Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Page 8
8 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 jD"V <&lönd stuttar fréttir Rússar nálgast Grosní Rússneskir hermenn réöust í gær á bæinn Goragorskí í Tsjetsjeníu sem er 15 km fyrir vestan höfuöborgina Grosní. Gíslar látnir lausir Mannræningjar í Abkazíu í Georgíu hafa nú látiö lausa alla sjö starfsmenn Sameinuðu þjóö- anna sem þeir tóku í gíslingu á miðvikudaginn. Kenneth Starr hættir Óháöi saksóknarinn Kenneth Starr, sem eyddi 5 árum og 47 milljónum dollara í rannsókn á málum Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, ætlar að segja af sér innan tíðar. Þakkar fyrir gæslu Bill Clinton Bandaríkjaforseti þakkaöi í gær lífvörðum sínum þegar hann opnaði nýjar aðalstöðvar leyniþjónust- unnar. Þakkaði Clinton lífvörð- unum fyrir að gæta hans, eig- inkonunnar Hillary og Chelsea, dóttur þeirra, allan sólarhring- inn. Talsverð spenna hefúr verið milli forsetans og lífvarðanna í Hvíta húsinu. Er Clinton sagður hafa reiðst þeim oft fyrir að hafa greint fjölmiðlum frá rifrildi hans við Hillary. Irish coffee hollt Blanda af áfengi og kaffi, eins og í irish coffee, dregur úr skaða eftir heilablæðingu. Þetta er nið- urstaða rannsókna James Grotta, prófessors í taugasjúkdómafræði, í Houston í Texas. Blönduna á að drekka innan tveggja klukku- stunda eftir blæðinguna. Listi Schindlers Þýskt dagblað kvaðst í gær hafa undir höndum skjöl þýska kaupsýslumannsins Oskars Schindlers, þar á meðal uppruna- legan lista með þeim 1200 gyðing- um sem hann bjargaði frá dauða. 69 urðu fyrir geislun Japönsk yfirvöld segja nú að 69 en ekki 49 hafi fengið geislun í kjarnorkuslysinu fyrir tveimur vikum. Grænfriðungar telja að mörg hundruð hafi skaðast. Ættleiöing á Netinu Yfirvöld í Derbyskíri á Englandi hafa á Netinu auglýst íjórar systur til ættleiðingar. Heimta umbætur Alþjóðleg samtök frjálslyndra kaþólikka, sem funda í Róm, krefjast i opnu bréfi til Jóhannes- ar Páls páfa að kaþólsku kirkjunni verði ekki stýrt jafnmik- ið ofan frá eins og nú er. Frjálslyndir vilja jafnframt að bann við getnaðarvörnum, hjónabandi presta og kvenprest- um verði endurskoðað. Ruglaðir skriffinnar Svíar eru vissir um að skriöinn- ar Evrópusambandsins séu orðnir ruglaðir. SkrifTmnamir vifja láta þýða sænsk staðarheiti á ensku fyrir ferðamenn vegna menningar- sögu heitanna. Svíar óttast til dæmis að flugvöllurinn Vetlanda fái þá nafnið Know Landing. Milljarður dollara Lóftárásir Bandaríkjamanna og Breta á írak, sem gerðar eru til að hrekja Saddam Hussein for- seta frá völdum, kosta um 1 millj- arð dollara á ári. Byrgi Hitlers fundið Byggingarverkamenn fúndu af tilviljun leifar byrgisins í Berlín þar sem Adolf Hitler og Eva Braun sviptu sig lífi 1945. Eignir Bhutto og Sharifs frystar Seðlabankinn í Pakistan skipaði I gær öllum fjármálastofnunum að frysta reikninga hundraða stjóm- málamanna, þar á meðal Nawaz Sharifs forsætisráðherra, sem rænd- ur var völdum, og Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Seðla- bankinn fékk lista frá herstjórninni með nöfnum um 400 til 500 stjórn- málamanna og sendi hann áfram til banka og annarra fjármálastofnana. Herstjómin lýsti yfir herferð gegn skattsvikurum í gær. Gagn- rýnendur stjómar Sharifs og fyrir- rennara hans, Bhutto, höföu kvart- að undan því að þau legðu háa skatta á fátæklinga en skytu sér sjálf undan því að greiða skatta. Innan við 2 prósent Pakistana greiða tekjuskatta. Sharif og Bhutto, sem bæði em í góðum efnum, era sökuð um að hafa greitt aðeins um 220 dollara í tekjuskatt á ári. Talsmaður Hvíta hússins í Was- hington, Joe Lockhart, sagöi í gær að Pervez Musharraf hershöfðingi hefði ekkert látið uppi um hvort eða hvenær borgaralegri stjóm yrði komið á í Pakistan er hann ræddi við sendiherra Bandaríkjanna í Pakistan, William Milam, í gær. Milam ræddi í tvær klukkustundir við Musharraf en varð einskis vís- ari. Musharraf var sagöur myndu gera kunnugt í dag hverjar fyrirætl- anir hans væra. í gær hóf hins vegar hershöfð- inginn að skipa herforingja í ýmis mikilvæg embætti. Það þótti benda til að öll von væri úti um að lýð- ræði yrði komið á í Pakistan í nán- ustu framtíð þrátt fyrir þrýsting erlendis frá. Samkvæmt heimildum leyni- þjónustumanna tók Musharraf ákvörðun um valdaránið eftir að hafa i tvo daga reynt að fá þingið til að hrekja forsætisráðherrann frá völdum með atkvæðagreiðslu. Hún hefði átt að fara fram í gær þegar þing átti að koma saman. Sharif var hins vegar steypt af stóli síðastliðinn þriðjudag. Þykir víst að Musharraf ætli að skipa nefnd sem kanna á meinta misbeitingu valds hjá stjórn Sharifs. Sjálfur hafði Sharif, sem komst til valda fyrir tveimur ár- um, sakað fyrirrennara sinn og að- alkeppinaut, Benazir Bhutto, um spillingu. Bhutto er nú í útlegð í London. Tugir særðust í Kosovo í gær er friöargæsiuliðar reyndu að stöðva þúsundir Albana í bænum Kosovoska Mitrovica sem reyndu að komast yfir í bæjarhluta Serba. Albanskir mótmælendur réðust upp á brú yfir á sem skiptir bænum. Hópur friðargæsluliða stöðvaði einnig fjölda Serba sem safnast hafði við hinn enda brúarinnar. Símamynd Reuter Læknar án landamæra friðarverðlaunahafar Samtökin Læknar án landamæra hljóta friðarverölaun Nóbels í ár fyrir brautryðjandi mannúðarstörf í mörgum heims- álfum, að því er sagði í yfirlýsingu friðarverðlaunanefndarinnar í Ósló í gær. Formaður nefndarinn- ar Francis Sejersted sagði að Læknar án landamæra hefðu átt þátt í að skapa andstöðu gegn mis- beitingu valds og ofbeldi. Það var hópur franskra lækna sem stofnaði samtökin 20. desem- ber 1971. Samtökin voru stofnuð þar sem alþjóðleg hjálp er ekki alltaf nægjanleg og beinist ekki alltaf að þörfum fólks á átakasvæð- um. Yfir 2 þúsund sjálfboðaliðar starfa í samtökunum í yfir 80 lönd- um. Veita þeir oft neyðarhjálp áð- ur en aðrar hjálparstofnanir koma á vettvang. Með því að taka minna tillit til alþjóðlegra og innlendra James Orbinski, forseti samtakanna Læknar án landamæra. Símamynd Reuter laga og takmarkana hefur Lækn- um án landamæra tekist að koma til aðstoðar á undan öðrum. Sam- tökin vilja ekki vera þögulir hjálp- arstarfsmenn heldur vekja athygli á ómannúðlegum stríðsrekstri. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði friðarverðlaunin heið- ur fyrir Frakkland. Hrósaði Chirac sjálfboðaliðunum fyrir störf þeirra. „Þetta er heiður fyrir Frakldand og umfram allt viöur- kenning til þeirra karla og kvenna sem, oft við dramatískar og lífs- hættulegar aðstæður, veita þeim sem þjást hjálp og stuðning,“ sagði forsetinn. Forseti læknasamtakanna, James Orbinski, kvaðst vona að heiðurinn sem samtökunum væri sýndur ógnaði ekki sjálfstæði þeirra. Hann lagði þó áherslu á að verðlaunin vektu athygli á þeim jarðarbúum sem gleymdir væru. Chris Patten strikaður út af gestalistanum | Síðasti landstjóri Breta í Hong s Kong, Chris Patten, er ekki á listanum yfir boðsgesti í veislu sem El- ísabet Englands- drottning held- ur í tilefni opin- berrar heim- sóknar Jiangs Zemins Kínafor- s seta til Bretlands í næstu viku. j Breskir íjölmiðlar greina frá því | að öðram háttsettum Bretum, | sem tengjast Hong Kong, hafi verið boðið til veislunnar. Talsmenn breska utanríkis- ráðuneytisins segja að þar sem S Patten sé einn af framkvæmda- I stjóram Evrópusambandsins hafi s hann ekkert með heimsókn Ji- j angs að gera. Fullyrt er að stjóm- ; arerindrekar vilji ekki að gömul | deila milli Pattens og kínverskra í yfirvalda skyggi á heimsóknina. ! íslendingar með lengstan vinnu- tíma í Evrópu í nýrri könnun Evrópusam- bandsins kemur fram að íslend- ' ingar eru með lengstan vinnu- tíma Evrópuþjóða. Þeir vinna að ! meðaltali í 49,5 klukkustundir á ; viku en Norðmenn, sem era með | stystan vinnutíma, 39,7 stundir. J íslendingar eiga einnig metið í ; barnsfæðingum utan hjóna- 3 bands, 65 prósent, og þeir eiga | einnig flest böm, 2,04 á mann. Meðal-Evrópusambandskarl- inn er 177,5 sentímetrar að hæð og vegur 72,6 kíló. Meðalkonan er 165,5 sentiimetrar að hæð og veg- ur 59,4 kíló. Hollendingar eru hæstir vexti ásamt Dönum og 3 Þjóðverjum. Lúxemborgarar era / feitastir með Þjóðverja og Aust- urríkismenn á hælunum. Lúxem- borgarar drekka mest eða 14,5 lítra af hreinu alkóhóli á ári. Norðmenn drekka minnst, ekki nema 4,8 lítra. Franskar konur I verða allra kerlinga elstar. Með- I allífslengd þeirra er 82,1 ár. | Sænskir karlar lifa lengst eða | 76,7 ár. Verstu bilstjóramir í Evrópu er Portúgalar og Grikkir. Þeir siðamefndu reykja tvöfalt meira en meðal Evrópubúinn, alls 3020 í sígarettur á ári. Svíar og Finnar 1 era neðstir á reykingalistanum með 900 sígarettur á ári. Poul Nyrup gagnrýndur í Færeyjum Poul Nyi-up Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sætti ; harðri gagn- rýni á lögþing- inú í Færeyj- um í gær þeg- ar umræður fóra fram um sjálfstæðis-á- ætlanir lands- stjómarinnar. Petur í Grund, leiðtogi Sjálf- stjórnarflokksins, sagði að danska stjómin hefði blandað sér |í í umræðuna á röngum tíma með því að ítreka yfirlýsinguna um að slíti Færeyingar ríkjasam- bandinu skuli þeir ekki reikna meö að dregið verði úr fjárhags- 3 stuðningi til þeirra á löngum ; tíma. í færeysku hvítbókinni er ; gert ráð fyrir aö stuðningur verði ; minnkaður smátt og smátt á 15 3 til 20 áram. Kanadískur prófessor í ríkis- J rétti, Barry Bartman, bendir á það ; í blaðinu Dimmalætting að tillaga | Nyraps líkist tillögu færeyskra ; jafnaðarmanna um sjálfstjórn. ; Segir Bartman fáheyrt að stjóm | Danmerkur skuli tala máli stjóm- * arandstöðunnar í Færeyjum. Fær- eyskir jafnaðarmenn segja Nyrap | hafa rétt til að tjá sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.