Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 25
33LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 Wlk 2 Endurfæddir mótorhjólamenn á næsta ári í langa reisu meö konuna en hún er aö hugsa um að taka próf líka." Lærði hjá Sigga Palestínu Þorsteinn Hjaltason Bljáfjallastjóri: „Ég lærði að hjóla hjá Sigga Palest- ínu en þurfti aldrei að taka próf. í þá daga fékk maður mótorhjólaprófið með bílprófinu. Ég tók öll þau próf sem hægt var að taka og meðal ann- ars ökukennarapróf. Ég kenndi þá líka á mótorhjól og notaði við það Dodge Vipon með hátalarakerfi til að segja þeim fyrir. Ég vann líka á verk- stæði lögreglunnar í Reykjavík frá 1957-68 og stalst oft til að prufukeyra hjólin meir en ég þurfti. Draumurinn um að kaupa hjól blundaði alltaf í mér og um haustið 1997 spurði Jón Hjartarson í Hús- gagnahöllinni mig hvort ég kæmi með honum hringinn ef hann keypti sér hjól. Ég játaði því og hann keypti hjólið en ég hafði hugsað mér að fá gamalt Harley Davidson lögregluhjól hjá vini mínum. Þegar ég fór að hugsa málið var eiginlegra sniðugra að kaupa það en hann vildi ekki selja þannig að ég keypti mér þetta Suzuki- hjól. Svona til að rifja upp kunnátt- una fórum við Jón með keilur á plan- ið hjá honum og æfðum okkur. Við konan fórum meöal annars hringinn á því í sumar og maður hefur svo sem skroppið á því öðru hvoru. Einu sinni þurfti ég að bregða mér búð- arferð til Akur- eyrar svo að ég fór á hjólinu. Hluti af sport- inu er líka að hugsa um hjólið og þrífa það en til þess að geta það þarf líka að keyra það og skíta það út. Draumurinn er svo að fara er- lendis á þvi ef að konan kem- ur með.“ -NG Dossi á lögreglumótorhjóli, líklega Harley 1948 módel, ásamt syni sínum, Einari Þorsteinssyni, forstjóra íslandspósts. Óðinn að leggja af stað í mánaðarhringferð 1974, stuttu eftir að hringvegurinn var opnaður. Óðinn við hjólið sitt sem hann notar mikið, Honda Shadow 600. Hvað er nú það? Er það einhver sértrúarflokkur? Nei, ekki er það nú alveg. Endurfæddir mótorhjóla- menn eru þeir sem áttu hjól fyrir mörgum árum, eignuðust síðan börn og buru og úti var ævintýri - alveg þangað til fuglarnir voru flognir úr hreiðrinu. Núna eiga þeir allt í einu pening og tíma til að leika sér með. Þá er hægt að láta draum- inn rætast sem blundað hafði í þeim allan tímann - að fá sér mótorhjól og byrja að purra aftur. Með fjölgun þessa hóps innan mótorhjólafjöl- skyldunnar hafa umræður kviknað um hvort hann sé valdur að fleiri slysum en aðrir. Samkæmt nýjustu tölum frá Bretlandi er svo ekki. Það eru 35% minni líkur, miðað við ekna kílómetra, að þú lendir í slysi ef þú ert endurfæddur mótorhjóla- maður og 25% minni líkur miðað við árið í heild. Þeir eru líka í minni hættu á að missa hjól- in sín á hlið- ina eða slasa sig og gera síður kröfu á tryggingafé- lagið. Sam- kvæmt bresku könn- uninni er end- urfæddur mótorhjóla- maður um 38 ára gamall, styttra en 12 mánuðir eru síðan hann byrjaði aftur að hjóla og minni hætta er á að þeir verði stoppaðir af lög- reglunni. Prófið hvorki fugl ná fiskur áður fyrr Skyldi það sama nú eiga við hér á íslandi? Fyrr í sumar var það í um- ræðunni að þessi hópur væri nokk- uö tjónfrekur og Bifhjólasamtök lýð- veldisins bentu á það. í Bretlandi eru þeir endurfæddu duglegir við að taka framhaldsnámskeið og hafa um það bil 20% þeirra farið í gegn- um slíkt. Fyrir það fá þeir líka lækkun á sínum iðgjöldum enda hafa kannanir sýnt að þeir sem fara á þessi námskeið séu í mun minni hættu að lenda í slysum en aðrir. Margir fengu í raun enga kennslu og fengu mótorhjólaprófið gefms með bílprófinu á meðan réttindalög- gjöfin var þannig. Þangað til fyrir nokkrum árum var mótorhjólapróf- ið þannig að viðkomandi tók 1-2 tíma hjá ökukennara og fór svo í próf sem hvorki var fugl né fiskur. Reyndar hefur mikil breyting orðið á síðustu árum og prófin oröið mun erfiðari og krefjandi. Við fengum nokkra endurfædda mótorhjóla- menn í viðtal og spurðum þá um þeirra reynslu af sportinu og hvað hafi orðið þess valdandi að þeir komu að því aftur. Tók sár frí í aldarfjórðung Óðinn Gunnarsson jámsmiður: „Ég tók prófið 1972 en hafði þá ver- ið á skellinöðrum síðan 1961. Fyrsta stóra hjólið var gamalt BSA en fyrsta alvöruhjólið var Triumph 500 Daytona sem ég notaði mikið. Ég þvældist um allt á þessu hjóli, fór Vestfirði og þá yfir Steingrímsfjarðar- heiði sem þá var bara varðaður veg- arslóði. Við fórum mikið saman, ég og Gústi (Ágúst Hálfdánarson í Gler- tækni). Eitt sinn ætluðum við í ævin- týraferð upp á hálendi og lögðum af stað á mánudegi. Við fórum upp að Illakamb og höfðum hugsað okkur að gista i gamalli rútu þar, sem notuð var sem gangnakofi. Um nóttina gerði svo ausandi rigningu þannig að allar ár fylltust og við vorum veðurtepptir fram á laugardag, þegar við náðum að komast yfir Skyndidalsá. Ég hætti svo að hjóla um það leyti sem fyrsti strákurinn fæddist 1976. Hann tók nú upp á því að kaupa sér mótorhjól í fyrravor og ég fór að stel- ast út á því. Svo vissi ég ekki fyrr en konan min, Auður Hallgrímsdóttir, keypti handa mér hjól í 50 ára afmæl- isgjöf. í sumar fór ég í styttri ferðalög með bömin en ég nota hvert tækifæri til að skreppa á hjólinu og fer oft á því í vinnuna. Draumurinn er að fara Þorsteinn, nú 63 ára, við stoltið mikla sem er Suzuki Intruder 1500,1998. Tækin eru tii sýnis á bílasölunni Braut. Sími 561-7510 HEKLA véladeild Laugavegur174 sími 569 5700 heimasíða www.hekla.is netfang hekla@hekla.is NOTUÐTÆKI EH-0399 CASE 580 traktorsgrafa.Árg. 1989, vst. 6500, 4x4,skotbóma, opnanlegframskófla, Ástand gott, nýsprautuð. Verð 1.000.000 + vsk EH-0599 CAT 438 traktorsgrafa. Árg. 1990, vst. 7300,4x4, skotbóma, opnanleg fiamskófla með göfflum, uppteknar bremsur, nýsprautuð. Verð 1.700.000 + vsk EA-0002, CAT 206 hjólagrafa. Árg. 1990. Vinnustundir 5000. Lagnir fyrir fleyg og / eða annan aukabúnað. Stuðningsfætur og tönn. Vélin er í mjög góðu ástandi. Verð 3.000.000 + vsk EH-0551 CASES80K traktorsgrafa. Árg. 1989, vst. 6500, 4x4, skotbóma, opnanleg framskófla, Ástand gott. Verð 1.000.000 + vsk EH-0034 Cat 428 traktorsgrafa Árg. 1988. Vst. 9.600 4x4 skotbóma, opnanleg framskófla. Vél í góðu ástandi. Verðl .200.000 + vsk EH-0662 Cat 438 traktorsgrafa Árg. 1991. Vst. 8.400 4x4, skotbóma, opnanleg framskófla. Vél í sérlega góðu ástandi Verð 1.700.000 + vsk EH-0763 Cat 436B,traktorsgrafa Árg. 1993 Vinnustundir 6000,4x4, skotbóma. Fast bachoe, opnanleg framskófla. Vélin er sem ný. Verð 2.800.000 + vsk EH-0833 Cat 438B traktorsgrafa Árg. 1993. Vst. 5.000 4x4 skotbóma, opnanleg framskófla Topp vél. Verð kr. 3.300.000. + vsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.