Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 20
Aðeins tólf konur eru meðal 155 prófessora í Háskóla íslands.
Þessi staðreynd kann að koma mörgum á óvart. Blaðamaður
Tilveru var þeirra á meðal og ákvað í Ijósi þess að taka hús
á þremur menntakonum innan skólans og spyrja þær hvar
jafnréttismál í skólanum væru á vegi stödd. Er jafnrétti í
Háskóla íslands í orði eða á horði?
-^JdJíTaíSíLÚ-
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999
Inga Þórsdóttir segir
að standa þurfi vörð
um jöfn tækifæri
karla og kvenna í
Háskólanum.
Aðalástæðan fyrir því að ekki
eru fleiri konur í prófessor-
stöðum en raun ber vitni er
að minu mati ríkjandi við-
horf í samfélaginu," segir Inga Þórs-
dóttir, prófessor í matvælafræði við
Háskóla íslands. „Stöðuveitingar í
skólanum eru í farvegi sem býður
ekki upp á hraðar breytingar og
margir líta svo á að samfélag pró-
fessora sé viröulegt samfélag karla.
Þegar kona sækir síðan um stöðu
prófessors kann að vera að menn
hiki við að ráða hana, því hefðin
býður annað. Þá er auðvelt að fá þá
hugmynd að hún eigi ekkert með að
vera að flækjast í þessu, aðrar konur
séu ánægðar í hefðbundnum stöðum
kvenna. Þegar ég var við doktors-
nám erlendis benti einn samstarfs-
maður minn mér á að ég ætti fallegt
bam og góðan mann. Hann skildi
ekki að ég vildi standa i þessu „vís-
indastreði" eins og hann orðaði það.
Hann meinti þetta mjög vel en þetta
viðhorf er mjög ríkjandi, að ef konur
eiga góða fjölskyldu, eigi þær ekki
aö stunda fræðistörf, a.m.k. ekki af
þunga. Ég tel að ef maður á góða fjöl-
skyldu sé enn meiri ástæða til að
standa sig
vel utan
heimilis-
ins og að
g e r a
þ a ð
sem
hug-
urinn stendur til,“ segir
Inga og brosir. Hún nefnir að önnur
ástæða fyrir því að konur kunni að
eiga erfltt uppdráttar í vísindastörf-
um sé sú að þær fari oft óhefðbundn-
ar leiðir í verkefnavali og því sé
stundum auðveldara að gagnrýna
þær. „Einnig eru til menn sem hafa
komið sér upp einhvers konar and-
styggð á kvenréttindum og jafnrétt-
issjónarmiðum sem slíkum og það er
auðvitað mjög slæmt ef margir slík-
ir menn eru i háskólum eða mennta-
stofnun-
um fyrir
ungt fólk.
En ég er
bjartsýn á
framtíðina.
Ég tek ekki
eftir þessum
kreddum i hugar-
fari nemenda minna. Auðvitað þurf-
um við að standa vörð um að allir fái
jöfn tækifæri en ég tel að jafnréttis-
málin hér séu öll á réttri leið,“ segir
Inga Þórsdóttir að lokum.
-HG
Jafnrétti í orði
oAa á hnr(|j?
Sumir hafa andstyggð
á kvenréttindum
Sigríður Þorgeirsdóttir, formaður jafnráttisnefndar Háskóia Islands:
Háskólinn á að vera í fararbroddi
Megintilgangur jafnréttis-
nefndar Háskólans er að
gera misrétti í skólanum
sýnilegt og vinna gegn
því,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir,
lektor í heimspeki og formaður
jafnréttisnefndar Háskóla íslands.
Hún segir að jafnréttismálum í skól-
anum sé að ýmsu leyti áfátt. „Svo
dæmi sé tekiö eru aðeins 7% pró-
fessora konur, sem er auðvitað
óviðunandi. Annars staðar á
Norðurlöndunum er kynjahlutfallið
iðulega mun jafnara.
Einnig mætti nefna að
nokkur munur er á
launum kvenna og
karla í sömu stöðum.
Þá á ég ekki bara við
heildarlaun þar sem
munurinn nemur allt
að þriðjungi þvi að
það er 7% munur á
dagvinnulaunum milli
kynja. Eitt af brýn-
ustu verkefnum jafn-
réttisnefndarinnar um
þessar mundir er
einmitt að komast að
því hvað veldur þess-
um launamun," segir
Sigríður. Við höfum
einnig beitt okkur fyr-
ir þvi að auglýsingum
um stöður í skólanum
sé breytt þannig að
það komi fram að ef
um er að ræða ójafnt
kynjahlutfall í starfs-
mannahópnum og
tveir umsækjendur af
gagnstæðu kyni eru Sigríður segir
metnir jafnhæfir verði einstakling-
urinn af þvi kyni sem í minnihluta
er ráðinn. Þetta ætti.að hvetja kon-
ur til að sækja um áhugaverðar
stöður við skólann. Jafnréttis-
nefndin kemur einnig á framfæri
ábendingum til yfirstjórnar
Háskólans um ýmislegt annað
misrétti i daglegu starfi Háskólans.
Sem dæmi get ég tekið að mennta-
málaráðherra tilnefnir nú í fjrsta
sinn fjóra fulltrúa í háskólaráð en
tilnefningin verður árlega hér eftir.
Fyrir valinu urðu fjórir karlmenn
að þessu sinni sem getur ekki talist
eðlilegt. Til þess að kynin fái jöfn
tækifæri verður kynjahlutfallið að
vera eðlilegt í nefndum og ráðum.
Háskólinn er stærsti vinnustaður
landsins og hefur mikil ítök í sam-
félaginu. Þess vegna á hann að vera
í fararbroddi í jafnréttismálum,"
segir Sigríður Þorgeirsdóttir, lektor
í heimspeki.
-HG
að Háskóli Islands eigi að vera í fararbroddi í jafnréttismálum á Islandi.
Þórdís telur aö kynin standi tiltölulega jafnt að vfgi innan Háskólans.
Þórdís Kristmundsdóttir prófessor:
Rnn ekki fyrír misrétti
Þórdís Kristmundsdóttir, pró-
fessor í lyfjafræði við Háskóla
íslands, telur að ekki fari mik-
ið fyrir kynjamisrétti innan
skólans. „Ég tel að ójöfn staða kynj-
anna, t.d. í prófessorastöðum, eigi sér
eðlilegar skýringar," segir Þórdís.
„Flestir umsækjendur um þessar
stöður hafa hingað til verið karlmenn
en ég tel að um leið og konur fara að
sækja meira um þessi störf hækki
hlutfall þeirra í áhrifastöðum innan
skólans. Við sjáum nú þegar að hlut-
fall kvenna í lektora- og dósentastöð-
um hefur hækkað og nú eru nokkum
veginn jafn margar konur lektorar og
karlmenn. Þess vegna geri ég ráð fyr-
ir að konum muni fjölga umtalsvert í
prófessorastöðum í Háskólanum inn-
an tiltölulega skamms tíma. Konur
þurfa bara að drífa sig af stað og ekki
láta ábyrgðina á heimili og bömum
hindra sig í að ná árangri í starfi."
Hefur þú fundið fyrir kynjamisrétti
innan skólans? „Nei, ég get ekki sagt
það. Á hinn bóginn lenti ég í því þeg-
ar ég var í framhaldsnámi á Bretlandi
að ég þurfti að sanna mig í starfi til
að vera talin jafngild körlunum sem
ég vann með. Þegar ég hafði hins veg-
ar gert það fann ég ekki lengur til
þess að kynferðið hamlaði mér á
neinn hátt. Á þessum tíma þótti
óþarfi að gift kona „púlaði" í fræði-
störfum en ég held að þetta viðhorf sé
að breytast. Hér í lyfjafræðiskorinni
em t.d. fjórir prófessorar og þar af
tvær konur. Háskólinn er ömgglega á
réttri leið,“ segir Þórdís að lokum.
-HG