Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 » Sviðsljós * Depp önnum kafinn við bleiuskipti Johnny Depp er hættur að stunda partíin. Föðurhlutverkið hefur breytt lífi leikarans og nú sést hann á allt öðrum stöðum en þeim sem þotuliðið sækir. Johnny sést í stórmörkuðum ásamt frönsku söngkonunni Vanessu Paradis við kaup á bleium handa litlu dótturinni sem fæddist síðastliðið vor. Leikarinn saknar ekki sviðs- ljóssins. „Þetta er það besta sem ég hef gert. Ég skil ekki hvað ég var að gera áður,“ segir nýbak- aði faðirinn. Brjálað að gera hjá rakaranum: Allar vilja þær vera eins og Rene Russo Rene Russo var að visu sexi í myndinni um listaverkaþjófinn og séntilmanninn Thomas Crown. Ekki er þó þar með sagt að allar konur eigi endi- lega að reyna að líkjast henni. Rakarinn Enzo Angileri í Hollywood er væntanlega á öðru <0* máli. Hann er nefni- lega höfundur, ef svo má að orði komast, kynþokkafullu hár- greiðslunnar sem Rene var með í áður- nefndri kvikmynd. Núna bíða konumar í biðröð eftir að komast að hjá Enzo til að fá sömu klippingu og leikkonan. Ally hneykslar með kossi Enn á ný hefur leikkonan Calista Flockhart, eða öllu heldur sjónvarpspersónan hennar, lög- maðurinn Ally McBeal, hneyksl- að siðprúða Ameríkana. Ally tók upp á því í þætti í vikunni að kyssa aðra konu. En Calistu er nokk sama um tuðið. „Það er æðislegt að kyssa aðra konu. Það er mjúkt og hlýtt,“ sagði Calista i viðtali viö kjafta- þáttargæjann Jay Leno. Mótleikkona hennar í kossaat- riðinu, Lucy Liu, gekk enn lengra og sagði að við værum öll meira og minna tvíkynhneigð. Ekki þarf að spyrja að því að metáhorf var á umræddan þátt. Renee aldrei íhugað bónorð Texasleikkonan Renee Zellweger, sem geröi garðinn frægan í myndinni um Jerry McGuire, segist aldrei hafa leitt hugann að hjónabandinu, aö minnsta kosti ekki í alvörulífinu. „Mér er alveg sama. Er það ekki hræðilegt?" segir Renee og skelli- hlær, harðánægð með að vera ein- hleyp og eiga sig sjálf. Það kann kannski að breytast eftir reynsluna í kvikmyndinni Bachelor þar sem hún leikur konu sem vill ólm giftast en bíður bara eftir þeim rétta. Lét platprins táldraga sig Þegar Cher varð fimmtug fékk hún gulan Lamborghini Diablo, sportbil, sem kostar nær 20 milljón- ir íslenskra króna, í afmælisgjöf. Gefandinn, Sulaiman A1 Kehaimi, kvaöst vera sádiarabískur prins og Cher trúði honum. Réttarhöld standa nú yfir platprinsinum í Ox- ford í Englandi. Honum er gefið að sök að hafa svikið tugi milljóna króna af frægu fólki. Cher hélt upp á fimmtugsafmælið sitt í maí 1996 í glæsilegri höll í Monte Carlo. Hún hélt að höllin væri í eigu platprinsins. Við réttar- höldin í Oxford hefur verið sýnt myndband sem tekið var í afmælis- veislu Cher. Á myndbandinu sést að söngkonunni líst bærilega á prins- inn sinn. Hún hélt að hann ætlaði að leggja fé í fyrirtæki sem hún Söngkonan Cher vill ekki tjá sig um platprinsinn. Símamynd Reuter hugðist setja á laggirnar. Saksókn- arinn fullyrðir að Sulaiman A1 Kehaimi hafi einungis haft í hyggja að svíkja fé út úr Cher. „Ég trúi þessu ekki,“ segir Cher á myndbandinu með lyklana að sport- bílnum í hendi. „Ég hef átt bílinn um skeið og ég elska hann en ég vil að þú fáir hann i afmælisgjöf," svar- ar platprinsinn. Bílinn átti hann alls ekki og ekki heldur höllina. Sulaiman A1 Kehaimi er einnig sakaður um að hafa ætlað að not- færa sér vináttuna við Cher til að svíkja fé af Tyrrell sem Formúlu 1 ökuþórinn Jackie Stewart starfaði hjá. Platprinsinn þóttist vilja kaupa Tyrrell. Söngkonan fræga hefur neitað að tjá sig um málið við fjölmiðla enda er það talsvert viðkvæmt. Ekki dónalegt ab gefa elskunni sinni svona brjóstahald. Paö er þó ekki á færi nema þeirra allraefnuðustu, enda kostar þaö litlar 140 milljónir ís- lenskra króna. Brjóstahaldiö er úr gullgarni og er skreytt 15 karata demanti. Nærfatafyrirtækiö Triumph í Japan kynnti gripinn í vikunni. íþróttakrydd skiptir um ham: _ jipping og hermannabuxur Kryddpían Mel C, sem gengur und- ir nafninu íþróttakryddið, hefur nú al- gjörlega skipt um ham. í stað íþrótta- búninganna eru nú komnar hnésíðar hermannabuxur og Clash-bolur þar fyrir ofan. Til að kóróna svo múnder- inguna er stúlkan búin að setja gel í hárið og greiðir það upp í brodda. Vonandi virkar það vel á lýðinn, ekki vanþörf á þar sem Mel C er ný- búin að gefa út fyrstu sólóplötuna sína. Hún vill jú ekki vera minni mað- ur en margar aðrar kryddsystur hennar. Enn hafa ekki borist fregnir af við- brögðum gagnrýnenda. Mel C er þó fyrirfram talin eiga meiri séns en hin- ar þar sem hún þykir besta söngkon- an í hópnum. Þá hefur hún fengið til liðs við sig marga fræga lagahöfúnda og upptöku- stjóra. „Ég hef upplifað heilmargt með Kryddpíunum síðustu árin. Ég lumaði á heilmörgu sem mig langaði til að tjá og það er gott að geta gert það svona,“ segir stúlkan. Svo er bara að vona að vel gangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.