Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 30
34
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999
Fólk í fréttum
Pétur Sigurðsson
Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu-
sambands Vestfjarða, Hjallavegi 15,
ísafirði, hefur sett fram þá hug-
mynd að fresta megi samningum
Verkamannasambandsins í eitt ár
með því skilyrði að lágmarkslaun
verði hundrað þúsund krónur.
Starfsferill
Pétur fæddist á ísafirði 18.12.1931
og ólst þar upp. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla ísa-
fjarðar 1948, tók mótornámskeið
Fiskifélagsins 1952, lauk vélvirkja-
námi hjá vélsmiðjunni Þór hf. á Isa-
firði 1957, stundaði nám við Iðn-
skóla ísafjarðar og tók vélskólapróf
1960.
Pétur vann hjá Vestfjarðaveitu
Rafmagnsveitna ríkisins til ársloka
1970 en hefur starfað fyrir verka-
lýðsfélögin á ísafirði síðan.
Pétur var formaður knattspymu-
félagsins Vestra á ísafirði 1954-72,
stjórnarformaður Rafveitu ísafjarð-
ar um skeið til 1964, varaformaður
verkalýðsfélagsins Baldurs 1968-72
og hefur verið formaður þess síðan,
varð ritari Alþýðusam-
bands Vestfjarða 1962,
var kjörinn forseti sam-
bandsins 1972 og hefur
verið það síðan, hefur
verið í stjórn Lífeyris-
sjóðs Vestfirðinga frá
stofnun sjóðsins 1970 og
er formaður sjóðsins ann-
að hvert ár, var formaður
stjómar Atvinnutrygg-
ingasjóðs 1991-95, hefur
setið öll ASÍ-þing frá 1958
og situr í framkvæmda-
stjóm Verkamannasambandsins frá
1998.
Fjölskylda
Pétur kvæntist 31.12. 1958 Hjör-
dísi Hjartardóttur, f. 12.5. 1939,
tryggingafulltrúa hjá sýslumanns-
embættinu á ísafirði. Foreldrar
hennar voru Hjörtm- Sturlaugsson,
bóndi á Hanhól í Bolungarvík og
síðar í Fagrahvammi í Skutulsfirði,
og k.h., Amdís Jónasdóttir hús-
freyja en þau eru bæði látin.
Börn Péturs og Hjördísar eru Sig-
urður Pétursson, f. 13.6.
1958, sagnfræðingur og
kennari við VÍ, búsettur í
Reykjavík, en kona hans
er Ólína Þorvarðardóttir,
þjóðfræðingiu' við Þjóð-
minjasafnið og eiga þau
fimm börn; Edda Péturs-
dóttir, f. 29.10. 1960, BA í
fnmsku og B.S. frá KHÍ,
grunnskólakennari í
Reykjavík, var gift Gunn-
ari Halldórssyni og eiga
þau þrjú böm.
Alsystkini Péturs eru Helga, f.
1934, hjúkrunarfræðingur í Reykja-
vík, gift Magnúsi Jónssyni, skip-
stjóra og útgerðarmanni, og eiga
þau fjögur böm; Svavar Sigurðsson,
f. 1935, bifvélavirki í Gautaborg í
Svíþjóð, kvæntur Britt Sigurðsson
en hann á fimm böm frá fyrra
hjónabandi.
Hálfsystkini Péturs samfeðra em
Guðmundur, jámsmiður á ísafirði,
en hann á sex böm; Guðrún, ekkja
Níelsar Guðmundssonar málara og
á hún sex börn.
Foreldrar Péturs voru Sigurður
Pétursson, vélstjóri og fyrrv. for-
maður Vélstjórafélags ísafjarðar, og
k.h., Gróa Salómonsdóttir hús-
freyja.
Ætt
Sigurður var sonur Péturs, b. í
Kleif á Skaga, í Fljótum og síðan í
Keldnakoti í Sléttuídið, Péturssonar,
b. á Arnarstöðum í Sléttuhlíð,
Sigurðssonar, b. á Tjörnum í
Sléttuhlíð. Móðir Péturs i Keldnakoti
var Vigdís Jónsdóttir, b. í Ásmúla í
Holtum, Andréssonar og Ástríðar
Grimsdóttur, Runólfssonar.
Móðir Sigurðar var Hólmfríður
Guðvarðardóttir, b. á Krákustöðum
í Hrolleifsdal, Þorsteinssonar, b. á
Syðsta-Hóli í Sléttuhlíð,
Þórðarsonar. Móðir Hólmfríðar var
Sigurbjörg Andrésdóttir, b. á Daufá
í Neðribyggð, Ásgrimssonar.
Gróa var dóttir Salómons, b. og
formanns frá Kirkjubóli í Korpudal,
Jónssonar og Helgu úr Álftafirði í
Djúpi, Jónsdóttur.
Pétur Sigurðsson.
Afmæli
Fanney Sigurbaldursdóttir
Fanney Sigurbaldursdóttir hús-
móðir, Suðurhólum 18, Reykjavík,
er sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Fanney fæddist á ísafirði og ólst
þar upp. Hún var í Barnaskólanum
á ísafirði og stundaði síðar nám við
Húsmæðraskólann Ósk á ísafirði.
Fanney vann við frystihús á ísa-
firði á unglingsárunum. Hún flutti
til Reykjavikur 1943, var þar eitt ár
í vist og starfaði síðan við gisti-
heimili Hjálpræðishersins.
Er Fanney gifti sig stundaði hún
heimilisstörf en fór síðan aftur að
vinna utan heimilis er hún missti
manninn. Hún starfaði við Valhöll á
Þingvöllum sumrin 1963-65, var
matráðskona við sjúkrahúsið Sól-
heima við Tjarnargötuna í Reykja-
vík um árabil og þar til sjúkrahúsið
var lagt niður, starfaði við Borgar-
spítaia: .. og á Landakotsspítala um
skeið en síðustu tíu ár starfsævinn-
ar vann hún á skóladagheimilinu
Stakkakoti.
Fjölskylda
Fanney giftist 14.5. 1944 Bergvini
Jónssyni, f. 1.8. 1918, d. 1963, starfs-
manni við Sjálfstæðishúsiö við
Austurvöll. Hann var sonur Jóns
Bergvinssonar, bónda á Brekku í
Aðaldal, og k.h„ Margrétar Sigur-
tryggvadóttur húsfreyju.
Dóttir Fanneyjar frá því áður er
Ásta Dóra Egilsdóttir, f. 5.3. 1942,
húsmóðir á ísafirði, gift Jóni Jóns-
syni, fyrrv. bifreiðarstjóra, og eiga
þau fimm böm.
Böm Fanneyjar og Bergvins eru
Petrina Margrét Bergvinsdóttir, f.
24.12.1944, starfsmaður við matsölu-
stað, búsett í Reykjavík, en hún
eignaðist fjögur börn og eru þrjú
þeirra á lífi; Þórveig Hulda Berg-
vinsdóttir, f. 22.4. 1955, hjúkrunar-
fræðingur i Reykjavík, gift Gunnari
Hallssyni kerfisfræðingi og eiga þau
þrjú böm; Jón Bergvinsson, f. 22.8.
1957, rekstrarfulltrúi hjá Reykjavík-
urborg, kvæntur Ingibjörgu Viggós-
dóttur sjúkraliða og eignuðust þau
þrjú börn og em tvö þeirra á lífi.
Systkini Fanneyjar eru Hulda
Sigurbaldursdóttir, f.
1921, d. 1955, húsmóðir í
Reykjavík; Baldur Sigur-
baldursson, f. 26.1. 1930,
sjómaður í Grindavík;
Ríkharð Sigurbaldurs-
son, f. 17.12. 1934, skrif-
stofumaður i Reykjavík;
Guðrún Ema Sigurbald-
ursdóttir, f. 3.12. 1935,
verslunarmaður í
Reykjavik.
Foreldrar Fanneyjar
vom Sigurbaldur Gísla-
son, f. 25.1. 1898, d. 1983,
skipstjóri á ísafirði, og k.h., Petrína
Þórðardóttir, f. 22.4. 1900, d. 1971,
húsmóðir.
Ætt
Sigurbaldur var sonur Gísla Þor-
bergssonar og Gestínu Þorláksdótt-
ur.
Petrína var dóttir Þórðar Grunn-
víkings, fræðimanns og skálds í
Munaðamesi, Þórðarsonar, alþm. í
Hattardal, Magnússonar, pr. á
Rafnseyri, Þórðarsonar. Móðir
Þórðar alþm. var Matthildur Ás-
geirsdóttir, pr. í Holti,
Jónssonar, bróður Þór-
dísar, móður Jóns for-
seta. Móðir Matthildar
var Rannveig Matthías-
dóttir, stúdents á Eyri,
Þórðarsonar, ættfóður
Vigurættar, Ólafssonar,
ættföður Eyrarættar,
Jónssonar.
Móðir Þórðar Grunnvík-
ings var Petrína Jóns-
dóttir, b. í Hattardalskoti,
Ólafssonar, b. á Svarfhóli
í Álftafirði, Ásgrímsson-
ar, hreppstjóra í Amardal fremri,
Bárðarsonar, ættfóður Amardals-
ættar, Illugasonar.
Móðir Petrínu Þórðardóttur var
Solveig Jónsdóttir, b. í Munaðar-
nesi, Gislasonar, b. í Bæ, bróður
Bjama, föður Þorleifs námsstjóra.
Móðir Jóns var Ragnheiður Óladótt-
ir. Móðir Solveigar var Elísabet
Guðmundsdóttir, b. á Munaðamesi,
Benónissonar.
Fanney tekur á móti gestum á
heimili dóttur sinnar, Suðurhólum
18, Reykjavik, í dag, eftir kl. 15.00.
Fanney
Sigurbaldursdóttir.
Fréttir
Sextugsafmæli sjósóknara og listamanns:
Ótækt að hittast bara við jarðarfarir
- sagði Reynir Torfason afmælisbarn
DV, ísafirði:
„Ólína systir mín lagði hart að
mér að halda veisluna. Hún benti
réttilega á að eðlilegt væri að fólk
hittist oftar en við jarðarfarir," seg-
ir Reynir Torfason, listmálari og
sjómaður, sem hélt upp á sextugsaf-
mæli sitt um síðustu helgi. Reynir,
sem búið hefur alla tíð á ísafirði, lét
undan þrýstingi ættingja og vina og
hélt upp á daginn með pomp og
pragt í Sigurðarbúð, húsi Slysa-
vamafélagsins á ísafirði, þar sem
um 100 manns mættu til að sam-
fagna afmælisbarninu. Afmælis-
barnið fékk fjölda failegra gjafa.
Gestir ávörpuðu hann og fram kom
að til að fráhvarfseinkenni frá jarð-
arforum væru ekki of mikil væri
mynd af afmælisbarninu á áberandi
stað ásamt logandi kerti. Sjálfur
sagðist Reynir myndu halda veglega
upp á afmæli sín hér eftir á 5 ára
fresti.
-Róbert R
Systkinin Reynir og Ólína Torfadótt-
ir, hjúkrunarforstjóri á Akureyri, eru
hér að skipuleggja málin í veislunni.
Sjómaðurinn og listmálarinn Reynir Torfason á ísafirði varö sextugur á mánudaginn. Hann fagnaði tímamótunum í
Sigurðarbúö á Isafiröi þar sem um hundrað manns mættu og heiðruöu kappann. Hér er hann á spjalli við hrefnu-
veiöimanninn Konráð Eggertsson, fyrir miðju, og Torfa Björnsson, alþekktan sjósóknara vestra. Hvað þeim fór á
milli er ekki vitað og greinilegt er aö menn skemmtu sér vel. DV-myndir Róbert R.
DV
Tll hamingju
með aímælið
4. nóvember
90 ára
Jenný Guðlaugsdóttir,
Austurbyggð 17, Akureyri.
Margrét Þorkelsdóttir,
Skjöldólfsstöðum I, Norður-Héraði.
Sigþrúður Thordersen,
Kumbaravogi, Stokkseyri.
80 ára
Eðvarð K. Kristensen,
Rjúpufelli 29,
Reykjavík.
Kona hans er Fjóla
Steingrímsdóttir.
Þau taka á móti
ættingjum og vinum í Vinabæ,
Skipholti 33, í kvöld milli kl. 18.00
og 22.00.
Ámi Ólafsson,
Birkiteigi 4b, Keflavík.
Guðrún S. Konráðsdóttir,
Árskógum 8, Reykjavik.
Ingi Sveinsson,
Efstalimdi 6, Garðabæ.
Jakobína Jónsdóttir,
Skipholti 47, Reykjavík.
Sigríður Jónsdóttir,
• Háholti 33, Akranesi.
Þóra H. Jónsdóttir,
Dragavegi 11, Reykjavík.
Þórunn Jóhannsdóttir,
Gránufélagsgötu 7, Akureyri.
75 ára
Hjörtur Brynjólfsson,
Einarsnesi 78, Reykjavik.
Óttar I. Karlsson,
Sæviðarsundi 78, Reykjavík.
70 ára
Agnar R. Hallvarðsson,
Klausturhvammi 15, Hafnarfirði.
Elín J. Christensen,
Móaflöt 8, Garðabæ.
Þórður K. Jóhannesson,
Skólatúni 3, Bessastaðahreppi.
60 ára
Guðmundur Marinósson,
Kópsvatni II, Flúðum.
Kristján Torfason,
Flókagötu 45, Reykjavík.
Lilja Sigrún Jónsdóttir,
Fiskinesi, Drangsnesi.
50 ára
Albert Sigurjónsson,
Sandbakka, Selfossi.
Anna Kjartansdóttir,
Kambaseli 27, Reykjavík.
Einar Símonarson,
Tryggvagötu 6, Reykjavik.
Guðlaug Ólafsdóttir,
Skarðsbraut 3, Akranesi.
Gunnar Ragnarsson,
Aðalstræti 49, Patreksfirði.
Halldóra Þórðardóttir,
Tunguvegi 64, Reykjavík.
Jónína Sturludóttir,
Akurgerði 3a, Akureyri.
Karl Davíðsson,
Espilundi 2, Akureyri.
40 ára
Bjöm Blöndal,
Spóahólum 12, Reykjavík.
Dagbjört Aradóttir,
Hálsvegi 11, Þórshöfn.
Guðmundur Jóhann Jónsson,
Álfhólsvegi 101, Kópavogi.
Helena Högnadóttir,
Áifholti 34b, Hafnarfirði.
Hjördís Haraldsdóttir,
Suðurvöllum 16, Keflavík.
Jóhanna Harðardóttir,
Árbraut 16, Blönduósi.
Karl Jón Hirst,
Dofraborgum 18, Reykjavík.
Láras Mýrdal,
Hlíðarhjalla 63, Kópavogi.
Maria Þórðardóttir,
Lerkilundi 28, Akureyri.
Óskar Skúlason,
Háarifi 15, Rifi, Hellissandi.
Rakel Benediktsdóttir,
Álfaborgum 9, Reykjavík.
Sigrún Júlía Kristjánsdóttir,
Laugalæk 19, Reykjavik.
Smári Hjaltason,
Hróðnýjarstöðum, Búðardal.
Valdís Þóra Valdimarsdóttir,
Reynigrund 39, Akranesi.