköp venjulegt fólk sem er að leita að þægilegu sum- arfríi. ímyndin sem fólk hefúr af svona skipum er að þetta séu fljótandi elli- heimili en það er að breytast. Ný skip era tekin í notkun í hverri viku og dagskráin miðast orðið meira og meira við áhugamál yngra fólk og fjölskyldu- fólks. Á skipinu sem ég vann á var mikið um fjölskyldufólk og mikið um að vera fyrir börnin. -ES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.