Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 13 Sovét-ísland, hvenær kemur þú? Þannig spuröi skáld í byltingar- móð. Nú hefur það fengið uppfyllingu óskanna en án full- nægingar. Því það er látið og bara vissar leifar af Sov- étinu komnar i líki kynæsandi kvenna. Þær eru á sinn hátt byltingarkonur hér. Kynæsumar, (ég nota það orð fremur en mella eða hóra sem er móðgandi við kon- ur) hlutu óhjá- kvæmilega að stinga upp kollin- um og rassinum þegcu- ísland varð ráðstefnuland. Nuddslökun fyrir dagpeningana (sjálfsfróun) í bundnu máli. Eiginkonur ráð- stefnukarlanna komast aldrei að hverju þeir eyddu í nuddslökun. í hana fóra dagpening- amir frá fyrirtækinu. Erfiði bakslagurinn Annað í þessu máli snýr sérstaklega að ís- landi og konum og er nátengt byltingum og lögmálum þeirra. Að gera byltingu er tiltölu- lega auðvelt í samfélagi þar sem óréttlæti ríkir. Fyrst rís andspymu- hreyfing gegn þvi og sigrar eftir mikið nudd, en þá kemur erfiði bak- slagurinn: Hverju er hægt að berj- ast gegn að byltingu lokinni? Það var auðvelt fyrir kvenna- hreyfinguna að hríðast í karl- mönnum og kenna þeim um ógæfu sína. Eins og venjulega létu þeir undan og sigurinn var því aumur, ekki sá sem næst að loknum átök- um vitsmunanna. Hvað gerðist þá? Það venjulega eftir byltingu. í sigurvissunni fékk siguraflið á sig hina hliðina á sjálfu sér: Hér var hún konan í líki kynæsunnar sem er ekkert lamb að leika sér við. Hún er ósigrandi því hún þekkir innsta eðli karla og kvenna og venjulegar kon- ur, líka há- menntaðar, standa varnar- lausar gegn henni. Þetta eru ekki kanamellumar sem kommamir hæddu heldur leifamar af sov- étskum ballett- dansmeyjum, nú færðar í auð- valdsbúning, komnar til að standa sigri hrósandi yfir kokhreysti kvennalistans. Einræði íslensku konunnar, Freyju, er liðið undir lok. Héðan í frá verður hún að keppa viö Kyn-Æsuna um karl- rembusvínin. Guðbergur Bergsson Kjallarínn Guðbergur Bergsson rithöfundur „Það var auðvelt fyrir kvenna- hreyfinguna að hríðast í karl- mönnum og kenna þeim um ógæfu sína. Eins og venjulega létu þeir undan og sigurinn var því aumur, ekki sá sem næst að loknum átök- um vitsmunanna.“ Menn sem sækja ráðstefnur þurfa á slökun að halda að loknum náttúru- lausum fundum og kynæsumar þjóna ýmsum tilgangi eins og nuddslök- un fyrir augun, hendur og eyrun. Þær uppfylla óskir draumanna en kannski ekki kyn- færanna. Samfarir með orðum og sjón hafa aukist i hin- um skólagengna heimi. Dýrar sjón- menntir stundaðar fyrir athafnamenn eru komnar í stað- inn fyrir ódýrar klámvísur lýðsins. Enginn í efri kanti samfélagsins kann lengur að ónanera „Einræði íslensku konunnar, Freyju, er liðið undir lok. Héðan í frá verður hún að keppa við Kyn-Æsuna um karlrembusvínin. Sigurvegarar í nektardansi í Þórscafé. Samkynhneigð og trúmál Fyrir nokkru áttu sér stað skrif á milli tveggja ágætra manna, þeirra Gunnars Þorsteinssonar forstöðumanns og Jóhanns Bjöms- sonar heimspekings, er varöa m.a. samkynhneigð og trúmál. Það sem fyrir mér stóö upp úr í þessum greinaskrifum er sú staðreynd Jó- hanns að samkynhneigðir séu áþreifanlegur áhættuhópur þegar sjálfsvíg eru annars vegar. Þannig er með samkynhneigða sem og þá sem lagðir eru í einelti að þeir eru fómarlömb (kynferðislegs-) ofbeld- is, eiga við- tilfinningaleg vanda- mál að stríða svo eitthvað sé nefnt, að allt eru þetta einstaklingar sem eru oft útskúfaðir af samfélaginu, af okkur hinum. í þessum tilvikum enun við gerandinn hvort sem er f bókstaf- legri merkingu eða sem þjóðfé- lagslegt afl, við sem ein heild höfnum þessum einstaklingum, með þeim afleiðingum að þeir sjá oft enga leið aðra en gefa sig myrkrinu á vald. Rétt og rangt Þessir einstaklingar eiga jafnan rétt á hamingju og við hin, ham- ingja þeirra hlýtur m.a. að vera fólgin í viðurkenningu okkar á þeirra hegðunarmynstri, á þeirra sérstöðu sem einstaklingar í þró- uðu samfélagi nútímans. Okkur varðar ekkert um kynhneigð hvers einstaklings en þegar kemur að útskúfun úr sk. kristnu þjóðfé- lagi þá erum við að koma okkur fyrir á of háum kletti, þar sem við erum farin aö horfa niður á samborgara okk- ar. Gunnar talar í sinni grein um þá „bífræfni sam- kynhneigðra að vilja fá að ganga í Guðs hús til að fá syndir sínar viðurkenndar“. Hvað um allan þann fjölda hjóna sem fengið hafa syndir sínar við- urkenndar við aðra hjónavígslu sína, þriðju eða jcifnvel fjórðu, með tvö tU þrjú böm sín sitjandi við altarið? Hvers vegna frekar aö hleypa þeim inn fyrir Drottins dyr? Orð Guðs er jú heilagt en það er hægt að „toga, teygja, sveigja og beygja" eins og best kemur fram í þeim fjölda sértrúar- safnaða sem hér starfa í blóma, einnig sést það vel á þeim styrjöldum sem geis- að hafa mn víða ver- öld öldum saman sem eiga upphaf sitt að rekja til mismunandi túlkunar á orði Guðs. Hver er þá sá sem dæmir um það hver rétta túlkunin sé á orði Guðs og hver sú ranga, hver segir að skilja beri hið heilaga rit á einn veg frekar en annan? Hver hefur rétt á því að túlka orð Guðs á einn veg og hrópa yfir mannfjöldann að þetta sé sannleikurinn? Við lesn- ingu á einum texta verða til marg- ar merkingar, mörg orð túlka eitt. í þessu samhengi er ekki um neitt eitt rétt svar að ræða. Rétt kynlíf „Blessaður heimspekingurinn", eins og Gunnar kýs að lítillækka hann, hefur rétt fyrir sér í þeim efnum að öll höfum við jafnan rétt á hamingjunni og þaö telst varla dauðans synd aö stunda kynlif af öðrum hætti en þeim sem ... ja, hver segir til um hvemig „rétt“ kynlif á að vera. Við hin, sem erum áhorfendur, við sem veltum okkur upp úr kynferð- ishegðunum annarra hljótum að vera á sama hátt syndarar, við höfum ánægju af því að skoða ýmis af- brigði kynhegðunar og tjá okkur um þau, við höfum sömu hneigðir. Gagnrýn hugsun, holl hugsun Að lokum er vert að undirstrika þá nauð- syn sem felst í gagn- rýninni hugsun. Um leið og við setjum okkur í dómarasæti, með því að ákveða að eitt sé rangara en annað, erum við að útiloka valmöguleika sem nýtast okkur í því að vera gagnrýnin á okkur sjálf og aðra. Með gagnrýn- inni hugsun víkkum við sjóndeild- arhring okkar, sjáum það góða og slæma í okkur og öðrum. Öll erum við vafalaust syndug á einn eða annan hátt en við verð- um að temja okkur það að leggja áherslu á styrk okkar til að geta látið gott af okkur leiða. í okkur býr margt gott, bæði í holdi okkar og huga. Höldum styrkleika okkar sem einstaklingar á lofti og vinn- um að því að láta aðra njóta hans með okkur. Elín Lára Jónsdóttir „Okkur varðar ekkert um kyn- hneigð hvers einstaklings en þeg- ar kemur að útskúfun úr sk. kristnu þjóðfélagi þá erum við að koma okkur fyrir á of háum kletti, þar sem við erum farin að horfa niður á samborgara okkar.“ Kjallarínn Elín Lára Jónsdóttir bókmenntafræöingur Með og á móti Er réttlætanlegt að skipta út að fullu bankabókum viðskiptamanna fyrir bókar- lausa reikninga? Bankarnir hafa veriö aö bjóöa viö- skiptavinum sinum bókarlausa reikn- inga í staö ýmissa tegunda bóka sem veriö hafa í gangi síöustu áratugi. Ekki eru allir viöskiptavinir sáttir viö aö taka bankabækur alveg úr umferö, bækur sem margir hafa átt og notaö áratugum saman - jafnvel allt frá barnæsku. Öryggissjónar- mið helstu rökin Við hjá Landsbanka íslands hf. höfum upp á síðkastiö lagt á það áherslu við okkar viðskiptavini, sem eiga sparisjóðsbækur, að þeir láti breyta reikningsform- inu yfir í bókar- lausa spari- reikninga. Helstu rökin fyrir því eru að sjálfsögöu ör- yggissjónarmið gagnvart við- skiptavininum þar sem hand- hafi sparisjóðs- bókar getur framvísað henni í banka til úttekt- ar án þess að þurfa að sanna eignarétt sinn á henni. Þannig getur nánast hver sem er tekið út af reikningnum. Með því að breyta í bókarlaus- an reikning getur eimmgis sá sem skráður er eigandi tekið út eða sá sem hann gefur umboð til. Gjald- keri greiöir sem sagt ekki út af reikningnum nema fyrir liggi rit- handarsýnishorn reikningseig- anda. Önnur rök eru líka þau, að með því að hafa reikninginn bók- arlausan getur reikningseigandi falið bankanum að skuldfæra reikning sinn þegar honum þykir henta án þess að þurfa sífellt að framvísa bókinni. Viðskiptavinir hafi val Bókarlausir reikningar eru langalgengastir í dag. Þeir eru mun þægilegri fyrir flesta og bjóða upp á meiri möguleika, t.d. er hægt að fá upplýsingar um stöðu þeirra í Þjónustusíman- um, í Heimilis- bankanum og i Bankalínunni og mUlifæra sjálfvirkt án þess að þurfa að koma í bank- ann. Hins vegar þykir mörgum þægilegra að hafa upplýsingar um allar hreyfingar skráðar í bók um leið og færslur eiga sér stað frem- ur en aö taka við lausum kvittun- um og fá síðan send yflrlit síðar. Viö teljum rétt að viðskiptavin- ir hafi val, þ.e. að þeir geti valiö mihi þess aö hafa bók eða bókar- lausan reikning. Því verður boðiö upp á bankabækur í Búnaðar- bankanum eftirleiðis sem hingað til og geta viðskiptavinir valið um bók eða bókarlausan reikning á almennri bók, Gullbók, Metbók og Eignalífeyrisbók sem er fyrir 65 ára og eldri. -GRA Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eöa á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efhi á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is Ásgerður Káradótt- ir, markaðsdeild Búnaðarbankans. Þorsteinn Þorsteins- son, Landsbanka ís- lands, markaðs- sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.