Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Page 23
JJA/ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
0ÍðsljÓS 23
■ ■
Olvunarakstur
Hasarkroppurinn og stórleik- •
arinn Jean-Claude van Damme
er í einhverju basli með að
halda sér edrú. Eins og menn
vita dreif hann sig i meðferð
fyrir tveimur árum en var ný-
lega handtekinn fyrir ölvun-
arakstur. Hann var hirtur á
Sunset Boulevard vegna þess að
lögreglunni þótti aksturslag
hans eitthvað skrikkjótt. Van
Damme hefur þegar verið
kærður og á að mæta fyrir rétt
29. nóvember.
Strákkvölin hefur greinilega
ekki fundið sinn botn.
Ekki að eilífu
Antonio Banderas, hið mikla
töfrabúnt úr The Mask of Zor-
ro, er farinn að hafa efasemdir
um samband sitt við leikkon-
una Melanie Griffith. í viðtali
við W-tímaritið segir hinn suð-
ræni hjartaknúsari að Melanie
sé yndisleg kona og hann sé
fullkomlega ástfanginn af
henni, en bætir við: „Ég myndi
ekki segja að við ættum eftir að
vera saman að eilífu."
Winona Ryder:
Haldin væntingaangist
Winona Ryder og Matt Damon
eru sögð afskaplega ástfangin og svo
vir'ðist sem þau ætli nú loksins að
fara að búa saman. Sagan segir að
þau hafi keypt sér virkilega smart
risíbúð í New York og séu þessa
dagana að koma sér þar fyrir.
Það er vonandi að þetta fari allt
vel hjá þeim vegna þess að telpan er
ekki sögð taka þvi með neinu æðru-
leysi þegar ástarsambönd hennar
klikka. Eftir að sambandi hennar
við Johnny Depp lauk um árið lét
hún leggja sig inn á geðdeild. „Ég
hélt ég væri að missa vitið,“ sagði
stúlkukindin seinna. Enda ekki
nema von vegna þess að hún var
greind með mjög alvarlegan sjúk-
dóm - væntingaangist - sem felur í
sér að hún á einhverja æskumynd
af því hvemig lífið og tilveran eigi
að vera. Hún var svo veik að vinir
hennar segja að hún hafi ekkert get-
að sofið. Það var svo að lokum vin-
kona hennar og meðleikkona úr
kvikmyndinni Mermaids, Cher, sem
tókst að lækna telpuna af þessum
hræðilega sjúkdómi með því að
segja henni að gleyma Depp.
Enn hefur ekkert frést af því hvað
Cher finnst um Matt Damon en um
leið og henni fer að þykja eitthvað
er víst að heimsbyggðin fær aö
frétta það. Cher hefur ekki mikla
stjóm á tungunni.