Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 ilD'V’ ur svo góða útgeislun." Baneitrað samband á Njálsgötunni er saga um samskipti mæðgina. Unglingurinn Konráð er í hressi- legri uppreisn, heimurinn er að þyrma yfir hann og óhætt að segja að hann geri harða hríð að því að hafna gildismati móðurinnar og hanna sitt eigið. En er ekki sam- band þeirra mæðginanna heldur fjandsamlegt? „Þegar bókin kom út, man ég að einhverjum gagnrýnanda fannst þau orðljót og vond, en ég hef nú heyrt margt miklu, miklu verra frá unglingum til foreldra. En það er satt, þetta er grimmt. í byrjun vantar forsögu málsins. Kon- ráð er að hlaða upp og móðirin er komin á hárlosstigið. Við komum inn þar sem barátta þeirra er að ná hámarki.“ Börn og unglingar eru alltaf að reyna rammann Ég á dálítið erfitt með að sjá fyrir mér að unglingar tali svona við for- eldra sína, eins og Konráð gerir, dettur upp úr undirritaðri. Höfund- urinn skellir upp úr og horfir á þessa undirrituðu eins og hún komi frá óþekktri plánetu. „Ég held að börn og unglingar séu alltaf að reyna rammann,“ segir Auður, kveikir á nokkrum rauðum kertum til upplýsingar í skammdeg- inu um leið og hún bætir við, „og þegar við stöðvum þau ekki, gerum við þeim ógreiða vegna þess að sýn- anlegur og finnanlegur rammi er eins og gott rúm sem þú sefur í. Þú veist hvar þú ert staddur. Börn sem geta öskrað ókvæðisorð og fá engin viðbrögð vegna sænskrar uppeldis- og umburðarlyndisstefnu, upplifa það sem áhugaleysi og skynleysi frá umhverfinu. Þegar ég fór á æfinguna hjá Draumasmiðjunni, horfði ég á Draumasmiðjan í Reykjavík og Leikfélag Akureyrar: w Ohamingja er eðli æskunnar „Ég hef komið á eina æfingu. Það var eins konar undirbúníngsáfall. Ég ákvað að vera ekkert að þvælast fyrir leikhópnum, heldur treysta Gunnari, því ef ég treysti honum ekki þá er þetta ekki hægt,“ segir Auður Haralds rithöfundur en leikrit eftir hana verð- ur frumsýnt í íslensku óperunni inn- an tíðar. Hér er um að ræða „Baneitr- að samband á Njálsgötunni", leikgerð sem hún hefur skrifað upp úr sam- nefndri skáldsögu sinni fyrir Drauma- smiðjuna og leikstjórinn er Gunnar Gunnsteinsson. Auður hefur ekki áður skrifað leik- rit í fullri lengd, þótt hún hafi samið „sketsa“, þ.e.a.s. stutta leikþætti - lík- lega í hundraðavís. Sjálf átti hún ekki frumkvæði að því að gera baneitraða sambandið að leikriti, heldur var það leikstjórinn. „Mér hefði aldrei dottið þetta í hug,“ segir Auður og segist að- eins hafa skrifað uppkast að leikgerð- inni en síðan hafi útfærslan verið í höndum leikhópsins. Oft er það svo að þegar skáldsaga kemur út hefur höfundurinn sleppt af henni hendi fyrir fullt og fast og margir hverjir lesa ekki einu sinni bækur sínar eftir það. Þegar Auður er spurð að því hvort ekki hafi verið erfitt að sökkva sér aftur niður í ban- eitraða sambandið tfi að skrifa leik- gerð, svarar hún: „Mér finnst alltaf vont að rekja farin spor. Ég vil frekar vinna eitthvað ferskt. En þetta var nánast meinloka hjá Gunnari. Hann bjó hérna í húsinu á móti mér og var alltaf að koma yfir götuna á inniskónum. Þetta endaði með því að ég sagði: „Ef þú kemur yfir götuna á bláum sokkabuxum með pallíettum, þá skal ég gera þetta.“ Og gerði hann það? „Nei, hann hefur svikið mig.“ Hvers vegna léstu hann þá fá leik- gerðina? „Það var enginn friður fyrir hon- um.“ Orðljót otj vond? Nú getur oft reynst erfitt að skrifa leikgerð upp úr heilli skáld- sögu, það verður stanslaust að vega og meta hvað á að hafa með í leik- gerðinni og hverju á að sleppa. Hafðirðu frjálsar hendur um það val? „Ég veit eiginlega ekki hvort ég get orðað það svona: Bókin var svo vel skrifuð að þetta var nánast vél- ritunarvinna.“ Hvernig fannst þér að rifja upp kynnin við aðalpersónuna, Konráð, og hans langþjáðu móður? „Þetta er nú önnur tveggja bóka minna sem ég er ánægðust með, þannig að þetta var ekki svo slæmt. Ég er ánægð með þessa bók og það kom mér á óvart eftir þennan tíma.“ Sástu Konráð í nýju ljósi? „Nei. Síðan sá Gunnar um allt leikaraval, enda maður hæfari til þess en ég, og þegar ég svo sá dreng- inn (sem leikinn er af Gunnari Hanssyni), þá hefði ég valið hann sjáilf úr þúsund manna hópi. Það er svo gott í kringum hann. Hann hef- drenginn og móðurina; hann æstan, hana yfirvegaða og þá þyrmdi yfir mig. Ég vorkenndi svo börnunum mínum og öllum öðrum börnum, vegna þess að foreldrar eru alltaf meiri máttar. Við höfum valdið, vit- ið, stjómina og við eigum allt um- hverfi þeirra. Við eigum heimilið; börnin líta á það sem okkar og þau, ræflarnir, era valdalaus, eignalaus og hafa ekki einu sinni stjórn á eig- in lífi. Þau eru í rauninni ofurseld. Sterkasta dæmi um hvað börn era ofurseld er þegar þeim er misþyrmt, þau svelt eða pínd, en segja ekki neitt. Svo deyja þau. Það er sama mynd, bara miklu vægari, sem böm upplifa á heimil- um sínum í dag.“ Vanmáttur og uppreisn gegn yfirvalai Tove Ditlevsen gaf út æskuminn- ingar sínar sem skáldsögu. Þegar pabbi hennar las bókina, sagði hann: Ég vissi ekki að þú hefðir ver- ið óhamingjusöm sem bam. Þá þagði Tove dálitla stund, vegna þess að hún hafði ekki vitað það sjálf fyrr en hann las það út úr bókinni. Svo sagði hún: Ég held að öll börn séu óhamingjusöm vegna þess að það er eðli æskunnar. Og hvað hann Konráð varðar í Baneitruðu sam- bandi á Njálsgötunni, þá finnur hann tfi vanmáttar. Þar fyrir utan er hann á þeim aldri þar sem upp- reisn gegn yfirvaldi er eðlileg og móðirin er yfirvald." Vel á minnst, móðirin í verkinu. Hvernig stendur á því að hún lætur þetta yfir sig ganga? „Hvað á hún að gera? Skjóta drenginn? Hún bara berst við hann með hans vopnum og vopn unglinga eru ekkert geðug - og þeir taka því mjög illa þegar þau vopn era notuð gegn þeim sjálfum." Og þannig hefst leikritið um þau Konráð og mömmu hans; átökin eru grimm, hann er stundum þreytandi unglingur, hún er stundum þreyt- andi móðir, en það er ekki tekist á til einskis, því átökin era ein leið til skfinings. Sem fyrr segir er Gunnar Gunn- steinsson leikstjóri, leikmynd gerh' Vignir Jóhannsson, búninga hannar María Ólafsdóttir, lýsing er í hönd- um Ingvars Björnssonar og tónlist er valin og samin af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. Leikarar sýningarinn- ar eru Gunnar Hansson, Hfidigimn- ur Þráinsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir, Margrét Kr. Pétursdóttir, Sjöfn Ev- ertsdóttir og Sveinn Geirsson og veröm- leikritið sýnt jafnhliða í ís- lensku óperunni í Reykjavík - og á Akureyri. sús Leikstjórinn Gunnar Gunnsteinsson við hlið hins ódæla Konráðs sem Gunnar Hansson leikur. Aðrir í sýningunni eru Margrét Kr. Pétursdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir, Sjöfn Evertsdóttir og Sveinn Geirsson sem ekki var á æfingu þegar Ijósmyndara DV bar að garði. DV-myndir ÞÖK - Draumasmiðjan sviðsetur Baneitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds: verk sem fjallar um samskipti Konráðs, unglings í uppreisn, og máður hans og áhrifin sem viðhorf stráksins hafa á almenn samskipti hans við fólk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.