Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 17 Óþolandi nágrannar íbúi í stóru fjölbýlishúsi í Breið- holti spyr: í blokkinni okkar býr einstæður maður sem er afar erfið- ur i umgengni og virðir engar þær reglur sem húsfélagið setur. Um helgar er svallsamt hjá honum og litill svefnfriður í næstu íbúðum. Er þrifum mjög ábótavant og leggur oftar en ekki daun frá íbúðinni. Að auki reynir maðurinn að standa í vegi fyrir ölium eðlilegum viðhalds- framkvæmdum og á jafnvel til aö hindra eðlilegan umgang iðnaðar- manna um sameignina. Getur hús- félag úthýst aðila eins og þessum eða þarf allt samfélagið í húseign- inni að líða vegna eins einstaklings? Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl. hjá Húseigendafélaginu svar- ar: „í fjöleignarhúsalögunum er að fmna sérstök úrræði til handa hús- félaginu og einstökum eigendum við Húsráð og DV: Spurn- ingum lesenda svarað Ráðgjafarþjónustan Húsráð hefur boðist til að svara spurn- ingum lesenda DV varðandi rekstur og viðhald húseigna og ýmislegt sem upp kann að koma vegna þeirra. Þeir sem svara spurningum lesenda eru Theodór S. Sigurbergsson og Eyjólfur Brynjólfsson, báðir löggiltir end- urskoðendur hjá Þema ehf., hæstaréttarlögmaðurinn Sigurð- ur Helgi Guðjónsson hjá Húseig- endafélaginu, héraðsdómslög- mennirnir Halla Bergþóra Björnsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson hjá GÁJ, lögfræði- stofu, og Ragnar Gunnarsson, verkfræöingur hjá verkfræðistof- unni Verkvangi. Þegar tile&i er til verða fleiri sérfróðir aðilar kallaðir til svara. Lesendur geta sent stuttar og gagnorðar spumingar á netfang- ið dvritst@ff.is og merkt þær gróf eða ítrekuð brot eigenda eða annarra íbúa húss eða afnotahafa. í þeim tilvikum er unnt að banna hinum brotlega búsetu í húsinu og gera honum að flytja úr húsinu, auk þess að krefjast þess að hann selji eignarhluta sinn. I lögunum eru fyr- irmæli um það hvemig standa skuli að slíkri ákvörðun og hvemig henni skuli framfylgt. Að baki úrræðunum býr það sjón- armið að hið þrönga og nána sambýli i fjöleignarhúsi sé með svo sérstökmn hætti að eigendum dugi ekki venjuleg úrræði nábýlisréttar gerist íbúi sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum. Brot á skyldum geta verið svo gróf, að ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess af öðrum eigendum, að þeir uni slíku sambýli. Brot geta verið með ýmsum hætti. Þar koma til greina brot á þeim reglum sem húsfélagiö setur, viðkomandi hindrar eðlilegt og nauðsynlegt viðhald eða veldur íbú- um ónæði og óþægindum. gjarn. Ekki væri rétt að einn aðili geti bolað öðrum eigendum úr út húsinu. Þá er eðlilegra að hinn brot- legi verði fjarlægður. Hér verður að vega og meta hagsmuni, annars veg- ar hins brotlega af því að fá að búa í húsinu og mögulega haldið áfram uppi sama ástandi eða hins vegar hagsmunir sameigendanna af því að fá að búa áfram í eignarhluta sínum og tryggja verðgildi þeirra. Þegar hinn brotlegi flyst ekki á brott fúslega, er nauðsynlegt að eig- endur hafi heimild til að fá hinn brotlega á brott gegn vilja hans. Slikt er ekki aðeins nauðsynlegt af mannlegum ástæðum, heldur einnig af fjárhagslegum ástæðum. Ófriðarseggir í fjöleignarhúsum geta bæði beint og óbeint rýrt verð- gildi þeirra, því enginn vill slíka ná- granna. Eignarhluta getur því orðið erfitt að selja eða að . fyrir I þá fæst mun lægra verð en ef sam- býli í húsinu væri með eðlilegum hætti. Ríkar sönnunarkröfur Að baki úrræðunum búa fyrst og fremst grenndarsjónarmið og með þessu lagaákvæði hafa verið lögfest sérstök úrræði, sem byggjast á og réttlætast af hagsmunamati, þar sem minni hagsmunir víkja fyrir margfalt fleiri. Ekki er viðunandi að aðeins eign- arréttur hins brotlega sé verndaður, heldur verður ekki síður að vemda rétt sameigenda hans til að nýta eignir sínar í friði og tryggja verð- gildi þeirra. Húsfélagið verður að sanna van- efndir og brot viðkomandi og eru gerðar ríkar sönnunarkröfur. Eins verður húsfélagið að gæta í hví- vetna réttra aðferða við ákvörðun um brottflutning og/eða nauðungar- sölu og við að framfylgja henni.“ X 3 á brott Þegar slikt Flytjist ófremdará- stand skap- ast í fjöl- eignarhús- um er oft aðeins um tvennt aö velja til lausnar á málinu. Annað hvort að hinn brot- legi flytjist á brott, sem er ill- mögulegt gegn hans vilja, og hins vegar að þeir sem verða fyrir ónæðinu og geta ekki unað við þaö, flytjist á brott. Ljóst er að síðari kosturinn væri með öllu ósann- Mikill munur á iðgjöldum bílatrygginga: Odýrast hjá FIB Dýrasta bílatryggingin er um 40% hærri en sú ódýrasta þegar miðað er við grunniðgjald ábyrgðartrygg- ingar fyrir Toyota Corolla sedan 1,3 og fullan bónus. Ódýrasta trygging- in fæst hjá FÍB-tryggingu en sú dýrasta hjá Sjóvá-Almennum. Þetta er niðurstaða fyrirspumar hjá fjór- um tryggingafélögum, FÍB-trygg- ingu, Sjóvá-Almennum, Vátrygg- ingafélagi íslands og Tryggingamið- stöðinni. Niðurstaðan var birt í DV fyrir hálfum mánuði. í kjölfarið kom hins vegar í ljós að billinn sem miðað var við, Toyota Corolla með 1330 rúmsentímetra og 86 ha. vél sem vegur 1000 kg og ber 450 kg, er í dýrari flokki hjá Tryggingamið- stöðinni en fram kom í könnuninni. Þá skal tekið fram að forsenda þess að fá að tryggja hjá FÍB-tryggingu er aðild að FÍB sem kostar nú 3.330 krónur á ári. Aðrar niðurstöður halda. Hringt var í tryggingafélög- in og fengnar upplýsingar um hvað kostaði að tryggja Toyotu Corollu sedan 1,3, árgerð 1999. Spurt var um grunn- iðgjald ábyrgðartryggingar með slysatryggingu öku- manns og eiganda auk framrúðutryggingar. Spurt var um ársiðgjald meö ann- ars vegar 50% bónus og hins vegar fullum bónus. Miðað er við að eigandi bílsins sé um fertugt og búi á höfuðborg- arsvæðinu. Þegar miðað er við grunniðgjald tryggingafélag- anna og fullan bónus kostar Iðgjöld ábyrgðartryggingar % bónus 31.659 (+3.300) krónur að tryggja bilinn hjá FÍB-tryggingu, 41.045 krónur hjá Vátrygg- ingafélagi íslands, 42.074 krónur hjá Tryggingamið- stöðinni og 44.463 krónur hjá Sjóvá-Al- mennum. En sé miðað við 50% bón- us kostar 45.449 krón- ur (+3.300) að tryggja bílinn hjá FÍB- irygglngu, 71.001 krónu hjá Vátryggingafélagi ís- lands,72.620 krónur hjá TrvPínnaflrm/SíítnfSinrn np .esmmtm m AÖSúAÍ HWSf Hösráða meö töfvupósti. Netfangtð er dvritst@ff.is og merkja skal tölvupóstinn Húsráö. Ásmundur G. Vilhjálmsson með handbók um skattamál: Skattur og fjár- magns- tekjur og eignir „Ég gaf fyrri bækur mínar út í tilrauna- og reynsluskyni af því ég vildi sjá hversu mikil þörf væri fyrir rit af þessu tagi. Þá var nauðsynlegt að reyna að átta sig á því hvers konar skattabækur markaðurinn þyrfti á að halda. Bókin Skattur á fjármagnstekjur og eignir er árangur af þeirri reynslu," segir Ásmundur G. Vil- hjálmsson hdl., höfundur og útgefandi bókarinnar Skattur á í]ár- magnstekjur og eignir. Bókin skipt- ist í fimm þætti. Fyrsti þáttur fjallar ÁsmundurG. um aðdrag- Vilhjálmsson hdi. andann að DV-mynd Pjetur setningu laga um fjármagnstekju- skatt og samanburð á skattlagn- ingu fjármagnstekna hér á landi og annars staðar á Norðurlönd- um. Annar þáttur fjallar almennt um skattskyldar fjármagnstekjur og hvaða kostnað megi draga frá þeim. í þriðja þætti er fjallað um reglulegar t.ekjur af eignum, eins og vexti, arð og leigu. Myndar hann meginefni bókarinnar ásamt fjórða þætti er fjallar um ákvörðun söluhagnaðar þegar eignirnar, sem hinar reglulegu tekjur gefa, eru seldar. Þá er að finna itarlega umfjöllun um skattlagningu fjármálalegra samninga, svo sem valréttar- samninga og kaup starfsmanna á hlutabréfum á undirverði. Fimmti og síðasti þáttur fjallar um álagningu eignarskatts. Við samningu bókarinnar hef- ur Ásmundur gætt þess sérstak- lega að laga efni hennar að þörf- um mismunandi notendahópa. Auk meginmáls er hver einstak- ur þáttur einnig byggður upp á tilvísunum í fræðirit, lög, dóma og úrskurði skattyfirvalda. Bókin á að geta nýst öllum sem þurfa á upplýsingum að halda um skatta- mál sín. Bókin kostar 5.700 kr. krónu hjá Sjóvá-Almennum. Einungis var horft á grunniðgjald fyrir tryggingu bílsins. Ekkert ann- að. Athygli skal vakin á því að kaupi bíleigendur allar tryggingar hjá sama tryggingafélagi fæst af- sláttur af búatryggingunum, mis- munandi mikill eftir því hvaða tryggingafélag á í hlut. En með því að taka bílatrygging- una fyrir eina og sér í þessari at- hugun var talið að fengist einfaldur samanburður á þessum tryggingum. Þá fengist grunnverð sem siðan eru veittir mismunandi miklir afslættir af. Hér var ekki verið að kanna verð tryggingapakka heldur eina staka tryggingu. Toyota Corolla var valin vegna þess að að það er algengasti fólksbill á landinu. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.