Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjðlmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plðtugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Hin nýja Róm er rísin
Páfakirkjan og Lúterskirkjan hafa náö saman eftir
tæpra fimm alda aðskilnaö. í Augsburg á sunnudaginn
undirrituðu fulltrúar beggja kirkjudeilda samkomulag
um samræmda túlkun kennisetninga, sem voru tilefni
mótmæla, er Lúter festi á kirkjudyr árið 1517.
Til að innsigla samkomulag um brottfall ágreinings
um kennisetningar stigu kaþólskir og lúterskir klerkar
prósessíu frá hinni kaþólsku kirkju heilags Úlriks til
hinnar lútersku kirkju heilagrar Önnu og sungu messur
á báðum stöðum. Róm hefur sameinazt að nýju.
Gott samband kaþólsku og lútersku þykir ef til vill
ekki merkileg frétt á íslandi, þar sem áhugi er lítill á
kennisetningum og þar sem friðsæld hefur ríkt um langt
skeið í trúarlegum efnum. Og hugsanlegt er, að hinar
sögulegu sættir stafi sumpart af trúardofa fólks.
Þótt trúin sé á hliðarspori í heimi evrópsks nútíma-
fólks, er atburðurinn táknrænn fyrir sameiningu Evrópu
um þessar mundir. Hið heilaga rómverska keisaradæmi
miðalda er risið að nýju með miðstöð í Bruxelles, borg-
inni á landamærum páfadóms og mótmælenda.
Fyrir örfáum áratugum var Vestur-Evrópa tvískipt í
framfarasinnaða og auðuga Norður-Evrópu og íhalds-
sama og fátæka Suður-Evrópu. Meira eða minna af völd-
um Evrópusambandsins hefur þessi munur lagzt af og öll
Vestur-Evrópa er orðin framsækin og forrík.
Spánverjar, sem áður voru svartastir allra kaþólikka,
hafa lagt niður gamla rannsóknaréttinn og sett upp nýj-
an, sem skelfir gamla og blóði drifna herforingja í Suður-
Ameríku. Spánn hefur tekið siðferðilega og menningar-
lega forustu fyrir sinni gömlu nýlenduálfu.
Ef til vill koma þeir tímar, að Grikkir geri það sama
fyrir arfinn, sem forðum daga fluttist frá Aþenu til
Miklagarðs og síðan til Moskvu. Grikkir eru eini fulltrúi
orþódoxra þjóða í Evrópusambandinu og eina þjóðin af
þeim merg, sem talizt getur til vestræns nútíma.
Síðan páfinn og arfar Lúters lögðu á sunnudaginn nið-
ur landamæri norðurs og suðurs í Evrópu, eru bara ein
umtalsverð landamæri í Evrópu. Þau liggja milli austurs
og vesturs. Þau skilja Rússland, Úkraínu, Hvíta-Rússland
og Serbíu frá hinu vestræna meginlandi.
Vestan við mörkin ríkja lýðræði, valddreifing, lög og
réttur, hvers kyns frelsi og ríkidæmi. í heimi orþódoxra
austan markanna mun enn um sinn ríkja þjófræði, vald-
þjöppun, lögleysa og réttleysi, hvers kyns ófrelsi og síð-
ast en ekki sízt botnlaus og endalaus fátækt.
Evrópusambandið er að tosa hina kaþólsku Austur-
Evrópu, það er að segja Pólland, Tékkland, Ungverjaland,
Slóveníu, Eystrasaltsríkin, Slóvakíu, og ef til vill nokkur
fleiri lönd inn í birtu Vesturlanda. Orþódoxu löndin sitja
hins vegar eftir að sinni og bíða sinnar upprisu.
Meðan heimssögulegir atburðir eru að gerast á megin-
landi Evrópu, hímum við norður í eylandi okkar og telj-
um okkur trú um, að framtíð okkar sé utan valdasviðs
Evrópusambandsins. Við höfum þegar setið af okkur
ýmis tækifæri til að komast þar til áhrifa.
Það er eins og íslendingar og stjórnmálamennirnir,
sem endurspegla þjóðarsálina, búi í öðru sólkerfi en þjóð-
irnar, sem hafa af biturri reynslu ákveðið að falla frá
fomri landamærahyggju og standa heldur saman um
vegferð sína inn í velmegun og lífsgæði næstu aldar.
Róm hefur verið endurreist með höfuðstöðvum í Brux-
elles. Prósessía sunnudagsins í Augsburg táknaði, hvem-
ig Vestur-Evrópa hyggst sigla inn í nýtt árþúsund.
Jónas Kristjánsson
„Stjórn Lánasjóös íslenskra námsmanna hefur líka ákveöiö aö húsaleigubætur skuli teljast til tekna viö útreikn-
ing námslána..."
Skattlagðar
húsaleigubætur
- brot á jafnræðisreglunni
Skattlagning húsaleigubóta á
sama tíma og vaxtabætur eru
skattfrjálsar er gróft brot grund-
vailarreglu skattaréttar, jafnræöis-
reglunni. Þetta er niðurstaöa
nefndar á vegum félagsmálaráðu-
neytisins sem falið var að meta
reynsluna af húsaleigubótakerf-
inu.
Tekjulægsta fólkiö skattlagt
Þeir sem eru á leigumarkaðin-
um og þurfa aö greiða skatt af
húsaleigubótum eru tekjulægsta
fólk þjóðfélagsins. í Reykjavík árið
1998 fengu 3.478 einstaklingar
húsaleigubætur. Nemar voru um
þriöjungur þeirra, einstæðir for-
eldrar tæp 28%, atvinnulausir
rúm 10% og öryrkjar og ellilífeyr-
isþegar tæp 25%. Mikið óréttlæti
og gróf mismunin er í þvi fólgin að
skattleggja húsaleigubætur á sama
tíma og vaxtabætur eru skatt-
frjálsar, enda eiga skattalög að
vera hlutlaus gagnvart húsnæðis-
kostnaði. Efnahags- og viðskipta-
nefnd Alþingis hefur nú frumvarp
þingmanna
Samfylkingar-
innar til umfjöll-
unar um að
húsaleigubætur
verði skattfrjáls-
ar. Mikilvægt er
að nefndin fá á
því lögfræðilegt
álit hvort það
standist jafn-
ræðisregluna og
skattleggja húsa-
leigubætur. Rétt er að geta þess að
húsaleigubætur eru skattfrjálsar
alls staðar annars
staðar á Norðurlönd-
um.
Skeröa námslán
og barnabætur
Málið snýst ekki
bara um skattlagn-
ingu húsaleigubóta.
Bamabætur og
námslán skerðast hjá
þeim sem fá húsa-
leigubætur en ekki
hjá þeim sem fá
vaxtabætur. Húsa-
leigubæturnar bæt-
ast við tekjur viö-
komandi og hafa þvi
áhrif til lækkunar á
barnabótunum.
Stjóm Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna hefur líka
ákveðið aö húsaleigubætur skuli
teljast til tekna við útreikning
námslána, sem vaxtabætur gera
ekki. Húsaleigubætur koma því til
frádráttar við útreikning náms-
lána.
leigumarkaðnum búi
við skerðingu á náms-
láni en betur settu
námsmennirnir sem
eiga sitt eigið hús-
næði fá ekki á sig þá
skerðingu. Þessi
skerðing ein og sér
getur auðveldlega
samsvarað eins mán-
aðar námsláni hjá
námsmanni.
Verkalýðshreyfing-
in gangi i máliö
Á síðasta Alþingi bár-
ust 14 umsagnir um
frumvarp Samfylking-
arinnar um skattfrelsi
húsaleigubóta til efna-
hags- og viðskipta-
nefndar. 13 af 14 umsagnaraðilum
mæltu með samþykkt frumvarps-
ins. Svo virðist að það sé fyrst og
fremst Sjálfstæðisflokkurinn sem
leggst gegn því að húsaleigubætur
verði skattfrjálsar. Kostnaður rík-
issjóðs vegna vaxtabóta á næsta
ári eru tæpir 4,5 milljarðar kr. en
vegna húsaleigubóta 285 milljónir
króna.
Skattfrelsi húsaleigubóta kostar
því ríkissjóö lítið samanborið við
skattfrelsi vaxtabóta en um 100
milljónir króna kostar rikissjóð að
fella niður skatt af húsaleigubót-
um. Það væri verðugt verkefni fyr-
ir verkalýðshreyfinguna að taka
upp baráttuna fyrir skattfrelsi
húsaleigubóta. Það er kjarabót
sem mun skila miklu til þeirra
tekjulægstu i þjóöfélaginu.
Jóhanna Sigurðardóttir
„Barnabætur og námslán skerö-
ast hjá þeim sem fá húsaleigu-
bætur en ekki hjá þeim sem fá
vaxtabætur. Húsaleigubæturnar
bætast við tekjur viðkomandi og
hafa því áhrif til lækkunar á
barnabótunum
Þannig má því segja að tekju-
lægstu námsmennirnir sem eru á
Kjallarinn
Jóhanna
Siguröardóttir
alþingismaöur
Skoðanir annarra
Jörundur frá Moldavíu
„Hve mikla athygli myndum við veita manni frá
Moldavíu sem stæði niðri á Lækjartorgi og hrópaði
að Jörundur hundadagakonungur hefði í beinan
karllegg átt sínar ættir að rekja til Moldavíu? Og aö
þar með hefði ísland eitt sinn verið hemumið af
hálfum Sovétmanni en ekki Skandinava eins og úr-
illar sögubækurnar þylja upp? Enginn myndi hafa
áhuga á þessari rullu þrátt fyrir gild fæðingarvott-
orð og tilheyrandi plögg. Sama verður uppi á ten-
ingnum í Bandaríkjunum þegar hálfi milljarðurinn
fer í kynningu á máli sem enginn hefur áhuga á...
Gott er það hjá ríkisstjórninni að kynna landið okk-
ar fyrir 500 milljónir. En hún ætti frekar að nota
þetta fé með öörum hætti...“
Barði Bogason í Mbl. 3. nóv.
Aukiö frelsi til bóta
Eftir að afgreiðslutími veitingastaða var gefinn
frjáls í miðborg Reykjavíkur hefur það gengið eftir
sem stuðningsmenn aukins frelsis á þessu sviði
höfðu haldið fram. Andrúmsloft á nóttunni í mið-
borginni er miklu afslappaðra en áöur var og ekki er
sama mannmergð þar og áöur... Má segja að ástand-
ið sé að færast í eðlilegra horf. Á öðru sviði er
ástandið alls ekki eðlilegt, en það snertir fyrirkomu-
lag áfengissölu, sem er með afar sérstökum hætti
hér á landi eins og ein verslunarkeöja hefur bent á...
Raunar er þaö eins með þetta og afgreiðslutíma veit-
ingastaða, að með auknu frelsi á þessu sviði mundi
fólk líklega fara betur með áfengi en hingað til hef-
ur verið.
Úr Vef-Þjóðvlljanum 2. okt.
Eftirspurn hliðarþjónustu
„Sveitarfélögin í landinu horfa nú til Alþingis og
biðja um hjálp. Þau hafa engin færi á að stöðva klám-
væöinguna...Hvað þá? Við höfum reyndar fordæmi
um boð og bönn. Við umgöngmnst áfengi af mun
meiri varúð en nektardansmeyjar: Ríkið sér um smá-
sölu í búðum sem hafa takmarkaðan afgreiðslutíma...
Á öllum þessum sviðum hefur „eftirspumin" skapað
hliðarþjónustu, oft ólöglega, á jaðri samfélagsins. Svo
verður einnig um klámið...Væri klámið ný stórbygg-
ing í náttúnmni færi það í umhverfismat. Og félli.
En af því að það er hervirki í menningarlandslagi
okkar ætla menn að deyja ráðalausir."
Stefán Jón Hafstein í Degi 3. nóv.