Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 Fréttir sandkorn Stoke á íslenskan markað og stefnt á úrvalsdeild: Mikil áhætta - en einnig góð hagnaðarvon, segir forstjóri Kaupþings Frá leik Stoke í gærkvöldi þar sem íslenski fáninn var áberandi. „Allir þeir sem taka þátt i þessari fjárfestingu eru mjög meðvitaðir um að þama er um mikla áhættu að ræða. En áhætta og möguleg ávöxtun hanga saman,“ segir Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, en gengið hefur verið frá kaup- um íslenskra íjárfesta á 66% hlutabréfa í Stoke City. Form- leg eigendaskipti á félaginu verða á heimavelli þess 15. nóv- ember nk. Hinir nýju eigendur Stoke eru Elfar Aðalsteinsson, ísóport ehf., Júlíus Bjamason, Kaup- þing hf„ Kaupthing Luxembo- urg SA, Lyngháls ehf., Magnús Kristinsson og fleiri, Spectra AB, Sundagaröar ehf., Þor- steinn Vilhelmsson og Þorvald- ur Jónsson. „Þetta hefur ekki verið gert áður af islenskum fjárfestum og sýnir að þeir eru famir að horfa meira í kringum sig og skoða fleiri ávöxtunarmögu- leika en hingað til,“ segir Sig- urður. Að sögn Sigurðar áform- ar Kaupþing að selja hlut sinn í Stoke á almennum markaöi hérlendis og fer salan væntan- lega í gang fljótlega eftir 15. nóvem- ber. „Miðað við þann áhuga sem verið hefur á þessu hingaö til þarf naumast að auglýsa mikiö,“ segir hann. Guöjón og íslenskir leikmenn Kaupverð hefur ekki verið geílð upp og Sigurður vill ekkert um það segja. Sömuleiðis segir hann ótíma- bært að skýra nánar frá áformum íslensku fjárfestanna, t.d. hvað varðar ráðningu á Guðjóni Þórðar- syni til þjálfarastarfa hjá félaginu eða um hugsanleg kaup á íslenskum leikmönnum. Samkvæmt heimildum DV hins vegar hefur í samningaviðræðum íslendingana við eigéndur Stoke ýmist verið rætt um að þeir keyptu 51% hlut eða allt að 66% hlut eins og raunin varö. DV hefur áður skýrt frá því að setja átti fram kauptilboö í 51% hlut fyrir 400 milljónir króna. Samkvæmt því gæti endaniegt kaupverð verið nokkru hærra en sú upphæö en taka verður tillit til að semja þurfti sérstaklega að nýju um kaupverðið þar eö áður óþekktar skuldir skutu upp kollinum við skoðun á bókhaldi. Enn fremur segja heimildir DV að áform nýrra eigenda Stoke séu eftir sem áður þau að Guðjón taki við starfl knattspymustjóra Stoke og telja afar líklegt að einhverjir ís- lenskir leikmenn séu í sigtinu. Sömu heimildir segja að Stoke Hold- ing hyggist jafnvel leggja enn meira fé en upprunaleg áætlun upp á um 300 milljónir króna gerði ráð fyrir í uppbyggingu á félaginu, ekki síst til leikmannakaupa. Græn grein í hillingum Stoke þykir ekki sérlega gott knattspymulið fremur en önnur liö sem leika í annarri (þriðju) deild í Englandi. I þessu sjá íslensku fjár- festamir möguleika. Einn úr hópn- um orðaði þessa hugsun þannig í samtali við DV: „Þó ekki kæmu nema nokkrir nýir toppleikmenn héðan aö heiman ætti að vera hægt að bæta liðið nógu mikið til að komast upp um að minnsta kosti eina deild. Þá er staða málsins allt önnur. Áhorfendum fjölgar þá úr um tólf þúsund á hveij- um leik í yfir 20 þúsund á leik. Það Fréttaljós Garðar Öm Úlfarsson skiptir sköpum. Auk þess verða auglýsingatekjur miklu hærri, möguleikar af viðskiptum með leik- menn verða meiri og maður talar nú ekki um ef einhver sjónarpsrétt- indi koma inn að þá eru menn á grænni grein.“ í DV hefur áður komið fram að samkvæmt bjartsýnni áætlun nýju eigendanna verður Stoke komið upp í úrvalsdeild á fjórða ári héðan í frá og verðmæti þess hefur vaxið í 4,5 milljarða króna aö tíu árum liðnum. Uppbygging hefst Viðhorf áhangenda Stoke til nýju eigendanna mun vera jákvætt enda gera þeir sér vonir um að íslending- amir nái að rifa liðið upp úr þeim fjárhagslega öldudal sem það velkist nú um í. Fyrri eigendur komu mjög glæsilegum leikvangi yfir liðið, Brittania Stadium, sem tekur 28 þúsund áhorfendur í sæti og teldist fullgóður fyrir úrvalsdeildarlið. Þess má geta að sérstakt hlutafélag er um eignarhald á Brittania Stadi- um og á Stoke leikvanginum á móti bæjarfélaginu og telst það fyrir- komulag frekar teljast styrkur en veikleiki fyrir nýja eigendur. En fyrri eigendur munu hins vegar ekki hafa haft bolmagn eða vilja til að leggja samtímis til þá fjármuni sem hefur þurft til að bæta liðið. Það er hins vegar hugmynd íslend- inganna aö nú sé hægt að fara að einbeita sér að þvi. Engum til góðs Nýkaupsmenn vOja vekja fólk til umhugsunar um hvort leyfa eigi sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslun- um. í því skyni hafa þeir sett upp vínbúð í verslun sinni í Kringlunni sem af- girt er með þéttriðnu vír- neti. Vín- og ölþyrstir við- skiptavinir verða að láta sér nægja að horfa á flöskurekk- ana meðan þeir aka inn- kaupakörfunum fram hjá, með steikum og öðru góð- gæti í. Bogi og örvar setja málið síðan i skoplegt sam- hengi í sjónvarpsauglýsing- um, að hætti Dananna tveggja í margfrægum aug- lýsingum ónefnds ölfram- leiðanda norðan heiða. Ný- kaupsmenn segjast treysta sér til að axla þá ábyrgð að selja léttvín og bjór og að auki telja þeir íslendinga reiðubúna að axla þá ábyrgð sem felst í auknu verslunarfrelsi. Nýkaupsmenn virðast ekki gera sér grein fyrir að verslun með áfengi er alvörumál og að þeir eru að skjóta sig í fótinn með þessum æflngum. Þeir vilja selja vímuefni sem sýnt er og sannað að leiða muni viðskiptavinina í glötun því þeir geta engan veginn axlað þá ábyrgð sem felst í auknu verslunarfrelsi. Enda er þetta verslunarfrelsi út- lent fyrirbæri og ekki í neinum takt við íslenska lifnaðarhætti. Aukið verslunarfrelsi að hætti út- lendra mun breyta drykkjuvenjum landsmanna og leiða þá í glötun því í flestum tilvikum hefst misnotkun vímuefna með áfengisneyslu. Síðan stigmagnast vímuefnanotkunin þar til viðskipta- vinurinn er kominn á ystu nöf, rúinn heilsu, sjálfsvirðingu og viðskiptatrausti. Nei, hér verð- ur að spoma við fótum ef ekki á illa að fara. Auk- iö verslunarfrelsi er engum til góðs, allra síst ís- lendingum. Erlent verslunar- frelsi varðar leiðina til glöt- unar. Það er kunnara en frá þurfi að segja. íslendingar eru þrælaþjóð i eðli sínu sem kyssir vönd- inn þegar best liggur á henni. Það vita forstjórar olíufélag- anna og tryggingafélaganna, að ógleymdum forstjóra ÁTVR. Það ættu forráða- menn Nýkaups að vita. Til að þjóðin haldi sönsum og missi ekki vitið i endalausri vimu erlends verslunarfrelsis og áfengis er nauðsynlegt að þeir fari sér hægt. Þeir mega heldur ekki gleyma þjóðhags- legum ávinningi bens- íneyðslu og árekstra sem fylgir akstri þúsunda íslend- inga að útsölustöðum Hösk- uldar. Þar verða minni hagsmunfr að víkja fyrir meiri. Það er kominn timi til að íslendingar fari að haga sér eins og íslendingar þar sem áfengi er annars vegar, hefji almennilegt brennivín aftur til vegs og viröingar. Það er ekkert eins gott fyr- ir sál og líkama og almennilegt helgarfyllirí. Endalaust gutl í víni og bjór á knæpum og klám- stöðum hefur svæft vitund manna um þjóöleg gildi. Og boðberar erlends verslunarfrelsis ganga á lagið. Dagfari Vilhjálmur? Enn hefur ekki verið skipað í stöðu seðlabankastjóra eftir að Steingrímur Hermannsson lét af störfum. Þriðja bankastjóraskrif- stofan í höÚ mamm- ons er þvi mann- laus. Lengi var því haldið fram að Halldór Guð- bjarnason mundi setjast í umrædd- an stól. Af því varð þó ekki og tók Halldór við starfi forstjóra Visa íslands. Nú gengur það hins vegar íjöilunum hærra að Vilhjálmur Egilsson, alþingis- maður tyrir Sjálfstæðisflokkinn og framkvæmdastjóri Verslunarráðs, verði seðlabankastjóri frá og með áramótum. Menn spyrja þá vænt- anlega hvað verði um helminga- skiptaregluna en óskrifaðar reglur segja sætið tilheyra Framsókn. Því er þá svarað að Davíð sjálfur skipi í stöðuna ... Græðir Þegar Haraldur Haraldsson í Andra keypti Áburðarverksmiðj- una var hún rekin með miklum halla og vegna aukinnar verðbólgu leit út fyrir veruleg- ar kostnaðarhækk- anir og enn meira tap. En Halla og fé- lögum tókst að snúa vöm í sókn, hagræða og lækka kostnað. Svo mikið að áburðarverð til bænda helst óbreytt. í því sambandi má geta að starfsmönnum hefur fækkað úr 84 í 62. Spá menn því að ef fram held- ur sem horflr muni ekki líða á löngu áður en Áburðarverksmiðj- an fari að sýna hagnað. Viðsnún- ingur í rekstri er tíundaður í fréttabréfi verksmiðjunnar sem nefnist Græðir. Finnst mönnum við hæfi að ef Haraldur fer að græða verulega verði að kalla fréttabréfið Stórgræðir eða Græðir á tá og fmgri... í uppmælingu Því var kastað fram í Sandkorni í gær að nektardansmeyjar gætu orðið félagsmenn í Rafiðnaðarsam- bandinu þar sem þær byggðu upp svo mikla spennu í starfi sínu. En hvar í fylkingu sem önd- vegissúlukonur ís- lands lenda bíða margir spenntir eft- ir að lesa samn- ingstexta þeirra og hvort verði ofan á, tímakaup eða uppmæling. Enn fremur er spurt hvort greitt verði fyrir unna stund eða hvort miðað veröur við felida spjör í uppmæl- ingu. Hver sem niðurstaðan verður er víst að hart á eftir að takast á um hver fær að meta vinnuframlag hinnar nýju stéttar til launa ... Fúlir flúðu Jens Jens Einarsson, ritstjóri Eið- faxa, skrifaði um hestamennsku í Skagafirði i pistli í síðasta Eiðfaxa og fannst Skagfirðingum lítið til þeirra skrifa koma. Þegar Sveini Guð- mundssyni á Sauð- árkróki var boðið sæti við sama borð og Jens á Lands- þingi hesta- mannafélaga fannst Sveini betra að vera annars staðar. Hjartarson flutti þá þessa vísu: Tæplega þeir taka sjens að treysta nokkru orði. í fúlu skapi flúðu Jens og fluttu sig að öðru borði. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.