Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999
Viðskipti__________________________________________________________________________________________________________dv
Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 560 m.kr. ... Mest með húsbréf, 325 m.kr. ... Hlutabréf 160 m.kr. ... Mest með Eimskip,
30 m.kr., og hækkuðu bréfin um 1,4% ... íslandsbanki 29 m.kr. og 1% hækkun ... Mest hækkaði Olíufélagið, eða 6,1% ...
Skeljungur hækkaði um 4% ... Flugleiðir lækkuðu um 2,6% ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% og er nú 1.403,2 stig ...
Sameining eða sam-
starf í spilunum
- ekkert ráðgert um yfirtökutilboð vegna kaupanna á FBA
Eyjólfur Sveinsson, stjórnarfor-
maöur Orca SA, segir i Viðskipta-
blaöinu i gær aö framundan sé
Verðmæti fisk-
aflans dröst
saman í júlí
Heildarverðmæti fiskaflans í júlí
síðastliðnum var 4.071 milljón króna,
samanborið við 5.882 milljónir í
sama mánuði í fyrra. Þetta kemur
fram í upplýsingum frá Hagstofu ís-
lands. Fyrstu sjö mánuði þessa árs
var verðmæti fiskaflans við ísland
þó heldur meira en á sama timabili
árið áður.
Verðmæti botnfiskaflans var 3.248
milljónir króna í júlí á þessu ári en
var 3.787 milljónir árið 1998. Þá dróst
verðmæti uppsjávaraflans verulega
saman, fór úr 1.300 milljónum króna
í júlí í fyrra í 361 milljón á þessu ári.
Sama má segja um verðmæti skel- og
krabbaafla sem lækkaði úr 795 millj-
ónum í júlí 1998 í 462 mifljónir króna
í júlí á yfirstandandi ári.
Heildarverömæti fiskaflans fyrstu
sjö mánuði þessa árs var 37.009 miflj-
ónir króna, samanborið við 36.228
milljónir fyrstu sjö mánuði ársins á
undan.
Verðmæti botnfiskaflans jókst úr
24.920 milljónum, frá janúar til júlí
1998, í 29.865 milljónir króna árið
1999. Verðmæti þorskaflans jókst úr
11.698 milljónum í 15.366 mifljónir
króna og verðmæti ýsuaflans jókst
úr 2.358 milljónum í 3.275 mifljónir
króna.
Verðmæti uppsjávaraflans hefur
hins vegar dregist saman fyrir þetta
tímabil, úr 6.631 mifljón króna árið
1998 í 4.482 milljónir króna árið 1999.
Verðmæti skel- og krabbaafla hefúr
einnig dregist verulega saman milli
ára, úr 4.671 milljón króna í fyrra i
2.655 milljónir á þessu ári.
79% hagnaðar-
aukning
Þýski raftækjarisinn Siemens jók
hagnað sinn um 79% á fyrstu 9 mánuð-
um ársins miðað viö sama tíma í
fyrra. Ástæðan fýrir þessu er aö nú
fyrst er fyrirtækið farið að sýna hagn-
að af farsímaframleiðslu en einnig hef-
ur ýmis endurskipulagning skilað ár-
angri.
áframhaldandi uppstokk-
un á fjármálamarkaði.
Hlutverkaskipan fyrir-
tækja muni breytast og
sameiningar eða samstarf
eru að mati Eyjólfs fyrir-
sjáanlegar. Ekkert sé þó
fast í hendi i þessu efni en
tækifærin séu það mörg
að niðurstaða Orca og
annarra sem að málinu
hafi komið sé sú að ein-
hver af þessum tækifær-
um muni verða að veru-
leika. Eyjólfur segir aðspurður um
hugsanlega sameiningu við Kaup-
Eyjólfur Sveinsson,
stjórnarformaöur
Orca SA,
þing að það sé eitt af
þeim verkefnum sem
horft verði til að taka
ákvörðun um á næst-
unni en þau séu fleiri.
Hvort sem af því verður
eða ekki sé Ijóst að ýmis
fleiri tækifæri séu á
fjármálamarkaðnum.
Ekkert yfirtökuboö í
uppsiglingu
Orca-hópurinn aflaði
á sínum tíma lögfræði-
álits þar sem kom fram að tilhög-
un sölunnar væri þess eðlis að á
kaupendum á 51% hlut ríkisins
hvíldi skylda til yflrtökuboðs til
eigenda minnihluta hlutafjár í
bankanum. Eyjólfur vildi ekki tjá
sig um þetta efni og vísaði til
Gests Jónssonar, hrl. og forsvars-
manns fjárfestanna. Gestur sagði í
Viðskiptablaðinu í gær að hann
hefði ekki umboð til að svara þess-
ari spumingu fyrir hönd hópsins
en sér vitanlega væru engar hug-
myndir um að myndast hefði yfír-
tökuskylda við þessa sölu og hann
teldi persónulega að slík skylda til
yfirtökuboðs væri ekki fyrir
hendi.
Tölvumyndir opna dótt-
urfyrirtæki í Halifax
- stefnt á frekari útbreiöslu erlendis
íslenska hugbúnaðarfyrirtækið
Tölvumyndir er að hefja útreið
sína á erlenda markaði og var dótt-
urfyrirtæki opnað á föstudaginn í
Halifax i Kanada. Þetta kom fram í
Viðskiptablaðinu sem kom út í
gær. Halldór Lúðvígsson, deildar-
stjóri viðskiptadeUdar Tölvu-
mynda, segir í samtali við Við-
skiptablaðið að þar sé fyrst og
fremst lögð áhersla á að selja svo-
kallaðan Wise-Fish hugbúnað sem
er alhliða upplýsingakerfi fyrir
sjávarútvegsfyrirtæki sem nær
yfir alla þætti í þeirra rekstri.
Búnaðurinn á sér enga hliðstæðu í
heiminum og hefur reynst vel.
„Nánast öll sjávarútvegsfyrirtæki
hér á landi nota þennan búnaö og
hefur hann reynst afar vel. í ljósi
þess að við erum með góða vöru og
að frekari vaxtarmöguleikar hér
eru takmarkaðir lá beint við að
horfa tU nágranna okkar í Kanada
þar sem markaðurinn er mjög
stór,“ segir HaUdór.
Stefnt á fleiri staði
Þetta nýja fyrirtæki er ekki hiö
fyrsta sem Tölvumyndir er meö í út-
löndum því fyrir á það hlut í fær-
eysku fyrirtæki sem hefur verið að
innleiöa kerfi þar. „Við erum einnig
með starfsemi í Seattie en ekki
formlegt fyrirtæki. í framhaldi af
þessu erum við að horfa tU Noregs
þar sem ætiunin er að hefja starf-
semi á næsta ári en þar eru miklir
möguleikar. Markmiðið er síðan að
finna endursöluaðfla víða um heim
fyrir þennan búnað þar sem tungu-
mál og vegalengdir gera það að
verkum að ekki er heppUegt fyrir
okkur að vera með eigin starfsemi.
Nú þegar erum við í viðræðum við
ýmsa aðUa, t.d. í Ástralíu og víðar,
um að gerast endursöluaöUar fyrir
hugbúnað okkar,“ segir Halldór að
lokum í samtali við Viöskiptablaö-
ið.
Arsþing
41. ársþing Samtaka evrópskra út-
flutningsráða, ETPO (European Trade
Promotion Organisations), hófst í
morgun og stendur yfir í tvo daga. Út-
flutningsráð íslands er aðili að samtök-
unum. Helstu málefhi þingsins munu
vera af þrennum toga, þ.e. breytingar á
skipulagi útflutningsráðanna, áhrif
upplýsingatækni á starfsemi ráðanna
og nýtt hlutverk útflutningsráða í al-
þjóðlegu viðskiptaumhverfi.
ETPO-samtökin hafa starfað í rúm
40 ár og eru í þeim aðilar frá 28 þjóð-
löndum. ETPO vinnur að ýmsum
ETPO hófst í morgun
framfaramálum fyrir aðildar-
félögin og hagsmunagæslu
þar sem við á. Á vegum sam-
takanna starfar sérstök fasta-
nefhd um upplýsingamiðlun
og önnur um iðnaðar- og
vörusýningar.
ETPO hefur á hveiju ári
haldið ársþing þar sem for-
ráðamenn aðildarfélaganna
koma saman og ræða þau
mál er efst eru á baugi í út-
flutnings- og kynningarmálum land-
anna. Hafa aðildarlöndin skipst á að
Geir H. Haarde
fjármálaráóherra.
halda fundina og er nú komið
að íslandi.
Meðal ræðumanna er sir
David Wright, forstjóri British
Trade Intemational, Patrick
Maher, forstjóri Enterprise
Ireland, Gúnter Graf, aðstoðar-
forstjóri Austrian Federal
Economic Chamber of
Commerce, og Torger Reve,
rektor viðskiptaháskólans í
Ósló. Ársþingið hófst í Sunnu-
sal Hótel Sögu með erindi Geirs H.
Haarde fjármálaráðherra.
Hlutur ríkisins í bönkunum:
Tvöfalt verðmætari en við skráningu
Markaðsverðmæti eignarhluta
rikisins í ríkisbönkunum þremur,
Búnaðarbanka, Landsbanka og
FBA, hefur aukist um 22,8 milljarða
frá þvi að þeir voru skráöir á mark-
að á síðasta ári að því er fram kem-
ur í Viðskiptablaöinu í gær. Saman-
lagt verömæti eignarhlutar ríkisins
nam 22,8 milljörðum við skráningu
en er um 45,6 milljarðar króna að
markaðsvirði um þessar mundir.
Verömæti hlutar ríkisins í Lands-
bankanum hefur aukist um 9,7
milljarða frá skráningu, í Búnaöar-
bankanum um 8,2 milljarða og verð-
mæti 51% hlutar ríkisins í FBA tvö-
faldaðist frá skráningu þar til geng-
ið var frá samningum um sölu á
honum fyrir 9,7 milljarða.
Margrét Vilhelmsdóttir ráöin
Margrét Vilhelmsdóttir hefur ver-
ið ráðin til sameinaðs félags Útgerð-
arfélags Akureyringa hf. og Jökuls
hf. á Raufarhöfri og mun hún hafa
með höndum yfirstjóm rekstrar
hins sameinaða fyrirtækis á Raufar-
höfii. Margrét Vilhelmsdóttir er 33ja
ára sjávarútvegsffæðingur.
Rönning - Rafinnkaup
á Akureyri
Johan Rönning hf. hefúr keypt
fyrirtækið Rafmnkaup á Akureyri
og opnaði sölu- og afgreiðsludeild
þar undir nafninu Rönning - Rafmn-
kaup, föstudaginn 29. október 1999.
Starfsemin mun áfram vera í húsa-
kynnum Rafmnkaupa að Óseyri 6 á
Akureyri.
Schröder vill Kína í WTO
Gerhard
Schröder, kansl-
ari Þýskalands,
sagði í gær að
það væri for-
gangsmál að
Kína fengi að-
gang að
Heimsvið-
skiptastofn-
uninni
(WTO). Hann
sagði að það væri bæði efhahags-
lega og pólitískt mikilvægt. Eins og
kunnugt er hafa Kínverjar sótt það
hart að fá aðgang en það em einkum
Bandaríkin sem hafa staðiö í vegi
þess. Ekki bætti úr skák þegar Nato
sprengdi sendiráð Kina í Belgrad í
tætiur í Kosovo-stríðinu.
Vaxandi atvinnuleysi á Spáni
Vinnumálaráðuneyti Spánar til-
kynnti í gær að atvinnuleysi væri
nú 9,75% samanborið við 9,62%
mánuðinn á undan. Heildarfjöldi at-
vinnulausra er nú 1,6 milljón en
ástæðan er talin vera tímabundin
þar sem eftirspum eftir vinnuafli
minnkar venjulega þegar helsta
ferðamannatímanum lýkur á Spáni.
7,2 milljaröar týndir
James Kahoza, seðlabankastjóri
Úganda, sagði í gær að um 7,2 millj-
arðar íslenskra króna væm horfnir
úr ríkiskassa Úganda. Hann vildi
hins vegar lítið segja til um hver
væri hugsanleg ástæða hvarflsins en
ljóst er að Úganda er bæði fátækt og
spillt land og þvi er þetta feitur biti
sem almenningur í Úganda þarf að
kyngja ef féð finnst ekki.
Litlar breytingar á olíuveröi
Litlar sem engar breytingar hafa
orðið á olíuverði að undanfómu.
Eins og kunnugt er hefur verð á hrá-
olíu á heimsmarkaði hækkað um
meira en helming frá áramótum og
jaftivel var búist við enn frekari
hækkunum þegar líða tæki á haust.
Verðið hefúr verið í kringum 22 doll-
ara fatið síðan í september og ef vet-
ur verður mildur er líklegt að verð-
iö haldist í kringum það að minnsta
kosti ffarn í mars.
Boeing lækkar
Verð á hlutabréfúm í Boeing hef-
ur lækkað nokkuð undanfarið. Bara
í gær lækkaði gengið um 2,45%. Ein
hugsanleg skýring á þessum lækk-
unum er stöðvun á ffamleiðslu
Boeing 757 véla vegna galla í ffam-
leiðslu. Einnig hafa tíð flugslys að
undanfómu haft í fór með sér nei-
kvæða umfjöllun um fyrirtækið.