Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 I>"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við pá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Samviskan friðuð Vesturlönd hafa alltaf haft samviskubit gagnvart þróun- arríkjunum og þess vegna telja þau nauðsynlegt að friða samviskuna með einhverjum hætti. Þróunaraðstoð Vest- urlanda er sem regluleg skriftaganga til að fá syndaaf- lausn og sálarfrið. í krafti fjármagns - fjárausturs - reyna auðugustu ríki heims að kaupa sig frá syndinni, líkt og kristnir menn trúðu að hægt væri að gera fyrr á öldum. í júní síðastliðnum ákváðu leiðtogar sjö helstu iðnríkj- anna að afskrifa allt að þriðjung skulda þróunarríkj- anna. Þar með var samviskan friðuð tímabundið að minnsta kosti. íslendingar eru, líkt og aðrar vestrænar þjóðir, plagaðir af samviskubiti gagnvart fátækari lönd- um heims. Þess vegna hefur verið ákveðið að taka þátt í HlPC-átakinu svokallaða, sem Alþjóðabankinn og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hrundu af stað árið 1996. HIPC- átakið felst í niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims og er áætlað að hlutur íslands verði um 200 milljónir króna. í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins síðast- liðinn fimmtudag segir að markmið átaksins sé að rjúfa þann vítahring sem þróunarríkin eru í vegna skulda- söfnunar og gera um leið frekari þróunaraðstoð mark- vissari. Á fundi þróunarmálaráðherra Norðurlanda sama dag kom fram að öll löndin standi að átakinu. í áð- urnefndri fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins seg- ir: „Ráðherrarnir voru einhuga í stuðningi sínum við átakið til að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims og fögnuðu því að aðstoð við þróunarríki nyti meiri og vax- andi stuðnings. Þeir voru bjartsýnir á að þjóðum heims tækist að fjármagna HlPC-átakið og lögðu í því sambandi áherslu á það fordæmi sem Norðulöndin gæfu með sinni þátttöku. Þau hafa öll afráðið að standa skil á sínum hlut og vel það. Þannig geta Norðurlöndin beitt önnur iðnríki þrýstingi til að leggja sitt af mörkum til átaksins. Fram kom á fundinum, að ástæða væri til að vera á varðbergi gagnvart því, að framlög til átaksins gætu hugsanlega bitnað á annarri þróunarsamvinnu.“ íslendingar ætla því að taka fullan þátt í því að kaupa sig frá syndinni og vandamálum, líkt og aðrar þjóðir hins vestræna heims. Firring Vesturlandabúa er orðin svo mikil að þeir trúa því sjáifir að sé peningunum hent á vandann leysist hann af sjálfu sér eða að minnsta kosti plagi þá ekki daglega. Staðreyndin er sú að niðurfelling á skuldum skiptir þróunarlöndin litlu eða engu þegar til lengri tíma er lit- ið, en virkar eins og deyfilyf á sjúkling sem enga lækn- ingu fær þó hún sé fyrir hendi. Opinber fjáraustur Vest- urlanda undir flaggi þróunaraðstoðar hefur oftar en ekki verið étinn upp af siðblindum embættismönnum fátækra ríkja. Vesturlönd fóðra feita embættismenn á meðan þjóðir þeirra svelta heilu hungri. Eina raunverulega þróunaraðstoðin, sem efnameiri ríki heims geta veitt hinum fátækari, er að stunda opin og frjáls viðskipti. Þannig skiptir það t.d. miklu meira máli fyrir þróunarríkin að geta stundað útflutning á landbúnaðarvörum til Vesturlanda en að þiggja brauð- mola sem detta af hinu vestræna borði. Með viðskipta- hindrunum hafa þróunarlöndin verið gerð að þurfaling- um sem eiga litla möguleika til framþróunar og hagvaxt- ar. Við íslendingar höfum lítinn áhuga á að stunda frjáls viðskipti, allra síst með landbúnaðarvörur. Á meðan sveltur almenningur í fátækustu ríkjum heims en íslend- ingar borða sig sadda af rándýru grænmeti. Óli Björn Kárason Evrópa alls staðar á dagskrá Með tilkynningu framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins um að rætt verði við tólf ríki á næsta ári um inngöngu í sambandið, auk Tyrklands, sem boðið er til við- ræðna með skilyrðum, er formlega hafið ferli sem mun hafa meiri áhrif á stjórnmál Evrópu næstu ár en líklega nokkuð annað. Ef öll 13 ríkin ganga í sambandið verða inn- an þess 28 ríki með 560 milljónir íbúa. íbúafiöldinn verður þá tvö- faldur á við Bandaríkin og efna- hagsmáttur ESB og þýðing sam- bandsins í alþjóðaviðskiptum miklu meiri en Bandaríkjanna. í tvær áttir í senn Deilur um framtíð Evrópusam- bandsins hafa löngum staðið á milli dýpkunar á samvinnu og stækkunar sambandsins. Fram- kvæmdastjórnin, sem raunar hefur verið að missa völd og frumkvæði á síðustu árum, vill nú halda í báðar áttir í senn, því hún leggur einnig mikla áherslu á áframhaldandi dýpkun samstarfsins. Þama eru menn að grípa tækifæri sem skapast hefur vegna deilunnar um Kosovo og almenns ótta um enn frek- ari óstöðugleika á jöðrum Evrópusambandsins. Stækkun ESB er lykiU að friði, lýðræði og stöðug- leika í Austurhluta Evrópu og þá um leið lykillinn að öryggi, í víðtækustu merkingu þess hugtaks, fyrir Vestur-Evrópu. Ör dýpkun ríkjunum, binda þau við Vesturlönd og tryggja öryggi Vestur-Evrópu í fé- lagslegum og umhverfislegum skiln- ingi ekki síður en í hemaðarlegum. Meðal krafna á hendur Búlgörum er lokun hættulegra kjarnorkuvera og öll ríkin verða krafín um nána sam- vinnu gegn glæpastarfsemi, ólögleg- um innflutningi fólks, mengun nátt- úru og mannréttindabrotum. Kostn- aður Vestur-Evrópu við stækkun verður ærin, ekki síst vegna þess að Evrópusambandinu hefur ekki tekist að breyta eigin stefnu í landbúnaðar- málum og vegna þarfa á mikilli að- stoð við fátækustu héruð Austur-Evr- ópu. A la carte? Árekstrar á milli hugmynda um öra stækkun Evrópusambandsins og hug- mynda um áframhaldandi dýpkun samranans hafa leitt til tillagna um að aðildarríkjum sambandsins verði gefið talsvert svigrúm til að velja eina tegund samstarfs en sitja hjá í öðru. Menn benda á að ellefu ríki tóku upp Evruna en fjögur hafa enn ekki gert það þó flest bendi raunar til að þau geri það innan tíðar. Það eru hins vegar ýmiss konar vand- ræði við þessa leið. Eitt er að einstök svið samfélags- ins eru ekki einangruð hvert frá öðm. Þannig hafa reglur á sviði -félagsmála til að mynda áhrif á sam- keppnisstöðu atvinnulífs. Annað er að ákvarðanir teknar á einu sviði af þeim sem þar vinna saman geta haft mikil áhrif á öðru sviði og þá sem þar eru fyrir. Engu að síður bendir margt til að innan Evrópusam- bandins muni myndast kjarni og jaðarsvæði. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Fréttir af Evrópusambandinu snúast gjarnan um átök innan þess, spillingu, undarlegar reglugerðir og andstöðu einstakra ríkja við samstarf á tilteknum sviðum. Straumur frétta af vandræðum innan sam- bandsins hefur blindað marga fyrir þeim gífurlega ár- angri sem sambandið hefur náð á síðustu árum í að dýpka samstarf aðildarríkjanna. Með sameiginlegum gjaldmiðli er að þróast sameiginleg peningamála- stefna og samhæfð stefna í sífellt fleiri greinum efna- hags- og viðskiptamála. Samstarfið á sviði dómsmála, lýðréttinda og í mörgum greinum félagsmála verður líka nánara með hverju árinu. Þyngdarlögmálið hef- ur unnið með sammnaferlinu því með samruna á einu sviði og samstarfi á öðm er kallað á samvinnu í enn öðrum málum. Þótt verulegrar andstöðu gæti meðal almennings í flestum ríkjum Evrópu við ýmsa þætti samrunaferlisins hníga þannig sífellt fleiri rök innan stjórnkerfa og at- vinnulífs aðildarlandanna til aukinnar samvinnu og samhæfingar á öllum svið- um. íslensk einangrun? Sem stendur hlýtur staða íslands gagnvart sam- runaferlinu í Evrópu að teljast ásættanleg. Ríkin sem nú munu hefja viðræður við ESB eru öll í mun veik- ari stöðu gagnvart Evrópusamvinnunni og það sama má sumpart segja um þau ríki sem lengra em komin í viðræðum við bandalagið. Aðstæður breytast hins vegar ört í Evrópu og vel er hugsanlegt að EES-samn- ingurinn, sem ESB sýnir í hæsta lagi góðviljað áhugaleysi, verði ekki í mörg ár enn nothæf tenging við Evrópu. Pólitísk stækkun Það em líka fyrst og fremst ráðamenn í stjóm- kerfum og atvinnulífi um- sóknarlandanna 13 sem vilja aðild að Evrópusam- bandinu sem fyrst. Fylgi al- mennings við aðild hefur víða minnkað. Ein ástæða þess er vafalítið óþreyja, vonbrigði og tilfinning um höfnun af hendi Vestur- Evrópu. Vestan frá séð era rökin með stækkun líka nánast alfarið pólitísk. Menn vilja tryggja lýðræði og stöðugleika í nýfrjálsu „Straumur frétta af vandræðum innan Evrópusambandsins hefur blindað marga fyrir þeim gífurlega árangri sem sambandið hefur náð á síðustu árum í að dýpka samstarf aðildarríkjanna.“ skoðanir annarra______________________ Hætta í Pakistan „Valdarán hcrsins í Pakistan veldur óvissu í Suð- ■ austur-Asíu og öllum heiminum. Herforingjar, sem j kunna að vera hlynntir frekari átökum við Indland, j hafa rænt völdum i landi sem vopnað er kjarnorku- vopnum og með mörg stríð að baki. Þessi heimshluti j er skyndilega, eftir óstöðugar sættir milli Pakistans og 'Indlands, enn á ný orðinn einn hættulegasti staður ! heims. Bandaríkin og aðrar þjóðir verða að krefjast þess að herforingjamir tryggi öryggi Sharifs, komi j honum aftur til valda og virði frelsi Pakistana.“ Úr forystugrein New York Times 14. október. Leikur stjórnmálamanna j „Þegar hlustað er á öll lætin í kringum atkvæða- j greiðsluna um sáttmálánn um bann við kjamorku- vopnatilraunum mætti halda að kalda stríðið væri komið aftur, þó með flokkshollustu í fyrirrúmi sem | vanvirðir bæði sannleikann og hagsmuni þjóðarinn- | ar. Snemma á þriðjudaginn virtist allt benda til að sáttmálanum yrði hafnað. Ekki vegna þess að rétt sé að gera það heldur vegna þess að báðir aðilar sjá pólitískan ávinning í því að deila um málið. Repúblikanar vilja að Clinton tapi og Clinton vill geta sakað þá um að hafa hafnað sáttmálanum í stað þess að draga hann til baka og heyja baráttuna ein- hvern annan dag.“ Úr forystugrein USA Today 13. október. De Gaulle-æðið „Það hefur ríkt de Gaulle-æði í Frakklandi í haust. Pólitískir keppinautar berjast um að koma á framfæri stefnu hershöfðingjans. „Maðurinn sem sagði nei.“ Þannig hefur slagorðið hljómað undan- farna mánuði fyrir leiksýningu um líf Charles de Gaulles. Vandamálið I sambandi viö fortíðarþrána er að Frakkland þarf aðrar lausnir við árþúsunda- mótin en þær sem de Gaulle kynnti. Sterk þjóðernis- hyggja hans og andbandaríska stefna hæfa ekki efnahagsmálum heimsins nú.“ Úr forystugrein Aftenposten 14. október. !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.