Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 Fréttir Óánægja nemenda Hestaskólans ekki ný af nálinni: Hræðilegur kennari - segir hollenskur fasteignasali sem hætti „Hafliði Halldórsson er hræðileg- ur kennari, auk þess sem hann er harður viö hrossin," segir Irma Schortinghuis, fasteignasali í Hollandi sem sótti námskeið í hesta- skólanum við Ingólfshvol í vetur. Irma sótti fyrsta námskeiðið sem boðið var upp á í skólanum Hún var í skólanum sjö vikur af tíu. Þá hætti hún ásamt öðrum nemanda vegna óánægju. Hún er formaður hestamannafé- lags i Hollandi og hyggst skrifa um reynslu sína í Hestaskólanum i blað félagsins. Raunar taldi hún Eiðfaxa betri vettvang, þar sem hún næði til fleiri lesenda. Hún sendi því blað- inu grein i vor, en sú grein hefur ekki verið birt enn. Hún segir að upphaflega hafi hún gert sér grein fyrir að skólinn væri aö fara af stað, þannig að það yrði að gefa honum aðlögunartíma. Eftir þriggja vikna dvöl hefði hún séð að ekki horfði til betri vegar og kvart- að við forráðamenn en án árangurs. Eftir sjö vikur hefði hún talið full- reynt. „Hugmyndin að skólanum er frá- bær,“ segir hún. „Þó stóðst ekki allt sem sagt var i kynningarbæklingi. Gestakennarar voru frábærir, en þeir kenndu aðeins á fóstudögum. Hafliði kenndi okkur allan hinn tímann, 80 prósent af kennslunni. Hann kenndi okkur á sinn hátt og hann gat verið mjög harður við hrossin. Ég get skilið þetta ef það var hans aðferð og hann vildi sýna okkur hvernig hann gerði. En hann hló að mér þegar ég stakk upp á því að við ræddum aðrar aðferðir.“ Irma segir að Hafliði hafl stund- um gert lítið út nemendunum, kunnáttu þeirra og þekkingu. Engu hafi veriö líkara en hann hafi verið að reyna að brjóta nemendur og hross niður. „En þegar kennslunni sleppir fmnst mér Hafliði finn ná- ungi með gott skopskyn. En hann er enginn kennari," segir Irma. Hún kveðst hafa farið fram á end- urgreiðslu vegna þeirra þriggja vikna sem eftir voru af námskeið- inu. Það hefði hún ekki fengið. -JSS Irma Schortinghuis, fasteignasali í Hollandi sem sótti námskeiö í hestaskól- anum viö Ingólfshvol í vetur. Margit Rusterholz, alþjóölegur dómari í hestaíþróttum: Málið rætt erlendis „í upphafi fundar var rætt um það að þær aðferðir sem beitt er í hestaskólanum væru mjög strang- ar. Við fórum yfir málið, útskýrð- um það og og krufðum það til mergjar. Þessum fundi lauk í sátt,“ sagði Friðgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hestaskólans að Ing- ólfshvoli, um fund forráðamanna skólans og nemenda. Eins og fram kom í blaðinu i gær kom upp mikil óánægja meðal nemenda skólans. Hluti erlendu nemendanna, sem eru 11 talsins, ætlaði hætta í skólanum og fara heim. Þetta átti m.a. rætur að rekja Hornafjörður: Sunnlending- ar eða Norð- lendingar Undirskriftalisti, þar sem 304 Homfirðingar skora á Bæjarstjóm Hornafjarðar að efna til al- mennrar at- kvæðagreiðslu um afstöðu fólks til þess Torfi Friöfinnson hvort Austur- ufhendir Garöari Skaftafells- Jónssyni undir- sýsla á aö til- skriftalistann. heyra Norðausturkjördæmi eða Suðurkjördæmi við kosningar til Alþingis í framtíðinni, var afhent- ur Garðari Jónssyni bæjarstjóra í dag. „Tildrög þess að farið var af stað með þennan lista var viðtal rásar 2 við einn bæjarfulltrúann þar sem hann lýsti því yfir að hann teldi ekki neina ástæðu til að bera þetta mál undir kjósendur," sagði Torfi Friðfinnsson. Þessi yfirlýsing fór fyrir brjóstiö á mörgum og varð til þess að farið var af stað meö list- ann síðastliðið fimmtudagskvöld og hann haföur á sex afgreiðslu- stöðum fram aö hádegi í dag. Torfi sagði, þegar hann afhenti Garðari listann, að ekki hefði verið auglýst að listinn lægi frammi og ekki þrýst á fólk að skrifa sig á hann og hópurinn vonaöi aö bæjar- stjórn tæki þetta mál til alvarlegr- ar athugunar. -Júlía Imsland Olil Amble var aö kenna einum nemandanum í Hestaskólanum í gær þegar Ijósmyndara DV bar þar aö garöi. Hún og Freyja Hilmarsdóttir kenna nú viö Skólann. DV-mynd Njöröur til óánægju með kennslu skólastjór- ans, Hafliða Halldórssonar. Nem- endur sem DV ræddi við sögðu hann vera harðan við hrossin og einn þeirra sagði hann nota „að- ferðir sem ekki væru leyfðar í öðr- um löndum". Þá töldu nemendur ekki staðið að öllu leyti við náms- efni sem kynnt hafði verið. Svo langt var máliö komið í fyrradag, að aðstandendur einhverra erlendu nemendanna voru famir að hafa samband við kunningja sína hér, sem DV hefur rætt við, og biðja þá fyrir nemendurna þar til þeir gætu haldið til síns heima. Margrit Rusterholz, alþjóðlegur dómari í hestaíþróttum í Sviss, á son í skól- anum. Hún sagði við DV, að hún ætlaði lengra með málið. Hún kvaðst myndu safna staðreyndum, kynna þær meðal hestamanna í Sviss á lokafundi svissneskra dóm- ara og í svissneskum blöðum. Þá kvaðst hún ætla að leita aðstoðar til að koma málinu til FEIF (Al- þjóðasamtök eigenda íslenska hestsins), þar sem Hafliði væri á al- þjóðlega dómaralistanum. Einn nemandi, íslenskur, hefur þegar hætt námi við skólann nú. Eftir mikil fundahöld í fyrrdag varð lending málsins sú, að Olil Amble og Freyja Hilmarsdóttir tækju við kennslunni þær sex vik- ur sem eftir eru af námskeiðinu. „Misskilningur þess efnis að fólk fengi ekki sitt námsefni var leiðréttur," sagði Friðgeir, sem kvað Hafliða verða áfram við skóla- stjórn. „Hugmyndin að skólanum kemur frá honum og er frábær. Hins vegar kemur til greina að breyta fyrirkomulagi kennslunnar vegna þess að kannski er það of erfitt. Það er sálrænt erfitt atriði að halda úti 10 vikna erfiðu prógrammi fyrir nemanda. Við verðum að leggja spilin á borðið og meta hvað viö gerum í framhald- inu. Oftúlkun og töluverður mis- skilningur einkenna fyrst og fremst það umtal sem komið er af stað. Vissulega hefur fólk til síns máls af því að það er svo misjafnt. En þetta er afgreitt mál og það hafði farsælan endi.“ -JSS Ásgeir Sigurvinsson: Afneitar Stoke Holding „Þetta er alrangt. Ég er ekki í stjóm Stoke Holding. Þetta er ein- hver misskilningur sem hefur far- ið þarna af stað,“ segir Ásgeir Sig- urvinsson sem í fréttatilkynningu frá Kaupþingi og Stoke City er sagður í forystu fyrir Stoke Hold- ing, nýtt eignarhaldsfélag íslend- inganna sem keypt hafa Stoke. Ásgeir segist þess utan ekkert hafa um það að segja að svo stöddu hvort hann sé meðal þeirra sem keypt hafa enska félagið. Þá segir hann alls ekki ljóst hvort hann muni gegna einhverju hlutverki hjá Stoke. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það enn hvort það verði eða ekki,“ segir hann. Ásgeir Sigurvinsson. Ásgeir segist sömuleiðis alls ekkert hafa að segja um það hvort Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliösþjálfari, sé á leið til Stoke eður ei. „Þú ert aö tala við vitlaus- an mann. Ég hef ekki átt í viðræð- um við klúbbinn úti og hef ekkert með Stoke Holding að gera. Það er allt óráðið með þetta mál og ég vil leiðrétta það að ég er ekki með Gunnari og Elvari í forsvari fyrir Stoke Holding," segir Ásgeir og á þar við Elvar Aðalsteinsson og Gunnar Þór Gíslason sem eru meðal fjárfestanna í Stoke og í áð- umefndri fréttatilkynningu sagðir vera í forystu fyrir Stoke Holding ásamt Ásgeiri. -GAR Stuttar fréttir dv Auglýsingar bannaðar Útvarpsréttarnefhd hefur gert Stöð 2 að færa fréttatíma 19>20 í annað horf fyr- ir næstu ára- mót þar sem það samræmist ekki íslenskum útvarpslögum að sýna auglýs- ingar í frétta- tíma. Úrskurð- urinn kom í kjölfar kvörtunar eins fulltrúa Skjás eins í sumar. Stöð tvo greindi frá. Tap í Leifsstöð Áætlanir um auknar tekjur á síðasta ári með breyttu rekstrar- fyrirkomulagi í Leifsstöð virðast hafa brugðist hrapallega því sam- anlögð afkoma Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli versnaði um tugi milljóna milli ára samkvæmt í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar. Dagur greindi frá. Efast um bíóstyrki Eftirlitsstofnun EFTA hefur verulegar efasemdir um að ríkis- aðstoð viö kvikmyndaiönað, af því tagi sem áformuð er með lög- um sem samþykkt voru á Alþingi í mafs sl„ standist ákvæði EES- samningsins. Mbl. sagði frá. Vill rífa niður strippskilti Skilti nektarstaðarins Maxim’s í Hafnarstræti hefur veri kært og það kallað merki um rauðljósa- hverfi. Eimskipafélagið lagðist sem húseigandi ekki gegn upp- setningu skiltisins. Dagur sagði frá. Ríkisstofnanir í ólestri Ríkisendurskoðun segir í skýrslu um ríkisreikning ársins 1998 að þótt innra eftirlit ríkisstofnana hafi batnað á undanfornum árum sé ástand- ið ekki viðun- andi og stofnan- imar verði að taka sig á og lagfæra þessi mál. Sími með auglýsingum í febrúar eða mars á næsta ári verður boðið upp á ókeypis inn- anlandssímtöl sem fjármögnuð verða meö auglýsingum. Um tíu sekúndna auglýsingatími verður á 1-2 mínútna fresti, og verður efni hans miðað við áhugamál og stöðu notandans. Það er Skjávarp- ið sem stendur á bak við þjónust- una. Mbl. sagði frá. Flugið óklárt fyrir 2000 Helgi Bjömsson yfirflugum- ferðarstjóri segir allar prófanir hjá flugmálastjórn vegna 2000- vandans hafa gengið vel. „Við telj- um okkur vera svo til tObúna og sjáum fyrir endann á þessu verk- efni,“ segir Helgi, en yfirmönnun verður hjá flugumferðarstjóm um áramótin, bæði fleiri flugumferð- arstjórar á vakt sem og tækni- menn á staðnum sem að öðru jöfnu væm á útkallsvöktum. Dag- ur sagði frá. Ekki slátur í huga Sláturfélag Vesturlands aug- lýsti eftir starfsfólki á Norður- löndunum fyrir nýafstaðna slát- urtíð vegna erfiðleika við að manna sláturhúsin. „Þetta reyndist mjög vel, við fengum gott fólk sem lagði sig fram við vinnuna," segir Marteinn Valdi- marsson sláturhússtjóri. Dagur greindi frá. Rafmagn um áramótin í vikunni fóru fram síðustu æf- ingar Lands- virkjunar vegna 2000- vandans. Þóttu æfingamar takast mjög vel og hefur Lands- virkjun nú lok- ið undirbúningi sínum fyrir næstu áramót. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.