Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 15 Göngukonan og þingmaðurinn Valgerður Sverrisdóttir: Göngur eru ódýr og afslappandi líkamsrækt Nú þegar vetur er genginn í garð hafa sjálfsagt margir strengt þess heit að koma likamanum í betra form fyrir jólin með þvi að byija í einhvers konar líkamsrækt og með þvi að huga að hollu mataræði. Um margs konar líkamsrækt er að velja, s.s. sund, hlaup, göngur, tækjaþjálfim, eróbikk o.fl. En púlið kostar í mörgum til- fellum drjúgan skildinginn og því er rétt að skoða vel hvað er í boði og hvers konar líkamsrækt er hægt a ð stunda án mikils tilkostnaðar. Flestir nútíma íslendingar eru auk þess önnum kafnir flesta daga og þá getur verið freistandi að slá því á frest að mæta í lík- amsræktar- stöðina á fyrirfram ákveðn- um tíma. Val- gerður Sverr- isdótt- ir, al- þingis- maður og göngu- garpur, hefur ráð við tíma- og peningaleys- inu: Hún Þrátt fyrir að gegna ýmsum skyldum bæöi sem þingmaður og móöir gefur Valgerður sér tíma til aö stunda göngur sem hún segir bæöi ódýra og þægilega líkamsrækt. sttmdar göngur sem eru ódýr lik- amsrækt sem hægt er að stimda hvenær sem tími gefst. Gott fyrir líkama og sál „Ég get nú ekki sagt að ég stundi göngur eftir einhverju ákveðnu kerfi en ég reyni að fara út að ganga eða í sund þegar færi gefst. Ég fór stundum í leikfimi en vegna tímaleysis flnnst mér betra að stunda líkamsrækt eins og göngu og sund sem ég get skellt mér í þeg- ar mér sjáifri hentar.“ Valgerður segir að auk þess að vera þægileg fyrir önnum kafið fólk sé gangan afls ekki dýr líkams- rækt. „Það eina sem er mikilvægt að eiga eru þægilegir og góðir gönguskór og þeir geta enst lengi. Annað þarf maður í raun og veru ekki. Þetta er svo einfalt þvi maður fer einfaldlega út og gengur af stað.“ Valgerður, sem býr í vesturbæn- um, segist gjaman ganga rösk- lega i um 45 mínútur með fram Ægisíðunni og annars staðar þar í grennd. Hún segist ekki þurfa félaga til að draga sig í gönguna því hún fari yfirleitt ein út að ganga. „Já, mér finnst það mjög afslappandi og gott að hugsa ein á göngu. Það er líka gott að tæma hugann á göngu eftir erfiðan dag,“ segir hinn önnum kafni þingmaður Valgerð- ur Sverrisdóttir að lokum. -GLM Verðkönnun á pitsum: Mikill verðmunur á pitsum Pitsur eru stór hluti af mataræði nútíma íslendinga, sérstaklega yngri kynslóðarinnar. Mörgum finnst afar þægilegt að hringja eimmgis eitt sim- tal á einn af mörgum pitsustöðum borgarinnar sem virðast sífellt hafa nóg að gera. Þeim sem hafa samvisku- bit yfir pitsuátinu má að minnsta kosti benda á að pitsur eru frekar hoflur skyndibiti miðað við margt annað á þeim markaði. En þrátt fyrir það kosta heimsendu pitsumar sitt og því er rétt að bera saman verð á hin- um ýmsu stöðum áður en nokkuð er keypt. Hagsýni fór á stúfana og kannaði verð á 16 tommu pitsu með þremur áleggstegundum, þ.e. skinku, pepper- oni og ananas, á átta pitsustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bæði var kann- að verð á heimsendum pitsum og pits- um sem viðskiptavinurinn sækir sjálfur á staðinn. Staðimir sem kann- aðir vora era Pizza 67, Pizzahúsið, Pizza Hut, Pizzakofinn, Domino’s Pizza, Pizzahöflin, Hrói höttur og Eld- smiðjan. í tveimur tiifeflum, hjá Dom- ino’s og Pizzakofanum, vora ekki boðnar 16“ pitsur heldur 15“ og á Pizza Hut var stærsta pitsan sem í boði var 13 1/2 tomma. Skýrt skal tekið fram að hér er ein- ungis um verðkönnun að ræða og því ekkert tifliti tekið til mismunandi gæða eða þjónustu á stöðunum. Ódýrara að ná í sjálfur Á flestum stöðunum í könnuninni reyndist ódýrara að ná í pitsuna sjálf- ur heldur en að fá hana senda heim og á sumum stöðum fylgdi ýmislegt annað með, t.d. gos ef náð var í pits- una á staðinn. Ódýrast reyndist fyrir þá sem vilja Hvaö kostar pitsan - miðað við 16” pítsu með: skinku, pepperom og ananas 15" pitsa 15" pitsa. Ef sótt er fylgir önnur frttt með og brauðstangir 13 t Bráuðstángir fylgja a>. Hvítlauksbrauö ■* f,ítT * 13,5” pitsa. * fylgir í heimsendingu 4 0nnur frítt meö V Brauöstangir fvfei; Pitsur eru stór hluti af mataræði íslendinga, sérstaklega yngrí kynslóöarinn- ar. ná í pitsuna sjálfir að fara á Pizzukof- ann. Þar kostar 15“ pitsa með aflt að 4 áleggstegundum 990 krónur. Ef við- skiptavinurinn vil fá pitsuna senda heim kostar hún 1440 krónur. Hjá Pizza 67 kostar 16“ pitsa með 3 áleggstegundum 999 krónur, ef við- skiptavinurinn nær í hana sjáifur, en 1490 krónur ef pitsan er send heim. f heimsendingunni fylgir 12“ hvít- lauksbrauð með. Hjá Hróa hetti kostar 16“ pitsa með þremur áleggstegundum 1099 krónur ef náð er í hana en 1770 ef pitsan er send. Einnig er hægt að fá sömu pitsu með 2 lítrum af kóki og brauðstöng- um á 2079 krónur. Tvær fyrir eina Fyrir stórar fjölskyldur, eða þá sem era mjög svangir, getur verið hentugt að ná í pitsumar á Domino’s eða Pizzahúsið. Hjá Domino’s fær sá sem pantar 15“ pitsu með þremur áleggs- tegundum fría pitsu með og brauð- stangir að auki á 1920 krónur. Ef pitsan er send heim kostar hún 1610 krónur. Auk þess er hægt að fá 15“ pitsu með tveimur áleggstegund- um senda heim með brauðstöngum, sósu og tveimur lítrum af kóki á 1819 krónur. Hjá Pizzahúsinu er einnig boðið upp á svipað „tvær fyrir eina“ tilboð og hjá Domino’s. Þar fær sá sem sæk- ir sjálfur 16“ pitsu með þremur álegg- stegundum fría pitsu með á 2090 krón- ur. Þeir sem vilja fá pitsuna heim greiða 1860 krónur hjá Pizzahúsinu. Pizzahöllin býður síðan þeim sem sækja pitsuna sjálfir 16“ pitsu með þremur áleggstegundum á 1330 krón- ur. Þeir sem vilja fá pitsuna senda heima að dyrum greiða 1650 krónur fyrir samskonar pitsu. Auk þess býð- ur Pizzahöllin 16“ pitsu með tveimur áleggstegundum, brauðstöngum og tveimur lítrum af kóki á 1890 krónur. Eldsmiðjan býður síðan 16“ pitsu með þremur áleggstegundum á 1565 krónur fyrir þá sem sækja sjálfir. Þeir sem vilja fá pitsuna senda heim greiða 100 króna sendingargjald að auki. Lestina rekur síðan Pizza Hut. Þar kostar 13 1/2 tommu pitsa, hvort sem hún er sótt eða send, 2380 krónur. Brauðstangir fylgja með. Það er því Ijóst að úrvalið er nóg en verðið er misjafnt og því rétt að fylgj- ast vel með öllum tilboðum og verð- breytingum pitsustaðanna. -GLM Þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson semja og flytja efnið um þá Trygg og Traust á nýjum geisladiskum og snældum frá hljóðklúbbi Heimsljóss. Nýr hljóð- klúbb- ur fyrir börn Útgáfufélagið Heimsljós hefur sett á stofn hljóðklúbb fyrir böm sem býður vandað og skemmti- legt hlustunarefni á geisladisk- um og hljóðsnældum mánaðar- lega. Félagar klúbbsins fá að fylgjast með ævintýrum hund- anna Trausts og Tryggs og vina þeirra i Rakkavik. Traustur og Tryggur lenda i ýmsum ævintýr- um í hverjum mánuði og kynna til sögunnar ýmsa litríka hunda. Á hverjum diski er fjörug blanda af fræðslu, sprelli, sögum og söngvum. Hundamir þurfa margt að læra um umhverfið og ekki síst samskipti við aðra hunda. Efnið er samið og flutt af þeim Gunnari Helgasyni og Felix Bergssyni, sem hafa getið sér gott orð fyrir vandað bamaefni. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sér um tónlist og upptökur á efn- inu og Búi Kristjánsson teiknari skapaði útlit hundanna. Nýir félagar fá fyrstu sending- una á aöeins 395 krónur og geta þeir valið um geisladiska eða hljóðsnældur. Fullt verð á mán- aðarsendingu er 790 krónur fyrir snældumar en 890 krónur fyrir geisladiskana. M12-áskrifendur íslenska útvarpsfélagsins sem gerast félagar á næstu vikum fá 200 króna afslátt af hverri mán- aðarsendingu. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.