Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 18
18 FTMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 Fréttir „Ráðherrasætisslagur" hjá Framsókn: Tími Valgerðar að renna upp? DV, Akureyri: „Það er langt síðan farið var að ræða um ákveðna dagsetningu í þessu sambandi. Það er hins vegar ekkert gefiö upp um það hver sú dagsetning er en stundin mun renna upp,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir, alþingismaður Framsókn- arflokksins, þegar hún var spurð hvort hún mundi taka við embætti félagsmálaráðherra af tlokksbróður sinum, Páli Péturssyni, um næstu áramót. Talsvert er um það rætt innan Framsóknarflokksins að þetta muni verða niðurstaðan en að ráð- herraskiptin gangi ekki hljóðlega fyrir sig. Strax að lokinni skipun í ráöherrastóla ríkisstjórnarinnar að loknum kosningunum sl. sumar var það „gefið út“ af ílokksforustu Framsóknarílokksins að Valgerður myndi taka sæti Páls sem félags- málaráðherra á kjörtímabilinu en forusta flokksins hefur harðneitað að tjá sig frekar um málið sem bendir óneitanlega til þess að það sé vandmeöfariö. Það hefur þótt mæla með að ráð- herraskiptin fari fram fljótlega að Páll átti við alvarleg veikindi að stríða framan af árinu og gat m.a. Valgeröur Sverrisdóttir: „Stundin mun renna upp.“ ekki tekið beinan þátt í kosninga- baráttunni í vor. Páll hefur hins vegar náð mjög góöum bata og er sagður fullur starfsorku og ekkert á þeim buxunum aö gefa ráðherra- sætið eftir baráttulaust. DV hefur hins vegar fyrir því heimildir að ráðherraskiptin fari samt fram áður en langt um líður og hefur í því sambandi heyrst talað um Páll Pétursson er ekki talinn gefa stólinn eftir baráttulaust. næstu áramót. Það gæti þó breyst því eins og einn mætur framsókn- armaður orðaði það við DV í gær: „Fyrst Halldóri tókst ekki að koma Páli frá þegar hann var veikur eru þá einhverjar líkur á að hann komi honum frá þegar hann hefur náð bata?“ -gk Disney's Magic Artist. Læröu aö teikna ^yneö Mikka mús. ■PlayStation Peikjatölvan ■ meö stýripinna Isem hristist I fákveönum leikjum og leikurinn Hercules. býður vinninga Teiknimyndinl vinsælal Pöddulíf’ meö íslensku tali Leitin aðjóiakorti DV ^ 0 DV efnir til teiknisamkeppni W meðal krakka á grunnskólaaldri. ry^> \ Viðfangsefnið er jólakort DV og þurfa innsendar myndir | flpr að vera í sterkum litum 0 og tengjast jólunum. Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV1999. Skilafrestur er til laugardagsins 20. nóvember nk. Utanáskrift er: DV-jólakort, Þverholti 11. 105 Reykjavík Paö þurfa aö vera styrkar stoðir undir íslensku stjórnmálalífi. Alþingi íslend- inga er aö stækka viö sig húsakost og ganga framkvæmdir vel. Peir voru röskir aö steypa grunninn á nýju viðbyggingunni í gær þegar Ijósmyndari DV átti leiö fram hjá enda þarf grunnurinn aö vera traustur sem lýöræöiö. DV-mynd Hilmar Þór Þingmenn Samfylkingar: Fimmtungur geti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu Jóhanna Sigtu-ðardótt- ir, Ögmundur Skarphéð- insson og Svanfríður Jó- hannsdóttir, þingmenn Samfylkingar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að flmmtungur kosningarbærra manna í landinu geti krafist þjóð- aratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem Al- þingi hefur samþykkt. í ræðu á Alþingi í gær benti Jóhanna á að sam- kvæmt stjórnarskrá hafi forseti ís- lands einn synjunarvald gagnvart meirihlutavilja Alþingis en að því valdi hafi aldrei verið beitt. Jóhanna nefndi Fljótsdalsvirkjun sem dæmi um mál sem þjóðin gæti tekið afstöðu til í beinni atkvæða- greiðslu. „Ég held að fyUilega kæmi til álita að einmitt það mál færi undir þjóðaratkvæðagreiðslu með tiUiti tU þess hve hávær krafa er uppi í þjóðfélag- inu í þessu máli,“ sagði þingmaðurinn. Samkvæmt frumvarpi þremenninganna skulu undirskriftir berast for- seta lýðveldisins eigi síð- ar en 30 dögum eftir sam- þykkt lagafrumvarps á Alþingi. Efnt skal tU þjóðaratkvæðagreiðslu eigi síðar en 45 dögmn eftir að forseti hefur úr- skurðað um lögmæti kröfunnar. TU að úrslit þjóöaratkvæðagreiðslunn- ar séu bindandi þarf meira en helmingur þeirra sem þátt taka í at- kvæðagreiðslu að greiða atkvæði gegn gUdi laganna, þó þannig að ávaUt greiði fimmtungur kosning- arbærra manna atkvæði gegn gUdi laganna. -GAR Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.