Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 7 DV Fréttir Brottfluttur Húsvíkingur fær ekki að flytja hús sitt suður: Hús í átthagafjötrum - byggingarnefnd segir stopp. Húsið helmingi verðmeira í Reykjavík DV, Akureyri: „Ég á þessa fasteign þótt ég búi ekki lengur á Húsavík og eignin verð- ur mér mun verðmætari hér á höfuð- borgarsvæðinu þar sem ég bý,“ segir Hörður Sigurðsson en erindi hans um að flytja einbýlishúsið að Garðars- braut 63 á Húsavík til Reykjavíkur hefur verið fálega tekið í bygginga- nefnd Húsavikur. Reyndar hafnaði nefndin ekki beinlínis erindi Harðar, enda hefur nefndin ekki vald til þess, en í ályktun nefndarinnar segir að nefndarmönnum lítist illa á erindi Harðar um flutninginn og leggist gegn því. Húsið að Garðarsbraut 63 var byggt árið 1931 og er það timburhús, 165 fermetar að stærð, með kjallara. Húsinu hefur verið haldið ákaflega vel við og þykir hin mesta bæjar- prýði. Það kom líka fram í máli Gauks Hjartarsonar, byggingarfull- trúa Húsavíkurbæjar, er DV ræddi þetta mál við hann, að vilji er tO að varðveita gömul hús i bænum. „Þetta er svipmikið gamalt hús og mönnum líst þunglega á að það hverfi enn eitt gamalt hús úr miðbænum en þaðan hafa hús verið flutt, nokkur rifin og einhver hafa brunnið. Það eru þessi sjónarmið sem ráða í afgreiðslu bygg- Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans. Landssíminn: Ritsíminn færður yfir til 118 - engum sagt upp Nei, Ritsíminn var ekki lagður niður. Við erum að hagræða í starf- seminni og höfum samið við ís- landspóst um útburð og keyrum rit- símaþjónustuna núna samhliða 118 þjónustunni," segir Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, en getgátur hafa verið uppi um að Ritsíminn hafi verið lagður niður niður nú um mánaðamótin. „Fólk hringir áfram í 146 og þá er þar starfsfólk sem einnig vinnur fyrir 118. Þetta er einfaldlega hagræðing í okkar rekstri en Ritsíminn er áfram til.“ Var þá gamla starfsfólki Ritsím- ans sagt upp? „Nei, það hefur engum verið sagt upp. Það eru þó einhverjir starfs- menn sem fara yfir tO íslandspósts þessu samfara en í framhaldinu munu aðrir taka að sér önnur störf hjá 118. Við trúum svo að það séu einn eða tveir sem muni hætta í framhaldinu." Hefur þessi þjónusta verið stór baggi á fyrirtækinu? „Það hefur verið tap á þessari þjónustu, bæði á Ritsímanum og 118 og við erum að leita núna allra leiða til að veita þessa þjónustu á hag- kvæmari máta,“ segir Þórarinn. -hdm ingarnefndarinnar. Málinu er reynd- ar ekki lokið, og ég get ímyndað mér að bæjaryfirvöld láti undan ef eigand- inn sækir það fast að fara með hús- ið,“ segir Gaukur. „Mínir fjármunir liggja aUir í þessu húsi en kostnaðarverðmæti þess er um 12,5 mOljónir króna. Ég hef látið kanna markaðsverð á svona húsi á höfuðbörgarsvæðinu og það er 17-18 mOljónir króna. Á Húsavík fást mun stærri einbýlishús fyrir upphæð sem nemur ekki helmingi af því. Mér er spurn. Á ég að sitja uppi með þessa eign á Húsavík sem ég get ekki nýtt þar. Vegna þess að fyrri eig- endur hússins höfðu árið 1990 látið kanna hvort ekki væri hægt að flytja húsið veit ég að það er hægt en mér hefur líka verið sagt að ég þurfi leyfi tO þess. Þar sem bæjarstjómin á eftir að fjalla um málið, og því er þess vegna ekki lokið, vil ég ekki tjá mig meira um málið á þessu stigi,“ segir Hörður. -gk Húsiö aö Garðarsbraut 63 á Húsavík sem bygginganefnd vill ekki aö eigand- inn fari meö úr bænum. .yv; •I . __________________________________ Opið alla daga vikunnar frá kl. 10.00 - 19.00 Höfuni bætt við hundruðum : nýrratitla Gífurlegt úrval af geisladiskum á hreint ótrúlegu verði! Þú finnur allar tegundir tónlistar: Rokk - Popp - Blús - Djass - Klassík - Heimstónlist - Kántrý - þýska og skandinaviska tónlist og margt, margt fleira. Fjölbreytt úrval af myndböndum! r ^ PC tölvuleikir á góðu verði! M Póstkröfusími: 567 1830 r ^ HICKY MAHTIM w>* ií i i « p *M ' Ricky Martin Almennt verð: 2.199.- Okkar verð: Ricky Martin A Tribute Verð 1.699,- Verð 399,- Dean Martin Ýmsir rapparar Gangsta Rap Verð 999,- Smashing Pumpkins Adore Verð 1.299,- Jet Black Joe You Ain't here Verð 199,- Led Zeppelin 2CD Remasters Almennt verð: 3.299.- Okkar verð: Verð 2.699,- Dean Martin 20 great love songs Verð 899,- Ymsir - 4CD Box Disco Fever Bob Marley Legend Almennt verð: 2.199.- Okkar verð: Ástarperlur 2 Ýmsir Peter Green Destiny Road The Shadows 3CD Good Vibrations Verð 1.999,- Verð 1.699,- Verð 999,- Verð 1.699,- Verð 1.899,- „-KarMOÆ ' A * V I •* * I* I: A > Ci.in Richarh 136 Xmas Line Dance Party Verð 299,- Karaoke The songs of Celine Dione Verð 999,- Pan Pipe play Movie songs Verð 499,- The World's Greatest Pan Pipe album 2 CD Verð 999,- Korn Follow the leader Almennt verð: 2.199,- Okkar verð: Cliff Richard 1960's Verð 1.699,- Verð 899,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.