Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999
23
íbúðalánasjóður:
Innheimtan til
Sauðárkróks
DV, Akureyri:
íbúðalánasjóður hef-
ur samið við Ejárvaka,
nýstofnað fjármálafyrir-
tæki á Sauðárkróki, um
innheimtu fyrir stofn-
unina, aðra en vanskila-
innheimtu. Fjárvaki átti
lægsta tilboðið af 7 sem
bárust í innheimtuna en
6 fyrirtæki sendu inn
tilboð.
Að sögn Guðmundar
Bjamasonar, forstjóra
íbúðalánasjóðs, bauðst Fjárvaki til að
sjá um innheimtuna fyrir 61,7 millj-
ónir króna á ári en Þróun hf. átti
næstlægsta tilboðið sem nam 91,5
milljónum. Aðrir sem sendu inn til-
boð vora SKÝRR, sem sendi tvö til-
boð, Strengur hf„ ís-
landsbanki og Kögun hf.
sem átti hæsta tilboðið
en það nam 177 milljón-
um króna.
Hluti af innheimtu-
sviði íbúðalánasjóðs hef-
ur verið starfræktur á
Sauðárkróki. Það er þó
aðeins lítill hluti með 7
starfsmenn en heildar-
fjöldi starfsmanna inn-
heimtusviðsins er um 60.
Guðmundur Bjarnason
segir engar ákvarðanir
hafa verið teknar um að flytja fleiri
störf sjóðsins út á landsbyggðina en
leggur áherslu á að samningm-inn
við Fjárvaka muni ekki að neinu
leyti verða til þess að hindra slíkt,
komi til þeirrar ákvörðunar. -gk
Guðmundur
Bjarnason.
Tugir útlendinga frá ýmsum löndum á Snæfellsnesi:
Buðu samstarfsfólki
til þjóðréttakvölds
DV, Vestuxlandi:
í fiskvinnslunni starfar að jafnaði
þónokkur fjöldi fólks sem er af er-
lendu bergi brotinn. Hjá þremur fisk-
vinnslufyrirtækjum í Grundarfirði,
þ.e. Fiskiðjunni, Guðmundi Runólfs-
syni hf. og Soffaníasi Cecilssyni hf„
eru við störf um þessar mundir 35 út-
lendingar, flestir þeirra koma frá Pól-
landi en að auki frá Færeyjum, Lit-
háen, Filippseyjum og Víetnam. í
Stykkishólmi starfa 25 útlendingar og
í Snæfellsbæ eru þeir um 50 talsins.
Um síðustu helgi buðu erlendir
starfskraftar Guðmundar Runólfsson-
ar hf. samstarfsfólki sínu til þjóð-
réttakvölds.
Á borðum voru krásir frá Litháen,
Póllandi og Víetnam sem að sögn
smökkuðust hið besta. Nokkur hluti
þessa farandverkafólks stundar nú ís-
lenskunám á vegum Símenntunar-
miðstöðvar Vesturlands. -DVÓ/GK
Fréttir
Kirkjugestir voru um 500 og langt að komnir margir hverjir þrátt fyrir leiðindaveður.
DV-myndir Birgitta
Kristnihátíð í Stykkishólmi:
500 mættu í erfiðri færð
DV, Stykkishólmi:
Hryssingslegt veður og erfíð færð
komu ekki í veg fyrir að fjölmenni
mætti til Kristnihátíðar Snæfells-
ness- og Dalaprófastsdæmis í Stykk-
ishólmi á sunnudaginn var. Um 500
manns voru samankomin í kirkj-
unni. Kirkjukórar á Nesinu samein-
uðu krafta sína og sungu af miklum
krafti, þar af nokkur lög og texta
snæfeliskra listamanna. Bamakór-
inn í Stykkishólmi söng líka nokk-
ur lög undir stjórn Sigrúnar Jóns-
dóttur.
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, hélt hátíðarræðu. Lagði
hann út af sköpunarsögunni í
fyrstu Mósebók. Prófastur og prest-
ar prófastsdæmisins sáu um helgi-
hald. Að lokinni tveggja stunda at-
höfn var öllum boðið til kaffisam-
sætis í Fosshóteli í Stykkishólmi í
boði héraðsnefndarinnar. -BB
Tekið á móti forsetanum í Stykkishólmi á sunnudag. Olafur Kr. Olafsson
sýslumaður, Ingiberg J. Hanness prófastur, Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri
og Gunnar Eiríkur Hauksson sóknarprestur ásamt eiginkonum sínum.
Verkalýðsfélög á Austurlandi sameinast:
Fjögur félög verða að einu
Höfn, Hornafiröi:
Vökull, stéttarfélag var formlega
stofnað á sunnudaginn. Verkalýðs-
félögin á Hornafirði, Djúpavogi,
Breiðdalsvík og Stöðvarfirði hafa
þar sameinast í eitt verkalýðsfélag.
Tæpt ár er síðan undirbúningur að
sameiningu félaganna hófst. Aðal-
stöðvar Vökuls verða á Hornafirði.
Félagsmenn eru um 900 og verður
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir á
Höfn, sem verið hefur formaður
Verkalýðsfélagsins Jökuls, formað-
ur Vökuls stéttarfélags. Aðrir í
stjórn eru Linda Viðarsdóttir Stöðv-
arfirði, Reynir Amþórsson Djúpa-
vogi, Stephen Johnsson Höfn, Guð-
rún Aradóttir Djúpavogi, Kristjana
■Jensdóttir Höfn, Ragnar ' Logi
Bjömsson Höfn og Skúli Hannesson
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður og Þorkell Kolbeins varaformaóur
eru ánægö með sameininguna og bjartsýn á framhaldið. DV-mynd Júlía
Breiðdalsvík. Á Stöðvarfirði, Breið- ar félagsins til viðtals einn til tvo
dalsvík og Djúpavogi verða fulltrú- daga í viku. -JI
Mono 87.7 og Fókus gefa miða á Vorið
vaknar og í partý á Skuggabarnum.