Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Page 26
26
%/aðan ertu?
LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1999
Benedikt Davíðsson er fæddur og uppalinn á Patreksfirði:
Samofinn atvinnu-
Iffinu frá bernsku
... í prófíl
- leikir barnanna drógu dám af atvinnulífinu, það snerist allt um báta
Benedikt Davíðsson þekkja
margir íslendingar af störf-
um hans fyrir verkalýðs-
hreyfinguna. Hann fœddist
árið 1927 á Patreksfirði og
átti þar flest sín bernskuár.
Benedikt ólst upp hjá for-
eldrum sínum, Davíð Davíðs-
syni, sem var sjómaður og
seinna bóndi í Tálknafirði
og sveitarstjóri, og Sigurlínu
Benediktsdóttur verkakonu.
Við tókum Benedikt tali og
fengum hann til að segja
okkur frá æsku sinni og
uppvaxtarárum á Patreks-
firði og hvaða stefnu líf hans
tók er hann fluttist þaðan.
Gekkst þú í skóla fyrir
vestan?
„Ja, það var nú stopult. Það var
að byrja skóli fyrir smákrakka
þama og var ég í honum ef frá er
skilið þegar ég var 10-14 ára. Við 14
ára aldur fór ég aftur á móti að
sýsla við það sem helst var um að
vera þarna, eitthvað tengt sjó og
físki. Þegar ég var svo um 18-19 ára
gamall fór ég til Reykjavíkur til
þess að læra húsasmíði og hef verið
hér síðan.“
Þú hefur þá gengið í Iðnskólann í
Reykjavík?
„Já, ég gekk í Iðnskólann og lauk
því námi árið 1949 og starfaði við
það í nokkur ár en var jafnframt
meira og minna að vinna að félags-
málum. Eftir nokkurn tíma festist
ég svo alveg í félagsmálastússinu."
Allt snerist um báta
Hvernig var svo bamæskan á
Patreksfirði?
„Hún var mjög skemmtileg að því
er mér fannst og ég held að hún hafi
verið mjög uppbyggileg að því leyti
að þó ekki hafi verið neinn leikskóli
eða slíkt var leikskólinn fjaran og
bátamir og að stússa 1 kringum
kallana sem voru með trillumar og
bátana. Maður var eiginlega samof-
inn atvinnulífinu strax frá bernsku
því þetta snerist eiginiega allt um
atvinnulífið. Þarna voru á þeim
tíma eins og víðast hvar á kreppuár-
unum allharkaleg átök í verkalýðs-
málunum. Það fór svo sem ekkert
fram hjá mér þó ég væri barn því að
foreldrar mínir vora mjög virkir í
verkalýðsmálunum. Ég kynntist því
Bíldudalur
Tálknafjöröur
Benedikt Davíðsson fer alltaf vestur á
upp gömlu tímana þar.
Auðvitað drógu leikir barnanna
dám af því umhverfi sem maður
lifði í, atvinnulífinu. Við vorum
fyrst og fremst að leika okkur með
báta og annað slikt. Það snerist allt
um báta.“
Kostur í okkar þjóðfé-
lagi að börn kynnist at-
vinnulífinu
Þú hefur væntanlega komið þér
upp fjölskyldu einhvem tímann á
lífsleiðinni?
„Já, það gerist eftir að ég er kom-
inn hingað suður. Þá gifti ég mig
konu sem var ættuð af Homströnd-
um, Guðrúnu Stígsdóttur. Við
byggðum okkur hús í Kópavogi og
eignuðumst fjögur böm. Þetta var á
þeim tíma þegar það var eins og að
leita að gulli að fá lóð í Reykjavík
þannig að við settmnst að í Kópa-
vogi og bý ég þar reyndar enn en
Guðný lést fyrir tæpum þrjátíu
áram. Eftir það eignaðist ég aðra
konu, Finnbjörgu Guðmundsdóttur,
og við komum upp þremur bömum
svo ég er bamakarl mikill."
Hvemig var fyrir bömin þín að
alast upp í Kópavogi miðað við þeg-
ar þú ólst upp á Patreksfirði?
fljótt þeim árekstram sem urðu
milli atvinnurekenda og verkafólks-
ins eða verkalýðssamtakanna. Það
hafði því mjög mótandi áhrif á flest
böm að alast upp við þessar aðstæð-
ur því lífið snerist mikið um þetta.
sumrin og segir uppbyggilegt að geta rifjað
DV-mynd Teitur
„Mín börn voru í allt öðru um-
hverfi heldur en ég var því í Kópa-
vogi var þá ekki mikið atvinnulíf
annað en þær húsbyggingar sem
menn vora að byggja yfir sjálfa sig.
Þau tengdust því ekki atvinnulífinu
með sama hætti og ég gerði þó að
þau færu að vísu mjög snemma út á
vinnumarkaðinn því eins og þá var
siður og er reyndar enn þá voru
böm alltaf að vinna á sumrin. Ég
held að það sé mikill kostur í okkar
þjóðfélagi að börn og ungmenni
kynnist atvinnulífinu, það þarf til
að koma undir sig fótum og verða
virkur aðili i þjóðfélaginu."
Þýðir ekki að vera með
neitt hálfkák
Þú hellir þér svo út í félagsmálin,
hvenær hófst það?
„Það byrjaði í Sjómannafélagi
Reykjavíkur. Þegar ég var í Iðnskól-
anum var ég svolítið að stelast á sjó-
inn annað slagið á togara og báta þó
ég væri í iðnnáminu. Ég fylgdist vel
með í Sjómannafélaginu en þar
vora mikil átök rétt fyrir 1950 milli
kommanna og kratanna. Þegar ég
var búinn með trésmíðanámið fór
ég að fylgjast með í Trésmiðafélagi
Reykjavíkur og var nokkuð virkur
þar. Á þessum tíma vann ég á stór-
um vinnustað þegar verið var að
byggja Áburðarverksmiðjuna og var
mikið rætt um kjaramál og pólitík.
Þetta varð svo til þess að þessi hóp-
ur varð allvirkur í stéttarfélaginu
og fór ég dálítið fyrir í þeim hópi.
Þessi hópur varð það virkur að
hann bakkaði upp nýja forystu í
Trésmiðafélaginu sem tók þar við
1953 og var ég þar í forystu og hef
verið síðan að miklu leyti.“
Og svo fórstu að starfa fyrir
Alþýðusamband íslands:
„Já, ég kom fyrst inn í mið-
stjóm þar árið 1958 og var þar
meira og minna í miðstjóm
allar götur til 1996 þegar ég
hætti sem forseti þar.“
Nú ert þú svo orðinn for-
maður Landssamtaka eldri
borgara:
„Já, það er rétt og í raun
era þetta afskaplega svipuð
verkefhi og ég hafði verið að
sinna í verkalýðsforystunni.
Það má segja að sú reynsla
sem ég bý að úr fyrra starfi
nýtist mér ágætlega í þessu
starfi. Svo er líka mikið af
fólki í þessum samtökúm sem
hefur mikla reynslu víða að
úr þjóðfélaginu, ekki bara úr
verkalýðsforystu heldur líka
úr atvinnurekendasamtökum,
embættismannasamtökum og
hingað og þangað að. Ég held
að þetta sé nokkuð góð blanda
hér, bæði þverpólitísk og
þverfagleg."
Ertu þá ekki nokkuð
ánægður í þessu starfi?
„Ég kann ágætlega við mig
í þessu starfi. Þetta er
nokkum veginn árátta þegar
maður hellir sér í þetta félags-
málastarf að annaðhvort sinn-
ir maður því af áhuga og er þá
á kafi í því eða gefur það al-
veg frá sér. Það þýðir ekkert
að vera með neitt hálfkák í
þessu.“
Að búa til stéttar-
félag
Hvað myndirðu nú segja að
væri það skemmtilegasta sem
þú hefúr fengist við?
„Það er nú kannski erfitt að
nefha það því hvert hefur sitt
ágæti. Þetta félagsmálastúss
mitt er nú að nokkru leyti til-
komið vegna þess að ég fatlað-
ist þegar ég var krakki. Ég
hugsa að ég hefði nú fest á sjónum
eða eitthvað við þann atvinnuveg ef
það hefði ekki komið til og hef ég í
raun enn gaman af sjóferðum og fer
oft á sjó enn í dag. Líflegasta tíma-
bilið er samt líklega þegar umskipt-
in vora að verða í Trésmiðafélag-
inu. Þegar ég kom fyrst að því var
félagið enn blandað félag atvinnu-
rekenda og launamanna, meistara
og sveina. Það gerðist síðan með
miklum átökum 1954 og 1955 að fé-
lagið klofnaði í félag sveina og
meistara og sveinafélagið varð auð-
vitað miklu stærra, en um 70-80% í
gamla félaginu vora sveinar. Það
urðu auðvitað mikil umbrot við
þetta og var mjög gaman að vinna
í því verkefni. Sem sagt að búa til
stéttarfélag."
Uppbyggilegt að rifja
þetta upp þarna vestra
En heimsækirðu eitthvað æsku-
stöðvamar enn?
„Já, ég geri það og síðast nú í
sumar var ég viku eða tiu daga
þama vestra og gekk meðal annars
fjöll og fimindi sem maður hafði
gert þegar maður var krakki. Ég var
þama með bömum mínum, tengda-
bömum og barnabömum i mjög
góðu veðri og við gott atlæti. Svo fer
ég líka nokkuð á æskuslóðir fyrri
konu minnar norður á Homstrand-
ir. Við höfúm haldið við aðstöðu þar
sameiginlega mín fjölskylda og
hennar og við foram gjaman þang-
að einu sinni eða tvisvar á hverju
sumri. Það er mjög uppbyggilegt að
geta rifjað þetta upp þama vestra."
-hdm
Baldur Rafn,
22 ára at-
hafnamaður
Baldur Rafn er 22 ára hár-
grei&slumeistari og hefur opnað
sina eigin hárgreiðslustofu. Mojo
heitir stofan (sem þýðir sjarmör).
Hún er í porti við Vegamóta-
stíginn og vinna þar 5 manns.
Fullt nafn: Baldur Rafn Gylfa-
son.
Fæðingardagur og ár: 22. mars
1977.
Maki: Sigriður Dögg Guðjóns-
dóttir.
BörmEngin.
Skemmtilegast: Sjá árangur af
því sem ég er að gera - breyta
fólki á jákvæðan hátt.
Leiðinlegast: Fólk sem býr til
leiðindi og vesen út af ekki
neinu, það er hægt að gera allt
skemmtilegt.
£
■«
Uppáhaldsmatur: Taco-skeljar
með góðu meölæti og heimalag-
aöur matur (sem ég fæ lítið af
vegna vinnunnar).
Uppáhaldsdrykkur: Fjallavatn
en bjórinn er alltaf góður.
Fallegasta manneskja fyrir
utan maka: Ég er voða sætur
sjálfur, eða svo segir Sigga.
Fallegasta röddin: Bjami Fel og
Mariah Carey.
Uppáhaldslíkamshluti: Allt fyr-
ir ofan og neðan mitti.
Hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni: Hlynntur.
Með hvaða teiknimyndaper-
sónu myndirðu vilja eyða nótt?
Minu mús.
Uppáhaldsleikari: Robert De
Niro er alger töffari.
Uppáhaldstónlistarmaður:
Enginn sérstakur, er alæta á tón-
list.
Sætasti stjómmálamaður: Dav-
íö Oddsson, ég skora á hann að
koma til mín i klippingu.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur:
Friends.
Leiðinlegasta auglýsingin: 10-1
11 auglýsingin mætti vera |
skemmtilegri.
Leiðinlegasta kvikmyndin: J
Rússnesku spennumyndimar í j
Ríkissjónvarpinu
Sætasti sjónvarpsmaðurinn:|
Svavar Öm.
Uppáhaldsskemmtistaður: Café*
Ozio.
Besta „pikk-öpp“ línan: Ég skal j
lána þér 20 kr. svo þú getir hringt
í mömmu þina og sagt henni að
þú komir ekki heim í nótt.
Hvað ætlar þú að verða þegar
þú ert orðinn stór? Ég ætla að
halda mínu striki og verða enn
betri í mínu fagi.
Eitthvað að lokum: Áfram
mojo.