Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 31
É J'W LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
31
0ðtal
máls því „svarti plásturinn" sem hann
og forverar hans í grasalækningum
hafa notað hefur virkað enn betur og
það án þess að eyðileggja nokkum
skapaðan hlut. Hann er aðeins lagður
við sárið og það er allt sem þarf. Það
leiðir hugann að smyrslameðferðun-
um sem Erlingur, afi hans, varð
kannski frægastur fyrir á sínum tíma,
einkum smyrslameðferð á brunasár-
um.
„Það á enginn að þurfa að fá ör eftir
bruna,“ segir Einar, „ekki ef sár er
meðhöndlað á réttan hátt, með réttum
græðismyrslum sem eru notuð eins og
húð á meðan húðin sjálf er að gróa.
Það er til dæmis algengt að við séum
að græða 20-30 ára gömul sár sem al-
menna heilbrigðisþjónustan ræður
ekki við, til dæmis fótasár sem eru erf-
ið viðfangs. Við höfúm líka fengið til
meðferðar mikið af sykursýkisgjúk-
lingum til okkar en þeir þurfa öðru
hveiju að liggja á sjúkrahúsum til að
láta græða sár sín. Okkur hefúr geng-
ið mjög vel að græða slík sár og þetta
sparar þeim sjúkrahúsvist og heil-
brigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir í
daggjöldum.
Enda verð ég að segja eins og er að
mér fmnst ekkert eins erfitt og að
heyra af fólki sem hefúr brennst illa í
slysi og fær ekki bót meina sinna. Og
hér sit ég og veit að ég á miklu betri
græðissmyrsl og aðferðir en boðið er
upp á.“
Geturðu ekki bara hringt í fólkið?
„Nei, ég má það ekki.“
Hvað með að auglýsa það sem þið
hafið upp á að bjóða?
„Nei, það samrýmist ekki siðaregl-
um.“
Fáið þið starfsfrið fyrir hinu al-
menna heilbrigðiskerfi sem hefur
ráðuneyti, landlæknisembætti og allt
hvað heitir og er?
„Já, við höfum lítið þurft að kvarta.
Ólafúr Ólafsson fyrrverandi landlækn-
ir er bæði greindur maður og víðsýnn
og okkar samskipti við hann voru góð.
Við erum ekki í neinu stríði við
lækna, enda vísa þeir heiimikið til
okkar og sumir nota frá okkur smyrsl.
Það sem við höfum verið að gera hefúr
verið gert hér frá landnámstíð og við
gerðum engar athugasemdir við það
þegar vestrænir læknar tóku til starfa.
Því skyldu þeir amast við okkur?
Langamman var kærð
„Hafið þið alltaf fengið að starfa
óáreitt?
„Nei, það væri nú of mikið sagt að
halda því fram. Hver kynslóð hefúr
fengið sinn skammt af mótmælum.
Það átti til dæmis að taka langömmu
mína, Þórunni Gísladótlur, úr umferð
upp úr 1920. Hún var þá ljósmóðir í
Vestmannaeyjum - og auðvitað grasa-
læknir.
Sonur hennar, Gissur Filippusson,
brenndist í slysi í togara í Vestmanna-
eyjum. Hann henti sér í sjóinn, alelda,
og var með brunasár um ailan lík-
amann. Hún græddi hann það vel að
það var aldrei hægt að sjá að hann
hefði brennst. Sjómennimir í Vest-
mannaeyjum leituðu mikið til hennar
eftir sárasmyrslum vegna þess að á
þeim tíma voru menn í dagróðrum og
allt var unnið með höndunum á krók
og línu.
Amma var kærð af apótekaranum
og lækninum á staðnum, sem líklega
hafa ekki haft nóg að gera, en hún
sagði að það þýddi ekkert fyrir þá að
taka hana úr umferð; hún hefði þegar
kennt öllum sínum sonum lækninga-
kúnstimar og hún myndi byrja aftur
að starfa um leið og hún slyppi út.“
„Á 4. áratugnum átti svo að taka afa
minn, Erling Filippusson, úr umferð.
Þá var gerð mikil rassía og margir
hómópatar teknir úr umferð. Það átti
að banna afa að vera grasalæknir og
honum var gefið að sök að hafa með-
höndlað berklaveikan mann sem átti
að vera á Vifdsstöðum. Sannleikurinn
var sá að maðurinn hafði strokið það-
an og leitað til afa sem brenndi
berklana út.“
Hvað áttu við með að hann hafi
„brennt berklana út?“
„Það er gert með því að leggja
bakstra með hreinsaðri steinoliu yfír
bijóstkassann. Síðan er þessu pakkað
rækilega inn og látið vera í sólarhring.
Þegar bakstramir era teknir af er alit
fullt af brunablöðrum með öllu gums-
inu í. Það er skorið í blöðrumar og
sárin hreinsuð. Eftir það era þau
grædd sem þýðir að það þurfa að vera
til græðandi smyrsl til þess að maður-
inn verði ekki aisettur örum.“
Hvers vegna er svona mikil þögn
um starfsemi ykkar grasalæknanna?
„Aðalástæðan er sú að við getum
ekki auglýst. Jafhvel þótt fólk fái góð-
an árangur hjá okkur þá get ég ekki
farið út á torg og hrópað þar eins og
loddari. Þótt ég bendi á ýmsa hluti þá
era þeir ósannað mál og fjaliað um þá
sem tilviljanir. Lyflæknisfræðin gerir
ráð fyrir að allt sé vísindalega sannað
og lyfjafyrirtæki hafa engan fjárhags-
legan ávinning af því að sanna að
ákveðnar jurtir beri árangur vegna
þess að þau fá aldrei einkaleyfí á þess-
um jurtum. Enda snýst lyfjaiðnaður-
inn ekki endilega um árangur heldur
Lyfjafyrirtækin hafa engan fjárhagslegan ávinning af því að sanna að
ákveðnar jurtir beri árangur.
um að auka hlutabréf í fyrirtækinu;
auka markaðsvirði fyrirtækisins, eins
og það heitir. Ef það á að sanna eitt-
hvað í þessum efnum þá þarf að fara út
í rándýrar rannsóknir og fá einkaleyfi
á seyðum. Það er ekki hægt því að um
leið og þú veist hvaða jurtir era í seyð-
unum getur hver sem er farið út og
tint þær.“
Nú fer grasatínslunni senn að ljúka
og þegar Einar er spurður hver séu
helstu verkefni vetrarmánuðanna seg-
ir hann þau helst vera að rífa fólk út
úr vítahring eftir flensu. Ekki sé óal-
gengt að fólk sitji uppi með afleiðingar
haustflensunnar fram á sumar. Það
þurfi því að vera til nóg af grösum til
að styrkja og byggja upp ónæmiskerfið
og mótstöðuaflið til að við þurfum ekki
að sitja uppi með flensuslappleikann í
allan vetur.
-sús
Opið alla daga vikunnar
frá kl. 10.00 - 19.00
Gífurlegt úrval af geisladiskum
á hreint ótrúlegu verði!
Þú finnur allar tegundir tónlistar: Rokk - Popp - Blús - Djass - Klassík -
Heimstónlist - Kántrý -Þýska og Skandinavíska tónlist og margt, margt fleira.
Fjölbreytt úrval af
myndböndum!
W ^
PC tölvuleikir á góðu verði! ■ Póstkröfusími: 567 1830
The Three Tenors Oscar Peterson
You’ll never 20 Jazz Favourites
walk alone
Verð 199,-
Verð 399,-
Jet Black Joe
Fuzz
Verð 199,-
Marilyn Monroe
Diamonds
Verð 399,-
Ari Jónsson
Allt sem þú ert
Verð 799,-
The Essential
Country Collection
3 CD BOX
Verð 899,-
Richard
Clayderman
ln Amore
Verð 999,-
Perez Prado
Mambos
Verð 699,-
Smokie
The Best of
Verð 799,-
Ástarperlur 2
Ýmsir
Verð 999,-
Di Stefano
Great Opera Tenors
2 CD
Verð 1.499,-
Engelbert
My Favourite Songs
Verð 799,-
The Magic of
Pan Pipes
2CD
Verð 1.499,-
Karaoke
The songs of
Celine Dione
Verð 999,-
Dr. Hook
Orginal Gold
2 CD
Verð 1.499,-
The World's Greatest
Pan Pipe album
2 CD
Verð 999,-
The Golden Gate
Quartet
2 CD
Verð 999,-
Duo Accordions
Band
Accordions
Verð 799,-