Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999
Fréttir
sandkorn
Brúökaup aldarinnar í Viöeyjarkirkju á morgun:
Gullbaldyraður skaut-
búningur á 2,5 milljónir
- og þjóöbúningur karla þar sem hnapparnir kosta hálfa milljón
Skautbúningur sem kostar í það
minnsta 2,5 milljónir króna mun
prýða brúðina Margréti Ragnars-
dóttur í Viðey á morgun. Þá ganga í
heilagt hjónaband í Viðeyjarkirkju
þau Magnús Steinþórsson gullsmið-
ur og fyrrum hóteleigandi á
Englandi, sem er 50 ára í dag, og
Margrét, 46 ára, sem er einn fjög-
urra eigenda enska blaða- og tíma-
ritadreifingarfyrirtækisins MMC,
Magazine Marketing Company, sem
veltir 12 milljörðum króna á ári.
Magnús gengur að altarinu í ís-
lenskum þjóðbúningi karla - en lát-
únstölurnar eru horfnar. Sem sann-
ur gullsmiður notar hann gull-
hnappa sem hann smíðaði sjálfur.
Hver tala kostar 25 þúsund krónur
og tölurnar í flíkina trúlega um
hálfa milljón króna.
Kampavíni smalað
Athöfnin í Viðeyjarkirkju hefst
klukkan 11 í fyrramálið. Séra Jón
Baldvinsson, sendiráðsprestur í
London, gefur brúðhjónin saman,
en hann er þeirra sóknarprestur.
Hann mun tala á ensku og íslensku
til skiptis. Þau hjón búa í
Wimbledon en eiga auk þess glæsi-
lega þakíbúð við Pósthússtræti sem
þau hafa standsett að undanfornu.
Til landsins eru komnir fjölmarg-
ir gestir, flestir úr blaða- og tíma-
ritabransanum, útgefendur, eigend-
ur og ritstjórar, sem Margrét á við-
skipti við í starfi sínu. Þetta er þotu-
lið sem á mikla peninga og lifir í
samræmi við það.
Magnús vill veita vel í brúðkaupi
þeirra hjóna en lenti í ógöngum þeg-
ar kaupa átti kampavínið. Hundrað
flöskur voru ekki til á lager og
þurfti að skrapa saman í Ríkinu
víða um land. Boðið verður upp á
glæsilegt hlaðborð í veitingahúsinu
í Viðey eftir athöfnina í kirkjunni
og borðvín af ýmsu tagi.
Þúsund tíma verk
„Ég gæti trúað að búið sé að
vinna í rúmlega þúsund tíma við
flikina og verkið hefur staðið síð-
ustu sex mánuði meira og minna,“
sagði Elínbjört Jónsdóttir, kaup-
maður í Gallerí Fold, í gær. Hún
hefur stjórnað verkinu eins og her-
* *, <
Þau Magnús Steinþórsson og Margrét Ragnarsdóttir skoðuðu í gær brúðarskartið hjá Elínbjörtu Jónsdóttur sem
stjórnaði saumaskapnum. Margréti leist að vonum vel á flíkina sem kostar á þriðju milljón króna. DV-mynd E.ÓI.
erlendis frá og voru flestir
komnir til landsins í gær.
Magnús fór ásamt enskum
gestum í Esjugöngu i gær
og komust þeir í hann
krappan, lentu í sjálfheldu í
fjallinu. Magnús segist hafa
hangið á fingurgómunum
utan í klettabelti þegar
GSM-síminn hringdi og
hann svaraði samt. „Mér
varð nú ekki um sel, við
vorum í hættu staddir en
tókst að fikra okkur burt
frá þessu. Það munaði engu að ekk-
ert yrði brúðkaupið. Loks tókst mér
að stynja upp að við ættum að reyna
að hypja okkur niður,“ sagði Magn-
ús
„It¥s a jolly good idea, Magnus,“
segir Magnús að vinur sinn hafi
sagt af alkunnri enskri rósemi hug-
ans. -JBP
Gullhnapparnir á ermum skautbúningsins eru mikil listasmíð.
foringi. Móðir hennar, Elín Jóns-
dóttir í Kópavogi, vann lengi að
gerð þjóðbúninga, en hún var kenn-
ari við Heimilisiðnaðarskólann.
Sniðin að búningi Margrétar eru frá
henni komin. Inda Benjamínsdóttir
baldýraði með gullþræði framan á
boðunga og ermar, geysivandasamt
og seinlegt verk, Guðrún Edda Bald-
ursdóttir saumaði út neðan á pils og
í slæðu, Guðbjörg Inga Hrafnsdóttir
vann alla kniplinga og Oddný Krist-
jánsdóttir og Guðrún Hildur Ros-
enkjær saumuðu búninginn.
í sjálfheldu í Esjunni
Von er á 150 gestum til giftingar-
innar í Viðey. Margir þeirra koma
Hópur fjárfesta:
Kaupir þrjá
þýska togara
Hópur fjárfesta, bæði innlenda
og erlenda, undir forystu Björns
Sigurðssonar í Þýskalandi hefúr
keypt þrjá togara frá skipasmíða-
stöð'í þar í landi í þeim tilgangi að
endurselja þá. Togararnir eru
rúmlega fjögurra ára gamlir og
voru smíðaðir fyrir aðila í Afríku
sem ekki tókst að greiða þá. Togar-
arnir eru ekkert notaðir en smíð-
aðir sérstaklega fyrir Afríkuveið-
ar. Þeir eru 26,37 og 40 metra lang-
ir og með frystitækjum um borö.
Búið er að láta skoða þá en ýmsar
breytingar þarf að gera, eins og að
skipta um vél.
Björn sagði í samtali við DV að
umræddur hópur manna væri stór
en ekki væri endanlega búið að
ganga frá öllum endum varðandi
við kaupin. Skipin væru í skver-
ingu og líklega færu þau til Afríku.
Þyrfti að breyta þeim talsvert mik-
ið ef þau ættu að nýtast hér á landi.
Björn sagði þessi viðskipti
áhættusöm en geta gefið ágætlega
í aðra hönd ef vel gengi. Áhættan
fælist hins vegar í því að afrisk
fyrirtæki ættu oft í erfiðleikum
með að borga reikninga sína.- EIS
698 króna skuld í Kópavogi:
Hótað að selja húsið
nauðungarsölu
Hjón sem keyptu
fasteign í Kópavogi í
apríl í vor fengu í síð-
ustu viku hótun um
að húsið þeirra yrði
selt nauðungarsölu til
lúkningar á van-
goldnu skipulags-
gjaldi að upphæð 698
krónur. Ari Magnús-
son, kaupmaður í
Antikmunum á
Klapparstíg, sagði að
hann og Kolbrún
Hulda, kona hans,
hefðu í fyrstu haldið
að þetta væri eins
konar „velkomin í
Kópavog" en svo
reyndist ekki. Hann
segir að svona hótun
sé hvimleið og að þau
hafi hrokkið við.
Skuldin var þannig
tilkomin að greitt
Ari Magnússon í Antikmunum - hrökk við þegar hann fékk bréf
þar sem tilkynnt var að selja ætti nauðungarsölu nýkeypt hús
vegna 698 króna skuldar sem hann vissi ekki af.
hafði verið skipulags-
gjald við flutninginn í
nýja húsið, rúmar
fjörutíu þúsund krónur.
Greiðslan barst of seint
og eftirstöðvar urðu 696
króna höfuðstóll og 2
króna vextir.
„Það er leiðinlegt að
hafa sent fólkinu þetta
bréf og ég skil það vel
að fólki er ekki vel við
að fá svona nokkuð í
póstinum, en þetta
voru mistök og ég hef
beðist afsökunar á
því,“ sagði ívar Páll
Bjartmarsson, starfs-
maður sýslumanns-
embættisins i Kópa-
vogi. Hann segir að
auðvitað innheimti
embættið á ljúfari nót-
um en þetta þangað til
allt annað þrýtur. -JBP
Kosningaskjálfti
Taugaveiklun er sögð hafa
gripið um sig í herbúðum
Jónasar Þórs Guðmundsson-
ar, annars frambjóðandans í
fyrirhuguðum
formannskosn-
ingum í SUS.
Jónas og menn
hans töldu sig
eiga mikinn
stuðning úti á
landi en annað
mun hafa
komið í ljós.
Virðist sem
mótframbjóð-
andi hans, Sigurður Kári
Kristjánsson, sé mun sterkari
en gert hafði verið ráð fyrir.
Heyrst hefur að menn Jónasar
séu farnir að grípa til þess ráðs
að láta stuðningsmenn sína
mæta á alla stuðningsfundi hjá
Sigurði Kára úti á landi. í her-
búðum hins síðamefnda þykir
þetta bera vott um að Jónas sé
farinn að fyllast örvæntingu...
Súlumeyjar
Nokkur umræða hefur verið
um meinta ljósfælna starfsemi
sem á að þrífast i skjóli nektar-
dansstaða borgarinnar. í því
sambandi er
bent á nýlegt
lögreglumál
þar sem for-
stöðumaður
eins staðarins
og tvær dans-
meyjar sitja í
gæsluvarð-
haldi. Meyj-
arnar voru
eðlilega
vistaðar í kvennafangels-
inu í Kópavogi. í því sambandi
sögðu gárungar að ekki væri
nóg að hafa þar rimlana eina
heldur væri tilefni til að setja
þar upp súlu. Þá gætu meyjarn-
ar í það minnsta haldið sér við...
Engin notkun á viti
Umræðan um
kamphylobakt-
er og óþrifnað
á kjúklingabú-
um varð
Ragnari Inga
Aðalsteins-
syni tilefni
til þessara
limrusmíða:
Það greip um sig heiftúð og
hiti
sem hindraði notkun á viti,
þó er umræðan öll,
bæði andrík og snjöll,
en ber keim af kampylosmiti.
Björgun?
Mörgum Isfirðingnum svíður
nú þegar Olíufélagið hefur selt
28% hlut sinn í Básafelli til Guð-
mundar í Rifi. Ekki er það
vegna þess að
þeir sakni Geirs
Magnússonar
og félaga svo
mikið eða
vegna þess að
þeim sé illa við
Guðmund
heldur eru
þeir margir
minnugir
þess að þ(
kvótinn var seldur fyrir þremur
vikum var haft eftir Olíufélags-
mönnum að það yrði hreinlega
að gera til aö bjarga félaginu og
um leið landvinnslunni. Lítið
verður nú um bjögunaraðgerðir
af hálfu olíugreifa enda sitja
þeir ekki lengur í stjórn félags-
ins. Óttinn er enn til staðar
vestra þó stöðunni i bókhaldinu
á Suðurlandsbraut kunni að
hafa verið bjargað fyrir hom...
Umsjón: Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkom @ff. is