Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 40
m
Melrakkaslátta - ferðamannaparadís sem fáir vita um:
Makalaus víðátta og fádæma fríðsæld
Á Melrakkasléttu eru nokkur
eyðibýli, byggð niðri við sjóinn, stór
og reisuleg hús sem hafa látið und-
an ágangi náttúrunnar þar sem
þeim hefur ekki verið haldið við.
Þau eru minnisvarðar þeirra sem
bjuggu við sjávarsíðuna fram á byrj-
un þessarar aldar og skorti fátt. Aft-
ur á móti má finna tóftarbrot inn til
heiða, önnur eyðibýli, söguslóðir
Heiðarbýlisins eftir Jón Trausta,
sem fyrir löngu eru fallin - minnis-
varðar örbirgðar og vonlausrar bar-
áttu. Svona er Sléttan. Fyrir þá sem
bruna yfir og sjá ekkert nema það
sem stór skilti segja að sé athyglis-
vert er ekkert að sjá. En fyrir hina
sem gefa sér tíma er meira að sjá en
þeir hafa tíma til.
Æ fleiri í friðsæld
Sláttunnar
Umferð ferðafólks um Melrakka-
sléttu hefur aldrei verið meiri en á
siðasta sumri, að sögn þeirra Er-
lings Thoroddsens og Ágústu Svans-
dóttur sem hafa rekið Hótel Norður-
. ljós á Raufarhöfn í rúm þrjú ár. Æ
fleiri viröast telja það fyrirhafnar-
innar virði að
aka fyrir Sléttu
og kynnast leynd-
ardómum henn-
ar.
Að sögn Er-
lings er það helst
ósnortin náttúra,
fjölskrúðugt
fuglalíf og mið-
nætursólin sem
ferðafólk hrífst
r mest af á þessu
landsvæði. Marg-
ir telja að Mel-
rakkaslétta og
Langanes séu
meðal þeirra fáu
staða á íslandi sem varla hafa verið
uppgötvaðir af ferðafólki.
Skipulögðum ferðum erlendra
ferðahópa hefur fjölgað verulega og
hefur Hótel Norðurljós verið í við-
skiptum við ferðaskrifstofu í sumar
sem hefur komið vikulega með er-
lenda ferðamenn í gistingu. Einnig
hefur komið nokkur fjöldi erlendra
fuglaskoðara og náttúruunnenda
sem hafa dvalið viku til tíu daga í
senn. Makalausast finnst þeim, að
frátöldu fuglalífmu, öll þessi víð-
’átta, sem opnar faðminn á móti
þeim, strandlengjan með sínum
Frá Raufarhöfn.
Raufarhafnarkirkja.
®Húsavik
Kópasker f
\
'fyö ®Raufarhöfn
r%)
Hótelþjófnaðun
Oftast á tveimur
fyrstu hæðunum
Flestir sem dvelja á hótelum telja
sig liklega örugga gegn þjófnaði.
Enda hefur öryggi hótela víða verið
hert og tvöfaldar læsingar og gægju-
göt til dæmis algeng á herbergishurð-
um. Þjófnaðir á hótelherbergjum
verða þó alltaf staðreynd en tímaritið
Travel Holiday beinir eftirfarandi
ráðleggingum til þeirra sem dvelja á
hótelum.
Að sögn blaðsins eiga flestir hótel-
þjófnaðir sér stað á fyrstu tveimur
hæðum hótelsins. Því er gott ráð að
biðja um herbergi á efri hæðum ef
það er mögulegt.
Þá ku vera betra að gista í her-
bergjum sem eru nálægt lyftum og
umfram allt á að forðast innstu her-
bergin. Besta staðsetningin er þar
sem umgangur gesta er nokkur.
Margir skilja eftir spjald á hurð
um að það megi þrifa herbergið. Slíkt
býður hættunni heim og óþarfi að
nota slíkt spjald því herbergin eru
hvort sem er þrifln.
Þegar farið er út að kvöldi til er
æskilegt að skilja sjónvarpið eftir í
gangi og setja spjaldið um að ekki
megi trufla á hurðina. Þetta ætti að
fæla flesta fmgralanga menn frá.
margbreytileik og mikla reka.
Þetta þykir þeim ómótstæöi-
legt. Kyrrð og ró og það að
geta farið út dag eftir dag og
gengið án þess að hitta
nokkurn mann finnst þeim
ótrúlegt og einhver mesta
afslöppun sem nokkur getur
hugsað sér, ólíkt því sem er í
nágrannalöndum okkar, þar
sem öfl opin svæði eru annað-
hvort skipulögð eða þá í einka-
eign og almenningi eru settar
skorður varðandi umgengni.
Barinn með fegursta
utsýmd
Hótel Norð-
urljós hefur
verið endur-
bætt verulega
á undanföm-
um árum og
hefur nú upp
á að bjóða
átján her-
bergi, þar af
níu vönduð
tveggja manna her-
bergi. Auk þess er
þar matsalur sem
rúmar 70-80 manns
og bar með falleg-
asta útsýni sem
nokkur veitinga-
Erlendir ferðamenn hafa gjarna á orði að
víðáttan sem opnar faðminn á móti þeim
sé makalaus.
staður á Islandi hefur upp á að bjóða.
Þessar framkvæmdir hafa gert
mögulegt að taka á móti mun breið-
ari hóp ferðafólks en áður var sem
hefur meðal annars skilað sér í auk-
inni umferð ferðafólks um svæðið.
Gunnlaugur
Árþúsundahöllin í London:
Mun heilla ferðamenn upp úr skónum
Bretar hafa löngum
þótt stórhuga og þeir
þykja hvað stórtækast-
ir í undirbúningi sín-
um fyrir töfraárið 2000
sem brátt gengur í
garð. Árþúsundahöllin
eða Millennium
Dome - verður stolt
Englendinga um næstu
áramót enda kostar
byggingin, sem nú er
óðum að verða tilbúin
og er staðsett í
Greenwich, um 100
milljarða króna.
Bretar eru nokkuð
vissir um að árþús-
undahöllin muni heilla
ferðamenn upp úr skónum og um-
heimurinn allur muni öfunda þá af
mannvirkinu. Þeir sem ætla sér að
skoða herlegheitin á næsta ári
þurfa að panta miða tímanlega en
miðasalan er þegar hafin fyrir
fyrstu þrjá mánuðina.
Þrettán stórsýningar verða í jafn-
mörgum sölum hallarinnar og
munu þær fjalla um efni á borð við
líkamann, trúarbrögð, umhverfið og
fleira sem tengist tilveru manna í
nútímaveröld. Rúsínan í pylsuend-
anum verður svo 28 mínútna
skemmtiatriði þar sem loftfimleika-
menn og tónlistarmenn halda uppi
fjöri. Sú sýning fer fram í miðju
hallarinnar og til að gefa fólki hug-
mynd um stærð salarins má nefna
að hann er jafhstór Trafalgartorgi
og rúmar 12 þúsund manns án
vandræða.
Aðgöngumiðinn kostar um 2300
krónur og gera Bretar sér vonir um
12 milljón gestir muni heimsækja
höllina á næsta ári. Hægt er að
kynna sér starfsemi árþúsundahall-
arinnar og einnig bóka miða á slóð-
inni www.dome2000.co.uk á Netinu.
New York Times
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
Eins ogný
Fjörtíu þúsund gestir, að við-
stöddum Jóhannesi Páli páfa II,
horföu með aðdáun í augum þegar
hulunni var svipt af framhlið Pét-
urskirkjunnar í Róm fyrir skömmu.
Endurbætur á kirkjunni hófust fyrir
rúmum tveimur árum og síðan þá
hafa 150 sérmenntaðir tæknimenn
unnið að viðgerðum; með hjálp
röntgenmyndavéla og smásjáa.
Framhlið kirkjunnar þykir ákaflega
fógur í samanburði við það sem
blasti við ferðamönnum og kirkju-
gestum áður. Kirkjan hefúr endur-
heimt gulan lit í stað þess gráa sem
einkenndi hana áður og það er því
enn meiri ástæða en áður til að
skoða hana en hún hefúr ávallt ver-
ið viðkomustaður langflestra þeirra
ferðamanna sem leggja leið sína til
borgarinnar. Á næsta ári er þó betra
að skipuleggja ferðina vel ætli menn
til Rómar því ekki gert er ráð fyrir
30 mifljónum ferðamanna í tilefni
2000 ára afmælis Krists.
Fremstur flugvalla
Hangs og bið á flugvöllum getur
verið óbærilega leiðigjamt eins og
margir vita. Flugvellir í heiminum
eru reyndar misjafnlega aðlaðandi
og það skiptir auðvitað máli ef fólk
þarf að eyða miklum tima á þeim.
Samkvæmt viðamikilli lesenda-
könnun ferðatímaritsins Condé Nast
ber Changi-flugvöllur af öðrum flug-
völlum og þar vilja menn helst lenda
í seinkun. Fast á hæla Changi kem-
ur flugvöllurinn Chek Lap Kok í
Hong Kong. Þeir flugvellir sem ís-
lendingar þekkja helst til og lenda á
listanum eru Schiphol í Amsterdam,
sem hafnar í fimmta sæti, og Kastr-
up í Kaupmannahöfn sem er í átt-
unda sæti.
Boeing fær leyfi
Boeing-flugvélarisinn hefúr feng-
ið fúllt leyfi fyrir Boeing 777-300
þotu, sem mun taka 550 farþega í
stað 440 áður, þrátt fyrir að ekki hafi
verið sýnt fram á að hægt sé að
tæma flugvélina innan lögbundinna
90 sekúndna. Nýja vélin er í raun
Boeing 777-200 sem hefur verið lengd
um 10 metra en í reglum banda-
rískra flugyfirvalda segir að vélar
eru stækkaðar um 5% eða minna
þurfi ekki gera nýja prófún á afferm-
ingu vélar. Nýja vélin hefur þó
tveimur neyðarútgöngum fleira en
styttri útgáfan.
Súkkulaðihátíð
Unnendur súkkulaðis flykkjast
nú til Perugia á Ítalíu þar sem Evr-
ópusúkkulaðihátíðin er nú haldin í
sjötta sinn. Boðið er upp á námskeið
þar sem
fjallað er
um allt það
sem tengist
súkkulaði
og efnt er
til skúlpt-
úrkeppni
þar sem
efniviður-
inn er að
sjálfsögðu
súkkulaði. Þá geta gestir hátíðarinn-
ar gætt sér á súkkulaðistykki sem
vegur eitt tonn í upphafi hátíðarinn-
ar. Ekki er víst að gestunum takist
að torga því öflu en það er náttúr-
lega aldrei að vita þegar súkkulaði-
fiklar eru annars vegar.